Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 17 ERLENT Reuter LOFTMYND af staðnum þar sem flugvél American Eagle brot- lenti. Aðeins stélið en heillegt on að öðru leyti brotnaði vélin í milljónir örsmárra parta sem dreifðust um stórt svæði. 68 fórust í flugslysi við Chicago Mölbrotnaði á akri í óveðri Roselawn. Reuter. ALLIR sem um borð voru, 68 manns, fórust í gær er flugvél brot- lenti á akri skammt frá Chicago. Vélin sundraðist og sögðu vitni að flugslysinu að stærstu hlutarnir hefðu verið á stærð við smáborð. Fátt hefði minnt á flugvél á slys- stað. Þetta er þriðja alvarlega flug- slysið sem verður í innanlandsflugi í Bandaríkjunum á þessu ári. Ekki er vitað hvað olli slysinu en svo virðist sem vélin hafi lent í miklu hvassviðri, sem hafi þrýst henni til jarðar. Um var að ræða tveggja hreyfla skrúfuþotu, af gerð- inni Super ATR, sem Frakkar og ítalir framleiða saman. Vélin var ný, tekin í notkun í mars á þessu ári og var sérstaklega útbúin til að þola óveður sem oft skella á í .norðurríkjum Bandaríkj- anna. Vélin var í eigu American Eagle- flugfélagsins og í áætlunarflugi á leið frá Indianapolis til Chicago. 64 farþegar voru um borð, tveir flugmenn og tveir flugþjónar. Starfsmenn flugturnsins í Chicago urðu ekki varir við að neitt væri að en vélin var nýbúin að lækka flugið úr 10.000 fetum í 8.000 fet er hún hvarf af ratsjám flugturns- ins. Skall hún til jarðar á akri, 48 km suðaustur af Chicago. Meiri slysatíðni hjá minni flugfélögum Þetta er þriðja alvarlega flugslys- ið í innanlandsflugi í Bandaríkjun- um á árinu, 130 manns létust er vél USAir fórst í.Pittsburgh í sept- ember og 37 létu lífið er önnur vél félagsins brotlenti í Charlotte í júlí. Samkvæmt opinberum tölum er slysatíðni minni flugfélaga í Banda- ríkjunum 0,509 slys á 100.000 flug en sama talan fyrir stærstu flugfé- lögin er 0.297 slys. Skattaráðherra segir af sér Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. ÖLLUM Á ÓVART sagði Ole Stavad skattaráðherra Dana af sér embætti í gær. Afsögnin kemur í kjölfar afskipta ráðherrans af gjaJdþroti banka í fyrra. I ágúst í fyrra varð lítill banki á Jótlandi, Himmerlandsbankinn, gjaldþrota. Eftir athuganir fram á nótt var ákveðið að Sparekassen Nord-Jylland yfirtæki bankann. Hluti af samkomulaginu var að sparisjóðurinn fengi skattafrádrátt upp á tæpa tvo milljarða íslenskra króna, því annars var honum eng- inn akkur í að yfirtaka bankann. Þetta samþykkti Stavad undir Ekki sekur en fellur á illum ráðum morgun, eftir ábendingum emb- ættismanna. Nýlega var svo birt 900 blaðs- íðna skýrsla um athugun á skatta- fyrirkomulaginu, þar sem því er slegið föstu að það hafi verið ólög- legt. Nyrup Rasmussen hélt fast við að þar sem ekkert hefði sann- ast um að Stavad væri sekur ætti hann að sitja áfram og því var hann líka tekinn með í nýmyndaða stjórn Nyrups. í dag, miðvikudag, átti svo næsta skref athugunarinn- ar að hefjast, þegar 17 manna þingnefnd kemur saman til að fjalla um hver beri pólitíska ábyrgð á málinu. Það vekur mikla athygli að Nyr- up skuli hafa valið að láta skatta- ráðherrann fara nú. Forsætisráð- herrann neitar að hann vilji þar með hafa áhrif á störf þingnefnd- arinnar, en um leið vaknar spurn- ingin hvort hér sé verið að leiða athyglina frá þætti Nyrups sjálfs og Marianne Jelved efnahagsráð- herra, sem bæði hafa haft afskipti af málinu. Hamingjan sanná Karíbahafseyjan Aruba Verð frá: 88.365 kr. Karíbahafseyjan Aruba er stórkostlegur valkostur fyrir íslenska sólarlandafara. Drifhvítar strendur, safírgrænn sjórinn, gestrisni og hollenskt hreinlæti, auk margra fyrsta flokks gisti-og veitingastaða. Aruba er ein af syðstu eyjum Karíba- hafsins, nánar tiltekið hluti af Hollensku Vestur-Indíum. Aruba liggur 15 mílur undan strönd Venezuela. Hún er í hitabeltinu, nálægt miðbaug, þar sem veðurfar er stöðugt eða 26-32°C árið um kring og nætur jafn hlýjar og dagar. Vegna hins þurra loftslags er lítið um skordýr. Efnahagslíf Aruba stendur með miklum blóma, atvinnuleysi er óþekkt og glæpir afar sjaldgæfir. m.v. 2 fullorðna og 2 böm 2ja-11 ára. (1 nótt í New York og 14 nætur í Grand Suites á La Cabana. íbúð með garðsýn, einu svefnherbergi, stofu, eldhúsi og baðherbergi.) Allir skattar innifaldir i báðum verðdæmum nema flugvallarskattur á Aruba sem er$ 12.- pr. mann. URVAL'UTSÝN Trygging fyrir gæbum ! Úrval Útsýn Ugmúla 4: simi 699 300 • Hpfnariirði: simi 66 03 66 • Kellavík: simi 11353 - Seifossi: sími 216 66 • Akuroyri: simi: 2 50 00 NYJA BILAHOLUN FUNAHOFDA I 5: BILATORG FUNAHOFÐA V S: Nissan Patrol GR árg.‘91 .dökkgrásans., álfelgur, gullfallegur bfll, ek. 86 þús. km. Verð kr.2.840.000. Skipti. Toyota Corolla XL árg. '90, ek. 86 þús. km., rauður. Verö kr. 620.000. Verð nú kr. 500.000 stgr. Toyota Corolla Sl árg. '93, svartur, álfelg ur, þjófavörn, spoilerar, ek. 40 þús. km. Verö kr. 1.270.000. Skipti ath. Chevrolet Corsica Luxuri árg. ‘93, ek. Ford Ranger XLT árg. ‘91, ek. 18 þús. km, vínrauður, álfelgur, central, ABS, 65 þús. km., rauöur, hús, afturdrif, 5 g. spoiler. Verð kr. 1.700.000 stgr. Ath. skipti. Verð kr. 980.000 stgr. Ath. skipti. MMC Colt GTI16V 1,8 árg. ‘91, ek. 68 þús. km., grár, álfelgur. Verö kr. 950.000 stgr. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLX árg. '90, ek. 58 þús. km„ blár, 31" dekk. Verð kr. 1.050.000 stgr. Ath. skipti. Nissan King Cab SE árg. ‘91, einn með öllu, sjálfskiptur, ek. 29 þús. km. Verð kr. 1.430.000. Skipti, góð kjör. VANTAR ALLAR GERÐIR AF NYLEGUM 4 WD BILUM A STAÐINN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.