Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 27

Morgunblaðið - 14.10.1994, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 27 Mér sýnist að ef viðkomandi sjúklingur á að standast slík próf, sé hann í öllu falli einnig vel hæfur til að undirgangast venjulegan megrunarkúr ásamt endurmenntun í næringu og aukinni líkamshreyf- inu undir eftirliti læknis, sem í öllu falli væri mun öruggari og hættu- lausari megrunaraðferð. Þannig væri hægt að forðast áhættuna af vandamálum sem fylgja skurðað- gerð, bæði fyrir sjúklinginn og fyr- ir þjóðfélagið í heild sem þarf að bera kostnaðinn af aðgerðinni og eftirköstum hennar. Ég er sammála Jóhannesi að frá siðferðilegu sjónarmiði eiga offítu- sjúklingar jafnan rétttil læknismeð- ferðar og þeir aðrir sem þjást af ýmsum nútíma menningarsjúkdóm- um, s.s. afleiðingum reykinga eða ofnotkunar áfengis. Leiðin til að meðhöndla offituvandamál í upp- lýstu lýðræðisþjóðfélagi eins og finnst á íslandi felst í því að bjóða offitusjúklingum upp á ekki síðri meðferðarmöguleika en hjarta- eða áfengissjúklingar fá nú, þannig að þeir geti, ótilknúðir og án þjóðfé- lagslegrar andúðar, undirgengist megrunarmeðferð í stofnun undir umsjá lækna og næringarfræðinga. Eftir að fyrri grein mín birtist í Morgunblaðinu, þrem dögum áður en ég hélt af landi brott, höfðu tvær konur samband við mig, eftir að hafa leitað mig uppi, til að sýna mér afleiðingar af uppskurðum sem framkvæmdir höfðu verið á þeim. Báðir uppskurðirnir höfðu verið greiddir af viðkomandi sjúklingi. Tryggingastofnun tók ekki þátt í kostnaðinum. Önnur aðgerðin hafði kostað 160 þús. kr. Báðar aðgerð- imar höfðu misheppnast á hinn versta hátt. Af lýsingunum að dæma gat ég ekki séð annað en að hér hefði verið um ágirnd við- komandi lækna að ræða, sem lögðu út í allt of áhættusama uppskurði á læknastofu út í bæ, sendu síðan konurnar heim og veittu ekki nógu vandaða eftirmeðferð. Ég nefni þennan atburð hér til þess að sýna öllum lesendum fram á að læknar á Islandi eru að leita að tekjum ekki síður en læknar í Bandaríkjunum. Jóhannes hélt því nefnilega fram í lok greinar sinnar að aðstæður í Ameríku væru þann- ig að læknar reyna að finna sér verkefni eftir föngum. Svo segir hann: „Á Norðurlöndunum gilda þessi gróðasjónarmið alls ekki, síst hér á landi, það er af og frá.“ Með tilliti til þess sem ég sá og heyrði frá þessum tveimur konum, get ég ekki sagt annað en að Jó- hannes hefði ekki getað haft meira rangt fyrir sér. Ég frétti ennfremur að sjúklingar á Islandi sem hafa orðið fyrir skaða af völdum lækna- mistaka séu að stofna með sér sam- tök til að leita réttar síns. Ég hygg að ekki sé vanþörf á og óska þeim góðs gengis. Höfundur er læknir, búsettur í grennd við Talahassee, Florida, og starfar sem læknisfræðilegur sérfræðingur í málaferlum sjúklinga gegn Iæknum og sjúkrahúsum. Heímílí að heiman i Kaupmannahöfn Vandaðar, ferðamannaíbúðir miðsvæðis í Kaupmannahöfn Verð a mann frá dkr 143- ádag. Allar íbúðirnar eru með eldhúsí oq baði. Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þina eða ,<7/i £7raoel'Sca/uA'ruiotci’ Simi (9045) 33 12 33 30 Fax.(9045) 33 12 31 03 *Verð á mann miðað við 4 (ibúð (viku Sölukerfið lokar kl 20:20 t- GRAFISK HÖNNUN: MERKISMENN HF.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.