Morgunblaðið - 14.10.1994, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 47
IDAG
BRIDS
II m s j ó n G u ð m . P á 11
Arnarson
í GREIN sem Bandaríkja-
maðurinn Ron Andersen
ritar í mótsblað heims-
meistaramótsins í Albuqu-
erque riijar hann upp mæli-
stiku Hammans á góðar og
vondar slemmur: „Góð
slemma er sú sem vinnst;
vond sú sem tapast." Sama
slemman var góð á öðru
borðinu en slæm á hinu í
viðureign Andersens og fé-
laga við ísrska sveit í Ros-
enblum-keppninni:
Austur gefur; NS á
hættu.
Norður
* ÁKD4
Y 98732
♦ Á64
+ 4
Vestur
* 5
V 6
* K732
* KDG10732
Austur
♦ G10987
V -
♦ G985
♦ 9865
Suður
♦ 632
* ÁKDG1054
♦ DIO
* Á
Vestur Norður Andersen Austur Suður Caravelli
- - Pass 1 hjarta
4 lauf 4 grönd 6 lauf 6 hjörtu
Pass Pass 7 lauf 7 hjörtu
Pass Pass Pass
Útspil: Laufkóngur.
Gerald Caravelli í sæti
suðurs gerði slemmuna
góða. Eftir að hafa tekið
eina tromp vamarinnar
lagði hann niður ÁK í spaða
og sá leguna í þeim lit. Nú
var eini vinningsmöguleik-
inn að þvinga austur í spaða
og tígli. En minnugur þess
að það var austur sem fóm-
aði í sjö, taldi Caravelli
hæpið að hann ætti tígul-
kónginn. Gosann gat austur
hins vegar hæglega átt.
Caravelli fór því heim á
tromp og spilaði út tígul-
drottningu. Vestur lagði
kónginn á og Caravelli drap
á ás. Bjó sig síðan undir
að spila trompunum til
enda. En áður en til þess
kom, spurði austur hvort
hann væri með tígultíuna.
Caravelli játti því og þá
stakk austur spilunum í
bakkann.
Á hinu borðinu lagði ír-
inn niður tígulás og fór einn
niður í sama samningi.
Pennavinir
ÞÝSKUR 33 ára sjúkra-
þjálfari með áhuga á hjól-
reiðum, skíðagöngu, kajak-
siglingum og útivist:
Uwe Wöbking,
Kernerstrasse 135,
75323 Bad Wildbad,
Germany.
TUTTUGU og fimm ára
Ghanastúlka með áhuga á
kvikmyndum, dansi, íþrótt-
um o.fl.:
Efua Afei,
P.O. Box 903,
Ogua City,
Central Region,
Ghana.
SAUTJÁN ára pólskur pilt-
ur með mikinn íslandsá-
huga:
Thonrns Bus,
Ul. Kopernika 45,
PL-34 330 Zywiec,
Poland.
LETTNESKUR stærð-
fræðikennari sem getur
ckki um aldur:
A. Ekis,
Bruninieku 8a-l,
226001 Riga,
Latvia.
TUTTUGU og eins árs
Ghanastúlka með áhuga á
dansi, ferðalögum o.fl.:
Bettina Nelson,
c/o Anthony Nelson,
Box 754,
Takoradi,
Ghana.
Arnað heilla
rTKARA afmæli.
4 DSunnudaginn 16.
október, verður sjötíu og
fimm ára Gunnar Rós-
mundsson, Lokastíg 18,
Reykjavík. Eiginkona hans
er Þóra Þorsteinsdóttir.
Þau taka á móti gestum í
Templarahöllinni, Eiríks-
götu 5, frá kl. 16 á afmælis-
daginn.
ryr\ÁRA afmæli. í dag,
I Vll4. október, er sjö-
tugur Þorgeir Þorleifsson,
fulltrúi hjá Vátrygg-
ingafélagi íslands, Háa-
leitisbraut 40, Reykjavík.
Eiginkona hans er Una
Halldórsdóttir, iðnverka-
kona. Þau dvelja á Spáni
um þessar mundir.
r»r|ÁRA afmæli. í dag,
OV/14. október, er sex-
tugur Sigurður Grétar
Guðmundsson, pipulagn-
ingameistari, Sæbóls-
braut 26, Kópavogi. Eigin-
kona hans er Helga Harð-
ardóttir. Þau verða að
heiman á afmælisdaginn.
/\ÁRA afmæli. í dag,
OV/14- október, er sex-
tug Bryndís Guðjónsdótt-
ir, Mararbraut 7, Húsa-
vík, áður til heimilis á
Fjarðarvegi 5, Þórshöfn.
Eiginmaður hennar var
Sigurður Tryggvason,
sparisjóðsstjóri á Þórs-
höfn, sem nú er látinn.
GULLBRÚÐKAUP. í dag, 14. október, eiga fimmtíu ára
hjúskaparafmæli hjónin Petrea Kristín L. Karlsdóttir,
húsmóðir, og Gísli Teitur Kristinsson, vélvirki, Suður-
götu 43, Akranesi. Þau taka á móti ættingjum og vinum
á heimili sínu í tilefni dagsins.
Farsi
, Hdungin#' i pe/sabááinnc segir a$
þctba. sc, klýrra Loe$U*ú /a. °
STJ ÖRNUSPA
cftir Franccs Drake
VOG
Afmælisbarn dagsins: Þú
þarft starf sem veitirþér
ánægju til aðgeta skarað
framúr.
Hrútur
(21. mars- 19. apríl) w*
Þú færð góðar fréttir af ijár-
málum, en þarft að vara þig
á villandi upplýsingum.
Reyndu að sýna barni skiln-
ing í kvöld.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október
KATRÍN FJELDSTED
hefur opnað
kosningaskrifstofu í
Ingólfsstræti 5.
Símar 22360, 22366 og 22144.
Allir stuðningsmenn
velkomnir.
o Opið virka daga frá kl. 16-21
| og um helgar frá kl. 13-18.
Kcitrínu ífremstu röð!
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ekki ganga út frá neinu sem
vísu í vinnunni í dag. Hafðu
augun opin. Félagar vinna
vel saman og skemmta sér
í kvöld.
Tvíburar
(21. maí - 20.júní) Æ*
Gættu tungu þinnar svo þú
særir ekki gamian vin í dag.
Taktu enga áhættu í fjármál-
um, og sýndu ástvini um-
hyggju í kvöld.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí) H§8
Til að koma í veg fyrir mis-
skilning ættir þú að hlusta
vel á það sem ástvinur hefur
að segja. Slappaðu vel af í
kvöld.
Ljón
(23. júlí — 22. ágúst) ‘ef
Láttu ekki dagdrauma villa
þér sýn í vinnunni og va-
rastu deilur við ráðamenn.
Þú ættir að bjóða heim góð-
um gestum.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Vertu ekki of auðtrúa í við-
skiptum dagsins, og láttu
hendur standa framúr erm-
um ! vinnunni. Barn leynir
þig einhveiju.
vög
(23. sept. - 22. október)
Dagurinn hentar ekki til
fasteignaviðskipta eða um-
bóta á heimilinu. Vinur getur
valdið þér vonbrigðum þegar
kvölda tekur.
Sþorðdreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú átt orðaskipti við ein-
hvern í vinnunni í dag. Ætt-
ingi þarfnast aukinnar um-
hyggju. Ekki er allt sem sýn-
ist í kvöld.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Vinátta og peningar fara
ekki vel saman í dag. Láttu
engan misnota sér örlæti
þitt, og gættu tungu þinnar
í viðskiptum dagsins.
Steingeit
(22. des. - 19.janúar)
Hugsaðu þig vel um áður en
þú tekur ákvörðun í dag, og
láttu ekki freistast af gylli-
boði. Hafðu hemil á eyðsl-
unni þegar kvöldar.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar)
Einhver sem þú átt sam-
skipti við kemur illa fram.
Hlustaðu ekki á ráð annarra
í dag, en farðu eftir eigin
sannfæringu.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) ’iStt
Varastu deilur við starfsfé-
laga í dag, og vandaðu valið
á þeim sem þú umgengst.
Ekki er öllum treystandi fyr-
ir leyndarmáli.
Stjörnusþdna ú aó lesa sem
dægradvól. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum
grunni visindalegra staðreynda.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í
REYKJANESKJÖRDÆMI
5. nóvember nk.
VELJUM
STEFÁN Þo TÓMASSON
í 5.-6. SÆTI LISTANS.
STUÐNINGSFÓLK.
Eldri Jólavörur
á
iilboðsverdi
! Úrval af kertastjökum á góöu veröi
Heimsljós, Kringlunni, sími 689511
mrm
Vinningstölur
miövikudaginn: 12.10.1994
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
U 6*6 2 23.835.000
n 5 af 6 LdS+bónus 0 1.116.003
5 af 6 4 65.095
0 4 af 6 234 1.770
ra 3 af 6 jCfl+bónus 846 210
gjgVmningur.
Aöaltöiur:
BÓNUSTÖLUR
@@@
Heildarupphæð þessa viku:
49.638.223
á Isi, 1.968.223
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULINA 99 10 0O - TEXTAVARP 451
ÐIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR
fór til Danmerkur
R O Y A L
SKYNDIBÚÐINGARNIRV 7
ÁVALLT FREMSTIR
4
ENGIN SUÐA
Tilbúinn eftir
fimm mínútur
5 bragötegundir
...blabib
- kjarni málsins!
Sjábu hlutina í víbara samhengi!