Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 56

Morgunblaðið - 14.10.1994, Side 56
Mem£d -setur brag á sérhvern dag! MORG VNBLADIÐ, KRINGLAN 1 103 IIEYKJA VÍK SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: UAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 14. OKTÓBER 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Minni þorskafii 1 septembermánuði en verið hefur áratugum saman 10.000 tonn á land ÞORSKAFLINN í nýliðnum sept- embermánuði var minni en verið hefur áratugum saman. Aðeins bár- ust tæp 10.000 tonn af þorski á land nú, en tæp 20.000 tonn í fyrra. Botnfiskaflinn nú varð 28.600 tonn, en 43.300 í fyrra. Heildaraflinn varð aðeins 54.440 tonn, sem er um hundrað þúsund tonnum minna en í sama mánuði í fyrra. Aðeins veiddust 7.500 tonn af loðnu nú, en 102.900 í september í fyrra. Inn í þessar bráðabirgðatölur frá Fiski- stofu vantar afla úr Barentshafi. Afli íslenzkra skipa úr Barents- hafi í september liggur ekki endan- lega fyrir enn, því útgerðir hafa frest til 20. þessa mánaðar til að skila upplýsingum um hann til Fiskistofu. Afli okkar úr Barents- hafi í ágúst var 7.900 tonn, en í september var hann nokkru meiri. Samdrátturinn er mestur milli tímabila hjá togurunum, sem nú fengu aðeins 2.966 tonn af þorski, en 10.648 tonn í fyrra. Heildarafli togaranna varð 13.782 tonn, en var í september í fyrra 24.860. Skýring- in liggur að nokkru leyti í því að margir togarar voru í Barentshaf- inu þennan mánuð og er sá afli ekki meðtalinn í þessum tölum frá Fiskistofu. Sé litið á einstaka lands- hluta, kemur í ljós að vestfirzkir togarar tóku aðeins 476 tonn af þorski í september í ár, en hvorki meira né minna en 3.081 í fyrra. í fyrra tóku togarar frá Norðurlandi eystra 2.770 tonn af þorski en 675 nú. Þorskafli báta í september varð alls 3.236 tonn, sem er nærri 1.500 tonnum minna en í fýrra og afli smábáta dróst einnig saman. 9 m Morgunblaðið/Rúnar Þór Þúsund farsíma- kort seld PÓSTUR og sími hefur selt liðlega 1.000 kort í GSM-far- síma á þeim tæpu tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því kerfið var tekið í notkun. Að sögn Haraldar Sigurðs- sonar, aðstoðarframkvæmda- stjóra fjarskiptasviðs stofnunarinnar, er þetta nokkuð í samræmi við áætl- anir. Gert er ráð fyrir því að um áramót verði búið að selja 2.000 kort. Haraldur segir að unnið sé að undirbúningi að stækkun kerfisins, bæði með útvíkkun og þéttingu innan núverandi útbreiðslukerfis. Fyrst verður svæðið látið ná austur fyrir Hellisheiði og að sögn Har- aldar er hugsanlegt_ að það takist á þessu ári. Á fyrsta ársfjórðungi næsta árs er stefnt að stækkun til norðurs, það er upp í Borgarfjörð. Póstur og sími hefur náð samningum um að íslensku símakortin gildi einnig á hin- um Norðurlöndunum og öfugt og næst verður gengið til samninga við Breta og Þjóðveija um það sama. Tjón í vatnavöxtum fyrir norðan MILLJÓNATJÓN varð á Siglufirði í vatnavöxtum í fyrrinótt í kjölfar óvenju mikillar úrkomu, en á fimmtán klukkustundum mældist úrkoman á Sauðanesi 80 millimetrar, sem er með því mesta sem mælst hefur. Þá urðu einnig skriðuföll í Svarf- aðardal, bær einangraðist um tíma vegna þess að veg tók í sundur og björgunarsveitir urðu að að- stoða við að bjarga búfé sem flæddi. ■ Milljónatjón/2/12 Nýttum- sýslugjald ábruna- tryggðar fasteignir NÝTT opinbert gjald, svokallað umsýslugjald til Fasteignamats ríkisins, bætist á reikning húseig- enda þegar greitt er fyrir lögboðna brunatryggingu fasteigna. Gjald þetta samsvarar 250 krónum af 10 milljóna kr. húsi og skilar Fast- eignamatinu 35 milljónum á næsta ári. Það á að standa undir kostn- aði stofnunarinnar við að halda utan um nýja brunabótamatsskrá eftir að þessar tryggingar verða gefnar fijálsar um áramót. Frestur fasteignaeigenda til að segja upp brunatryggingum fast- eigna hjá félögunum tveim sem hingað til hafa séð um þennan tryggingaflokk, Húsatryggingum Reykjavík í höfuðborginni og Vá- tiyggingafélagi íslands utan borg- armarkanna, rennur út í lok næsta mánaðar. Fulltrúar félaganna tveggja segja að ekki hafi borist mikið af uppsögnum enn sem kom- ið er, hjá VÍS hafa innan við 10% eigna farið til annarra trygginga- félaga. Sjóvá-Almennar hafa þó fengið óskir um að tryggja þús- undir eigna. Óbreytt iðgjöld Nýju tryggingafélögin á þessum markaði virðast ætla að bjóða nákvæmlega sömu iðgjöld og þau sem fyrir eru, eða sem svarar 1.400 kr. fyrir 10 milljóna kr. íbúð í Reykjavík og í stærstu kaupstöð- unum. Við þetta bætast hins vegar ýmis gjöld, þ.e. iðgjald Viðlaga- tryggingar, brunavarnaiðgjald og nýja umsýslugjaldið, þannig að reikningur húseigandans fer upp í 4.600 krónur. ■ Nýtt umsýslugjald skilar/4 Leynileg atkvæðagreiðsla á kjaramálafundi í Sjúkraliðafélagi íslands í gær Efnt verði til atkvæða- greiðslu um vinnustöðvun SAMÞYKKT var í leynilegri atkvæðagreiðslu á kjaramálafundi í Sjúkraliðafélagi íslands (SLFÍ) í gær með 346 atkvæðum gegn 30 að fela stjórn, kjaranefnd og kjörstjórn að boða til allsheijaratkvæðagreiðslu um vinnustöðvun sjúkraliða við allar heilbrigðisstofnanir þar sem félagar í sjúkraliðafélaginu starfa. Kjarasamn- ingar sjúkraliða hafa nú verið lausir í liðlega 19 mánuði og er engin lausn í sjónmáli, að sögn Kristínar Á. Guðmundsdóttur, formanns SLFÍ. Viðræður sjúkraliða við viðsemjendur um gerð nýs kjarasamnings hafa staðið yfir með hléum frá því snemma vors árið 1993 án þess að þokast hafi í samkomulagsátt og var deil- unni vísað til ríkissáttasemjara fyrir rumri viku. Kristín sagði að staðan hefði lítið breyst eftir að deilan kom inn á borð sáttasemjara en aðil- ar hefðu þó getað ræðst við. Aðspurð um kröf- Kjarasamningar hafa verið lausir í 19 mánuði ur sagði Kristín að sjúkraliðar vildu fá leiðrétt- ingu á þeim launamun sem orðið hefði á undan- förnum árum. Lausn ekki í sjónmáli Þorsteinn Geirsson, formaður samninga- nefndar ríkisins, sagði að lausn í þessari deilu væri ekki í sjónmáli og gæti stefnt í átök því samþykkt sjúkraliða í gær væri fyrsta skrefið í þá átt. Sagði hann að sjúkraliðar hefðu uppi of háar launakröfur til að hægt væri að ganga að þeim en ekki væri þó hægt að tiltaka hversu há krafa væri gerð í prósentum talið. í ályktun Sjúkraliðafélagsins, sem samþykkt var í gær, segir m.a.: „Fyrir liggur að launa- munur í þjóðfélaginu hefur vaxið undanfarin ár. Ýmsar stéttir og einstaklingar hafa fengið umtalsverðar kjarabætur á meðan aðrir hafa setið eftir. Þetta hefur einnig skeð í heilbrigðis- kerfinu.“ Er skorað á viðsemjendur félagsins að hefja samningaviðræður af fullri alvöru. „Sjúkraliðafélag Islands neitar að trúa því, fýrr en á reynir, að ríki, Tteykjavíkurborg og St. Jósefsspítali ætli sér að axla þá ábyrgð, sem felst í því að knýja fram átök í heilbrigðis- kerfinu,“ segir m.a. í ályktun sjúkraliða. Fundir verða haldnir í starfshópum hjá ríkis- sáttasemjara í dag en ekki hefur verið ákveðið hvort boðað verður til eiginlegra samninga- funda. Að sögn Kristínar mun það ráðast í dag eða yfir helgina hvort farið verður í atkvæða- greiðslu meðal sjúkraliða um vinnustöðvun. Verði slík tillaga samþykkt er unnt að boða til verkfalls með 15 daga fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.