Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.11.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 1994 25 Og 1 áður að nýju flest atkvæði í prófkjörinu, eða 88% af heildinni. Árið 1990 buðu sautján sig fram í prófkjöri vegna kosninga árið eftir. Davíð Oddsson, borgarstjóri og þá- verandi varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, varð efstur í prófkjörinu, fékk 90,2% allra greiddra atkvæða og 55,5% í fyrsta sætið. í öðru sæt- inu varð Friðrik Sophusson, með 85% allra atkvæða, Björn Bjarnason varð í þriðja sæti og Birgir Isleifur Gunn- arsson í fjórða. ívið meiri þátttaka var í prófkjör- inu 1990 en 1986; af um 12.000 flokksbundnum sjálfstæðismönnum greiddu 8.480 atkvæði. Færri frambjóðendur — minni dreifing atkvæða Úrslitin í prófkjörinu, sem haldið var nú um síðustu helgi, eru að því leyti athyglisverð að aldrei hefur verið meiri einhugur um forystu- mann framboðslistans en nú. Davíð Oddsson forsætisráðherra og flokksformaður fékk 94% allra greiddra atkvæða, og 78% í fyrsta sætið. í prófkjöri fyrir borgarstjórn- arkosningar hefur efsti maður reyndar stundum fengið fleiri at- kvæði, en þar hefur líka yfirleitt verið minni samkeppni um fyrsta sætið — eins og nú. Það hefur eitt- hvað að segja að frambjóðendur í prófkjörinu hafa aldrei verið jafnfá- ir — einhver atkvæði í fyrsta sætið dreifast ævinlega á frambjóðendur — en það breytir ekki þvi að niður- staðan nú sýnir mjög sterka stöðu Davíðs. Það hvað frambjóðendur eru fáir maður 1) Hiutfall greiddra atkvæða 2) Hlutfall greicfdra Hallgrímsson 71,24% 1> rt Guðmundsson 75,70% 1> Hallgrímsson 37,50% 2> rt Guðmundsson 73,90% 1> rt Guðmundsson 38,15% 2> ð Oddsson 55,50% 2> ð Oddsson 78,08% 2> kemur almennt fram í því að dreif- ing atkvæða er minni og fleiri at- kvæði hlutfallslega koma því í hlut hvers og eins. Þannig eru nú þrír frambjóðendur, auk Daviðs, með meira en 90% af heildarfjölda at- kvæða. Flest atkvæðin fær Geir H. Haarde, 95% af gildum atkvæðum, og finnast ekki dæmi um að fram- bjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir alþingiskosningar hafi fengið fleiri atkvæði. Það skipt- ir líka máli í þessu sambandi við hversu marga ber að merkja í próf- ________ kjörinu. í ár urðu menn að raða tíu frambjóðend- um, hvorki fleiri né færri, en 1990 máttu menn raða á bilinu átta og upp í tólf ' frambjóðendum. Því fleiri, sem merkt er við, þeim mun hærra hlutfall atkvæða er hver frambjóð- andi líklegur til að fá. Þátttakan í prófkjörinu nú er með því minnsta, sem gerzt hefur; aðeins 7.297 kusu. Færri kusu árið 1986, en þetta er í fyrsta sinn sem niður- staðan er ekki bindandi vegna þess að færri en helmingur flokksmanna kusu. i meiri }ur um umann Bandaríkjaher bregst við minnkandi fjárveitingum Liisafli Bandaríkjahers eríendis Fyrsta Ijárlagaár stiórnar Cti Fé til varnarmála 1990 •91 ‘92 ‘93 1994 ‘95 ‘96 ‘97 1998 ‘99 r ________________ Hátæknivopn og betra skipulag í öndvegi Æðstu menn í bandaríska vamarmálaráðu- neytinu, Pentagon, gera sér vonir um að hægt verði að bæta að verulegu leyti upp minnkandi flárframlög og mannafla með full- komnari tækni, þjálfun og skipulagningu. Krislján Jónsson kynnti sér skrif bandarískra blaða um þessi mál. HERSTÖÐVUM Bandaríkj- anna, aðallega erlendis en einnig heima fyrir, er fækkað eða dregið úr umsvifum þar en samdráttur hefur ekki orðið í öllum umsvifum varnar- málanna. Ráðamenn í Washington taka því fjarri að Bandaríkin ætli sér að verða eins hvers konar heimslög- regla en bandarískir hermenn eru í vaxandi mæli notaðir til friðargæslu víða um heim og starfa sem yfirleitt hafa ekki verið á verksviði þeirra. Efasemdir eru um að hægt sé til frambúðar að senda herflokka, smáa sem stóra, fram og aftur um hnöttinn með nær engum fyrirvara til að slökkva pólitíska sinuelda og sinna öðrum, þörfum málum án þess að álagið verði of mikið á síminnkandi liðsaflann. Herinn er nú skipaður atvinnu- mönnum en þeir gerðu ráð fyrir lög- bundnum leyfum sem ekki er hægt að veita þeim fyrr en eftir dúk og disk og þótt þeir hlýði skipunum eru margir óánægðir. Áuk þessa leggur heimslögreglustarfið þung- ar byrðar á fjárhag varnar- málaráðuneytisins og eink- um flutningagetuna. Mörg þúsund manna bandarískt herlið var sent " til Haítí í september til að koma þar á lögum og reglu áður en réttkjörinn forseti sneri heim úr útlegð. Nokkrum vikum síðar sendi Bill Clinton forseti tugþúsundir manna til Persaflóa til að bregðast við hótunum Saddams Husseins íraksforseta. Um það leyti er gengið var á land á Haítí voru nær þúsund hermenn og 11 þyrlur úr hersveit frá Kansas að beijast við skógarelda í Idaho, hluti Gamall rígur milli deilda veldur vanda hennar tók þátt í eftirliti á landamær- unum að Mexíkó til að reyna að góma fíkniefnasmyglara, annar hópur var í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, þar sem fjölga þurfti í herliðinu vegna þúsunda flóttamanna frá Kúbu og Haítí sem reynt höfðu að komast til Bandaríkjanna. Læknahópur frá hersveitinni var í Surinam í Suður-Ameriku, fámennir herflokkar í Kúveit, Saudi-Arabíu, Honduras og Úkraínu við ýmis verk- efni og loks var liðsforingi úr röðum hennar við eftirlitsstörf fyrir Samein- uðu þjóðimar í Spænsku Sahara. Vegna þessara óvæntu anna hefur orðið að fella niður fjölmargar heræf- ingar. Mörgum brá einnig í brún er Pentagon var búið að tæma fjárveit- ingar mánaðarins skömmu fyrir lok september; skýringin var ekki síst sú að útgjöld til ýmissa óvæntra starfa eru oftast tekin af rekstrarfé. Allur liðsafli Bandaríkjanna verður innan nokkurra ára orðinn tæplega 1,5 milljónir manna ef áætlanir stand- ast, svo fámennt hefur liðið ekki ver- --------- ið síðan í byijun síðari heimsstyijaldar. Margir óttast að þessi herafli geti ekki sinnt öllum nýju verk- efnunum og jafnframt verið ....... traustvekjandi vörn fyrir landið. John Shalikashvili, forseti herráðs- ins, er þó ekki á því að svo sé. Hann hvetur í viðtali við tímaritið U.S. News & World Report til þess að rekstrarfé verði aukið en segir að ekki sé farið fram á fleiri herskip eða flugvélar. Hann telur eins og fleiri hershöfðingj- ar í Pentagon að hægt sé að efla herinn með ýmsum öðrum ráðum en auknu fé. Löngum hefur verið bent á að hefð- bundinn rígur milli íjögurra greina heraflans, þ.e. landhers, flughers, flota og landgönguliða flotans, valdi miklum óþarfa kostnaði, flotinn hefur t.d. kraf- ist þess að fá „sína eigin þyrlu“ þótt flugherinn væri með aðra í smíðum sem dugað gæti báðum. Shalikashvili segir að mikið hafi áunnist síðustu árin í að bæta samvinnuna og bendir á að fótgöngulið hafi verið um borð I flugvélamóðurskipi er haldið var til Haítí. „Við hefðum ekki einu sinni reynt að velta svona málum fyrir okk- ur í Persaflóastríðinu“, segir hann. Bætt skípulag og upplýsingaöflun Sérfræðingar í tæknimálum telja að hægt verði að stórauka hemaðar- máttinn með því að samtengja ýmis upplýsingakerfí og í framtíðinni muni ráða úrslitum að geta öðlast sem mesta vitneskju um íjandmanninn, búnað hans og fyrirætlanir. Gerðar eru tilraunir með ratsjár sem sýna ekki lengur flugvélar sem Ijósbletti á skjánum heldur skýrar þrívíddar-tölvumyndir þar sem hægt er að greina strax hvort um er að ræða F-16 orrustuþotu eða Boeing- 747 farþegaþotu. Þessi tækni ætti einnig að koma í veg fyrir mistök á borð við það er skipveijar á banda- rísku herskipi skutu niður íranska farþegaþotu fyrir nokkrum árum í þeirri trú að um orrustuvél væri að ræða. Hátæknisprengjur vöktu mikla at- hygli í Persaflóastríðinu 1991. Nú er fullyrt að þær séu orðnar mun ná- kvæmari og öruggari. Scott Redd aðstoðarflotaforingi, er stjórnar að- gerðum flotans á Persaflóa, -------- segir að í stríðinu við Sadd- am hafi verið reynt að meta hve margar árásarferðir flugvélamr þyrftu að fara til að granda einum skrið- dreka. „Núna er það spurningin hve mörgum drekum yrði grandað í hverri ferð“, segir hann. Miðunarkerfí Tomahawk-flugskeyt- anna, sem ollu miklum usla í írak, hafa nú verið endurbætt. Þau eru ekki lengur forrituð með eitt, ákveðið skot- mark í huga heldur er hægt að stjóma þeim á leiðinni með aðstoð gervihnatt- ar og ákveða skotmarkið á síðustu stundu. Stöðugt er unnið að því að búa eldri vopn og flugvélar nýrri miðunar-. j tækni. Er jafnvel talið að nota megi ; F-16 þotuna eða réttara sagt hönnun \ hennar í allt að 40 ár með stöðugum ; endurbótum. ' Ekki er víst að allir vopnaframleið- ’ endur verði hrifnir af þessari nýtni og þingmenn kjördæma, þar sem vopnasmíði er mikilvæg, reyna í ör- væntingu að réttlæta hönnun og smíði nýrra flugvélagerða. Borpallur eða flugvélamóðurskip? Sem fyrr veldur gamli rígurinn í landvömunum vanda. Sem dæmi má nefna að flugherinn telur sig eiga að hafa einkarétt á þróun vopna sem byggjast á notkun gervihnatta en floti og landher neita að sætta sig við þá kröfu. Flotinn hefur barist gegn þeirri hugmynd Williams Owens, varafor- seta herráðsins, að kannað verði hvort hægt sé að nota fljótandi olíuborpalla sem færanlega flugvelli fyrir þyrlur. Owens bendir á að pallamir, sem eru mjög stöðugir og búnir vélum er geta flutt þá milli staða, geti orðið tiltölu- lega ódýr lausn. „Flotanum líst ekki á málið því að þetta er ekki flugvéla- móðurskip", segir Owens, „og flug- hernum líst illa á þetta af því að þetta er slíkt skip“. Að brjótast inn í tölvur í Persaflóastríðinu tókst Banda- ríkjamönnum að trufla fjarskipti úr- valssveita Saddams og villa þeim sýn með því að senda út gríðarmikið af tilbúnum fjarskiptum milli banda- rískra herflokka á svæði þar sem írak- ar bjuggust við að lagt yrði til at- lögu. I reynd var aðeins fámennt lið Bandaríkja- manna á staðnum. Nú segja sérfræðingar að í framtíðarátökum verði reynt að bijótast inn í fjar- skipti og jafnvel tölvukerfi fjand- mannsins og breyta þar fyrirmælum til einstakra herflokka og skipuritum. Þannig verði hægt að valda ringulreið og grafa undan allri yfirstjórn að- gerða óvinanna á vígvellinum. Margir vara við oftrú á hátæknina en ljóst er að núverandi ráðamenn varnarmála í Bandaríkjunum telja hana geta orðið lausnarorðið í átökum framtíðamnar. Upplýsinga- öflun sögö ráöa úrslitum i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.