Morgunblaðið - 14.10.1994, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
BREF
TIL BLAÐSINS
Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329
LejFtÐ HOHUM A& UU/Íl4V~
Jte-HAm £R FARFUBL.)
- ■ —y—----
f>£!R SEG7A AÐÞ4&6E& MAUU
. Ö\JIRKAH /»Ð HOKFA OFMlKID'S^
SJdnUAtse
tlfWRAVfS 1-51
FHKi /Af> éssé) { OKKve. erS
. -N l/UÍPTA / V CAA/l/l /
Tommi og Jenni
ÞAÐER hugsjónastarf að vera leikskólakennari.
Bæta verður
mönnun leikskóla
Smáfólk
l'LL 5TAY HERE BEHINP
THIS TREE.ANP YOU
TAKE THI5 NOTEOVERTO
THE LITTLE REP-HAlREP SIRL
fl-2
Ég verð á bak við þetta tré,
og þú ferð með þetta bréf
yfir til litlu rauðhærðu stelp-
unnar.
QOOV AA0RNIN6,1 HAVEA
lovenoteforyoofrom
MVWEIRP BR0THER..HE
THINKð YOO'RE KINP 0F COTE
SHOULPI UIAIT
FORANANSUER?
Góðan dag, ég er með ástar- ÆTTI ÉG AÐ BÍÐA EFT-
bréf frá hinum skrýtna bróð- IR SVARI?
ur minum ... honum finnst þú
vera svolítið sæt.
Frá írisi Arnardóttur:
UM HVERJA helgi geta menn lesið
í blöðum auglýsingar eftir starfs-
fólki frá dagvistarstofnunum borg-
arinnar. Þar gefur að líta langa lista
yfir leikskóla sem óska eftir að ráða
menntaða starfsmenn. Auglýsing-
arnar eru engin ný lesning, svona
hefur þetta verið árum saman. Þrátt
fyrir að Fósturskólinn útskrifi tugi
leikskólakennara árlega virðist ekk-
ert fjölga í röðum starfandi leik-
skólakennara.
Sjálfsagt þekkja flestir leikskóla-
stjórar þann vanda að fá fólk til
starfa. Þótt auglýst sé viku eftir
viku er ekkert spurt eftir störfum.
Við prísum okkur sæl ef okkur tekst
að halda starfseminni gangandi og
komumst hjá því að loka deildum.
Ef útskrifaðir leikskólakennarar
koma til starfa er sem við höfum
rekist á gullæð.
Illa launað starf
Vera má að fólk spyrji sig hvern-
ig staðið geti á því að ekki fæst
starfsfólk á leikskóla borgarinnar
þegar atvinnuástandið er jafn
slæmt og orð fer af. Staðreyndirnar
tala sínu máli: grunnlaun leikskóla-
kennara sem eru að byija í starfi
eru um 65.000 krónur á mánuði.
Þetta eru launin sem fólk getur
vænst að loknu þriggja ára námi
þar sem krafist er stúdentsprófs
sem undanfara.
Nú ætla ég ekki að dæma um
það hvað er réttlátt og hvað rang-
látt, ég ætla ekki að segja að leik-
skólakennarar eigi að vera á hærri
launum en þessi hópurinn eða hinn
hópurinn. Staðreyndin er hins vegar
sú að launin eru svo lág að leikskól-
arnir geta ekki keppt við aðra um
vinnuaflið, hvorki atvinnuleysissjóði
né vinnuveitendur í einkageiranum.
Gagnasafn
Morgnnblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
Löngum hefur það verið viðkvæðið
hjá borgaryfirvöldum þegar þessi
mál hefur borið á góma að hér sé
stéttarfélagi leikskólakennara um
að kenna, félagið sé einfaldlega of
veikt til þess ná fram raunveruleg-
um kjarabótum.
Skilningsleysi borgaryfirvalda
Á hinn bóginn má líka segja að
metnaður borgaryfiivalda hafi verið
svo lítill að þau hafi ekki haft döng-
un í sér til að tryggja reykvískum
börnum þroskandi uppvöxt í leik
og starfi á dagvistarstofnunum sem
hafa yfir að ráða vel menntuðu fag-
fólki. Lengi var það yfirlýst viðhorf
ráðandi aðila hjá borginni að dag-
vistarstofnanir væru ekkert annað
en geymslustaðir og þar færi ekk-
ert uppbyggilegt starf fram. En nú
eru aðrir tímar, eða hvað?
Það er hugsjónastarf að vera
leikskólakennari. Konum rennur
blóðið til skyldunnar og því flykkj-
ast þær í þetta nám. Alltof fáir
karlar hafa sóst eftir því að verða
leikskólakennarar, en vonandi verð-
ur breyting hér á innan tíðar. Um
leið er hugsanlegt áð launin hækki
eitthvað, því að störf karla eru
hærra metin en kvenna í samfélagi
okkar. Enginn verður betri fag-
manneskja þótt launin hækki. En
það verður þó altént hægt að manna
plássin á leikskólunum og leikskóla-
stjórar geta farið að snúa sér að
faglegu uppbyggingarstarfi í stað
þess að vera stöðugt að bijóta heil-
ann um hvernig halda skuli deildun-
um gangandi frá degi til dags.
Hækkið launin
Borgaryfirvöld geta ekki lengur
skorast undan að axla ábyrgð í
þessu máli. Ef það er metnaður
þeirra að í Reykjavík séu reknir
góðir leikskólar mannaðir vel
menntuðu starfsfólki sem veita
börnunum allt það besta á þessum
mikilvægustu mótunarárum
bernskunnar þá verða þeir að sýna
vilja til að ná í þetta fólk. M.ö.o.:
hækkið launin! Það dugar ekki að
skáka í því skjólinu að í gildi séu
kjarasamningar sem bindi hendur
vinnuveitandans líkt og gert hefur
verið hingað til. Allar hugmyndir
um að mæta þörfinni fyrir leikskóla-
pláss í borginni með töfrabrögðum
eru dauðfæddar ef ekki er einu sinni
hægt að manna þá leikskóla sem
fyrir eru.
ÍRIS ARNARDÓTTIR,
leikskólastjóri á Fálkaborg.