Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Samkeppni minni en áður en margmiðlun fer vaxandi í Frankfurt
Bækur í
s viðslj ósi
Að lokinni Bókastefnu í Frankfurt velta menn
fyrir sér gildi hennar og tilgangi yfírleitt. Jóhann
Hjálmarsson segir frá ýmsu markverðu í
Frankfurt, kynningu íslenskra höfunda á stefn-
unni og bókum sem eru væntanlegar eftir
þá á erlendum markaði.
Jorge Amado. Ferreira Gullar. Jorge Semprún.
AÐ ER kappsmál þjóða en
kostar dijúgan skilding að
vera í brennidepli á Bóka-
stefnunni í Frankfurt. Brasilíu-
menn voru í því hlutverki að þessu
sinni. Þeir settu ekki aðeins svip á
stefnuna sjálfa heldur voru dag-
skrár og sýningar á þeirra vegum
út um alla borg.
Austurríkismenn verða í brenni-
depli á næsta ári. Norðurlöndum
hefur verið boðið til öndvegis 1997.
Það er í athugun hvort boðinu verð-
ur tekið. Þeir útgefendur sem ég
ræddi við í Frankfurt töldu líklegt
að svo yrði. Fróðlegt verður þá að
fylgjast með hvernig Norðurlönd-
um reiðir af í þeim suðupotti sem
Bókastefnan í Frankfurt getur orð-
ið, en án efa gæti slík framkvæmd
stuðlað að því að efla kynningu
íslenskra bókmennta, að minnsta
kosti er reynslan sú að þýðingar
aukast á verkum höfunda þeirra
þjóða sem eru í brennidepli.
A
tgefendur tala um að það sé
langtímavinna að greiða
fyrir þýðingum og útgáfu
íslenskra bóka erlendis. I Frank-
furt sýndu aðeins þijú íslensk for-
lög. Halldór Guðmundsson hjá
Máli og menningu var að ganga
frá útgáfusamningi við þýska Su-
hrkamp á Svefnhjólinu eftir Gyrði
Elíasson. Hann minntist á áhuga
Frakka á bókum Thors Vilhjálms-
sonar. Jóhann Páll Valdimarsson
Forlagsstjóri var að vonum glaður
yfir því að fá það staðfest að hið
stóra franska forlag, Gallimard,
hygðist gefa út Svaninn eftir Guð-
berg Bergsson. Ólafur Ragnars-
son, forstjóri Vöku-Helgafells, gat
tilkynnt um áframhaldandi land-
nám Ólafs Jóhanns Ólafssonar á
Norðurlöndum, í þetta skipti
danska þýðingu á Fyrirjgefningu
syndanna hjá Forum. I Noregi
kemur sagan út hjá Gyldendal.
Það eru fleiri íslenskar bækur
komnar út eða væntanlegar á er-
lendum málum en þær sem fyrr-
nefndir útgefendur hafa komið á
framfæri. Stúlkan í skóginum eftir
Vigdísi Grímsdóttur hefur til að
mynda verið þýdd á sænsku og
finnsku. Ljóðabók eftir Matthías
Johannessen kom út í sumar hjá
Cappelen í Noregi. En ekki sakar
að bækur séu í sviðsljósi í Frank-
furt.
Útgefendur eru ánægðir með
velgengni bóka sinna. Halldór Guð-
mundsson nefndi þó að stórauka
þyrfti stuðning við Bókmennta-
kynningarsjóð svo að verk sem
flestra íslenskra höfunda fengju
kynningu og kæmu til álita á er-
lendum markaði. Þetta mætti gera
að fyrirmynd nágranna okkar,
Dana, Norðmanna og Finna, sem
hefðu bókmenntamiðstöðvar,
skrifstofur sem ynnnu markvisst
að þessu. Dæmi um árangur slíks
starfs voru á Frankfurtstefnunni.
Metsöluhöfundar sáust í
Frankfurt, þeim var otað
fram og auglýstir af kappi.
En líklega er það rétt sem Jóhann
Páll Valdimarsson hélt fram að
samkeppnin væri ekki eins mikil
og áður, metsölubækur ekki eins
áberandi. Til dæmis vakti það at-
hygli hve sýning gestgjafanna,
Þjóðveija, var menningarleg, bók-
menntir í meirihluta. Gríðarmikið
svæði var tekið undir þýsku deild-
ina. í bókaklúbbi Bertelsmanns
mátti meðal annars sjá íslands-
klukku Halldórs Laxness í þýskri
þýðingu, enda þýða Þjóðveijar
mikið. Bækur Halldórs Laxness
var svo vitanlega að fínna í bási
Vöku-Helgafells og mikið um þær
spurt að sögn starfsfólksins.
Frétt um andlát hins kunna
þýska leikara, Heinz Rúhmanns, á
fyrsta degi Bókastefnunnar varð
til þess að riija upp eftirminnilegan
leik hans í hlutverki Góða dátans
Svejks og Höfuðsmannsins frá
Köpenick. Litli maðurinn varð stór
á sviðinu. Bók um hann eftir
Berndt Schulz var sem betur fer
fáanleg.
Nýlátinn risi bókmenntanna,
Elias Canetti, var í fararbroddi á
þýska svæðinu ásamt skáldkon-
unni Ingeborg Bachmann sem lést
voveiflega í Róm fyrir mörgum
árum. Canetti var meistari íhuguls
ævisagnastíls, en fjallaði líka um
Múg og vald í samnefndu stór-
virki. Ein af athugunum hans lýsir
honum vel: „A meðan til eru í heim-
inum manneskjur gjörsneyddar
valdi get ég ekki örvænt.“ Kald-
hæðni hans birtist í annarri athug-
un þar sem því er haldið fram að
fegursta minnismerkið um mann-
inn sé hestur nýbúinn að kasta
honum af baki.
Margmiðlun fer vaxandi á stefn-
unni eins og Ólafur Ragnarsson
vék að. Geisladiskar, hljóðbækur
og hvers kyns tölvutækt form læt-
ur mjög að sér kveða. Rafeinda-
markaðurinn þurfti ekkki að
kvarta yfir undirtektum sýningar-
gesta.
BRASILÍSK alþýðulist á sýn-
ingu í Frankfurt.
46. Frankfurter Buchmesse 1994
BRASILÍA var í brennidepli
á Bókastefnunni í Frankfurt
5.-10. október.
Brasilíumenn lögðu ekki síst
áherslu á þjóðlíf, myndlist
og alþýðumenningu þótt
bækur og höfundar væru í önd-
vegi. Eitt af kunnustu skáldum
þeirra, Ferreira Gullar (f. 1930),
minnir á í ljóði að hann framleiddi
ekki sykurinn sem bráðnar svo
dásamlega og ekki heldur kaup-
maðurinn eða verksmiðjueigand-
inn. Sykurinn hefur verið reyr:
I fjarlægum sveitum þar sem hvorki eru
spítalar
né skólar
hefur hann verið ræktaður þessi reyr
til þess að verða sykur
af mönnum sem hvorki kunna að lesa né
skrifa
og deyja úr hungri 27 ára gamlir.
I dimmum verksmiðjum
framleiða menn sem lifa gleðisnauðu
og hörðu lífi
þenna.n hvíta og hreina sykur
sem gerir kaffið mitt sætt þennan morgun
í Ipanema.
Kunnasti skáldsagnahöfundur
Brasilíu, Jorge Amado (f. 1912),
er enn í fullu fjöri eftir ljósmyndum
og viðtölum við hann að dæma.
Hann er síður en svo hættur að
semja. Tvær skáldsögur eftir hann
eru til í íslenskri þýðingu, Ástin
og dauðinn við hafið og Jóakim
vatnsfælni, en bækur hans hafa
verið þýddar á 35 tungumál.
Amado hefur oftar en einu sinni
þurft að fara í útlegð vegna rót-
tækra stjómmálaskoðana. Skáld-
sögur hans bera mikilli frásagnarl-
ist vitni, eru lifandi og efnismikl-
ar, þrungnar munúðarfullum til-
finningum. Söguþráðurinn er
sennilegur, en stundum á mörkum
fjarstæðunnar, prakkarasögu-
hefðarinnar. Amado hefur í síðari
verkum sínum nálgast skemmti-
söguna og er mjög vinsæll meðal
lesenda um allan heim.
Það eru ótal eftirtektarverðir
rithöfundar í Brasilíu, ekki síst
kvenhöfundar eins og Raquel de
Queiroz. Skáldsagnahöfundinum
Joao Guimaraes Rosa er líkt við
James Joyce fyrir nýsköpun í
prósa. Ljóðskáld Brasilíumanna,
Manuel Bandeira, Mário de
Andrade og Jorge de Lima voru
meðal brautryðjenda framúrstefnu
í Rómönsku Ameríku.
Spánveijinn Jorge Semprún (f.
1923) hlaut Friðarverðlaun
þýskra bókaútgefenda og
bóksala. Hann var menntamála-
ráðherra Spánar 1988-91 og barð-
ist ötullega gegn nasisma og fas-
isma á stríðsárunum og hafnaði
af þeim sökum í Buchenwald-búð-
unum. Á Spáni var hann virkur í
andstöðu gegn Franco. Flestar
skáldsögur Semprúns og ritgerða-
söfn eru á frönsku, enda fluttist
hann ungur til Frakklands ásamt
foreldrum sínum og nam í París.
Sjálfsævisaga hans sem hann
skrifaði á spænsku þykir merkileg
heimild um átakatíma. Hún kom
fyrst út 1977 í 110.000 eintökum.
í ævisögunni deili'r hann á Sovét-
ríkin og spænska kommúnista-
flokkinn sem hann hafði snúið
baki við.
Semprún er um margt dæmi-
gerður Evrópubúi og á því vel
heima við hlið annarra Friðarverð-
launahafa, manna á borð við Nelly
Sachs, Siegfried Lenz og Václav
Havel.
Vandamál Austur-Evrópu voru
meðal dagskrárefnis á ótal fund-
um í Frankfurt. Rússar, Úkraínu-
menn, Tékkar, Bosníumenn og
fleiri sögðu frá ýmsu hörmulegu,
en ekki án vonarglætu. Boðskap
þeirra var skolað niður með freyði-
víni. Norðurlandafólk er sem betur
fer laust við þann gríðarlega vanda
sem hijáir þetta fólk sem getur
státað af góðum bókmenntum og
miklum bókmenntaáhuga.
Ed du med diblad neb?
Nezeril* losar um nefstíflur
Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur
af völdum bólgu í nefslímhúö, t.d. vegna kvefs.
Nezerti
o,nriv
Hiutrptty’
Einnig er Nezeril notaö sem stuöningsmeöferö
viö miöeyrnabólgu og ofnæmisbólgum í nefi.
Nezerif verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem
gerir þér kleift aö anda eölilega. Mikilvægt er aö
lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun sem
eru á fylgiseðli með lyfinu.
Hezeril®0,5 mjw
**»Pray
^vuKna och bwnft*
N*ayningar I varrfvr fU-
per dag vid t<**r
„jjjjyi
Qrœnt Nezeril* fyrir ung börn
Bloikt Nezeril* fyrir böm
Blátt Nezeril* fyrir fulloröna
Nezerilfæsl
iapótehinu
Apóteh
Nezoril (oxymotazolin) er tyl sot losar nefstlflur af
völdum kvefs Vorkun komur fljótt og varlr I 6-8 klst.
Aukuvorkanir: StaÖbundln ortmg komur fyrír og
minitís medicamentose vi6 iangtlmanotkun. Varúö:
Ekkl or ráöiagt aö toka fyfiö oftar on 3ovar á dag nó
lengur on 10 daga I oenn. Noznnl ð ekki aö nota viö
ofnsemisbóigum i nefí eöa langverandi nefstiflu af
öörum toga nama I samrðöi vlö looknl. Leltiö (H lœknis
ef flkamshiti or htcrri en 38.5* C iengur en 3 daga. Ef
mikill verkur or til stAÖer. t d. oyrnaverkur, ber omnig
aö loita lajknis
Skðmmtun:
Nefdropar 0,5 mg/mi
Fullorönir og eldri en 10 Ara: Innlhaid úr emu omnota
Bkammtahylki I hvora nön tvisvar til þrlevnr slnnum ð
sölarhrlng.
Nefdropar 0.26 mg/ml:
Börn ?-6 áia 2 drnpar (Innlhald úr u.þ.b. 1/2 olnnota
skammtahylki) I hvoro nös tvi3var tíl þrisvar sinnum ö
sólarhnng.
Bórn 7-10 ára. Innihald úr oinu elnnota akammtohylkl
I livoru nös tvisvur til þrisvar smnum A Sólartiring.
Nofdropar 0.1 mg/rnl:
Böm 6 rnánaöa - 2 öre: innihald úr einu oinnota
skammtnhylki l hvorn nör, tvtsvnr lll þrinvor fllnnum ó
sólarhring.
Nýlædd börn og börn á brjóati moö eM.öleike viö aö
sjúge: 1-? dropar I hvora nós 15 rrtn fynr máltlft. eili
aö 4 sinnum á sóiarhring.
Nefúöaiyf meö ekummtaúöara 0,1 mg/mi:
Böm 7 mönaöa - 2 6ra: Tvoir úöackammtar I hvora
nöfl tvisvor W þrlevar sínnum á cóiarhring.
Nefúöaiyf meö skarnmtaúöaro 0.26 rng/ml.
Böm 2-6 ára Elrm úöaskammtur l hvora nös tvlsvar tll
þrlovar ainnum 6 sóiarhnng
Börn 7-10 Ara; Ivoir úöaskammtar I hvora nös tvinvar
Ul þrh3var sinnum á sölarhring.
NelúÖalyf moö skammtaúöafa 0.5 mg/ml:
Fullorönir og böm oldrf on 10 ára: Tvolr úöaskammtar
l hvora nös tvisvar til þrisvar sinnum á sólarhring
Umboö og droiling: Pharmaco hf.
ASTRA
mmm* Astra ísland WSSSSt