Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STRENGJAKVARTETT frá Berlín, Philaharmonia Quartett Berlin. Sjálfstæð Kvik- myndahátíð Nýr framkvæmdastjóri Listahátíðar, Signý Pálsdóttir, er komin á kaf í undirbúning fyrir 1996. Kvikmyndahátíð haustsins 1995 bíður hins vegar, þar sem breytinga kann að vera að vænta á henni. Rætt hefur verið um skýrari stefnu Listahátíðar en hingað til. SIGNÝ Pálsdóttir er nýr framkvæmdastjóri Listahátíðar í Reykja- vík, ráðin til fjögurra ára af framkvæmda- stjóm hátíðarinnar. Rut Magnósson sagði starfí framkvæmdastjóra lausu í sumar og 39 manns sóttu þá um það. Signý hefur þegar hafíð störf í Gimli. Hún kveðst í raun taka við af Rut og Kristínu Sveinbjamardóttur, sem séð hefur um rekst- ur skrifstofunnar, starfíð sé greinilega annasamt og undirbún- ingur næstu hátíðar 1996 kominn af _stað. Ákveðið er að sögn Signýjar að þar verði þekktur strengjakvartett frá Berlín, Philaharmonia Quartett Berl- in, og vonir standa til að Heimskórinn taki einnigþátt með um 400 erlendum og á annað hundrað íslenskum söngvurum auk þekktra einsöngvara. „Fjölmörg önnur atriði eru í deigl- unni, en óljóst enn hvort ákveðnari stefna en fyrr verði tekin um áherslur hátíðarinnar. Annars stendur Listahá- tíð á tímamótum hvað kvikmyndimar varðar, sjálfstæði Kvikmyndahátíðar er í athugun og niðurstaða fæst upp úr áramótum." Úr leikhúsinu Signý lærði leikhús- fræði og menningarfé- lagsfræði í Kaup- mannahöfn á ámnum 1970-75. Eftir sjö ára starf sem kennari í Stykkishólmi var hún ráðin ieikhússtjóri á Akureyri. Þar var hún árin 1982-86 og aftur 1991-93. í millitíðinni var hún leikhúsritari Þjóðleikhússins og markaðsstjóri þess í eitt ár. Signý fluttist síðan fyrir ári í sveit á Suður- landi, þar sem hún hef- ur lagt stund á skriftir og leikstýrt áhugaleikfélögum í nágrenninu. Framkvæmdastjóm Listahátíðar er skipuð fímm manns, formanni og varaformanni settum af mennta- málaráðherra og borgarstjóra og þrem öðrum kosnum af fulltrúaráði hátíðarinnar. Sigurður Bjömsson óperusöngvari veitir stjóminni nú formennsku, en hann er skipaður af menntamálaráðherra. Varaformaður og verðandi formaður eftir næstu hátíð haustið 1996 er Þómnn Sigurð- ardóttir leikstjóri, skipuð af borgar- stjóra. Með þeim sitja í framkvæmda- stjóm Kristján Steingrímur Jónsson myndlistarmaður, Stefán Baldursson Signý Pálsdóttir Þjóðleikhússtjóri og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur. Sjálfstæð Kvikmyndahátíð - minni en oftar Sjálfstæði Kvikmyndahátíðar í Reykjavík frá Listahátíð verður til athugunar á næstunni hjá nefnd sem fulltrúaráð Listahátíðar skipaði fyrir tæpum tveim vikum. Signý segir nið- urstöðu að vænta í janúar og ákvörð- unar um framhaldið í febrúar. Af þessum sökum fari undirbúningur Kvikmyndahátíðar seinna af stað en vanalega, en næst verður hún haldin að ári, haustið 1995. Kvikmynda- gerðarmenn óskuðu eftir því að há- tíðin fengi sjálfstæða stjóm, yrði minni í sniðum og haldin árlega, frek- ar en annað hvert ár milli Listahá- tíða. Fjárhagur hátíðanna yrði þó sameiginlegur til að byija með að minnsta kosti. I nefndinni sem falið var að athuga þetta sitja Sigurður Bjömsson, Þór- unn Sigurðardóttir, Ólafur Jónsson frá Listasafni ASÍ, Þórdís Amljóts- dóttir leikari og Hjálmar H. Ragnars- son tónskáld. Signý segir að samráð verði vitanlega haft við kvikmynda- gerðarmenn, fulltrúi þeirra hafí hins vegar ekki verið á fundinum um dag- inn og sé þess vegna ekki í nefndinni. Skýrari stefna? Raunar er nefndinni sett fleira fyrir en Kvikmyndahátíðin, einnig endurskoðun samþykkta Listahátíð- ar, ekki síst með tilliti til aukinna áhrifa fulltrúaráðs á stefnumótun hátíðarinnar. Rætt hefur verið í ráð- inu hvort ástæða sé til að leggja skýrari línu um Listahátíð, til að mynda áherslu á ákveðna listgrein hveiju sinni, á innlenda nýsköpun eða erlendar stjörnur. Signý segir skiptar skoðanir um þetta, en undir- búningur næstu hátíðar verði ekki stöðvaður meðan botn fáist í málið. Kvennakvintett TONLIST Bústaöakirkja KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Beethoven, Mozart og Shostakovitsj. Sunnu- dagur 30. október 1994. KAMMERMÚSÍKKLÚBBURINN stóð fyrir tónleikum í Bústaðakirkju sl. sunnudag, en þar kom fram strengjakvartett sem enn hefur ekki tekið sér nafn og með þeim Steinunn Bima Ragnarsdóttir pfanóleikari. í strengjakvartettinum eru Auður Hafsteinsdóttir á 1. fíðlu, Hildigunn- ur Halldórsdóttir á 2. fíðlu, Ásdfs Valdimarsdóttir á lágfíðlu og Bryn- dís Halla Gylfadóttir á selló. Tónleikarnir hófust á píanókvart- ett eftir Beethoven, sem merktur er WoO 36, og í handritinu er píanóhlut- verkið sagt vera fyrir „clavecin", sem auðvitað skýrir samspilandi tónlínur í bassa „píanósins" við sellóið, líkt og þekktist í „continuo“-röddum i barokktónlist. Þá ber einnig að hafa í huga, að tilbrigðin eru samkvæmt formgerð þeirri sem kallast Chac- onne, svo sem c-moll píanótilbrigðin. Að öðru leyti er þetta góð tónlist, sérstaklega ef tekið er tillit til þess, að tónskáldið var á 15. ári er hann samdi verkið. Flutningurinn var því nokkuð of þrunginn og hefði öguð barokkspilamennska átt betur við. G-moll píanókvartettinn, Kv. 478 eftir Mozart er eitt að meistaraverk- um hans og það mátti heyra, að ekki hafði verið fyllilega æft, því eins og í Beethoven mátti merkja óvissu í tónstöðu (intonation) og tónblæ. Hér var ekki um að ræða óná- kvæmni í samspili, heldur var mótun verkanna ekki sannfærandi eða sam- stillt, þar sem hver lék með sínum karakter, nokkuð sem þarf að stilla í hóf, þegar leikin er kammertónlist og fæst sú samstilling aðeins með langvinnri samvinnu. Þessu var ekki til að dreifa í Kvintett eftir Shostako- vitsj, enda stendur tónmál hans mjög nærri okkur í tíma. Oft mátti heyra frábæran leik,t.d. í Intermezzo-kaf- lanum, sem er sérkennileg kammer- tónlist, en þar náðu þær stöllur að magna upp sterka stemmningu. Fúg- an var og mjög vel leikin en „Schersóið" var einum of gróft. Steinuiin Birna Ragnarsdóttir lék á píanóið og átti víða góðan leik og er þar á ferðinni vaxandi píanóleik- ari. Fyrsta fiðla var leikin af Auði Hafsteinsdóttur og lágfiðlan af Ás- dísi Valdimarsdóttur en sellóinu stýrði Bryndís Halla Gylfadóttir. í Iokaverkinu kom Hildigunnur Hall- dórsdóttir og lék hún á aðra fiðlu. Stöllurnar eru allar frábærir lista- menn og vonandi tekst þeim að halda hópinn og þá er góðs að vænta af samstarfi þeirra í framtíðinni. Jón Ásgeirsson „Sá gerir mikið, sem vinnur verk sín vel“ TÓNUST Landakolskirkju KÓRSÖNGUR Dómkórinn flytur ísl. og erl. trúar- tónverk. Einsöngvari: Sesselja Krisljánsdóttir, Stjórnandi Mar- teinn H. Friðriksson. Sunnudagur 30. október 1994. TÓNLISTARDAGAR Dómkirkj- unnar hófust með morgunmessu í Dómkirkjunni, þar sem þess var minnst að 400 ár eru liðin frá út- gáfu grallarans 1594. Síðar sama dag hélt Dómkórinn tónleika í Krist- kirkju, með sömu „efnisskrá sem kórinn söng í tónleikaferð sinni um Skotland sl. sumar“. Tónleikamir hófust á Gefðu að móðurmáljð mitt, sem Róbert A. Ottósson raddsetti í tvísöng og þar eftir var sungið Faðir vor (í þýðingíi Odds Gottskálkssonar) er Jónas Tómassona samdi í tilefni afmælis skírnarfonts Dómkirkjunnar 1989. íslenska efnisskráin hélt áfram með laginu Ó undur lífs, eftir Jakob Hallgrímsson, Mig dreymdi draum, eftir Þorkel Sigurbjömsson, og tveimur verkum eftir Hjálmar H. Ragnarsson Credo og Gamalt vers. Þessi verk hefur Dómkórinn áður flutt og enn hefur kórinn náð að vaxa hvað snertir gæði í hljóm. Söng- ur kórsins var allur hinn besti, til- þrifamikill í credo Hjálmars og sér- lega fallegur í gamla versinu. Is- lenska hluta efnisskrárinnar lauk með undurfögrum einsöng Sesselju Kristinsdóttur, er flutti án undirleiks þijú íslensk sálmalög; Almáttugur Guð allra stétta, Tunga mín vertu treg ei á og Grátandi kem ég nú, Guð minn, til þín. Erlendu viðfangsefnin vom Selig sind die Toten, eftir Schútz, Lofið vom Drottin, í raddsetningu eftir J.S. Bach, Locus iste og Christus factus est eftir Bruckner og síðasta verkið var mótettan Multum facit, qui mult- um diligit, eftir Siegfried Thiele. Flest þessi verk hefur kórinn sung- ið áður en aldrei eins vel og nú. Það má segja að frábær söngur kórsins eigi sér hljóman í texta mótettunnar eftir Thiele, en þar stendur: „Sá ger- ir mikið, sem elskar mikið. Sá gerir mikið, sem vinnur verk sín vel“ og það hefur Dómkórinn gert, undir stjórn Marteins H. Friðrikssonar, dómorganista. Jón Ásgeirsson. Hákveða, TONUST Gcröubcrgi ÍSLENSKA EINSÖNG- SLAGIÐ Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran, Kristinn Örn Kristinsson píanóleik- ari, Reynir Axelsson stærðfræðing- ur. Sunnudagur 30. október. LIÐIR bragfræðinnar vora um- ræðuefni og viðfangsefni á sunnu- daginn sl. Reynir Axelsson velti fram og aftur fyrir áheyrendum höfuð- stöfum, stuðlum og 'rými og margs- annaði okkur að tónskáldin, í mörg- um tilfellum, kynnu ekki að raða tónum og hrynjandi rétt á áherslu- atriði ljóðsins, eða að hann sannaði að ljóðahöfundurinn kynni ekki að fella ljóðið að áhersluþunga laglín- unnar. Og þar sem Reynir er af- bragðs ljóðaþýðandi og einnig vafa- iaust framúrskarandi stærðfræðing- ur, gerði hann enga tilraun til þess að sýna fram á eða sanna, hvað úr lágkveða verður þegar áhersluliður ljóðsins lendir á áherslulausri nótu laglín- unnar, enda líklega erfítt að sanna áhrif þess glundroða. Sprenging, segja sumir, að átt hafi sér stað þegar sólkerfín hófu sína ferð. Þegar ólík efni lenda saman verður hreyf- ing, óvænt hreyfing. Verða börnin ekki til við slíka óvænta hreyfíngu? Andstæður skapa spennu, spennan er óvænt fyrirbrigði og myndar klofning og klofningur efnisins veld- ur fæðingu. Vitneskjan um að tvisv- ar tveir séu fjórir veldur lítilli undrun eða gleði. Ef aftur á inóti fullyrt væri að tvisvar tveir séu fjórir veld- ur það lítilli undrun eða gleði. Ef aftur á móti fullyrt væri að tvisvar tveir væra fímm, þá tæki heilinn kollsteypu og hjörtun kipp. Ekki efa ég að Reynir hafði satt og rétt fyrir sér í sinni matematík, en undrið og tundrið í lístinni sjálfri virðist mörgum erfitt að henda reið- ur á, en er eins og fugl sem þenur út vængi sína til að fljúga. Laglína og hrynjandi bijóta stundum af sér öll jarðnesk bönd, breyta lögmálum bragfræðinnar eftir eigin þörfum, rangt verður rétt og við dönsum og syngjum með. Ingibjörgu Guðjónsdóttur hafði Reynir til að kynna öll sín áhuga- verðu söngdæmi og rétta og ranga áhersluhluta. Forvitnilegt var að kynnast ágætu lagi Páls ísólfssonar við Heimi Gríms Thomsens, þar sem allir liðir voru í réttum skorðum. Óskiljanlegt að Heimir Kaldalóns, með sína lögmálsveilu, skuli slá lag Páls út i vinsældum. Ingibjörg hefur fallega rödd og gerði lögunum góð skil, réttum og röngum. Ennþá vant- ar á textaframburð, t.d. í rótt og nótt verða t-in að fá aukið vægi í söng - það er lögmál. Stundum hættir Ingibjörgu til að vera aðeins neðan í tóninum. Kristinn aðstoðaði Ingibjörgu á píanóið af mikilli nær- gætni. Að endingu kveðja til Reynis með vísu Jóns Arasonar biskups, sem Reynir hafði yfir á tónleikunum, en ég hef heyrt svo: Látína er list mæt, lögsnar, Böðvar, í henni ég kann ekki par, Böðvar. Ragnar Björnsson Malko 1995 Samkeppni ungra hljómsveit- arstjóra ALÞJÓÐLEG samkeppni ungra hljómsveitarstjóra, kennd við Nicolai Malko, verður í útvarps- húsinu í Kaupmannahöfn dag- ana 29. maí til 2. júní 1995. Keppnin er hin ellefta í röðinni. Vemdari hennar er Hinrik prins. Hljómsveitarstjórar fæddir á tímabilinu 3. júní 1963 til 29. maí 1975 geta orðið þátttakend- ur. Þátttöku þarf að tilkynna fyrir 1. febrúar 1995 til Malko 95, Danmarks Radio, Radiohu- set, Rosenorns Allé 22, Dk-1999 Frederiksberg C, Danmörku, þar sem líka má fá nánari upp- lýsingar. Mörg verðlaun og viðurkenn- ingar eru í boði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.