Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 41
SJONARHORN
Hinar duldu
hliðar ofdrykkju
Margur ungur maðurinn heldur því fram, að
drykkja áfengis hafi engin áhrif á þá, þeir finni
ekki fyrir ölvun og þoli hvað sem er. Margrét
Þorvaldsdóttir kannaðir nýlegar rannsóknir
sem leiða í ljós að þessir kokhraustu ungu
menn verða frekar ofdrykkjumenn en aðrir.
þeirra sem höfðu fundu fyrir
sterkustum áhrifum af alkohól-
drykkju. í hverjum þessara hópa
voru fimmtíu einstaklingar. Of-
drykkja kom fram hjá 56 prósent
sona ofdrykkjumanna - sem
reyndust hafa fundið fyrir minnst-
um ölvunaráhrifum af alkohól-
neyslu - en aðeins 14 prósent
þeirra sem fundu höfðu fyrir mest-
um áhrifum alkohóls og voru syn-
ir alkohólista. Minni munur en
samt marktækur kom fram í alko-
hólisma hjá sonum feðra sem ekki
voru háðir alkohóli.
í rannsókninni kemur einnig
fram að þó þátttakendur hafi
prófað alls konar fíkniefni á þrít-
ugsaldrinum þá sýndu hvorki
þeir sem áttu feður sem voru
ofdrykkjumenn eða þeir sem
fundu ekki fyrir áhrifum af alko-
hóli nein tengsl til ofneyslu á
öðrum vímuefnum en alkohóli eða
urðu fyrir öðrum geðtruflunum.
Samhljóða danskar rannsókna-
niðurstöður sem spanna 40 ár
þykja renna stoðum undir þessar
niðurstöður Schuckits syo og
bandarísk rannsókn sem náðu
yfir 50 ár.
Vísindamenn segja að skýring-
ar liggi ekki fyrir en nokkrar
erfðafræðirannsóknir benda til
að sumt fólk geti erft tilhneigingu
fyrir ofnotkun á ýmsum tegund-
um vímuefna, en óháðar rann-
sóknir hafa ekki staðfest þær
niðurstöður. Vísindamennirnir í
San Diego segja að hjá um 15
prósentum ofdrykkjumanna sem
tóku þátt í könnuninni, hafi kom-
ið fram andfélagslegar persónu-
leikatruflanir eins og stöðug
óábyrg hegðun og árásargirni.
Það vakti athygli að engar slíkar
persónuleikatruflanir komu fram
hjá feðrunum sem voru of-
drykkjumenn.
Þeirri tilgátu hefur verið varp-
að fram að í þjóðfélögum þar sem
áfengisdrykkja er mikil, geti þessi
litlu ölvunaráhrif af alkohól-
drykkju verið upphaf að röð til-
vika sem síðan leiði til hömlu-
leysi í drykkju - ofdrykkju.
l.O.O.F. 1 = 17610148A = Sp.
Almenn samkoma kl. 20.30 í
umsjón ungs fólks. Frá kl. 20.00
er bænastund fram að samkom-
unni. Allir hjartanlega velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
l.O.O.F. 12 = 17610148'/2 = Þk
Orð lífsins,
Grensásvegi 8
Kvöldnámskeið í kvöld kl. 20.00
með John Brandström frá Svi-
þjóð. Námskeiðsgjald kr. 900 f.
einstaklinga og 1.500 f. hjón.
Veitingar innifaldar.
Allir velkomnir!
Sumir ungir menn virðast geta
teygað allt að fímm alkohól-
drykki hvern á eftir öðrum en
finna samt fyrir litlum eða engum
ölvunaráhrifum. í vissum hópum
hefur þessir eiginleiki verið metinn
sem mikil drykkjuhreysti. Nú hafa
nýlega birtar rannsóknir leitt í Ijós
að drykkjuvenjur þessara manna
auka líkur á því að þeir verði orðn-
ir alkohólistar eða ofdrykkjumenn
um þrítugt.
í rannsókninni kemur fram að
lítil næmni fyrir tiltölulega hóf-
legu magni af alkohóli með nán-
ast engum ölvunaráhrifum sýnir
fram á sterk tengsl við ofdrykkju
í framtíðinni. Á það við hvort sem
feður þessara mann voru of-
drykkjumenn eða ekki. Þessi fuli-
yrðingu settur fram M.A.
Schuckit, geðlæknir við lækna-
skóla háskólans í San Diego í
Bandaríkjunum.
Schuckit hefur komist að því
í fyrri rannsóknum að um 40
prósent af sonum ofdrykkju-
manna sýndu fremur lítil við-
brögð við sem svara þremur til
fimm alkohóldrykkjum miðað við
10 prósent af sonum manna sem
ekki voru ofdrykkjumenn. Þessar
rannsóknir náðu til 454 manna
sem voru tvítugir þegar rann-
sóknirnar fóru fram. Alkohól-
neysla 222 þeirra var könnuð 10
árum síðar og var hún birt í
febrúarblaði „American Journal
of Psychiatry“. Niðurstöður hins
helmings sjálfboðaliðanna liggja
ekki fyrir ennþá.
Schuckrit segist birta þessar
niðurstöður nú vegna þess hve
athyglisverðar þær eru. Fyrri
rannsókninni var fylgt eftir með
persónulegum viðtölum við hvern
og einn þátttakanda, eiginkonu
hans eða aðra sem þekktu hann
vel, athugun á heilbrigðisskýrsl-
um og rannsókn á þvagi og blóði
ef Jíkur væru á ofdrykkju.
I ljós kom að um þrítugt hafði
ofdrykkja náð tökum á 43 prósent
þeirra sem höfðu fundið fyrir
minnstum ölvunaráhrifum af
alkohóli, miðað við 11 prósent
TR keppir í Evrópukeppni
taflfélaga í kvöld
SKAK
U n d a n r á s a r i ö i 11 E M
fclaga í Eupcn,
B cIgí u
í kvöld hefst keppni í undanrás-
arriðli í Evrópukpppni Taflfélaga í
Eupen í Belgíu. Átta lið eru saman
komin og tefla með útsláttarsniði
um eitt sæti í úrslitunum. Taflfélag
Reykjavíkur er þar á meðal og einn-
ig tafldeild Bayern Múnchen, en
Jóhann Hjartarson er einn af liðs-
mönnum þar. Bæjararnir eru lang-
sigurstranglegastir, en gangi TR
vel gæti Jóhann þurft að mæta fé-
lögum sínum úr TR í úrslitunum á
sunnudaginn. í fyrstu umferðinni í
kvöld mætir TR spánsku meisturun-
um Unio Barcelona og má búast
við spennandi viðureign, en Bayern
Múnchen ætti að eiga alls kostar
við SK Rockaden frá Stokkhólmi.
Auk þess mætast Skolernes Skak-
klub frá Árósum í Danmörku og
Maidstone Chess Club, Englandi og
Ekaterinburg, Rússlandi, teflir við
heimamenn Rochad Eupen:
Evrópukeppnin er nú í annað sinn
haldin með því sniði að 56 félög
tefla í sjö riðlum. Sigurvegararnir
í riðlunum sjö tefla síðan til úrslita
ásamt félaginu sem heldur þau. Við
skulum líta á helstu liðsmenn félag-
anna átta í Belgíu-riðlinum, skák-
stig viðkomandi eru í sviga: Taflfé-
lag Reykjavíkur: Helgi Ólafsson
SM (2.520), Hannes Hlífar Stefáns-
son SM (2.560), Jón L. Árnason
SM (2.525), Karl Þorsteins AM
(2.510), Helgi Áss Grétarsson SM
(2.450) og Benedikt Jónasson
(2.305). Liðsstjóri er Árni Á. Árna-
son, fyrrverandi formaður TR.
BRIPS
Umsjön Arnór G.
Kagnarsson
Barometer hjá
Bridsfélagi kvenna
FJÖGURRA kvölda barómeter-
keppni hófst hjá félaginu sl. mánu-
dag með þátttöku 24 para, og eftir
fyrstu 6 umferðir er staða efstu
para þannig:
Kristjána Steingrimsd. - Hanna Friðriksdóttir 91
Halla Ólafsdóttir - Ingunn Bernburg 54
Soffia Daníelsdóttir - Hrafnhildur Skúladóttir 36
Halla Bergþórsdóttir - Soffia Theodórsdóttir 32
Gullveig Sæmundsd. - Sigríður Friðriksdóttir 28
Lilja Petersen - Nína Hjaltadóttir 21
Inga L. Guðmundsdóttir - Unnur Sveinsdóttir 21
Dóra Friðleifsdóttir - Sigríður Ottósdóttir 20
Bridsfélag SÁÁ
Þriðjudaginn 11. október var spil-
aður eins kvölds tölvureiknaður tví-
menningur. 16 pör spiluðu 7 um-
ferðir með 4 spilum á milli para.
Meðalskor var 168 og bestum
árangri náðu:
NS.
Jóhann Guðnason - Kristján Franklínsson 205
Óskar Kristinsson - Kristinn Óskarsson 189
Sigurður Þorgeirsson - Fannar Dagbjartsson 177
AV.
Guðm. Sigurbjömsson - Tryggvi Guðmunds. 192
Guðmundur Vestmann - Gísli Friðfinnsson 188
Nicolai Þorsteinsson - Björn Björnsson 181
Næstu tvo þriðjudaga, 18. og 25.
október, verða spilaðir eins kvölds
tölvureiknaður tvímenningar. Spila-
mennska hefst stundvíslega kl. 19.30
og er sgilað í Úlfaldanum og mýflug-
unni ( Ármúla 17a. Gefnir eru verð-
launapeninga fyrir efstu sætin í hvorri
átt.
Keppnisstjóri er Sveinn R. Eiríks-
son.
Bridsklúbbur Félags eldri
borgara, Kópavogi
Spilaður var tvímenningur föstu-
daginn 7. október. 18 pör mættu.
Tveir riðlar A-B.
Úrslit í A-riðli:
Ásthildur Sigurgísladóttir - Lárus Arnórsson 153
Bergur Þorvaldsson - Þórarinn Árnason 136
Júíuslngibergsson -JósefSigurðsson 123
Meðalskor 108
JÓHANN Hjartarson gæti
þurft að tefla gegn Taflfélagi
Reykjavíknr um helgina.
Unio Barcelona: lllescas SM
(2.590), Magem AM (2.520), Ochoa
AM (2.430), Bofill (2.385), Pares
(2.2380) og á sjötta borði verður
skákmaður með 2335-2370 stig.
Skolernes Skakklub, Danmörku:
Á fyrsta borði er Erik Jelling AM
(2.420) en hinir eru titillausir.
Maidstone Chess Club, Englandi:
Emms AM (2.535), Ward AM
(2.490), Aleksei Ivanov AM (2.455)
en hinir eru titillausir.
Bayern Munchen, Þýskalandi:
Húbner SM (2.605), Jusupov SM
(2.655), Ribli SM (2.605), Jóhann
Hjartarson SM (2.585), Kinder-
mann SM (2.560), Ph. Schlosser
SM (2.510), Bönsch SM (2.540),
en alls eru hvorki fleiri né færri en
níu stórmeistarar skráðir í lið Bay-
ern. SK Rockade, Stokkhólmi:
Andersson SM (2.620), Karlsson
SM (2.500), Ekström, AM (2.430),
Wiedenkeller AM (2.445), Markovic
AM (2.460) og Bator AM (2.405).
Varamennirnir eru líka alþjóðlegir
meistarar.
Ekaterinburg, Rússlandi: Vyz-
manavin SM 2.610, Smagín SM
(2.540), Júrtajev AM (2.530),
Rúblevskí SM (2.565), Tsesjkovskí
SM (2.525), Rashkovskí SM
(2.510). Varamenn Rússanna eru
einnig með 2.500 stig og meira,
þ.á.m. er ungi meistarinn Zvjag-
ínsev (2.585), sem varð einn þriggja
efstu á Reykjavíkurskákmótinu í
febrúar.
Rochad Eupen, Belgíu Dautov SM
(2.630), SM Kovalev (2.525), Cifu-
entes SM (2.490) og í þetta lið eru
skráðir fleiri stigaháir erlendir
skákmenn. Það mun þó há Belgun-
um að þeir mega aðeins nota tvo
útlendinga í hverri viðureign.
í fyrra tók Taflfélag Garðabæjar
þátt í keppninni og stóð sig vonum
framar, lenti í fimmta sæti í sínum
riðli. Meiri kröfur eru auðvitað gerð-
ar til TR nú, með fjóra stórmeistara
í liðinu.
Liðsskipan TR kann að vekja
nokkra furðu, en liðið var valið eft-
ir skákstigum 1. janúar sl. Helgi
Ólafsson tefidi með Taflfélagi
Kópavogs í deildakeppni SÍ um síð-
ustu heigi og mætti m.a. Jóhanni
Hjartarsyni sem tefldi á fyrsta borði
fyrir TR. Nú snýst dæmið hins veg-
ar við, nú teflir Helgi fyrir TR en
Jóhann með öðru liði. Skýringin er
sú að liðsskipan félags gildir eins
og hún var þegar það vann sér rétt
til þátttöku í Evrópukeppninni.
Helgi er því löglegur með TR. í til-
viki Jóhanns hefði hann verið lög-
legur með bæði Bayern og-TR, en
hann er á föstum samningi ytra sem
varð að gilda.
Margeir Pétursson
Úrslit í B-riðli:
Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónsson 89
Þórhallur Árnason - Daníel Pálsson 86
Guðrún Gísladóttir - Amór Ólafsson 85
Meðalskor 84
Þriðjudaginn 11. október var spilað-
ur tvímenningur. 20 pör mættu og var
spilað í tveimur riðlum, A-B.
Úrslit í A-riðli:
Eysteinn Einarsson - Kári Siguijónsson 145
BergurÞorvaldsson-ÞórarinnÁmason 123
Elín E. Guðmundsdóttir - Bragi Salómonsson 121
EggertEinarsson-KarlAdolfsson 120
Úrslit í B-riðli:
Helga Guðbrandsdóttir - Ásbjöm Magnússon 128
Helga Ámundadóttir - Hermann Finnbogason 122
Ingiríður Jónsdóttir - Jóhanna Gunnlaugsdóttir 117
Sveinn Sæmundsson - Þórhallur Ámason 117
Meðalskoríbáðumriðlum 108
Hraðsveitakeppni hjá
Bridsfélagi Suðurnesja
Á mánudaginn kemur hefst fjög-
urra kvölda hraðsveitakeppni svokall-
að JGP mót, sem er minningarmót
um Jón G. Pálsson.
Jón G. Pálsson var borinn og barn-
fæddur Keflvíkingur og þegar hann
var að alast upp voru íbúar Keflavík-
ur aðeins um 300. Jón var lengi skip-
stjóri á litlum bátum og hafði aila
ævi atvinnu af umsýslu með sjávar-
afla. Hann þótti kappsamur að hveiju
sem hann gekk, hygginn og forsjáll.
Jón G. Pálsson starfaði vel og lengi
innan Bridsfélags Suðurnesja (Brids-
félags Keflavíkur og nágrennis) eftir
að hann hætti á sjónum og þar til
hann lézt 1968. Aðstandendur Jóns
G. Pálssonar gefa verðlaun til keppn-
innar.
Það stefnir í mjög góða þátttöku
í hraðsveitakeppninni. Formaður fé-
lagsins, Karl Hermannsson, hefir yf-
irumsjón með sveitaskráningu. Spilað
verður í Hótel Kristínu og hefst spila-
mennskan kl. 19.45.
Síðasta keppni, Butler tvímenning-
ur, var hörkuspennandi. Gísli Torfa-
son, Jóhannes Sigurðsson og Stefán
Jónsson urðu efstir með 385 stig,
feðgarnir Kjartan Ólason og Óli Þór
Kjartansson urðu í öðru sæti með 384
stig og Heiðar Agnarsson og Pétur
Júlíusson þriðju með 381 stig. Þá
komu Sigríður Eyjólfsdóttir og Gret-
he íversen með 365, Eyþór Jónsson,
Garðar Garðarsson og Dagur Ingi-
mundarson voru með 364 og Randver
Ragnarsson og Kjartan Sævarsson
með 363 stig.
Bridskvöld byrjenda
Sl. þriðjudag, 11. október, var brids-
kvöld byijenda og var spilaður eins
kvölds tvímenningur að vanda. Úrslit
kvöldsins urðu þannig:
N/S-riðill:
Gísli Jónsson — Sigurður Sigurðsson 160
Sigrún E. Sigurðardóttir - Egill Egilsson 146
Emma Axelsdóttir - Davíð Lúðvíksson 131
A/V-riðill:
SigurðurJónsson-SnorriMarkússon 149
Tómas Siguijónsson - Guðrún Siguijónsdóttir 140
Gunnar Sigurðsson - Jónas Baldursson 139..
Á hverjum þriðjudegi kl. 19.30
gengst Bridssamband Islands fyrir
spilakvöldi sem ætluð eru byijendum
og bridsspilurum sem ekki hafa neina
keppnisreynslu að ráði. Spilaður er
ávallt einskvölds tvímenningur og er
spilað í húsi BSÍ í Sigtúni 9.
Bridsfélag Hafnarfjarðar
Sl. mánudag, 10. október, var spiluð
önnur umferðin af þremur í A. Hans-
en-mótinu og er staðan eftir 11 um-
ferðir þannig:
Hjálmar Pálsson — Páll Þór Bergsson 86
KristjánÓlafsson-ÓlafurGíslason 64
Esther J akobsdóttir - Dröf n Guðmundsdóttir 55
Hæstu skor kvöldsins fengu:
Hjálmar Pálsson - Páll Þór Bergsson 35
AlbertÞorsteinsson-BjömÁmason 34'
Jón Gíslason - Júlíana Gísladóttir 31
Nk. mánudag verða spilaðar sex
umferðir og þar með lýkur A. Hansen-
mótinu. Spilað er í íþróttahúsinu við
Strandgötu og hefst spilamennskan
kl. 19.30.
Paraklúbburinn
Sl. þriðjudag var spiluð önnur um-
ferðin í hausttvímenningnum og urðu
úrslit kvöldsins eftirfarandi:
N/S-riðill:
Anna Þ. Jónsdóttir - Ragnar Hermannsson 235
Hjördís Siguijónsdóttir - Þröstur Ingimarsson 229
A/V-riðill:
Bryndís Þorsteinsdóttir - Sigfús Öm Ámason 258
Árnína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 239
Heildarsfaðan eftir 2. umferð:
Anna Þóra J ónsdóttir - Ragnar Hermannsson 522
Bryndís Þorsteinsdóttir - Sigfús Öm Ámason 507
Hjördís Sigurjónsdóttir - Þröstur Ingimarsson 476
Gunnlaug Einarsdóttir - Hrólfur Hjaltason 462
Arngunnur Jónsdóttir - Guðbjöm Þórðarson 454
Kristín Magnúsdóttir - Símon Símonarson 443
Aðalheiður Torfadóttir - Ragnar Ásmundsson 443