Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 28
2 8 FÖSTUDAG UR 14. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 UTGEFANDl FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavik. SÍMAR: Skiptiborð: 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir: 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. f lausasölu 125 kr. eintakið. SAMKEPPNIN, VÖRUVERÐIÐ OG KAUPMÁTTURINN ÞAÐ ER GÖMUL saga og ný að fátt kemur almenningi betur kjaralega en verzlunarsamkeppni. Reynslan hér- lendis sem erlendis hefur ótvírætt sýnt, að vaxandi sam- keppni fylgir meira vöruúrval og lægra verð. í afkomulægð þjóðarinnar síðustu sjö árin var hörð verzlunarsamkeppni á smásölumarkaði helzta vörn kaupmáttar fólksins í landinu. Kaupfélögin og samvinnuhreyfingin hertu verzlunarsam- keppni framan af ferli sínum, á síðustu áratugum 19. aldar og á fyrstu áratugum þeirrar 20. Samkeppni kaupmanna og kaupfélaga á þessum árum kom landsmönnum til góða í vörugæðum og -verði. Síðar breyttist samvinnuhreyfingin, að minnsta kosti að hluta til, í andhverfu sína. Kaupfélög urðu ein um hituna í heilum héruðum og samkeppnin þvarr. Samband íslenzkra samvinnufélaga varð að verzlunarrisa í skjóli samkeppnishamlandi aðstöðu, forréttinda og Fram- sóknarflokksins. Megineinkenni einokunar og fákeppni, hærra vöruverð, lét ekki á sér standa. Það er síðan saga út af fyrir sig hver urðu örlög SÍS þegar markaðsbúskapur og samkeppni knúðu afgerandi dyra í íslenzku samfélagi. Stórmarkaðir, sem hafa komið til sögunnar hér á landi, hafa hert samkeppni á smásölumarkaði á nýjan leik — og það svo um munar. Og sem fyrr segir hefur fátt, ef nokk- uð, komið almenningi jafn ríkulega til góða á síðustu þreng- ingartímum í þjóðarbúskapnum og þessi verzlunarsam- keppni, sem sagt hefur til sín í hagstæðara vöruverði en ella. Og ef enginn einn aðili nær það stórri markaðshlut- deild á okkar tiltölulega smáa markaði, að jaðri við einok- un, njóta neytendur samkeppninnar áfram. Lífskjör íslendinga ráðast að stórum hluta í milliríkja- verzlun, svo stóran hluta framleiðslu okkar sem við flytjum út, svo hátt hlutfall neyzluvöru sem við flytjum inn. Við höfum reynt að tryggja hagsmuni okkar, að þessu leyti, með milliríkjasamningum, ekki sízt innan Evrópska efna- hagssvæðisins. Það er því nánast sjálfgefið að það viðskipta- umhverfi, sem ríkir í umheiminum, setur mark sitt á ís- lenzkt samfélag — og veitir því visst aðhald. Stefnumörkun til aukins verzlunarfrelsis í EES-samningum mun styrkja verzlunarsamkeppni hér á landi. Þetta á svo dæmi sé tekið við um afnám ýmissa einkaleyfa, sem m.a. bundu viðskipti héðan við tiltekna umboðsmenn erlendis. Þróun af þessu tagi opnar leiðir til hagkvæmari innkaupa til landsins. Frjálsari viðskipti milli landa leiða einnig til vaxtar í al- þjóðaviðskiptum, sem trúlega kemur okkur til góða. Þannig segir í Þjóðhagsáætlun fyrir árið 1995, sem forsætisráð- herra lagði fram 1. október sl.: „Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir miklum vexti í alþjóða- viðskiptum. Talið er að þau muni aukast um 7,2% á þessu ári og 5,9% á því næsta, borið saman við 4% aukningu í fyrra. Þessi vöxtur tengist betri tíð og fijálsari viðskiptum milli landa. Áætluð gildistaka GATT-samninga á næsta ári skiptir miklu máli í þessu sambandi. Svæðisbundnir samn- ingar, þar á meðal EES, stækkun ESB og NAFTA leggjast á sömu sveif“. Það er mikilvægt að laga íslenzkan þjóðarbúskap að ríkj- andi og fyrirsjáanlegum viðskiptaháttum í umheiminum. Ekki sízt að að víkja úr vegi höftum og samkeppnishömlum. Það er á hinn bóginn grundvallarforsenda þess, að verzlun- arsamkeppni nýtist neytendum til hagsbóta, að markaðurinn sé virkur. Hafa verður í huga þá hættu að lítill markaður, eins og okkar, hefur nokkra tilhneigingu til að þróast til fákeppni. Útkoman verður neikvæð fyrir neytendur, ef mál þróast á þann veg, og breytir þá lítlu hvort slík fákeppnis- staða er í höndum einka- eða samvinnurisa. Því er nauðsynlegt að standa þann veg að verki, að mark- aðurinn kalli á virka samkeppni, svo neytendur njóti hag- stæðustu kjara á komandi árum. Þetta á við um hvers kon- ar verzlun og þjónustu. Samkeppnin þarf bæði að vera virk og fjölbreytt, spanna alla flóru smásöluverzlunar, að ógleymdum kaupmanninum á horninu með hans sérhæfðu og persónulegu þjónustu, til að mæta eðlilegum kröfum neytenda í nútímasamfélagi. ■b A fjórða þúsund ríkisstarfsmenn geta samið um launuð námsleyfi MHW- ALGENGAST er að ríkisstarfsmenn geti sótt um að fara í launað námsleyfi í tvo til fjóra mánuði í senn eftir fjögur til sex ár í starfi. Mismunandi reglur og takmarkað eftirlit IA AF INNLENDUM VETTVANGI LAUNUÐ námsleyfí háskóla- menntaðra ríkisstarfs- manna byggjast á ákvæð- um í kjarasamningum sem veita starfsmönnum þó yfirleitt að- eins heimild til að sækja um leyfi til yfirmanna sinna í ríkisstofnunum og ráðuneytum en ekki rétt á að fara í námsleyfí. Háskólamenntaðir ríkisstarfsmenn eru nú á bilinu 3.500-3.600 talsins. Birgir Björn Sigutjónsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags háskóla- menntaðra starfsmanna ríkisins (BHMR), segir að öll aðildarfélögin hafi heimildarákvæði um námsleyfi í kjarasamningum sínum, með þrem- ur undantekningum. Sagði hann að meginreglan væri sú, að ríkisstarfs- maður geti óskað eftir að fara í náms- leyfí eftir tiltekinn tíma í starfí, sem væri oftast 4, 5 eða 6 ár, mismun- andi eftir félögum, og dvalartíminn væri yfírleitt 2, 3 eða 4 mánuðir. Jafnframt væri kveðið á um það í kjarasamningum þessara hópa að viðkomandi starfsmaður héldi föstum launum í námsleyfí og að ferða- og dvalarkostnaður fari eftir ákvörðun ferðakostnaðamefndar ríkisins. Undantekningamar em hins vegar í fyrsta lagi sérákvæði í samningum lækna, sem veita þeim rétt en ekki aðeins heimild til námsleyfa. í öðm lagi eru sérákvæði í samningum Félags háskólakennara sem veita lektomm, dósentum og prófessorum möguleika á að ávinna sér rétt til að fara í námsleyfi skv. ákveðnum reglum og í þriðja lagi gera samningar Hins íslenska kenn- arafélags ráð fyrir að kennarar geti sótt um tiltekinn fjölda námsleyfa Engin þörf hefur veríð talin á að skipa nefnd er hafí það hlutverk að samþykkja námsleyfi starfsmanna stjómarráðsins og ákveða ferða- kostnað eins og Iqarasamningar kveða á um. — — —— ----------------- I athugun Omars Fríðrikssonar kemur fram að mál þessi hafa verið í höndum æðstu stjóm- enda ráðuneyta og stofnana. Skipun nefnd- ar um náms- leyfi í athugun eftir tíu ára starf við kennslu. Ákvæði í kjarasamningi háskóla- menntaðra starfsmanna stjómarráðs- ins er mun opnara hvað þetta snertir en sambærileg ákvæði í samningum flestra annarra aðildarfélaga BHMR. Samkvæmt því er heimilt að veita starfsmönnum námsleyfí eftir fjög- urra ára starf í þjónustu ríkisins í allt að 2 mánuði á 6 ára fresti en í lok ákvæðisins er tekið fram að heim- ilt sé að veita lengri eða skemmri leyfí á lengra eða skemmra árabili. Gefur þetta yfirmönnum ráöuneyta mun fijálsari hendur um hvemig þeir fram- kvæma þessi mál hjá sér. Þá er gert ráð fyrir að leyfið skuli háð samþykki nefndar, sem skipuð sé einum fulltrúa hvors samningsaðila. Nefnd þessi hef- ur aldrei verið skipuð. Ekkert samræmt eftirlit er haft með því hjá ríkinu hvernig þessar heimildir eru notaðar og ekki er held- ur skylt að tilkynna námsleyfí starfs- manna til starfsmannaskrifstofu fjár- ________ málaráðuneytisins. Því er hvergi hægt að ganga að upplýsingum um fram- kvæmd þessara mála á ein- um stað eða fá uppgefið tmmmmmmm hver kostnaður ríkisins er vegna námsferða ríkis- starfsmanna. Magnús Pétursson, ráðuneytis- stjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að engin ákvörðun hafí verið tekin um að fjármálaráðuneytið eða starfs- mannaskrifstofa þess hefði sérstakt eftirlit með námsleyfum. Sagði hann að heimild til námsleyfa statfsmanna stjórnarráðsins hefði verið notuð hóf- lega og ekki væri vitað til þess að hún hefði verið misnotuð. Magnús segir að áður en menn færu að taka ákvörðun um að halda einhverskonar skrá yfír námsleyfi ríkisstarfsmanna þurfi mönnum að vera ljóst hver tilgangurinn með því ætti að vera. Sagðist hann telja mikil- vægara að skýrt sé að þarna fari viðkomandi aðilar með ákvörðunar- vald sem fara þurfi með af fullri ábyrgð og hófsemd. Af samtölum við talsmenn ráðu- neyta og BHMR má ætla að báðir samningsaðilar séu yfirleitt sáttir við núverandi fyrirkomulag og hafí ekki talið þörf á skipun nefndarinnar. Megin ástæðan sé sú að starfsmenn stjórnarráðsins starfí í mikilli nálægð við æðstu stjórnendur ráðuneytanna, ráðuneytisstjóra og ráðherra, og það ráðist af samningum við þá hvort starfsmaður fær að fara í námsleyfi og á hvaða kjörum. Nefndin kæmi aldrei til með að taka fram fyrir hend- ur ráðuneytanna hvað þetta varðar. Hér sé um heimildarákvæði að ræða, og endanlegt vald sé hjá hlutaðeigandi ráðherra. Birgir Björn segir að af . hálfu hagsmunasamtak- anna sé fylgst með þvi hvort starfs- menn rg'óti þeirra lágmarkskjara sem samningar kveði á um en þau hafi ekki afskipti af því ef einstakir starfs- menn njóta betri kjara í námsleyfum en samningar kveði á um. Magnús Pétursson segir að tekið verði til athugunar hvort ástæða sé til að skipa umrædda nefnd í ljósi Engar upplýs- ingar um- kostnað þeirrar umræðu sem orðið hafí. Sigurður Þórðarson ríkisendur- skoðandi var á þeirri skoðun að eini ávinningurinn af skipun þessarar nefndar gæti verið sá, að komið yrði á meira samræmi í þessum málum. Aðspurður um framkvæmd þessara mála sagði Sigurður að námsleyfi ríkisstarfsmanna væru samningsat- riði og það sé skoðun Ríkisendurskoð- unar að greiða eigi eftir kjarasamn- ingum en ekki umfram það. Mikil- vægt sé að farið sé eftir settum regl- um en hann sagðist jafnframt vilja trúa því að hægt sé að treysta ráðu- neytunum til að meta þessi mál í hverju tilviki. Sums staðar setja ríkisstofnanir sér ýtarlegri vinnureglur um náms- leyfi en fram koma í samningum og fara nákvæmlega eftir þeim. Þannig er því t.a.m. varið hjá Vegagerð ríkis- ins en skv. upplýsingum Gunnars Gunnarssonar, lögfræðings hjá Vegagerðinni, er það vinnuregla hjá Vegagerðinni að leyfa starfsmönnum aldrei að fara í lengra námsleyfi en þijá mánuði hverju sinni. Gunnar sagði að algengast væri að 3-4 starfs- menn af 50-60 starfsmönnum Vega- gerðarinnar sem eru félagar í BHMR væru í námsleyfum á hverju ári. Er hér fyrst og fremst um að ræða verk- fræðinga og tæknifræðinga og eru ákvæði um námsleyfi í samningum þeirra samhljóða. Heimilt er að veita tveggja mánaða námsleyfi eftir ljög- urra ára starf á sex ára fresti. Einn- ig er heimilt að semja sérstaklega um styttri námstíma ef um styttri starfstíma er að ræða og hefur þeirri ________ vinnureglu verið fylgt hjá Vegagerðinni að leyfa starfsmönnum að fara í þriggja mánaða námsleyfi ef liðin eru 9 ár frá sein- ustu námsferð viðkomandi starfsmanns. Að sögn Birgis Björns hefur laun- uðum námsferðum ríkisstarfsmanna í BHMR fækkað á seinustu árum. Sagði hann að mjög mikið hefði dreg- ið úr að starfsmenn fengju leyfi til námsferða frá árinu 1986 að læknum og háskólakennurum undanskildum, sem eiga lögvarinn rétt á að fara í launuð námsleyfí. FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 29 ' ......I " II I I . " 1 —.— . ■ . X Hagfræðingar ASÍ og VSÍ um vaxtahækkun Ekkí efna- hagslegar forsendur Vextir hafa veríð að hækka erlendis á árínu og um það er nú deilt hvort þetta muni leiða til hækkunar á skammtímavöxtum á verð- bréfamarkaði hér á landi á næstunni. Krist- inn Briem kynnti sér sjónarmið aðila vinnu- markaðarins, Seðlabankans o.fl. varðandi vaxtaþróun á skammtímamarkaði Skammtímavextir Ríkisvlxlar, 3 mánaða, kaupkrafa Rfkisvíxlar, 12 mánaða kaupkrafa Vaxtabr. 1994 ríkisvixlar, 3 mánaða Veröbólga 1994 (Spá um meðalbreyt. neysluvöniverös) Island 5,1 % 6,64% □ -0,4% 2,5%* Danmörk Finnland Noregur Svíþjóð 6,9% 5,5% 6,4% 8,0% 6,6% 6,9% 9,6% □ -0,3% 0,5% tZI 0,9% LZZZ3 1.2% l~l !,5% I 2,1% 3,1% Bandaríkin Þýskaland Japan Bretland 5,1 % 5,0% 2,3% 5,7% 6,0% 5,6% 2,8% 7,0% 2,0% I .... [ZD -0,8% 0,3% □ 0,3% □ (*M.v. skammt. veröb. væntingar) Nafnávöxtun 3 mánaða ríkisvíxla 1994 Svfþjóð Des. Jan. Feb. Mars Apr. Maí Júní Júlf Ág. Sept. Okt. 1993 1994 1994 HAGFRÆÐINGAR Vinnu- veitendasambands íslands og Alþýðusambands ís- lands telja engar efna- hagslegar forsendur fyrir hækkun skammtímavaxta á verðbréfamarkaði um þessar mundir. Hins vegar er það viðurkennt af hálfu VSÍ að vaxtastig- ið hér innanlands geti ekki vikið mik- ið frá því sem gerist erlendis þar sem ísland sé sífellt að tengjast betur er- lendum mörkuðum. Seðlabankinn hef- ur tekið undir sjónarmið Sigurðar B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra Verðbréfamarkaðs íslandsbanka hf., um að óhjákvæmilegt sé að skamm- tímavextir hækki eitthvað hér á landi á næstu vikum í takt við hækkanir erlendis. Ríkisvíxlavextir lágir Samkvæmt athugun Seðlabankans eru nafnvextir af 3ja mánaða ríkisvíxl- um á eftirmarkaði nú lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi. Mestur er munurinn þegar horft er til Svíþjóðar þar sem nafn- vextir eru um 3 prósentustigum hærri en hér á landi eða 8%. í Bandaríkjun- um eru nafnvextir ríkisvíxla nú nær hinir sömu og aðeins í Japan eru nafn- vextir lægri. Þetta sést nánar að með- fylgjandi yfírliti. „Ef þróunin sem verið hefur í lönd- unum í kringum okkur snýst ekki við þá tel ég óhjákvæmilegt að einhver hækkun á skammtímavöxtum verði á næstu vikum,“ sagði Birgir ísleifur Gunnarsson, seðlabankastjóri í sam- tali við Morgunblaðið. „Um áramótin opnast upp á gátt fyrir skammtíma- hreyfíngar milli íslands og annarra landa og það gengur auðvitað ekki til lengdar að það sé verulegur munur á vöxtum hjá okkur og þeim. Vandinn er hins vegar sá hvaða viðmiðanir eigi að taka en auðvitað ræður markaður- inn þar ferðinni.“ Engar stökkbreytingar „Ég á ekki von á því að neinar stökkbreytingar verði á skammtíma- vöxtunum þó ég vilji ekki spá fyrir um það nákvæmlega,“ sagði Birgir ísleifur ennfremur. „Raunar hafa skammti'mavextir þegar hækkað um 0,5%. í mars, apríl og maí voru 3ja mánaða ríkisvíxlar á eftirmarkaði seldir miðað við 4,5% ávöxtunarkröfu. Síðan hafa veximir smám saman ver- ið að síga upp á við og hafa verið 5% í september og október.“ Birgir ísleifur bendir á að skamm- tímavextir á hinum Norðurlöndunum og í Bretlandi séu nú verulega hærri en hér á landi. „Þegar við réðumst í sérstakt átak til að að lækka vexti á síðastliðnu hausti var það til samræm- is við það sem var að gerast í löndun- um í kringum okkur. Síðan hefur þessi þróun erlendis snúist við. { Bandaríkj- unum hafa skammtímavextir hækkk- að úr 3,1% í 5,1% og vextir af 5 ára ríkisskuldabréfum hækkað úr 5,1% í 7,3%. Þó hefur verðbólgan ekki vaxið mikið á þessu tímabili.“ Engar efnahagslegar forsendur fyrir vaxtahækkun Hannes Sigurðsson, hagfræðingur Vinnuveitendasambands íslands, segir að spár um hækkun skammtímavaxta komi hálft í hvoru á óvart. „Nýlega gaf fjármálaráðherra út þá yfirlýsingu að búið væri að sinna fjárþörf ríkisins á þessu ári og ekki þyrfti að leita meira út á markaðinn. Á hinn bóginn hafa skammtímavextir farið hækkandi erlendis. í ljósi þess að íslenski markað- urinn er sífellt að tengjast betur erlend- um mörkuðum getum við ekki lengur haldið uppi sjálfstæðu vaxtastigi inn- anlands eins og áður. Vextir á skamm- tímabréfum geta því ekki vikið umtals- vert frá því sem gerist erlendis. Ef skammtímavextir hér eru mun lægri en annarsstaðar leita fjárfestar þangað sem ávöxtunin er betri. Hins vegar eru engar sérstakar efnahagslegar forsendur eins og kannski annarsstaðar að reyna að stemma stigu við þenslu með því að beita vaxtahækkunum. Það eru engar forsendur fyrir því að gengið sé í hættu eða að almenn eftirspurnar- þensla sé framundan. Vaxtahækkun er því ekki tímabær út frá efnahags- legu sjónarmiði.“ Guðmundur Gylfí Guðmundsson, hagfræðingur Alþýðusambands ís- lands, segir óheppilegt að fjármálaráð- herra og seðlabankastjóri hafi verið að spá hækkun skammtímavaxta.„Ég sé í sjálfu sér ekkert í spilunum varð- andi verðbólguþróun fram að áramót- um sem gefur tilefni til að ætla að skammtímavextir fari að hækka. Þá eru skammtímavextir í bönkum eru alltof háir og of mikill munur á þeim gagnvart vöxtum af verðtryggðum skuldabréfum og skammtímavöxtum af ríkisskuldabréfum. Það er ekkert sem bendir til þess að bankavextir muni hækka heldur fremur lækka,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Hauksson, forstjóri Kaupþings, sagði að auðvitað tækju vextir á Islandi mið af því sem gerist annarsstaðar. „ísland er orðið hluti af miklu stærra svæði en áður var. Við vorum einangruð með eigið kerfi en núna er þetta kerfí téngt al- heimsfjármagnsmarkaði. Ég er þess vegna sammála því að það mun setja einhvem svip á þróun vaxta hér það sem er að gerast erlend- is. Þar hafa vextir verið að hækka og ég tel næsta víst að það muni hafa einhver áhrif hérlendis. Að vísu er ísland ekki fullkomlega tengt ennþá því það er ekki fyrr en um áramótin sem heimilt verður að fjárfesta í skammtímaverðbréfum og þá fyrst reynir mikið á þetta.“ Þingmenn Framsóknarflokks og Kvennalista um húsbréfakerfíð Ríkisábyrgð verði aflétt Fulltrúar Framsóknarflokks og Kvennalista í efnahags- og viðskiptanefnd telja æskilegt að stefnt verði að afnámi ríkisábyrgðar á húsbréfum og eru sammála fjármálaráðherra. FJÁRMÁLARÁÐHERRA tel- ur æskilegt að kanna hvort rétt sé að hækka lánshlut- fall í húsbréfakerfínu upp í 80% til þeirra sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð. Slíkt yrði þó að gerast án þess að auka fjárheimildir húsbréfakerfísins. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær um frumvarp til láns- fjáraukalaga, en þar er óskað eftir 3,7 milljarða lánsheimild vegna við- bótarútgáfu húsbréfa. Fram kom að frumvarpið mun fá skjóta afgreiðslu efnahags- og viðskiptanefndar þingsins og væntanlega verða af- greitt sem Iög frá Alþingi á mánu- dag, en fjöldi umsókna um húsbréfa- lán bíður nú afgreiðslu. Friðrik Sophusson sagði að vegna þess að ríkisábyrgð væri á húsbréfa- kerfinu yrði að bíða heimildar Al- þingis til að veita viðbótarfé til hús- bréfakerfisins þótt ljóst hafi verið í vor að eftirspurn eftir húsbréfalánum yrði meiri en áætlað var. Friðrik gagnrýndi Húsnæðisstofn- un fyrir hæg viðbrögð og sagði að það hlyti að vera í verkahring stjórn- arformanns og stjórnar stofnunar- innar að sjá til þess að lögum sé fylgt, þar á meðal lánsfjárlögum, sjá til þess að reglur um mat umsæk- enda væru með þeim hætti að ekki skapist hætta á vanskilum og láta vita þegar fjármunir væru ekki næg- ir og gera tillögur um að úr verði bætt. Friðrik sagði að ákveðið hefði verið 4. maí að herða reglur um greiðslumat fyrir 15. júni, en nýju reglumar hefðu ekki verið tilbúnar fyrr en seint í september og endan- lega í byrjun þessa mánaðar. Friðrik sagði að fjármálaráðuneyt- ið og ýmsir fleiri vildu aflétta ríkis- ábyrgðinni svo kerfíð geti verið sjálf- stætt. Engin ástæða væri þó fyrir ríkið að hlaupa frá kerfinu strax. „Ríkið getur verið þátttakandi í hús- bréfabanka og fylgt honum eftir út í efnahagskerfið og séð til þess, til að byrja með, að vextirnir stórhækki ekki fyrir vikið. Eftir sem áður verð- um við að viðurkenna að það verður að halda úti félagslegu kerfi fyrir þá sem verst eru settir; um það held ég að allir flokkar séu sammála," sagði Friðrik. Afnám ríkisábyrgðar eini kosturinn Bæði Jóhannes Geir Sigurgeirsson þingmaður Framsóknarflokks og Kristín Ásgeirsdóttir þingmaður Kvennalista lýstu þeirri skoðun að stefna bæti að afnámi ríkisábyrgðar á húsbréfakerfinu. Jóhannes sagði að slíkt gæti tekið nokkurn tíma, en til lengri tíma væri hann sannfærður um að annar kostur væri ekki fyrir hendi. „Það mun ekki ganga að stór hluti þeirra peninga sem eru í hús- næðisviðskiptum hér á landi séu á ábyrgð ríkisins. Meðan svo er nær húsbréfakerfið aldrei að standa á eigin fótum,“ sagði Jóhannes. Kristín Ástgeirsdóttir sagði að tryggja yrði að afnám ríkisábyrgðar ylli ekki kollsteypu á markaðnum. „Það var alltaf stefnan í húsbréfa- kerfínu að aflétta þessari ábyrgð þegar kerfíð tæki að þróast. Ég er ekki sannfærð um að það sé tíma- ! bært nú, sérstaklega þegar greiðslu- i erfiðleikamir í kerfínu eru svona i miklir. En þetta er markaðskerfí þar ! sem gilda á framboð og eftirspurn og við hliðina á því á að vera öflugt félagslegt kerfí,“ sagði Kristín. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrver- andi félagsmálaráðherra og nú þing- maður utan flokka, varaði hins vegar eindregið við því að aflétta ríkis^- ábyrgð af húsbréfum. Hún vitnaði í skýrslu, sem fulltrúar fjármála- og félagsmálaráðunevta og Húsnæðis- stofnunar hefðu gert um afnám ríkis- ábyrgðarinnar, og þar kæmi fram að vextir myndu hækka og þeir yrðu mismunandi eftir landshlutun. Þá yrði láglaunafólk jafnvel krafið um hærri vexti en þeir sem hefðu hærri tekjur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.