Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 26
26 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Tölvuheimur blindra o g sjónskertra NÚ ER tölvan að verða jafn algeng á heimilum fólks og snældutæki eða ritvél- ar, en þær heyra nú sögunni til að mestu. Tölvurnar hafa opnað mörgum ýmsar dyr, sem áður voru þeim lokaðar. Má t.d. nefna að farið er að nota tölv- ur til þess að þjálfa mjög fatlað fólk til ýmissa hluta. Fyrir sjóndapurt fólk eða blint, eru tölvumar al- gjör bylting. Með tölv- um getur blint fólk nánast lesið hvaða bók sem er, ef réttur hug- og vélbúnað- ur er fýrir hendi. Hægt er að mynda heilu bækurnar inn á tölvur og láta t.d. talandi vél lesa þær upphátt. Sama er hægt að gera við dagblöð, tímarit og hvaða prentmál sem er. Nú er auðveldara að láta tölvu lesa bækur eða blöð inn á segulbönd en að fá fólk til þess. Til skamms tíma gátu mjög sjóndaprir menn einungis notað blindraletur eða lesið stórt letur, ef þeir gátu þá greint það. Til þess að rita blindraletrið, þurfti sérstak- ar ritvélar, svokallaðar blindrarit- vélar. Ritað var beint á pappír og ef leiðrétta þurfti, varð að klóra ofan í punktana eða skrifa svokall- aðar fyllingar yfir villumar. Ef leið- rétta þurfti mikið, varð viðkomandi blað heldur leiðinlegt og óþjált af- lestrar. Á sjöunda áratugnum var byrjað að framleiða rafmagns- blindraritvélar og ritvélar með venjulegu lyklaborði svo að sjáandi fólk gæti ritað blindraletur. Þær vélar gerðu bókaskriftir eða prent- un blindraleturs mun auðveldari, sérstaklega hvað kennsluefni varð- aði. Svo þegar tölvurnar fóm að ryðja sér til rúms, fóru menn að athuga hvort ekki væri hægt að nota þær til ritunar blindraleturs. Árangurinn varð hreint ótrúlegur. Jafnframtþví, sem framleiddir voru sértakir blindraletursprentarar, sem tengdir vom við venjulegar tölvur (en sérstök forrit breyttu venjulegum bókstöfum í blindralet- ur), var farið að framleiða sérstak- ar blindraleturstölvur. Þær auð- velduðu blindu fólki til muna að- gang að ýmsu prentuðu máli. Við blindraleturstölvurnar var hægt að tengja venjulega tölvuprentara, sem rituðu venjulegt letur. Þannig gat alblindur maður ritað gögn sín á blindraletri og leiðrétt. Eftir það gat hann prentað þau út á blindra- letri eða venjulegu letri. Þegar fyrsta blindraleturstölvan kom hingað til lands á níunda áratugn- um var farið að huga að tölvuprent- un bóka á blindraletri. Fenginn var lítill prentari frá Bretlandi, sem leit út eins og blindraletursritvél. Það tókst að tengja hann við blindraleturstölvuna og í september 1983 var fyrsta blaðið prentað út á blindraletri með tilstyrk tölvu. Fljótlega tóku menn að átta sig á því, að öflugri tölvu þurfti svo að prentun blindraleturs gæti auk- ist. Erlendis, einkum þó í Svíþjóð, höfðu menn þróað öflugar tölvu- stýrðar prentsmiðjur, sem prentuðu blindraletur. Slík prentverk vom allt of viðamikil fyrir þá fáu, sem lásu blindraletrið í þessu landi. Því var fenginn öflugur prentari fyrir blindraletur og var hann tekinn í notkun árið 1986, en tekist hafði að safna fé til kaupa á honum. Þá var tími litlu blindraleturstölvunn- ar, sem kallast VersaBraille, sem fyrst kom hingað til lands brátt liðinn. Hún var nú þeg- ar úrelt, enda var hún með kassettudrifí, en í stað hennar vár kom- ið venjuleg pc-tölva. Við hana var blindra- letursprentarinn tengdur, og einnig sér- stakur skjár, sem breytti því, sem stóð á skjánum, yfir í blindraletur. Þannig gat alblindur maður ritað og lesið á tölvu með tilstyrk blindra- leturs. Eftir því, sem tímar hafa liðið, hefur þróun prentunar blindralet- urs aukist. Prentaramir em orðnir ódýrari og betri og nú er það æ algengara að blint og sjónskert fólk noti nær eingöngu tölvur sér til hjálpar. Notkun á blindraritvél- um er miklu minni en áður, fólk notar þær helst til þess að rita sér til minnis. En það er ekki bara blindraletr- ið, sem blint fólk hefur getað nýtt Ég hef notað slíkan tal- gervil síðan um áramót, segir Gísli Helgason, og þykir hann undur o g stórmerki. sér. Snemma fór menn út í heim að gera tilraunir með að láta tölvur tala. IBM var fyrst til að koma með slíka tölvu. Hún var svo stór að hún þurfti rúmlega hundrað fer- metra herbergi undir sig og vó nokkur tonn. En hún gat talað og jafnvel sungið og spilað á sjálfa sig. Þegar þessi áfangi náðist og tölvurnar minnkuðu, byijuðu menn að athuga hvort ekki væri hægt að nota tölvutal eða stafrænt tal fyrir blint fólk. Enn vom það Svíar, sem vom einna fyrstir Norður- landaþjóða. Þar var þróaður mjög öflugur talgervill, sem síðan var forritaður fyrir fleiri tungumál en sænsku. Á níunda áratugnum var farið að vinna að því að íslenska hann. Margir lögðu þar hönd á plóginn. Nú er íslenski talgervillinn kominn á markað. Hann er ekki gallalaus, en les furðu vel. Með gervitali og tölvublindraletri opnast sjónskertu fólki margar leiðir, sem áður voru lokaðar. Má nefna að innan skamms verður hafín útgáfa Morgunblaðsins fyrir sjónskerta á tölvutæku formi. Áskrifendur taka á móti blaðinu inn á tölvur sínar í gegnum síma og á þann hátt geta þeir hlustað á allt það, sem þá lang- ar til að heyra úr Mogganum, jafn- vel valið og hafnað eins og aðrir áskrifendur blaðsins. Hingað tíl hefur blint fólk aðeins átt kost á útdrætti úr biöðunum, sem Blindra- félagið gefur út vikulega og má því ímynda sér að aðeins brotabrot kemst fyrir á einni snældu, sem rúmar 90 mínútur, en þarf að gefa þverskurð af blöðum landsins. von- andi heldur þessi þróun áfram sjón- skertu fólki til góðs. Ég spái því að fá bílpróf eftir tíu ár, en þá verður þess áreiðanlega krafist að tölvur stjómi bílum hér á jörðu og vonandi mun umferðarslysum fækka og þá mun sparast um einn og hálfur milljarður á ári, sem hægt væri að nota til ýmissa þarfa- hluta. Höfundur er tónlistarmaður. Gísli Helgason Varið ykkur enn á megr- unarskurðlækningum EFTIR að ég hélt brott frá íslandi eftir ánægjulegt sumarleyfí í ykkar fagra landi, barst mér þýðing á grein eftir Jóhannes Gunnarsson lækni við Borgarspítalann, þar sem hann greinir frá því að hann hafí fram- kvæmt nokkrar svo- kallaðar VBG megrun- arskurðaðgerðir á Borgarspítalanum. Mér fannst ánægju- legt að sjá að Jóhannes viðurkennir klárlega, gagnstætt Sveini Sveinssyni í Svíþjóð, að VBG megrunarskurðaðgerðum geta fýlgt talsverð vandamál, enda á það við um allar skurðaðgerðir. Jóhannes bendir á að feitu fólki sem undirgengst VBG aðgerð er hætt- ara við öllum kvillum sem fylgja skurðaðgerðum en þeim sem grennri eru. Á þetta bæði við um megrunarskurðaðgerðir sem aðrar. Helstu erfíðleikar sem geta komið upp eru sýkingar og vandamál tengd öndunarfærum, kviðslit og síðast en ekki síst, að skurður grói seint eða rifni upp. Sjálfur hef ég orðið var við far- aldur hér í Bandaríkjunum meðal feitra sjúklinga af því að skurðir grói seint, rifni upp eða ígerð kom- ist í þá. Oft gróa skurðir seint hjá feitu fólki vegna hreinnar vannær- ingar, þótt einkennilegt kunni að virðast. Skurðlæknum hættir oft til að sjást yfír þetta og telja að feitt fólk sé ofnært, en öðru nær. Oft vantar feitt fólk næringarefni sem gerir það erfitt að fá skurði til að gróa. Það hefur þegar reynt alls- konar megrunarkúra sem hafa gert það að verkum að líkaminn hefur verið sveltur af tilteknum næringar- efnum. Oft er það búið að ganga í gegnum ýmsa sjúkdóma tengda offitu sem gerir það illa undirbúið undir meiriháttar skurðað- gerð. Ég hef sjálfur átt við nokkur mál þar sem læknum hefur yf- irsést að sjúklingurinn hefur ekki haft nóg kalk, eggjahvítuefni eða albúmin (markedly subnormal serum calc- ium, serum total pro- tein and serum album- in levels) og því vantað „lím“ sem líkamanum er nauðsynlegt til að fá sár sín til að gróa. Því er það mjög mikilvægt að sjúklingar sem undir- gangast megrunarskurðaðgerð séu fyrst settir í vandlega rannsókn þar sem næringarástand sjúklingsins er athugað. Ef það reynist nauðsyn- legt að gera meiriháttar aðgerð á feitum sjúklingi er afar brýnt að hann fái þegar næringu í æð til þess að hann eigi möguleika á að láta sár sín gróa. Annar mikilvægur þáttur í eftir- köstum frá VBG megrunarskurðað- gerð sem Jóhannes nefnir er að 10% sjúklinga ná engum árangri með VBG aðgerð og allt að helmingur nær ekki fullnægjandi markmiði sem er að léttast það mikið að lífí þess sé ekki lengur hætta búin vegna offítunnar. Þegar á heildina er litið, eru sterk rök fyrir því að þetta sé of hátt hlutfall ófullnægj- andi árangurs til þess að VBG að- gerðin sem slík sé réttlætanleg. Til þess liggja tvær ástæður: 1. Frá sjónarmiði þjóðfélagslegrar áhættugreiningar (society-wide riskbenefit analysis) er erfitt að réttlæta ekki meira en rúmlega 50% árangur þegar litið er til mjög mikils kostnaðar af eftir- köstum af þeim aðgerðum sem mistakast og skilja eftir sig lang- Sjálfur hef ég orðið var við faraldur í Bandaríkj- unum meðal feitra sjúklinga, segir Steph- en B. Van Camerik, af því að skurðir grói seint, rifni upp eða ígerð komist í þá. an og dýran feril frekari læknis- meðferðar. 2. Enginn getur sagt fyrir með vissu hver eru langtímaáhrif VBG aðgerða (20 ára eða leng- ur) sem eftir allt saman eru enn á tilraunastigi. Meðal þeirra vandamála sem upp kunna að koma er endurtekin offíta, magasár sem stafa af VBG að- gerð eða sem slík aðgerð hefur aukið á, kviðslit sem leiðir af sér útfíri í vélinda (gastroesophage- al reflux), magakrabbi og los á heftum og plasthlutum sem not- aðir eru við skurðaðgerðir. Öll þessi vandamál, sem áreiðanlega munu koma fram í meiri eða minni mæli með árunum, eiga eftir að lækka árangurshlutfall það sem Jóhannes telur að hafi þegar náðst. Jóhannes getur þess í grein sinni að fólk sem valið er til að undir- gangast VBG aðgerð verði að vera „í góðu andlegu jafnvægi og vera gætt góðu andlegu atgervi... Sjúkl- ingurinn þarf einnig á að halda skilning á þeirri aðlögun sem nauð- synleg er eftir svona aðgerð.“ Hann þarf að tyggja fæðuna vel svo hún komist í gegnum hinn þrönga gang sem búinn er til með því að hluta magann í tvö hólf. Stephen B. Van Camerik Umferliskennsla blindra og sjónskertra DAGUR hvíta stafs- ins, 15. október, er al- þjóðlegur baráttudagur blindra og sjónskertra. Hvíti stafurinn er jafn- framt alþjóðlegt tákn um blindu og er aðvör- un til sjáandi vegfar- enda um að hér sé sjón- skertur aðili á ferðinni og þess vegna þurfí að sýna sérstaka tillits- semi. Flestir hafa upp- lifað það að mæta gangandi vegfaranda með hvítan staf, en fæstir hafa líklega gert sér grein fyrir þeirri vinnu sem þessi vegfar- andi hefur þurft að leggja á sig til að geta ferðast um á eigin spýtur. Leiðsögn í umferli er undirstaða þess að blindur einstaklingur sé fær um að ferðast úti í umferðinni. Markmiðið með umferliskennsl- unni er að einstaklingurinn læri að ferðast um á eigin spýtur, innan dyra sem utan og öðlist eins mikið ferðafrelsi og mögulegt er. Hvíti stafurinn er hér aðalhjálpartækið en nemandinn lærir einnig að ferð- ast um með fylgdarmanni. Kennslan er einstaklingsbundin og miðast alltaf við þarfír og getu hvers og eins og tekur mislangan tíma, allt frá einni kennslustund upp í 100 eða fleiri. Það fylgir því yfírleitt mikið óöryggi þegar sjónin fer að minnka og oft treystir fólk sér ekki til að fara út fýrir hússins dyr. Þá getur verið gagnlegt að fá tíma hjá umferl- iskennara sem aðstoð- ar við að fínna örugga leið sem hægt er að ganga og leiðbeinir t.d. um hvernig hægt er að komast örugglega yfír götuna, þótt mað- ur sjái ekki umferðar- ljósin. Liður í því að verða öruggari úti í umferðinni sem sjón- skertur er að tileinka sér notkun merkistafs, það er stuttur og grannur hvítur stafur sem hægt er að bijóta saman og setja í vasa eða tösku þegar hann er ekki ! notkun. Þjálfun í notkun merkistafs tekur yfirleitt ekki lang- an tíma og þeir sem nota hann fínna yfírleitt strax fyrir aukinni tillits- semi í umferðinni, auk þess er staf- urinn um leið tákn um að sjónskert- ur aðili sé á ferðinni. Þetta er oft mikill léttir fyrir fólk sem finnst óþægilegt að þurfa sífellt að út- skýra ástand sitt þar sem ekki sést alltaf utan á fólki að það er sjón- skert. Fýrir þá sem eru alblindir tekur umferliskennslan lengri tíma, þá þarf að huga að ýmsum kennileitum í umhverfínu og læra að nýta þau og um leið læra að treysta á hvíta stafínn sér til aðstoðar. Hluti af Fimmtándi október er alþjóðlegu baráttudagur blindra og sjónskertra, sefflr Guðrún Guðjóns- dóttir, sem hvetur fólk til að auðvelda blindum að komast leiðar sinnar, t.d. með því að leggja ekki bílum upp á gangstétt. umferliskennslunni er einnig að leiðbeina aðstandendum í umgengni við blinda og sjónskerta og æfa þá í að vera fylgdarmenn þeirra. Til að auðvelda blindum og sjón- skertum að komast leiðar sinnar geta sjáandi vegfarendur orðið að liði á margan hátt. Bílar sem lagt er uppi á gangstéttum eru t.d. ein helsta hindrun sem notendur hvíta stafsins verða fyrir. Einnig mætti benda ökumönnum á að yfirleitt eru notendur hvíta stafsins lengur að ganga yfír götur en sjáandi vegfar- endur. Sýnið þá tillitssemi að aka ekki af stað fyrr en vegfarandinn er kominn upp á gangstéttina. Höfundur er ADL og umferliskennarí.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.