Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Ti Li Þjóðveijar panta ál- lestir frá Alusuisse Zttrich. Morpfunblaðid. TH Y SSEN-HEN SCHEL-fyrir- tækið, sem hefur yfírumsjón með lagninu Transrapid hraðsegulsvif- brautar á milli Hamborgar og Berlínar í Þýskalandi, hefur falið Alusuisse Road & Rail, dótturfyr- irtæki Alusuisse-Lonza, að hanna og framleiða álvagna sem munu fara um segulsvifbrautina í fram- tíðinni. Fyrstu vagnamir eiga að vera tilbúnir til reynsluaksturs eft- ir tvö ár. Transrapid er hraðskreiðasta samgönguleiðin sem möguleg er á jörðu niðri. Brautarkerfið hefur gefið af sér góða raun í Norður- Þýskalandi þar sem það hefur ver- ið prófað í nokkur ár. Lestar geta farið með allt að 500 km hraða eftir brautunum. Alusuisse Road & Rail hefur áður tekið þátt í þróun harðlesta- kerfa í Evrópu, þar á meðal í Frakklandi, Sviss og á Ítalíu. 1. Tovota 1.213 28,0 11,7 2. Nissan 720 16,6 -3,5 3. Volkswaqen 483 11,1 150,3 4. Hvundai 443 10,2 16,0 5. Mitsubishi 363 8,4 -53,1 6. Lada 200 4,6 -16,3 7. Renault 198 4,6 19,3 8. Volvo 171 3,9 -2,3 9 Daihatsu 120 2,8 -37,8 10. Opel 118 2,7 353,8 Aðrir 717 7,0 -27,0 Samtals 4.746 100,0 -4,4 4.962 Innflutningur 4.746 bifreiða í jan.-okt. 1993 og 1994 nyir VÖRU-, SENDI- og HÓPFERÐA- BÍLAR, nýir 519 494 1993 1994 1993 1994 INNFLUTNINGUR fólksbíla í október tók talsverðan kipp og varð um 7% meiri en í sama mánuði í fyrra. Vegur þetta upp töluverðan samdrátt framan af árinu þannig að samdráttur í innflutningi fólksbíla það sem af er árinu er nú einungis 4,4%. Miklar sviftingar hafa orðið á markaðnum á þessu ári eins og sést á töflunni hér að ofan. Eins og áður vekja yfirburðir Toyota sérstaka athygli en markaðshlutdeild umboðsins hefur aukist um rúmlega 1 prósentu- stig á einum mánuði. Renault hefur sótt mikið í sig veðrið á árinu og hefur salan rúmlega fjórfaldast. Sömuleiðis vekur athygli mikil söluaukning á Volks- wagen en hún vegur augljóslega upp á móti verulegum samdrætti í sölu á Mitsubishi hjá Heklu hf. Tíu söluhæstu tegundirnar hafa haft um 93% mark- aðshlutdeild það sem af er árinu en innflytjendur annarra tegunda þurftu að þola 27% samdrátt fyrstu tíu mánuði ársins frá sama tíma í fyrra. Landbúnaður Skagfirðingur hf. með 37 millj- óna króna hagnað Stefnt að skráningu fyrirtækisins á Verð- bréfaþingi fyrir lok næsta árs SKAGSTRENDINGUR hf. var með alls um 37 milljón króna hagnað eft- ir 9 mánuði ársins í fyrsta endurskoð- aða milliuppgjöri fyrirtækísins frá því að Skjöldur hf. var sameinað því um síðustu áramót. Framlag til afskrifta og fjármagnskostnaðar er samkvæmt uppgjörinu 152 milljónir á móti 141 milljón króna allt árið í fyrra. Fjár- munamyndun á tímabilinu er 115 miiljónir, eigið fé 325 milljónir og veltufjárhlutfall 1,15, að því er fram kemur í frétt frá Skagfirðingi hf. Dótturfélag Skagfirðings keypti í byijun október frystitogarann Sjóla HF-1 frá Sjólaskipum í Hafnarfirði. í fréttinni kemur frá að Sjóli hafi verið einn af frumkvöðlum úthafs- karfaveiða hér við land og sé eftir fyrstu 8 mánuði ársins annar afla- hæsti togari landsins. Eftir þau kaup gerir Skagfirðingur út 5 togara — Draney, Hegranes, Skafta, Skag- fírðing og Sjóla. Núverandi hlutafé Skagfirðings hf. er 343 milljónir en heimild er fyrir að heildarhlutafé sé 380 millj- ónir og stendur til að auka það í 400 milljónir samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins. Skagfirðingur er opið hlutafélag og er stefnt að skráningu þess á Verðbréfaþingi íslands fyrir lok næsta árs. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Einar Svansson. Tölvur Thomson kaupir /> ry • />/> 5 {ra.fmaism.Tn sitt Morgunblaðið/Þorkell Stærsti lyftari landsins ÍSLENSKA umboðssalan hf. af- henti nýlega Eimskip stærsta og fullkomnasta lyftara landsins. Lyftarinn er frá f innska véla- framleiðandanum Valmet sem er í dag líklega stærsti framleiðandi heimsins í lyftitækjum á hjólum. Þetta er öflugasti og tæknilega fullkomnasti gámalyftari sem fluttur gefur verið inn til landsins og kostar hátt í 30 milljónir kom- inn til landsins. Lyftarinn er rúm- lega 70 tonn og getur lyft næst sér um 60 tonnum og hann getur lyft 30 tonna gám úr annarri gámaröð. Annar Valmet lyftari er til staðar í Sundahöfn en hann er aðeins minni og sá þriðji bæt- ist í flotann í lok ársins. Islenska umboðssalan er um- boðsaðili Valmet á íslandi. Fyrir- tækið flytur einnig inn lyftara frá Hyster, Jungheinrich og Sander- son og flutningatæki frá m.a. Sisu og Herni Gaussin. Verðhækkanir valda vanda í mjólkurbúskap Breta London. Reuter. NÁKVÆMAR reglur um sölu mjólkur í Bretlandi hafa verið af- numdar 60 árum eftir að þeim var komið á, bændur græða og mjólk- urbú tapa og neytendur sjá fram á verulegar verðhækkanir. Um leið og mjólkurverð hækkar ríkir svartsýni í mjólkuriðnaði þar sem varað er við því að mjólkurbú- um kunni að verða lokað, hagnað- ur muni minnka og innflutninur á mjólkurafurðum stóraukast. í sumum tilfellum nemur hækk- unin hér um bil 20% og þótt millil- iðir reyni að taka á sig hluta henn- ar mun smásöluverð á mjólk, jóg- úty og öðrum mjólkurafurðum snarhækka. Tveir helztu vinnsluaðilar í brezkum mjólkuriðnaði, Northern Foods og Unigate, hafa tilkynnt að þeir muni ekki velta allri verð- hækkuninni yfír á neytendur og Sextíu ára gömul höft afnumin að svo geti farið að mjólkurbúum verði lokað. Samkvæmt nýju fyrirkomulagi verður lögskipað mjólkurráð (Milk Marketing Board) lagt niður og í stað þess kemur samvinnufélag, Milk Marque. Um 30,000 mjólkurframleiðend- ur í Bretlandi verða ekki lengur skyldugir að selja MMB afurðir sínar og geta selt þær Milk Marque eða beint til mjólkurbúa. En tæp- lega 70% mjólkurbænda í Bret- landi, sem óttast mátt stóru mjólk- urbúanna, hafa undirritað samn- inga við Milk Marque, sem hefur hækkað söluverð mjólkur. Sérfræðingar segja að aðalvand- inn við afnám haftanna sé sá að með nýja fyrirkomulaginu verði komið á fót opnum markaði, þar sem mjólkurbirgðir verði enn tak- markaðar. Framleiða 85% af innanlandsþörf Samkvæmt mjólkurkvótakerfi Evrópusambandsins mega mjólk- urbændur aðeins framleiða 85% af innanlandsþörfinni. Það táknar að annað hvort verður að hækka verðið verulega til þess að mæta umframeftirspurn, eða að danskt smjör og franskt jógúrt munu flæða inn í stórverzlanir í Bret- landi. Mjólkuriðnaðurionn hefur varað við alvarlegum afleiðingum þess að raunveruleg einokun einkaaðil- ar taki við af opinberri einokun og sagt að það geti ógnað atvinnu- öryggi nokkurra þeirra 70,000 manna sem við hann starfi. New York. Reuter. THOMSON-fyrirtækið hefur sam- þykkt að kaupa gagnasafn fyrir- tækisins Ziff Communications fyrir rúmlega 450 milljónir dollara að sögn The New York Times Deildin nefnist Information Acc- ess Co. og útvegar efnisyfírlit, út- drætti og upplýsingar úr ritum um viðskipti og atvinnu. Ziff hefur seft hluta fyrirtækja sinna á uppboð og skýrt frá samn- ingi upp á 1.4 milljarða dollara um að selja útgáfudeild sína fyrirtæk- inu Forstmann Little. Ólíklegt er að þau tvö fyrirtæki Ziffs, sem eftir eru, fari á meira en 200 millljóna dollara til samans að sögn blaðsins. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins Reykjanesi 5. nóvember 1994 , Tryggjum Arna Ragnari Arnasyni góða kosningu Ingvar Jóhannsson, framkvstj., Njarðvík Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður, Grindavík Karl Njálsson, fiskverkandi, Garði Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, Keflavlk Einar Símonarson, útgerðarmaður, Grindavík Þórður Ólafsson, íþróttakennari, Sandgerði Kristberg E. Kristbergsson, skipasmiður, Njarðvík Þórunn Benediktsdóttir, hjúkrunarfr., Keflavík Jón Guðlaugsson, form. Sjálfst.fél. Keflavíkur Jón H. Jónsson, framkvstj., Keflavík Finnbogi Björnsson, framkvstj., Garði Alma Sigurðardóttir, húsmóðir, Keflavík Sigurður Ingvason, oddviti, Garði Reynir Sveinsson, bæjarfulltrúi, Sandgerði Guðmundur Sigurðsson, framkvstj., Vogum Jón A Jóhannsson, læknir, Njarðvík Böðvar Jónsson, fasteignasali, Njarðvik Guðmundur Einarsson, ffamkvstj., Grindavík : : « .

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.