Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 23

Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 23 Ljúkum við hringveginn fyrir aldamót ÞAÐ var skrítin umræða á AI- þingi á dögunum. Hún endurspeglar þann mikla áherslumun sem er á milli þessarar ríkisstjórnar og hinn- ar síðustu í samgöngumálum. Aðal- árásarefnið er, að ég vilji beita mér fyrir því, að lokið verði við veginr. yfir Ilólsfjöll og Möðrudalsöræfi fyrir aldamót. Sú veglagning var ekki á dagskrá síðustu ríkisstjórnar fyrr en eftir 2002. Auðvitað er kominn tími til þess að traustur og uppbyggður vegur sé lagður milli Norðlendinga- og Austfirðingafjórðungs. Þegar Skeiðará var brúuð fyrir 20 árum höfðu margvísleg viðskipti þróast milli Norðurlands og Austurlands, Með samþykkt vega- áætlunar fyrir árin 1993-1996 var ákveðið, að vegurinn yfír Hóls- fjöll og Möðrudalsöræfí niður að Skjöldólfsstöð- um félli undir stórverk- efni segir Halldór Blöndal samgöngu- ráðherra. sem síðan drógust verulega saman eða duttu niður með öllu, einfald- lega vegna þess að akvegasamband var ekki milli fjórðunganna yfir veturinn nema ekið væri um Reykjavík suður um land. Ég tók ákvörðun um það, eftir að ég varð samgönguráðherra, að leiðin yrði mokuð á miðvikudögum og fimmtu- dögum. Síðan hafa viðskipti milli ijórðunganna vaxið jafnt og þétt, en lélegt akvegasamband stendur þeim eðlilega fyrir þrifum. Með samþykkt vegaáætlunar fyrir árin 1993-1996 var ákveðið, að vegurinn yfir Hólsfjöll og Möðru- dalsöræfi niður að Skjöldólfsstöðum F A R - OG FISTOLVUR <Ö> NYHERJI F/EST ■■■ í 6LAOASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGf félli undir stórverkefni. Með þeirri samþykkt tók Alþingi af skarið og það varð skyndilega raunhæft að hugsa sér, að lagningu hringvegar- ins lyki fyrir aldamót. Liður í þeirri áætlun var sú ákvörðun að taka brúna yfir Jökulsá á Dal inn í fram- kvæmdaátak ríkisstjórnarinnar. Sú brú verður tekin í notkun á allra næstu mánuðum. Síðasta ríkis- stjóm hugsaði sér, að sú fram- kvæmd yrði látin bíða aldamótanna. í umræðunum á Alþingi á dögunum lýsti Jóhannes Geir Sigurgeirsson að vísu yfir stuðningi sínum við tó < Q O CL veginn yfir Möðrudalsöræfi; — „ég hins vegar óttast það,“ sagði hann, „að með einstrengingslegum vinnu- brögðum og strákslegu orðfæri, þegar kemur að umræðu um þetta mál, sé hæstvirtur samgönguráð- herra að tefja fyrir og skemma fyr- ir rnálinu." Það er ekki gott í efni, ef satt er, en bót í máli að mér heyrist þingmaðurinn segja: „Nefndu mig ef þér liggur lítið við. Ég heiti Jó- hannes Geir.“ Nú hefur það ennfremur gerst, að stjórn Verkalýðsfélags Húsavík- ur samþykkti 4. októ- ber sl. ályktun, sem ekki verður skilin öðru vísi en svo, að hún vilji ekki bundið siitlag milli Mývatnssveitar og Eg- ilsstaða í fyrirsjáan- legri framtíð. Áður skuli slíkur vegur iagð- ur með ströndum fram um Melrakkasléttu og Vopnafjörð til Egils- staða. Nú er sjálfsagt að reyna að gera sér grein fyrir hvernig þessar hugmyndir horfa við Norðurlandskjördæmi eystra. Ólokið er 43 km frá Námaskarði að Biskupshálsi, sem kostar 400 millj. kr. Af því greiðist 30% af kjördæmafé eða 120 millj. kr., en eftirstöðvarnar af stór- verkefnafé. Á vegaáætlun eru 133 millj. kr. til þessa verks á árunum Halldór Blöndal 1995 og 1996. Vegurinn frá Bisk- upshálsi að Skjöldólfs- stöðum kostar 800 millj. kr. Þar af kostar Háreksstaðaleið, ef farin verður, 400 millj. kr. Strandaleiðin um Melrakkasléttu og jarðgöngin í Jökulsár- hlíð kostar á hinn bóg- inn 4-4,5 milljarða króna og er 200 km lengri. Mér liggur við að halda, að stjórn Verkalýðsfélags Húsa- víkur sjái það fyrir sér, að nokkuð verði farið að halla á næstu öld áður en til þess komi, að bundið slitlag verði lagt milli Norður- og Austurlands. Höfundur er samgönguráðherra. Hjá okkur færðu allt sem þarf til að skapa fegurð og samræmi á heimilinu. Þjónusta • Hönnun* Ráðgjöf • Tilboð Eigið saumaverkstæði Úrval vandaðra og góðra efna mmn FYRIR H EIMIIIÐ A besta stoö i bœnum SKIPIIOLT 17A • 105 REVKJAVIK • SIAIl 91-12323

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.