Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 32
32 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
LA UFEY SIGRIÐUR
KRISTJÁNSDÓTTIR
-4- Laufey Sigríð-
' ur Kristjáns-
dóttir var fædd á
Heiðarbrún í Vest-
mannaeyjum 30.
desember 1913.
Hún lést á St. Jó-
sefsspítalanum í
Hafnarfirði 5.
október síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Elín
Oddsdóttir, f. í
Ormskoti í Fljóts-
hlíð, og Krislján
Jónsson, bygg-
ingameistari og
útvegsbóndi, f. að
Arngeirsstöðum í Fljótshlíð.
Þau voru 17 systkinin, en ein-
ungis 11 komust á legg. Af
þeim eru látin, auk Laufeyjar:
Jóna, Klara, Oddgeir, Olafur,
Óskar. Fimm eru á lífi: Gísli,
Haraldur, Kristbjörg, Lárus og
Svanur. Laufey giftist 11. sept-
ember 1937 Stefáni Jóhanni
Þorbjörnssyni, f. á Grund í
Stöðvarfirði 30. ágúst 1914,
sonur Jórunnar Jónsdóttur, f.
á Viðborði á Mýr-
um, og Þorbjörns
Stefánssonar, út-
vegsbónda og
verkamanns, f. á
Grund í Stöðvar-
firði. Þau fluttust
1936 til Hafnar-
fjarðar og hófu þar
búskap. Attu lengst
af heima á Suður-
götu 31 og Vitastíg
4, en síðastliðin tvö
ár hafa þau búið á
Naustahlein 17 í
Garðabæ. Börn
þeirra eru: 1) Ester,
f. 1936, d. 1937. 2)
Pálmi, f. 1938. Hann á fjögur
börn og er giftur Svanhildi
Guðmundsdóttur. 3) Kristján,
f. 1945. Hann á tvær dætur og
er giftur Soffíu Arinbjarnar.
4) Ingibjörg, f. 1948. Hún á
þijá syni og er gift Massimo
Scagliotti. 5) Þorbjörn, f. 1953.
Hann á tvær dætur og er giftur
Ingu E. Káradóttur. Laufey
verður jarðsungin frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði í dag.
MIG langar til að minnast móður
minnar, Laufeyjar Kristjánsdóttur,
með nokkrum orðum. Margt flýgur
í gegnum hugann þegar kemur að
leiðarlokum. Móðir mín var greind,
falleg og heilsteypt kona, sem allt-
af var hægt að leita til þegar eitt-
hvað bjátaði á. Sonum mínum
reyndist hún einstaklega vel. Þeim
þótti alltaf gott að koma til ömmu
og afa á Vitastíginn, sem báru
velferð þeirra mjög fyrir bijósti.
Samband hennar og Max er mér
ógleymanlegt. Það myndaðist strax
náið samband á milli þeirra. Þau
skildu ekki vel hvort annað í máli
en sýndu það þeim mun betur í
verki, hvort á sinn hátt.
Til stóð að foreldrar mínir kæmu
í heimsókn til okkar við Gardavatn
á Ítalíu í byijun september, en þá
gripu örlögin inn í. Hún var búin
að hlakka mikið til ferðarinnar, því
hún elskaði að ferðast og skoða
nýja staði. í lok ágúst fær hún þá
harmafregn að hún sé með krabba-
mein og eigi skammt ólifað.
Hún tók þessu eins og öðru sem
hún þurfti að ganga í gegnum í
lífinu, með hetjuskap og æðruleysi.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að sitja hjá henni síðustu vikurnar
og halda í hönd hennar, er hún
barðist við veikindin sem náðu yfir-
höndinni á svo skömmum tíma.
Ég fínn fyrir miklum söknuði og
þakklæti til móður minnar fyrir
allt það sem hún var mér og fjöl-
skyldu minni. Max kveður tengda-
móður sína með hlýju. Stefán, Sig-
MINNINGAR
urður og Daði kveðja ömmu með
söknuði og þakklæti fyrir allt og
allt.
Guð blessi minningu hennar.
Þér þakka’ ég, móðir, fyrir trú og tryggð;
á traustum grunni var þín hugsun byggð.
Þú stríddir vel, unz stríðið endað var,
og starf þitt vott um mannkærleika bar.
Hvíl þig, móðir, hvíl þig, þú varst þreytt;
þinni hvíld ei raskað framar neitt.
Á þína gröf um mörg ókomin ár,
ótal munu falla þakkartár.
(Jóhann M. Bjamason.)
Ingibjörg.
Hún Laufey tengdamóðir mín
er dáin. Þegar mér barst þessi
harmafregn að morgni 5. október
sl. gat ég ekki haldið aftur af tárum
mínum.
Undanfarna daga hafa minning-
amar hrannast upp og af mörgu
er að taka. Kynni okkar urðu fyrir
29 árum þegar við Kristján byijuð-
um að vera saman.
Laufey var trygglynd og hrein-
skiptin kona sem hallaði aldrei
réttu máli sama á hvetju gekk. Hún
var léttlynd og átti auðvelt með
að sjá spaugilegu hliðina á öllu og
oft hlógum við saman. Hún var
úrræðagóð og vinur í reynd, og
ekki var það sjaldan sem ég leitaði
til hennar þegar mér leið ekki sem
best og ekki brást það, eftir að
hafa rætt við hana leið mér betur
og sá hlutina í öðru ljósi.
Oft var það sem hún og Stefán
komu í heimsókn þegar ég var ein
heima á daginn og var þá rætt um
heima og geima og mikið hlegið.
Ekki minnist ég þess að okkur
hafi nokkurn tíma orðið sundur-
orða.
Deginum áður en hann Stefán
varð áttræður mun ég seint
gleyma, en þá fengum við úrskurð
um að hún Laufey væri haldin al-
varlegum sjúkdómi og ætti skammt
eftir ólifað. Æðruleysið sem hún
sýndi eftir þetta þegar hún reyndi
að hugga mig með því að segja,
að hún væri búin að vera heilsu-
hraust í 80 ár, aldrei farið á spít-
ala svo hún mætti vera ánægð, er
mér ógleymanlegt.
Ég kveð mína kæru tengdamóð-
ur og vinkonu með þessum erind-
um:
Vor hinsti dagur er hniginn
af himnum í saltan mar.
Sú stund kemur aldrei aftur,
sem einu sinni var.
Því okkur var skapað að skilja.
Við skiljum. Og aldrei meir.
Það líf kemur aldrei aftur,
sem einu sinni deyr.
(Halldór Laxness.)
Soffía.
Okkur langar að senda ömmu
og tengdamömmu hinstu kveðju frá
Noregi.
Við minnumst hennar léttu lund-
ar, kímni og dillandi hláturs, þá
var gaman að vera nálægt henni.
Laufey var hreinskilin og sagði
gjarnan skoðun sína. Hún vildi öll-
um vel.
Hún hafði yndi af tónlist, einkum
óperum. Við vissum því, að hún
væri heima, ef hátt var spilað.
Ferðalög voru líka hennar ánægja,
löng sem stutt. Hún naut því þess
að geta ferðast meira er Stefán
hætti á sjónum. Sunnudagsbíltúr-
arnir urðu fastir liðir og enduðu
gjarnan með viðkomu hjá einhveiju
barnanna á heimleiðinni.
Tvær minningar standa upp úr,
þegar litið er til baka. Sú fyrri er
frá því ég kom í heimsókn nýtrúlof-
uð elsta syninum. Ég var kvíðin,
en Laufey kom sjálf til dyra og
faðmaði mig að sér. Þar með var
ég orðin ein af fjölskyldunni. Sú
seinni er 26 árum síðar, frá því í
endaðann ágúst í sumar, er við
komum í heimsókn til að kveðja,
þar sem við vorum að flytjast til
Noregs. Það var bjart yfir kveðju-
stundinni, þrátt fyrir það, að hún
væri alvarlega veik. Hún sagðist
hafa átt gott líf, verið heilsu-
hraust, orðin 80 ára og mætti vel
við una. Okkur grunaði ekki að
svona stutt væri eftir. Síðasta
minningin er um hana í dyragætt-
inni í síðdegissólinni veifandi okkur
í kveðjuskyni.
Elsku amma og tengdamamma,
SNORRI
JÓHANNSSON
+ Snorri Jóhann-
esson var fædd-
ur í Reykjavík hinn
8. febrúar 1952.
Hann lést á Land-
spítalanum 5. októ-
ber síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru Soffía Jóns-
dóttir talsímakona
og Jóhann Hall-
varðsson símaverk-
sljóri. Þau eignuð-
ust tvo syni, Snorra
og Jón Þór. Snorri
kvæntist Sigríði
Ósk Óskarsdóttur
26. febr. 1972. Þau eignuðust
tvo syni, Jóhann Davíð, f. 1971,
og Ingva Pétur, f. 1977. Útför
Snorra fer fram hjá Háteigs-
kirkju í dag.
Mínir vinir fara pd,
feigðin þessa heimtar köld.
Eg kem eftir, kannske í kvöld,
með klofínn hjálm og rofínn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.
(Bólu-Hjálmar)
AÐ skrifa um systurson minn
Snorra er ekki létt verk. Ungan
mann sem heimurinn brosti við
eftir amstur dægra og uppbygg-
ingu. Erfíðleikar að baki og nú var
bara að njóta hamingjunnar með
góðri konu og efnilegum sonum.
En ekki fer allt sem við mennirnir
vonum. Snögglega er kippt í þráð-
inn og þá verður að hlýða kallinu.
Við fyllumst sorg. Af hveiju svo
fljótt? Svör fáum við
ekki en verðum að
taka örlögunum.
Þar sem aðeins eitt
ár var á milli okkar
systranna var sam-
bandið gott og um-
gengnin mikil. Við
fylgdumst náið með
uppvexti barna okkar
og bárum saman bæk-
urnar.
Ég man Snorra sem
rólegt og elskulegt
barn, gjarnan með
bros á vör. Minningar
um jóladagana þegar
foreldrar okkar komu hér ásamt
Jóhanni og Soffíu og sonum þeirra
eru mikils virði og gleymast seint.
Soffía og Jóhann áttu íbúð í húsi
foreldra okkar við Glaðheima og
ólu þar upp synina Snorra og Jón
Þór. Samgangur við gömlu hjónin
var mikill og alltaf gott fyrir litla
drengi að geta leitað til afa og
ömmu. Það var síðan óskaplegt
áfall þegar Soffía féll frá í blóma
lífsins, aðeins 47 ára gömul og
hefur það vafalaust markað djúp
spor í líf bræðranna.
Nú syrt.ir í álinn hjá fjölskyld-
unni en Sigga er sterk kona sem
stendur af sér stormana og með
drengina sér við hlið mun hún sigr-
ast á erfiðleikunum. Það missir
enginn mikið nema hafa átt mikið.
Við kveðjum góðan dreng og
biðjum þann er öllu ræður að taka
vel á móti honum og vernda ást-
vini hans alla.
Anna Jónsdóttir.
Það er undarlegt þetta líf, hann
Snorri okkar er dáinn. Engum
hefði dottið í hug að hann ætti
svona stutt eftir. Snorri var einn
af þeim sem aldrei kvartaði alveg
sama á hveiju gekk, ávallt stóð
hann sig eins og hetja í öllum raun-
um. Fyrst þegar við Þórður og
Asta hittum Snorra þá var hann
átján ára og 'nýbyijaður að vera
með Siggu, hann var dulur og
feiminn en hann óx og efldist með
árunum. Hann var óeigingjarn og
hjálplegur í alla staði jafnt við sína
nánustu sem aðra og það fengu
margir að njóta krafta hans. Þegar
við fjölskyldan fluttum á Lang-
holtsveginn þá tók Sríorri sér frí
frá vinnu til að geta hjálpað til við
að mála og flytja. Og Snorri var
ekki lengi að leggja inn gott orð
að fyrra bragði þegar okkur krakk-
ana, Henrik og Lindu vantaði sum-
arvinnu.
Snorri var hvers manns hugljúfi
og barngóður með eindæmum.
Sem dæmi má nefna að eitt sinn
á þeim tíma þegar Snorri starfaði
sem þjónn á Hótel Sögu ákvað
Henrik, þá aðeins ijögurra ára
gamall, að heimsækja hann. Allir
voru áhyggjufullir hvað orðið hafði
um litla drenginn, en þegar hann
kom aftur fékkst sú skýring að
hann hafi ætlað að heimsækja
Snorra vin sinn á „Snorrahóteli“.
Þegar Snorri greinist með
krabbamein nú í sumar, beið hann
með að segja okkur frá veikindum
sínum þar sem við, Ásta og Þórð-
ur, vorum á leið í sumarfrí og vildi
hann ekki að veikindi sín myndu
skyggja á ferð okkar. Snorri lét
sjúkdóminn ekki hafa áhrif á sitt
daglega líf og þrátt fyrir að hann
vissi að hveiju stefndi, þá barðist
hann eins og hetja og sýndi æðru-
leysi og mikinn dug. í sumar var
hann með Siggu og tengdaforeldr-
um sínum, Dísu og Oskari, í ferða-
lagi norður á Akureyri og þrátt
fyrir að hann væri orðinn heilsu-
veill, þá keyrði hann með þau um
allar sveitir og sýndi þeim allt það
sem þau höfðu gaman af.
Það var ávallt mikill samgangur
á milli okkar fjölskyldanna og góð
vinátta og áttum við margar góðar
stundir saman, þær geymum við
öll í hjörtum okkar. Við biðjum
Guð að blessa Siggu, Jóa og
Yngva, þau hafa misst góðan fjöl-
skylduföður og vin. Guð veiti þeim
styrk í sorg sinni.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vöm í nótt.
Æ, virzt mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofí rótt.
(Þýð. S. Egilsson)
Ásdís, Óskar, Ásta,
Þórður, Henrik, Linda,
Hörður og Ella.
Mig langar með nokkrum fátæk-
legum línum að kveðja þig, kæri
vinur.
Ekki óraði mig fyrir því síðla
sumars er þú komst að heimsækja
mig að það yrði okkar síðasti fund-
ur.
Þá varstu langt kominn í með-
ferðinni vegna meinsins illa sem
hafði búið um sig í líkama þínum.
Það var ekkert sem benti til þess
sem nú er bláköld staðreynd, að
þú ert fallinn í valinn í blóma lífs-
ins._
Ég man hve illa mér varð við
er ég frétti að í sumar hefðir þú
greinst með krabbamein í lunga.
En þú tókst þessu eins og þú hefð-
ir bara fengið slæmt kvef en ekki
alvarlegan sjúkdóm. Tókst þessu
við þökkum þér allar samveru-
stundirnar í gegnum árin.
Elsku Stefán minn, afi og
tengdapabbi, þinn missir er mestur
að genginni elskulegri eiginkonu
og lífsförunaut. Við sendum þér
innilegar samúðarkveðjur.
Svanhildur, Jóhann
Þröstur og Svan-
hildur Rósa.
Sjúkdómslega hennar ömmu
Laufeyjar var stutt, aðeins fimm
vikur. Þetta gekk allt svo hratt fyr-
ir sig að ég er ekki ennþá búin að
átta mig á að hún sé dáin. Amma
var glæsileg kona og alltaf vel til
höfð, því hún var svo pjöttuð. Það
var sama hvetju hún klæddist, allt
fór henni vel.
Amma var mjög ákveðin kona
og passaði vel upp á allt sitt.
Það var alltaf hlýju að sækja hjá
ömmu og afa og mér leið alltaf vel
þar, hún átti alltaf kökur og nammi
að gefa, sem ekki gerði heimsókn-
ina verri.
Ég gat talað við ömmu um allt,
hún skildi mig svo vel og gaf mér
góð ráð.
í sumar fór ég oft í heimsókn til
ömmu og afa eftir vinnu á Hrafn-
istu eða við pabbi hjóluðum til þeirra
á kvöldin og fengum við þá kaffi
og kökur.
Eftir að amma veiktist tók ég
að mér að aðstoða ömmu og afa
við heimilisverkin. Mig langaði svo
margt að gera fyrir hana og ég
átti svo margt eftir ógert þegar hún
dó.
Ég mun alltaf minnast þín, elsku
amma, og ég veit að þú heldur
áfram að fylgjast með mér. Ég
þakka Guði fyrir að hafa fengið að
kynnast þér og vera þér samferða
þessi tuttugu ár ævi minnar.
Elsku amma, ég kveð þig með
þessu erindi:
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Laufey Dögg.
með einstöku æðruleysi og já-
kvæðu hugarfari. Kvaiitaðir aldrei.
Það átti ekki að tapa þessu stríði.
En meinið hafði betur og því er
sárt að sjá þér á bak nú. Ánnað
stríð hafðirðu háð áður við það sem
kallað hefur verið „mesta mein
aldarinnar". Þar vannstu sigur. Á
þeim vettvangi lágu leiðir okkar
saman fyrir allnokkrum árum er
við vorum báðir að glíma við ofan-
greint mein. Hægt miðaði í fyrstu,
ýmsir smásigrar unnust, en þó töp-
uðust margar orrustur eins og
gengur, en samt ekki allt stríðið.
AA-leiðin varð okkur til hjálpar
eins og öllum þeim sem þá leið
hafa farið. Einn dag í einu. Nú er
ég kannski búinn að bijóta nafn-
leyndina, en ég veit að þú hefðir
viljað það. Þér þótti svo vænt um
AÁ-samtökin og varst stoltur yfir
því að hafa valið þá leið. Þú mátt-
ir líka vera það, góði vinur.
Já, það er margs að minnast og
margt að þakka nú þegar leiðir
skilur að sinni. Þakklæti fyrir að
hafa kynnst þér og fengið að ganga
AA-leiðina okkur til blessunar með
þér. Þakklæti fyrir góð ráð oft og
tíðum, þótt ég fyrir rúmum fjórum
árum hefði átt að fara eftir því sem
þú ráðlagðir mér þá, þegar ég var
að gera stærstu skyssu lífs míns.
En ég hlustaði ekki og því fór sem
fór. Þú reyndir að fá mig til að
fyrirgefa sjálfum mér og sættast
við orðinn hlut. Verra hefði það
getað orðið. Ég væri þrátt fyrir
allt, algáður og væri það ekki
mest virði? Já, það er margt sem
leitar á hugann nú þegar ég sit
hér og reyni að setja þetta á blað
sem á að vera minning um hógvær-
an og prúðan mann sem var svo
ljúfur í viðkynningu og góður
drengur í þess orðs bestu merk-
ingu.