Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MININIINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
d
ARNBJÖRGINGA
JÓNSDÓTTIR
+ Arnbjörg Inga
Jónsdóttir fædd-
ist á Hvalnesi í
Stöðvarfirði 28.
febrúar 1934. Hún
andaðist á Reykja-
lundi 6. október síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Kristín Sigtryggs-
dóttir og Jón Jó-
hannsson, bóndi á
Hvalnesi. Kristín og
Jón eignuðust sex
dætur: Þóru, Stein-
unni, Nönnu, Krist-
ínu og Emu, auk
Arnbjargar Ingu, en tvær síðast-
nefndu era látnar. Arabjörg ólst
upp á Stöðvarfirði en fluttist ung
að árum til Reykjavíkur. Ara-
björg giftist eftirlifandi eigin-
manni sínum, Sverri Kolbeins-
syni kennara, 26. desember
1959. Þau eignuðust einn son,
Guðjón Steinar Sverrisson. Hann
er kvæntur Patriciu E. Velasco
de Sverrisson frá Ekvador. Út-
för Arnbjargar fer fram lyá
Bústaðakirkju í dag.
ARNBJöRG Inga Jónsdóttir, eða
Adda eins og hún var jafnan kölluð,
fæddist 28. febrúar 1934 að Hvals-
nesi í Stöðvarfírði og ólst þar upp.
Enda þótt bæði værum við Austfírð-
ingar kynntist ég Öddu fyrst á stúd-
entsári mínu í Menntaskólanum á
Laugarvatni. Þann vetur var hún ein
í hópi námsmeyja húsmæðraskólans
þar á staðnum. Þær stöllur í „Lind-
inni“ voru jafnan í hávegum hafðar
meðal okkar menntskælinga fyrir
*»- sakir mannkosta sinna ýmissa, að-
stöðu varðandi sjaldséðar fæðuteg-
undir og svo náttúrlega af þeirri ein-
földu ástæðu að kynjahlutfall var um
það bil ein stúlka á hveija 10 stráka
eða svo í menntó. Ég minnist Öddu
þessa vetrar sem glaðværrar stúíku
sem gaman var að dansa við og bak-
aði þessar líka indælu ijómatertur.
Og hér hefðu kynni okkar Öddu
trúlega endað. Sú varð þó ekki raun-
in, því Adda trúlofaðist fljótlega eft-
ir Laugarvatnsdvölina bekkjarbróður
mínum, Sverri Kolbeinssyni, sem ég
hafði þá og raunar lengi síðan sálufé-
lag við umfram aðra menn. Þau byij-
uðu að bolloka saman, fyrst í leigu-
húsnæði en síðan í þriggja herbergja
íbúð í Álftamýri 10, þar sem þau
' bjuggu uns flutt var í Furugerði 13.
Við Kolbrún urðum fljótlega tíðir
gestir hjá þeim hjónum og voru það
jafnan góðir fagnaðir og margt til
umræðu. Á árunum kringum 1960
mynduðust þannig náin og merkileg
tengsl milli okkar íjögurra. Þessi
tengsl leiddu til þess að þau Adda
og Sverrir tóku eldri dóttur okkar,
þá tæplega ársgamla, í fóstur um
eins árs skeið eins og ekkert væri
sjálfsagðara, meðan ég var að klífa
erfíðan hjalla í námi úti í Skotlandi
og þriðja bamið á leiðinni. Eftirá að
hyggja var þetta í meira lagi vafa-
samt fyrirtæki, vegna þess að heimil-
ið var bamlaust fyrir. Þau færðu
okkur fósturdótturina til Skotlands
sumarið 1964 og síst þurfti að kvarta
yfír uppeldinu. Sú stutta leit rétt á
okkur Kolbrúnu, tilkynnti að þar
færu pabbi sinn og mamma og sló
sér síðan til rólegheita. Sverrir og
Adda hurfu síðan heim til íslands
aftur eftir stutta en skemmtilega
dvöl. Ekki mun viðskilnaðurinn hafa
verið sársaukalaus, en í félagi við
Sverri sá Adda við því eins og svo
mörgu öðru. Þau eru nefnilega orðin
æðimörg „fósturböm" þeirra hjóna
og svo eignuðust þau soninn Guðjón
Steinar í fyllingu tímans, líklega mót
velflestum náttúrulögmálum eins og
heilsufari Öddu var þá háttað.
Adda var einstakur og heilsteyptur
persónuleiki og kom því meira á óvart
sem maður kynntist henni betur. Hún
hafði sínar skoðanir á mönnum og
málefnum, vel rökstuddar oftast og
lét sér fátt um mótbárur. Líklega var
ekki ýkja auðvelt að komast á stall
heldrimanna á hennar bæ, en mikið
þurfti áreiðanlega til að velta þeim
sem þangað komust á annað borð
ofan aftur. Á sama hátt
var um hana sjálfa, í
hennar prívat orðabók
var ekkert hugtak yfír
það sem við hin köllum
ómögulegt. Til dæmis
varð Adda snemma illa
haldin af liðagigt, eink-
um í höndunum og varð
í raun óvinnufær af
þessum sökum strax á
fertugsaldri. Ekki sá
þessa samt stað í heim-
ilishaldi eða öðru sem
hún hafði umleikis.
Þvert á móti var allt
fágað og fínt hjá Öddu
og hannyrðir hennar og kúnstverk
ýmiss konar eru vel kunn okkur sem
nutum. Og loks þegar ekki var leng-
ur hægt að ráða við nema tvo fingur
eða svo komu pensill og litir í stað
nálar og þráðs.
Það er misskipt láni mannanna
eins og við verðum vitni að daglega.
Og Adda fór svo sannarlega ekki
varhluta af því að því er líkamlegt
heilsufar varðar, því um svipað leyti
og sonur þeirra Guðjón fæddist
greindist hún með afar sjaldgæfan
og ólæknandi lungnasjúkdóm sem
að lokum varð henni að aldurtila.
En einmitt þá kom ósérhlífni Öddu
best í ljós, því hún vílaði ekki fyrir
sér að gangast undir erfiða skurðað-
gerð í því skyni einu að læknavísind-
in mættu kynnast sem best þessu
sjúkdómstilfelli strax í upphafí grein-
ingar. Hún var hins vegar lánsöm
að eiga góða að þar sem voru Sverr-
ir maður hennar og einkasonur
þeirra, Guðjón Steinar. Þeir hafa létt
henni lífið eftir getu og raunar um-
fram það.
Fyrir nokkrum árum var svo kom-
ið að Adda gat ekki lengur borið sig
um nema með súrefniskút. Hún var
jafnframt sárþjáð af liðagigtinni og
hefði þetta tvennt orðið hveijum
meðalmanni um megn og hann lagt
árar í bát. En það vantaði í orðabók
Öddu eins og fyrr segir og það var
engu líkara en hún yrði því athafna-
samari sem erfiðara varð um vik.
Gestagangur smáfólksins hennar
hélt áfram með líku sniði enn um
hríð og maður mætti þeim hjónum á
ólíklegustu stöðum með súrefniskút-
inn í fararbroddi. Þetta vakti að von-
um athygli margra, enda engan veg-
inn dagleg sjón og ófá voru þau skipti
að Adda bauð forvitnum upp á nán-
ari skoðun á fyrirbærinu. Boðið var
að sjálfsögðu aldrei þegið, en kom
að tilætluðum notum, enda tilgang-
urinn að útskýra fyrir mönnum að
þetta fyrirkomulag væri svo sem
ekkert merkilegt.
Þegar litið er til baka fínnst mér
raunar að athafnasemi Öddu og fjöi-
skyldunnar hafí vaxið í öfugu hlut-
falli við heilsu hennar. Hún og Sverr-
ir fóru meira að segja í tvígang til
Bandaríkjanna í félagsskap kútsins
margnefnda, til þess að heimsækja
Guðjón Steinar, sem var þar við nám
fyrir skömmu. Þetta var þó engan
veginn auðvelt viðfangs, því flugfé-
lög eru óvön slíku farteski og þurfti
nokkuð til að sannfæra starfsmenn
um að farþeginn væri hættulaus öðr-
um og færi á eigin ábyrgð. Þá eru
ótaldar fjölmargar lengri og skemmri
ferðir um landið okkar, seinast í átt-
hagana fyrir austan á liðnu sumri.
Auðvitað var allt þetta óframkvæm-
anlegt nema með aðstoð Sverris og
þeirra feðga og hún var aldrei talin
eftir. Hins vegar nægði aðstoð Sverr-
is ekki til þess að Adda mætti vera
við giftingu Guðjóns Steinars og
Pattyar heitkonu hans úti í Ekvador
á liðnum vetri. En þá var gripið til
annarra ráða og unga fólkið kom til
íslands og gifti sig aftur með tilheyr-
andi viðhöfn eins og ekkert væri
eðlilegra.
Enda þótt Adda ræddi vitanlega
stundum vandræði sín í kunningja-
hópi var það ævinlega á léttu nótun-
um. Ég hitti Öddu seinast nú fyrir
skömmu, á afmælisdegi Guðjóns
Steinars. Þá var hún sjáanlega sár-
þjáð og leið af súrefnisskorti. Mér
sýndist næsta ljóst að hveiju stefndi
og það var Öddu áreiðanlega líka.
En hún var samkvæm sjálfri sér,
hlakkaði til gesta kvöldsins og lét
mig vita að betra kaffí fengi ég inn-
an tíðar, þegar hann Björn hennar
hefði lappað svolítið upp á sig. Það
tókst þó ekki og eftir örfáa daga var
Adda dáin. Hún kvaddi sem sé þenn-
an heim nánast standandi og sjálfri
sér samkvæm þar eins og ævinlega.
Við Kolbrún kveðjum kæra vin-
konu og sendum feðgunum, Patty
og öðrum aðstandendum okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Hjálmar Vilhjálmsson.
Þrátt fyrir veikindi í seinni tíð ríkti
ávallt mikil gleði og umhyggja í
kringum hana Ambjörgu eða Oddu
eins og hún var alltaf kölluð. Heim-
ili hennar var heimili okkar allra og
ætíð tók hún vel á móti gestum og
þá ekki síst okkur af yngri kynslóð-
inni. Heimabakaðar kökur og nýlag-
að súkkulaði þóttu sjálfsagður hlutur
þar á bæ og oft voru fjörugar og
skemmtilegar umræður sem áttu sér
stað við eldhúsborðið hjá Öddu.
Föndurstundimar fyrir jólin vom
nauðsynlegur þáttur í tilveranni hjá
okkur öllum á yngri áram og stjóm-
aði Adda þeim með glæsibrag. Megi
góður guð hugga eftirlifandi eigin-
mann, Sverri, son hennar, Guðjón,
minn besta vin, tengdadóttur, Patric-
iu, og ástvini í sorg þeirra. Ambjörg
var engri lík. Þetta undurblíða hjarta
sem hugsaði svo vel um alla er horf-
ið á braut. Slíkra er sárt saknað, en
gott að minnast.
Bergsveinn og Hrönn.
Það var bjart yfír okkar fyrstu
fundum. Við voram stödd á sólar-
strönd í fjarlægri heimsálfu. Þar
kynntumst við fjölskyldu, sem hafði
til að bera óvenjulega elskulegt við-
mót. Hlýjan og alúðin sem frá þeim
stafaði var á einhvem hátt í svo
miklum takt við umhverfíð allt, birt-
una, hlýjuna og ölduniðinn. Þetta
vora þau Adda, Sverrir og Guðjón.
Nú hefur skarð verið rofíð í þessa
samheldnu og elskulegu fjölskyldu.
Hún Adda, sem alltaf var svo glöð
og kát, er ekki lengur á meðal okk-
ar. Er við kynntumst henni fyrst var
baráttan við erfíðan sjúkdóm þegar
hafín. En hún var ekki þeirrar gerð-
ar að gefast upp fyrir slíkum vá-
gesti. Geislandi af gleði hélt hún
ótrauð áfram og aldrei var kvartað.
Hún hélt heimili sitt af reisn og
myndarbrag og eiginmaðurinn og
sonurinn vora henni allt í orðsins
fyllstu merkingu. En þeir feðgar
kunnu líka að meta elsku hennar og
endurguldu henni á fegurri hátt en
orð fá lýst.
Það var svo einstakt með hana
Öddu, hvað hún var fundvís á það
sem glatt gæti aðra. Því fengum við
svo margoft að kynnast. Hún hugs-
aði aldrei um eigin hag heldur hvem-
ig hún gæti glatt og fært birtu inn í
líf okkar hinna samferðamannanna.
Fómfýsi hennar og velvilji var tak-
markalaus. Slíkra er einmitt gott að
minnast.
Að leiðarlokum viljum við þakka
henni Öddu fyrir allt. Nú hefur hana
borið að annarri strönd en við fyrst
hittumst á. Þar mun sólin aldrei
ganga til viðar og þar mun ríkja ei-
líft sumar. Við biðjum Guð að blessa
hana og vaka yfir henni um alla ei-
lífð.
Fullviss þess að minningin um
hana muni verma og varða ykkur
veginn áfram, sendum við ykkur,
kæru vinir, Sverrir, Guðjón og Patric-
ia, innilegustu samúðarkveðjur.
Eraa, Einar og synir.
Þegar haustar og lauf tijánna föln-
ar og fellur til jarðar berst okkur
andlátsfregn Arnbjargar Ingu Jóns-
dóttur, Öddu. Þrátt fyrir erfið veik-
indi nokkur undanfarin ár og minnk-
andi líkamsþrótt, þá bárum við þá
von í bijósti að við mættum njóta
samvista við hana lengur. Dauðinn
fer ekki í manngreinarálit og tekur
ekkert tillit til aldurs né mannkosta.
Aldrei framar knýr maður dyra hjá
þeim báðum Öddu og Sverri, nýtur
gestrisni hennar og hlýlegrar mót-
töku.
Skarð er fyrir skildi ævibraut tek-
ur snöggan endi, heimilið aldrei samt
og var. Minningar lifa og ylja og
deyfa sársauka. Hún var hreinskilin
og náði þess vegna vel til bamssálar-
innar. Smjaður og fals var ekki til í
orðabók hennar. Hún kom til dyrra
eins og hún var klædd og sannleikur-
inn var í hávegum hafður. Upphaf
kynnar okkar urðu að við byggðum
saman í Furagerði 13. Á hæðinni
fyrir ofan okkur bjó hún Adda, Þor-
steinn sonur okkar var þar tæpt ár
í dagvist. Hún hafði gætt margra
bama og átti eftir að gæta enn fleiri
er árin liðu. Hún kenndi þeim margt,
hún sá um þau sem sín eigin. Hún
þroskaði þau og fylgdist með þeim.
Óil urðu þessi börn vinir hennar og
fjölskyldumar einnig. Hún gerði litl-
ar kröfur og virtist alltaf taka fyrst
tillit til annarra en persónuleiki henn-
ar gerði það að verkum að flestir
viltu allt fyrir hana gera.
Meðan við dvöldumst erlendis
fengum við stöku sinnum frá henni
bréf og heimsottum hana þegar við
komum í frí. Viðhorfíð til lífsins var
einstakt eftir að hin alvarlegu veik-
indi komu upp og hún varð að ferð-
ast um allt með súrefniskútinn sinn.
Hún kvartaði aldrei yfir aðstæðum
heldur reyndi að njóta lífsins. Adda
stundaði hannyrðir og aðra handa-
vinnu eins lengi og hún gat og eftir
hana liggja margir fallegir munir.
Minning um góða konu gefur að-
standendum styrk, Sverrir, Guðjón
og Patresia horfast í augu við lífið
af sama hugrekki og alltaf hefur
einkennt þau. Það var gaman að sjá
hve vinátta fjölskyldunnar var djúp
og einlæg, en ánægjulegast var þó
að heyra hve þau vora öll samhent.
Ljúfmennska hennar gagnvart dag-
vistarbörnum og greiðvikni og ein-
stakt lundarfar var við bragðið, þess
vegna hændust litlu bömin að henni.
Að mér hvarflaði sl. laugardag að
þetta yrði í síðasta sinn sem ég hitti
Óddu er ég hitti hana á Reykja-
lundi. Hún ræddi þá um lífíð og til-
verana og Bjöm Magnússon lækni
sem hún taldi að hafi haldið sér gang-
andi á síðustu áram með frábærri
læknisaðstoð. Þannig vill það verða
og nú á þessum fögra haustdögum
kveðjum við hana hinstu kveðju.
Sorgin heldur áfram að knýja dyra
og þar eins og fyrri daginn er ekki
farið í manngreinarálit.
Við fjölskylda.a í Ljósamýri 3 eram
þakklát fyrir öll árin sem við fengum
að njóta vinskapar Öddu og Ijöl-
skyldu hennar.
Við sendum Sverri, Guðjóni og
Patresíu og öðram aðstandendum
okkar innilegustu samúðarkveðjur
og þökkum góð kynni.
Jón Bjarni Þorsteinsson
og fjölskylda.
Þó að fðlni blöð og blóm
og blikni sérhvert strá,
og vindar kveði -
köldum róm,
kviði ég engu þá
- þvi ég á sól í sinni -
sumrinu frá.
(G.V.G.)
Mér þykir vænt um hve sterkt
Adda tengist bemskuminningum
mínum, því í bemskunni er grannur-
inn lagður. Ég ímynda mér því að
hún hafí lagt sitthvað í minn grann;
með það væri ég ósegjanlega ánægð,
því hún hafði ómælt af þeim eigin-
leikum sem mér fínnast eftirsóknar-
verðastir í lífínu.
Við bjuggum í sömu blokk í Álfta-
mýrinni, þau hjónin Adda og Sverrir
ásamt Guðjóni syni sínum á númer
10, en ég á númer 14. Við Guðjón
voram jafnaldrar og vinir og á núm-
er 10 var mér alltaf tekið opnum
örmum. Adda var einstaklega við-
mótsþýð við okkur börnin og það var
svo notalegt að koma til hennar, því
maður fékk það alltaf á tilfínninguna
að það væri henni virkileg gleði að
fá í heimsókn svona hnátu frá núm-
er 14. Þess vegna tengi ég alltaf
öryggiskennd við Öddu, því ekkert
veitir bömum meiri öiyggistilfínn-
ingu en að finna að þau séu velkomin.
Þegar ég var átta ára flutti ég
ásamt fjölskyldu minni í Fossvoginn.
Um svipað leyti fluttu Adda og Sverr-
ir í Furagrandina. Skrefunum á milli
heimilanna fjölgaði því nokkuð, en
þó héldum við góðu sambandi í all-
mörg ár, eða þar til við Guðjón kom-
i
I
I
«
4
I
4
4
4
4
4
4
i
i
i
BRAGIGEIRDAL
+ Bragi Guð-
mundsson Geir-
dal fæddist á
ísafirði hinn 7. apríl
1927. Hann andaðist
á Landsspítalanum
hinn 7. október
1994. Foreldrar
hans voru Guð-
mundur Eyjólfsson
Geirdal, skáld, hafn-
argjaldkeri og
kennari og Vilhelm-
ína Steina Péturs-
dóttir frá Hafnardal
nú Iátin. Bragi lærði
rafvirkjun, var um
skeið í siglingum, hóf síðan störf
í iðngrein sinni, öðlaðist meist-
araréttindi og var um langt
skeið umsvifamikill rafverktaki
í Reykjavik. Síðustu árin var
hann húsvörður í Hólabrekku-
skóla. Bragi kvæntist hinn 2.
apríl 1955 Ragnhildi Þorbjarn-
ardóttur. Foreldrar hennar voru
Þorbjörn G. Bjarnason pípulagn-
ingameistari og kona hans Guð-
ríður Þórólfsdóttir. Þau voru
bæði ættuð úr Skaftafellssýslum.
Börn Ragnhildar og Braga eru
Björk Geirdal, sjúkraliði í Kópa-
vogi, og Guðmundur Rafn Geird-
al, skólastjóri og sjúkranuddari
í Reykjavík. Eiginmaður Bjarkar
er Axel Sölvason rafvirki og
tæknifræðingur. Börn þeirra
eru Ivar Þór og Ragnhildur
Þóra. Guðmundur Rafn er frá-
skilinn. Sonur hans heitir Kári
Svan. Bragi verður jarðsunginn
frá Fossvogskirkju í dag.
Faðir minn, Bragi Geirdal, er lát-
inn. Hann lést á Landspítalanum
klukkan tíu mínútur yfír ellefu síð-
astliðið föstudagskvöld. Andlát hans
var friðsamt og án sársauka. Það
eina sem breyttist eftir langvarandi
svefn var að hann andaði nokkram
sinnum dýpra en gaf (
síðan upp andann.
Sem betur fer var
eiginkona hans og við
börnin hans öll viðstödd
þegar hann skildi við
okkur hinsta sinni. Um
mig fór tilfinning fegin-
leika, því með því var
hann að lokum fijáls
undan líkama sem gat
ekki lengur hýst hann
sem persónu eða sál. |
Ég fann í mér gleði yfir
að sál hans fengi að
streyma inn á andlegri
svið. Mín tilfinning er
statt og stöðugt sú að hann hafí
farið á góða staði, himnaríki og dvelji
þar í góðri vemd.
Með hveijum deginum sem líður
verð ég sannfærðari um að sálin lifí
líkamsdauðann. Það er ekki aðeins
að mér fínnist að ég fínni fyrir hon-
um daglega síðustu dagana, heldur
rifjast upp fyrir mér svo mikið af
þekkingu sem ég hef kynnt mér á
undanfömum áram. Þannig hafa vís-
indamenn staðfest að líkami þeirra
sem látast léttist um 20 grömm, þó
svo að allir efnislegir þættir hafi
verið einangraðir. Þó svo að sálin sé
þannig léttvæg í grömmum talið,
vegur hún mun þyngra í andlegum
verðmætum ... sem betur fer.
Jafnframt hef ég lengi vitað af
rannsóknum Elisabeth Kubler-Ross,
sem er bandarískur læknir, en hún
kannaði reynslusögur margra sjúkl-
inga sem höfðu verið skilgreindir
látnir af læknum en lifnuðu við aft-
ur, til dæmis við lífgunartilraunir.
Yfírleitt var reynsla þeirra sú að
þeir svifu fyrst yfír líkama sínum og
sáu lækna og aðstoðarfólk hlaupandi
í kringum sig og gátu lýst atburða-
rásinni, þó svo að augu þeirra hefðu
verið lokuð og læknar skilgreindu
þau sem dáin. Síðan hefðu flestir séð
Ijós og sogast upp eftir göngum í
átt til upplifunar sem einkenndist af
himneskum friði; en siðan skyndilega