Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 35 umst á unglingsaldur, þá minnkaði samgangurinn. En endrum og sinn- um hittumst við nú samt og ailtaf umvafði Adda mig með þessari ein- stöku væntumþykju og hlýju sem hún bjó yfir. Ég veit að það tóku við erfið ár þegar liðagigtin byijaði að heija á Óddu. En hún reyndi þó alla krafta til hins ýtrasta, passaði börn og svo saumaði hún út og föndraði, eins og fallegt heimili þeirra hjóna ber vitni um. Ég hitti Öddu síðast í sumar. Það var í Kringlunni, þar sem hún var með eiginmanni sínum og tengda- dóttur. Mér duldist ekki að líkaminn hafði þurft að taka á sig fleiri og þyngri byrðar en áður, en bros henn- ar hafði samt sama mátt og fyrr og fas hennar sama streymi. Hún fékk þá að sjá dóttur mína, sex mánaða gamla, sem auðvitað brosti framan í þessa næmu konu sem skildi börn. Elsku Guðjón, Sverrir og Patricia. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið ykkur öllum Guðs blessunar. Jóna Björk Grétarsdóttir. Með þessum orðum kveð ég góða og kæra vinkonu, hana Öddu í Furu- gerðinu. Kynni okkar hófust 1962, þegar við fluttum báðar í nýtt fjöl- býlishús við Álftamýri, í hverfí sem þá var í uppbyggingu, og þróuðust þau í einlæga vináttu sem aldrei féll skuggi á. Á kveðjustund koma upp í hugann ótal minningar um ánægjulegar samverustundir svo sem ferðalög um landið, sérstaklega þegar stelpurnar mínar og Guðjón voru yngri. Fyrir fimm árum fórum við í síðustu sameiginlegu ferðina, hringferð um ísland. Kirkjubæjar- klaustur var fyrsti dvalarstaðurinn og rifjuðum við upp, ekki í fyrsta sinn, þegar við rúmum tuttugu árum áður gistum þar í litlu húsi og kveikt- um á gastæki inni í húsinu þrátt fyrir að eigendur hefðu sérstaklega bannað það. Við vorum næstum því staðnar að verki við eldamennskuna og ef til vill var það ástæðan fyrir því að dvölin á Klaustri varð okkur sogast til baka og skollið inn í líkam- ann og lifnað við aftur. Einnig hafði ég lesið heilan kafla ! eftir Dalai Lama, hinn andlega og I veraldlega leiðtoga Tíbeta, þar sem hann lýsir vandlega hvað tekur við eftir dauðann. Minningargrein mín er því ekki um pabba minn sem dó, heldur um viðskilpað hans við hinn efnislega líkama. Ég trúi því að pabbi minn lifi enn, jafnvel um alla eilífð, og á góðum stað. Megi svo vera. Guðmundur Rafn Geirdal. j - Ég á mynd af húsi sem stendur I á sjávarkambi varið bólverki sjávar- megin. Háar tröppur liggja upp að aðalinngangi hússins. Á neðsta palli þeirra stendur fjögurra til fimm ára drengur, á efsta pallinum fata. Á þessum árum voru rafmagnseldavél- ar ekki komnar hús. Allt var kynt með kolum en kveikt upp með spón- um eða viðarbútum. Drengurinn { hafði verið að tína sprek í fjörunni j fyrir mömmu sína. Bragi ólst upp í skjóli foreldra I sina. Hann var þægt barn og iðið. Hann fann sér alltaf eitthvað til að una sér við og iðja. Hann átti Ijúfa frumbernsku. En þegar hann er 12 ára hrynur þessi veröld, sem á að vera og er skjói og hlíf sérhveijum mannlífsgróðri. Þá missir hann móð- ur sína. Faðir hans var þá þegar heilsulítill og heilsulaus fáum árum { síðar. Upp frá því má segja að Bragi j hafi mátt sjá um sig sjálfur að mestu * leyti. Ekki er fjarri lagi að ætla að ( þessi reynsla hafi sett mark sitt á lundarfar hans og lífsviðhorf. Hann ætlaði sér áfram og gat á ekkert treyst nema sjálfan sig. Hann lærði rafvirkjun hjá eldri bróður sínum Pétri og lauk prófi í þeirri grein. Hann var ungur þá og langaði til að sjá sig um í heiminum. Hann réð sig því í farmennsku og {j var í siglingum næstu árin. Mér er minnisstætt, þegar hann kom úr ^ fyrsta túrnum. Hann var ekkert | nema skinin beinin, svo illa hafði sjóveikin leikið hann. En hann vildi ekki gefast upp. Systur hans, Erna MINNINGAR Ultrabra sérstaklega _ hugleikin og eftir- minnanleg. Í þessari ferð heimsótt- um við æskustöðvar Öddu, Stöðvar- fjörð, og dvöldum þar tvo yndislega daga hjá ættingjum hennar. Skömmu eftir þessa ferð urðu viss þáttaskil í lífi Öddu. Fór þá að bera á skertri lungnastarfsemi hjá henni, sem olli því að hún varð að fá hreint súrefni til innöndunar. Súrefniskútur varð hluti af hennar daglega lífi og litum við vinir hennar á þetta sem sjálfsagðan hlut. Það var aðdáunar- vert hve vel hún aðlagaði líf sitt þessum breyttu aðstæðum, enda svaraði hún oft ef hún var spurð um heilsufarið: „Það er ekkert að mér, ég er bara í súrefni.“ Hún naut dyggilegs stuðnings eiginmanns síns, Sverris, sem stóð eins og klett- ur við hlið hennar í hvívetna. Hún lét þetta ekki hindra sig í að heim- sækja Guðjón tvívegis til Bandaríkj- anna, þar sem hann dvaldist við nám, enda kjarkur hennar og dugn- aður engu líkur. Adda var ákaflega glaðlynd og hláturmild og nösk að sjá spaugilegu hliðarnar á tilverunni. Ég mun sárt sakna allra heim- sóknanna í Furugerðið, þar sem við Adda ræddum málin yfir kaffibolla í eldhúskróknum. Ég er þakklát fyr- ir að hafa fengið að kynnast slíkri hetju og njóta vináttu hennar og einstakrar tryggðar. Við Magnús sendum Sverri, Guðjóni, Pattý og systrum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Margrét Eggertsdóttir. Við systurnar kynntust Öddu þegar við vorum börn og bjuggum í sama stigahúsinu j Álftamýri. Milli foreldra okkar og Öddu og Sverris tókst ágætis kunningsskapur, sem síðar tengdi fjölskyldurnar óijúfan- legum vináttuböndum. Við litum á þau sem hluta af fjölskyldunni og fannst okkur hvorki hægt að halda upp á afmæli né halda jól eða ára- mót hátíðleg nema þau Guðjón væru með okkur. Hún fylgdist með okkur vaxa úr grasi og ná þroska og hafði ætíð mikinn áhuga á öllu því sem við og Hjördís, minnast þess með þakk- læti hvemig hann gladdi þær alltaf þegar hann kom úr siglingum með eitthvað sem ekki fékkst hérna eða þær höfðu ekki efni á að kaupa. Þegar hann hætti siglingum fimm til sex árum síðar hóf hann störf sem rafvirki, rafvirkjameistari og seinna umsvifamikill rafverktaki. Hann var hörkuduglegur og unun að sjá hann vinna. Hann hafði marga menn í vinnu og útskrifaði marga nemend- ur. Hann hafði oft orð á því hvað honum þætti vænt um þá stráka, sem aldrei varð verkvant, þótt hann væri ekki sjálfur til staðar til að segja þeim fyrir verkum. Þótt hann færðist mikið í fang náði hann alltaf að anna því og stóð við það sem hann sagði. Eitt árið var hann hæsti skatt- greiðandi í Kópavogi. Þá fór hann á fund fógeta. Hann gaf sér ekki tíma til að hafa fataskipti, fór bara í vinnugallanum. Hann bað fógeta afsökunar á útganginum. Fógeti sagði að það væri fremur sitt að biðja afsökunar. Hann bæri virðingu fyrir vinnandi mönnum. Erindið var að semja við fógeta um að mega greiða gjöldin öll á til- teknum tíma, en ekki í hlutum eins og tilgreint er á skattaseðli. Það væri hagkvæmara fyrir sig. Fógeti tók erindi hans vel. Gjöldin voru öll greidd á umsömdum tíma. Bragi hafði í mörg ár búið við mein í fæti. Snemma á þessu ári var gerð tilraun til að laga það. Sú að- gerð bar ekki árangur og því var ákveðð að gera aðra tilraun í von um betri árangur. ,Sú aðgerð virtist takast vel, en þá kom í ljós mein- semd í heila sem ekki varð við ráðið. Ragnhildur og Bragi áttu myndarlegt hús og fallegt og smekklegt heimili. Þau voru sam- hent um allt sem laut að velferð barna þeirra og barnabarna. Um leið og við vottum Ragnhildi samúð okkar og virðingu óskum við henni og öðrum ættingjum gæfu og geng- is um ókomnin ár. Hjördís, Erna, Svanhildur og Ingólfur Geirdal. tókum okkur fyrir hendur og það var fyrir okkur sjálfgefið að halda góðu og innilegu sambandi við hana eftir að við fluttum að heiman. Adda var einlæg, umhyggjusöm, ósérhlífin og einstaklega dugleg, sem kom berlega í ljós þegar veik- indi voru farin að hafa veruleg áhrif á líf hennar. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast henni og er fráfall hennar okkur mikill missir. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við Öddu og vottum Sverri, Guðjóni og Pattý okkar dýpstu sam- úð. Sigríður og Kristín. Það hálfa væri nóg, hugsaði ég þegar við heimsóttum Öddu fyrir nokkrum dögum, en þá var mjög af henni dregið vegna þeirra veik- inda sem hún barðist við af svo mikilli eindrægni og styrk, langt umfram það sem maður getur ímyndað sér að nokkur manneskja fái umborið án þess að kveinka sér og láta undan síga. En Adda undi ekki vorkunnsemi í sinn garð, en þó mátti Adda hvergi neitt aumt sjá þannig að hún reyndi ekki sjálf að hjálpa til. Barlómur var eitthvað sem Adda þekkti ekki. Það var fyrir réttum fjórtán árum að leiðir fjölskyldna okkar lágu sam- an, en Ádda, með dyggri aðstoð Sverris og Guðjóns, hafði þá tekið að sér að gæta litlu stúlkunnar okk- ar, hennar Baddý, sem þá var að- eins sex mánaða gömul. Við vissum það ekki þá hverrar gæfu við vorum að verða aðnjótandi, en það kom fljótt í ljós að innilegri og betri umönnun fyrir barnið okkar gátum við ekki hugsað okkur, enda fór það svo að litla stúlkan varð hluti af fjölskyidunni í Furugerði 13 og dvaldist þar að meira eða minna leyti næstu fjórtán árin. Það var oft glatt á hjalla í barnahópnum sem Adda passaði á þessum árum, en börnin öll báru ótakmarkaða virð- ingu og ást til Öddu, sem byggðist á natni hennar og umhyggju fyrir hveijum einstaklingi fyrir sig. Það sýnir kannski best hvaða manneskju Adda hafði að geyma að þrátt fyrir að hún ætti við erfið veikindi að stríða allan þennan tíma og sem ágerðust með árunum, man ég ekki til þess að hún hafi þurft að taka sér frí frá börnunum nema í einn eða tvo daga í öll þessi ár. Og því varð allt svo hljótt' við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið. Og enn veit ég um hjarta, harmi lostið, sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt bjarta vor í hugum okkar hinna. (Tómas Guðmundsson) í dag horfum við með þakklæti til síðustu fjórtán ára og þeirrar góðu vináttu sem tókst með fjöl- skyldunum tveimur, vináttu sem hefur vaxið og dafnað með hvetju ári. Elsku Sverrir, Guðjón og Patty. Megi algóður Guð styrkja ykkur nú á raunastundum og færa ykkur aft- ur birtuna, hlýjuna og ylinn sem Adda átti svo mikið af og miðlaði til okkar hinna sem vorum þeirrar gæfu aðnjótandi að vera samferða henni, þó í allt of stuttan tíma. Blessuð sé minning Öddu. Kristín, Ólafur, Bjarney, Jason og Helena. Frystikisturnar frá Elcold eru löngu landskunnar fyrir öryggi og sparneytni. Núna bjóðum við þessar dönsku umhverfisvænu frystikistur á verði sem ailir ráða við. Skiptiborö 41000, 641919 caamffflEEffiEH Hólf og gólf, afgreiösla 641919 <Tmrw.piniww.ntt:wiuiljr.iffTtt Almenn afgreiðsla 54411, 52870 Almenn afgreiðsla 629400 Grænt símanúmer BYKO: Almenn afgreiðsla 689400, 689403 Grænt númer 996410 W FicaldL í KRINGLUNNI Söluaðilar: Ljósgjafinn, Akureyri - Núpur, ísafirði - K.H.B., Egilsstöðum - Skipavik, Stykkishólmi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.