Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.10.1994, Blaðsíða 37
1 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 37 | honum með vini sínum, Þóri. Þeir | voru mikið saman og tókum við strákarnir eftir því þegar þeir vinirn- ir töluðu saman ensku og þótti okk- ur mikið til koma. Leiðir okkar skildu þegar árin liðu, en skárust aftur um 1962 þegar Rudolf kom til starfa hjá varnarlið- inu. Árið 1966 kom hann til starfa í slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli og minnist ég þess að mér var þá falið að leiða hann fyrstu sporin um | slökkvistöðina og útskýra hlutina. á Þetta var ánægjuleg endurnýjun á gömlum kynnum. Ferill Rudolfs í slökkviliðinu er orðinn ríflega 28 ár. Árið 1972 tók Rudolf að hækka í tign innan slökkviliðsins og var svo komið þeg- ar hann lést að hann var orðinn einn af aðalvarðstjórum liðsins. I kringum Rudolf var aldrei nein lognmolla og væri synd að segja að aldrei hafi blásið um hann, en öll sín mál leysti | hann vel, þannig að aldrei var eftir á blettur svo ég viti til. Öll tilvera Rudolfs Thorarensen snerist um það að gera vel. Hann var einstaklega samviskusamur, hætti aldrei við hálfunnið verk. Þegar hann var brunavarnaeftirlitsmaður vann hann heilu næturnar við skýrslugerð til að láta ekki standa upp á sig og þótt álagið væri mikið kom aldrei til greina hjá honum annað en að standa sig. Broshýr var hann og | glettinn, hallmælti aldrei nokkrum 4 manni. Slökkviliðið var honum mjög kært. Hann lagði mikið af mörkum til að auka hróður þess og það er ekki síst honum að þakka það mikla og góða orð sem af því fer. Yngri menn í slökkviliðinu munu minnast stundanna þegar Rudolf var að kenna þeim fagið sem nú hefur aflað þeim réttinda og skírteinis þar um frá bandaríska ríkinu. Rudolf tók ( því sem að höndum bar og lagði i mikið á sig til að mennta sig í fag- * inu og stóðst öll skrifleg og verkleg próf með sóma. Hann sýndi aldrei af sér annað en hollustu. Síðasta sérverkefni hans var verk- legt og bóklegt námskeið sem hann hélt fyrir unga bandaríska sjóliða um brunavarnir og slökkvistörf svo að þeir mættu komast áfram til vegs og virðingar. í þessu verkefni sem <---------------------------------------- | Snyrtimennska var honum í blóð borin eins og öll hans verk báru með sér. Eftir oft annasama vinnuviku fóru þau hjón gjarnan að Þingvöllum, en þar byggðu þau sér sumarhús fyrir mörgum árum. Sverrir naut þeirra ferða mjög. Við eigum eftir að sakna nærveru hans á góðum stundum, en hann var ávallt hrókur alls fagnaðar í ijöl- ( skylduboðum okkar. | Sverrir Einarsson hafði þá vissu að lífið sigraði dauðann og bar því engan ótta til vistaskipta. Um leið og við þökkum Sverri samfylgdina vottum við Katrínu og börnum samúð okkar. Tengdafólkið. í dag kveð ég kæran vin minn, Sverri Einarsson. Hann var mér hinn ( besti bróðir og leiðbeinandi frá fyrsta | degi mínum hér á íslandi fyrir rúm- um 30 árum. Heimili hans og Katrínar mág- konu minnar varð strax mitt annað heimili. Aldrei komu svo ættingjar eða vinir mínir erlendis frá, öðruvísi en að farið væri með þá í heimsókn til Katrínar og Sverris. Hann kenndi mér ótal margt sem auðveldaði mér aðlögun til lífshátta íslendinga og I að festa rætur hér. I Hann var náttúrubarn og hans mesta yndi var að ferðast um land- ið, og ófáar voru þær ferðirnar sem við hjónin fórum með honum og Katrínu. Áður fyrr á jeppanum, en hann var ,jeppa-karl“, og síðari ár á lít- illi einkaflugvél hans. Hann hafði einstakt lag á að gera dagsferð að hinni mestu skemmtiferð. Víða var stoppað, ( gengið um, drukkinn kaffisopi, , dáðst að fegurð landsins og sjón- ’ aukanum oft brugðið fyrir augu. Einnig voru þær óteljandi ferðirnar öðrum kom fram hversu létt hann átti með að tjá sig á ensku og ná athygli þeirra sem hann átti við- skipti við. Eg þakka Rudolfi hans miklu og samviskusamlegu störf sem ætíð verða til vitnis um góðan orðstír sem ekki mun deyja. En nú er Rudolf horfinn á braut í blóma lífsins og mikill söknuður ríkir meðal okkar félaga hans. Eddu eiginkonu Rudolfs og allri fjölskyldu sendi ég innilegar samúðarkveðjur á sorgarstund. Blessuð sé minningin um góðan dreng. Haraldur Stefánsson. Enginn ræður sínum næturstað. Sú hugsun kemur í huga okkar við skyndilegt fráfall vinar okkar og starfsfélaga Rudolfs Thorarensen varðstjóra þar sem hann var á vakt með okkur í Slökkviliðinu á Keflavík- urflugvelli. Eftir standa minningar um góðan dreng sem skilur eftir sig stórt skarð sem aldrei verður aftur fyllt. Aldrei var lognmolla í kringum Rúdda sem hafði starfað í slökkvilið- inu í 28 ár. Þekking hans á slökkvi- fræðum var einstök og eigum við eftir að búa að störfum hans um mörg ókomin ár. í starfi var hann tryggur samstarfsfélögum sínum og raungóður þegar til hans var leitað. Kímnigáfa hans og frásagnarhæfi- leikar voru einstakir, það sagði eng- inn brandara eins og hann, hann lék þá jafnóðum og gæddi þá lífi sem kættu alla sem á hlýddu. Við eigum eftir að sakna þess mikið að heyra ekki frumsamda „blístrið" sem var hans séreinkenni og hljómaði frá morgni til kvölds. Rúddi var sérstakt snyrtimenni í öllu sem hann tók sér fyrir hendur og bera verk hans hon- um þar vitni. Hann gerði miklar kröfur til undirmanna sinna, en þó ávallt sanngjarnar og aldrei meiri en hann gerði til sjálfs sín. Um leið og við kveðjum góðan vin og vaktfélaga og þökkum honum samfylgdina, vottum við eiginkonu hans og fjölskyldu dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að gefa þeim styrk í þeirra miklu sorg. F.h. félaga á „A“-vakt, Björn Ólafsson, Róbert Tómasson. til Þingvalla, í sumarbústað þeirra hjóna. Bátsferð var þá gjarnan farin, rennt var fyrir silung, farnar göngu- ferðir og spjallað yfir kaffiborðinu hennar Katrínar. Þegar ég Iít til baka þá hafa þess- ar stundir með honum verið mínar mestu og bestu gleðistundir. Sverrir var mikill fjölskyldumaður og átti með Katrínu og börnum þeirra ástríkt og fallegt heimili. Hann ræktaði sérstakt samband við börn okkar Sigurbjargar. Sverrir frændi var hann ávallt kallaður og þau elskuðu hann öll. Tengdamóður okkar sem iést háöldruð, sýndi hann ætíð ástúð og umhyggju og skipaði hann sérstakan sess í huga hennar. Fjölskylda mín syrgir kæran frænda og ég minn besta vin. Ég bið að heilsa. Ken C. Amin. Okkur systkinin langar að minn- ast elskulegs föðurbróður í nokkrum orðum. Okkar samband við Sverri var alltaf mjög notalegt. Mest var þó samveran í sumarbústaðnum á Þingvöllum, þar sem afi og amma byggðu fyrir 35 árum fyrir alla fjöl- skylduna. Eigum við krakkarnir ógleymanlegar minningar þaðan. Stelpurnar að baka dullukökur úr tóbaksdósum frá Nýju blikk og strákarnir að smíða fleka og sigla á afapolli og jafnvel sigldum við á gömlum flugvéladekkjum sem Helgi Fil. kom með af Sandskeiðinu. Afi stóð á tanganum að veiða silung og amma hringdi bjöllunni kl. 3 á sunnudögum í kakó og pönnukökur. Þetta var stór fjölskylda, þrír bræður og tvær systur, svoleiðis að þegar allt liðið var mætt var allt uppí 25-30 manns á svæðinu. Þarna var oft ansi fjörugt. Síðan féllu afi og amma frá og varð þá hlé á veru fjöl- skyldunnar í bústaðnum, en þá voru Sverrir og Katrín búin að byggja sér MINNINGAR Þegar mér var tilkynnt að Rúddi starfsfélagi minn og vinur í hátt á þriðja tug ára væri dáinn setti mig hljóðan, því aðeins örfáum tímum áður höfðum við á vaktaskiptum borið saman bækur okkar um starf- ið, sem var framundan og áður en við skildum hafði hann látið einn léttan brandara fjúka, eins og hann hafði gert á ótal vaktaskiptum. Ég spyr, af hverju var hann kall- aður burt svo langt um aldur fram? Svarið fæ ég ekki, almættið hlýtur að þafa haft ástæðu. Ég kynntist Rúdda 1971 þegar ég hóf störf í slökkviliðinu. í nokkur ár unnum við hlið við hlið í eldvarna- eftirlitinu. Þar kynntist ég áhuga Rúdda á starfinu. Hann var sérstak- lega nákvæmur við allt sem hann tók sér fyrir hendur og skilaði öllu frá sér þannig að ekki var fundið að. Rúddi var sérstakt snyrtimenni og vildi hafa hlutina í röð og reglu og var sífellt að minna okkur á að ganga vel um. Samband okkar slitnaði ekki, þó að ég flyttist á aðra vakt og kom hann mér oft til að hlæja með sögum sínum. Það var aðalsmerki Rúdda að ganga að vinnu sinni með bros á vör og gjarnan flautaði hann lagstúf. Við heyrum ekki lengur flaut vin- ar míns, hann hefur lagt aftur aug- un í síðasta skipti. Guð verði með eiginkonu hans og fjölskyldu. Karl Taylor. Nú þegar Rudolf Thorarensen vin- ur, starfsbróðir og veiðifélagi hefur verið kaliaður yfir móðuna miklu, langar mig til að minnast hans með örfáum orðum. Við Rúddi kynntumst fyrst við sumarvinnu hjá Eimskip, þá mjög ungir, síðan lágu leiðir okk- ar saman á aflaskipinu Þorsteini Ingólfssyni, þar sem við vorum einn túr saman. Rúddi gerðist brunavörð- ur á Keflavíkurflugvelli árið 1966. Hann vann sig fljótt upp metorða- stigann, varð fljótlega yfirmaður. Hann var einn af þessum mönnum sem öllum líkaði við. Hann var haf- sjór af fróðleik og smitaði skemmti- lega út frá sér með góða skapinu og gleðinni. Rúddi var svo sérstakt bústað á lóðinni, og hefur þar verið þeirra annað heimili öll árin svo maður átti alltaf öruggan stað að mæta í kaffi og góðu brúntertuna hennar Katrínar. Það var alltaf notalegt að setjast niður og spjalla hjá þeim. Sverrir að segja frá flugmódelum sínum sem hann hafði svo mikinn áhuga á. Síð- ustu árin átti hann litla flugvél með vini sínum og var hann búinn að fljúga um allt landið. Síðan varð endurreisn á Einars- stöðum. Pabbi keypti bústaðinn og endurbyggði hann ásamt okkur systkinunum. Eftir að Sverrir og pabbi seldu smiðjuna varð vera þeirra beggja í bústöðunum mun meiri og samband þeirra enn nánara, bæði í gleði og sorg. Sverrir missti sinn besta vin þegar Jói bróðir hans féll frá fyrir 2 'h ári úr hjartaáfalii eins og hann nú, en núna vitum við að þeim líður vel saman fyrir handan. Já, það er ótrúlegt hversu stutt er á milli lífs og dauða, þeir allir bræðurnir, Haukur, Jóhann og Sverrir, horfnir á braut um aldur fram. Systurnar Sigríður og Hjördís lifa bræður sína þó tvísýnt hafi ver- ið með Sigríði síðastliðna fjóra mán- uði, þá er hún af manna og æðri máttarvöldum að ná heilsunni á ný. Á þessu ári hófust Sverrir og Katrín handa við uppbyggingu á Nýju fatahreinsuninni ásamt bróður okkar í húsnæði sem Nýja blikk- smiðjan var í og sýndi Sverrir í verki hversu góður verkmaður og skipu- leggjandi hann var, því á þeim bæ þurftu hlutirnir að vera á hreinu. Við vonum öll að hans lokastarf falli í góðan jarðveg. Elsku Katrín, Bjarni, Alma, Anna María, Guðfinna Inga, tengdadóttir og barnabörn. Guð styrki ykkur í sorginni. Helga, Guðfinna, Jóhanna, Einar og Isak Jóliannsbörn. snyrtimenni að eftir var tekið, og gekk til allra verka með bros á vör og flautandi lítinn lagstúf. Hann tók töluverðan þátt í félagsmálum. Hon- um þótti mjög gaman að taka í spil og þá einkum brids. Nokkra veiðit- úra fórum við félagarnir saman, og ekki var það aðalatriðið hjá honum að veiða sem mest, heldur að sjá um að maturinn væri á réttum tíma og nóg af honum, og eins að allt væri hreint og í röð og reglu í veiði- húsinu. Ég veit að vaktfélagar hans fyllast tómleika að heyra ekki flaut- ið hans Rúdda í morgunsárið. Að lokum vil ég þakka Rúdda fyrir öll góðu árin sem við áttum saman. Á þessari sorgar- og kveðju- stund, bið ég góðan guð að varð- veita og styrkja Eddu og aðra að- standendur. Skafti Þórisson. VALBORG STEFANIA G UÐMUNDSDÓTTIR + Valborg Stefan- ía Guðmunds- dóttir frá Þórshöfn var fædd á Hróalds- stöðum í Vopnafirði 25. desember 1932. Hún lést á heimili sínu í Reykjavík 7. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Björnsson og Olöf Anna Stefánsdóttir. Valborg var næst- ynst sex systkina. Hin voru í aldurs- röð: Björn, Sólveig Sesselja, Sigurður, Sigurbjörg (látin) og Stefanía. Árið 1950 giftist Valborg eftir- lifandi eiginmanni sínum, Einari Lárussyni frá Heiði á Langa- nesi. Þau eignuðust níu börn. Eitt þeirra, Olafur Guðmundur, lést 1985, en átta lifa móður sína. Þau eru: Sæmundur, Lára, Anna, Ásta, Egill, Sigurbjörg, Einar Valur og Elísa; Utför Valborgar fer fram frá Áskirkju í dag. í DAG kveð ég vinkonu mína og starfsfélaga, Valborgu Stefaníu Guðmundsdóttur. Minningarnar streyma fram í hugann þegar kveðja skal slíka mannkostakonu. Það eru sennilega fá orð sem geta lýst krafti hennar og dugnaði. Hún var hrein- lega alltaf að. Hún bar það með sér strax í upphafi og ætíð síðan að þar fór traust- ur og góður starfsmað- ur. Hún var sem klettur í hafi. Erfíðar stundir í lífi Valborgar fóru ekki framhjá neinum sem hana þekktu, en aldrei var kvartað, aðeins brosað í gegnum tárin. Þá kom sér vel góða skapið, þolinmæðin og létta lundin. En Val- borg átti líka sínar hamingjustundir. Böm- in hennar, ömmubörnin og langömmubörnin voru henni afar kær. Aldur var teygjanlegt hugtak í huga Valborgar og ekkert kynslóða- bil og fór hún oft með okkur yngri starfsfélögunum út að borða og skemmta sér og var hrókur alls fagn- aðar. Þegar litið er til baka er svo margs að minnast að fátt verður nefnt. Þó eru mér minnisstæðar þær stundir er við áttum í leik og starfi. Það var oft glatt á hjalla og mikið hlegið. Það er enginn vafi á að vel verður tekið á móti Valborgu í'húsi drott- ins; svo vel hefur hún skilað sínu starfi hér á þessari jörð. Ég kveð Valborgu með söknuði og þakka samstarfið af alhug. Sendi fjölskyldu hennar hjartanlegar sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Magnea Aradóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR frá Bergi, andaðist á öldrunardeild Víðihlíðar, Grindavík, 13. október. Kristján Sigurðsson og börn. Faðir okkar, t SVEINN SÖLVASON, Skagfirðingabraut 15, Sauðárkróki, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, miðvikudaginn 12. októ ber. Sigurlaug Sveinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Sölvi Sveinsson. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVERRIS EINARSSONAR blikksmíðameistara, Hvassaleiti 45, Reykjavfk, verður gerð frá Fossvogskirkju í dag, föstudaginn 14. október, kl. 13.30. Þeim, sem vitdu minnast hans, er bent á Hjartavernd. Katrín Jónsdóttir, Bjarni Ragnarsson, Kristbjörg Gísladóttir, Alma Eydís Ragnarsdóttir, Anna María Sverrisdóttir, Guðfinna Inga Sverrisdóttir, Melíssa Katrfn, Brynja Björk, Gísli Ragnar og Sverrir Tómas.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.