Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 FRETTIR f MORGUNBLAÐIÐ Ungverskar endurgerðir íslandskorta víða gefnar út í Evrópu Kortín villandi o g valda Land- mælingum tjóni FYRIRTÆKI í Ungveijalandi hefur í heimildarleysi endurteiknað og gefið út íslandskort sem Landmælingar íslands hafa gefið út, og auk þess hef- ur fyrirtækið selt filmur með kortunum til annarra fyrirtækja, aðallega í Þýskalandi, sem einnig hafa gefið þau út. Að sögn Ágústs Guðmundsson- ar, forstjóra Landmælinga íslands, er nú vitað um sex tegundir af kortun- um í umferð. Sýnishom af þeim kortum sem búið er að birta hafa verið lögð fram hjá samtökum forstjóra kortastofn- ana í Evrópu, sem m.a eru með vinnuhóp um höfundarrétt, og sagði Ágúst ætlast til að stofnanimar hjálpuðu til við að koma kortunum út af markaði. Ágúst sagði að auk villandi upplýsinga ylli útgáfan Landmælingum Qárhagstjóni. Ungveijar milligöngumenn „Inn á þessi kort era merktur ákveðinn hlutur í upphafi, en síðan er honum ekkert viðhaldið og það þýðir að ýmsar upplýsingar, sér- staklega fyrir ferðamenn, verða kolrangar. í upphafí málsins hjá okkur er fyrst og fremst um það að ræða að ná sambandi við þessa aðila til þess að ræða um að fá þessi kort út af markaðnum. Þar sem þetta heyrir undir landbúnaðar- ráðuneytið 1 Ungveijalandi, sem er fulltrúi í samtökum kortastofnana í Evrópu, þá verða þeir milligöngu- menn í þessu máli.“ Ágúst sagði talsvert hafa borið á að erlendir ferðamenn kæmu með umrædd kort hingað til lands. Kvart- anir hefðu borist frá aðilum í ferða- þjónustu um hve mikið væri af vill- andi upplýsingum á kortunum varð- andi vegakerfið og jafnframt skort á aðvöranum varðandi miðhálendið. 7-8 ár liðin frá fyrstu útgáfu Hann sagði að 7-8 ár væra síðan vitneskja hefði borist um útgáfu ungverska fyrirtækisins. Rejmt hafi verið að stöðva útgáfuna en vegna pólitískrar stöðu mála hefði það ekki reynst unnt, og eins hefði komið í ljós að kortið hefði verið selt fyrir- tæki í Þýskalandi sem ekki tókst að hafa upp á og það hefði svo selt kortið enn öðra fyrirtæki. „Kortið er stílfært í teikniútfærslu og litum, en inni á þessum kortum er hægt að finna villur sem era inni á okkar kortum, sem við höfum bæði vitað um og sett inn. Þó við reynum að gera kortin sem villu- lausast, kemur fyrir að við setjum inn villur til að fylgjast með endur- gerð kortanna," sagði Ágúst. ÝGarbsendavík | Alnbogi tmgita KORTIÐ til vinstri er hluti af upphaflegu korti af Þingvöllum sem er útgefíð af Landmælingum íslands í mælikvarðanum 1:25.000, en til hægri gefur að líta ungverska endurgerð kortsins sem er í mælikvarðanum 1:40.000. Ólöglegt er að gefa út íslandskort sem ekki eru unnin og gefín út af Landmælingum íslands en í 7-8 ár hefur verið reynt að stöðva þessa starfsemi Ungveijanna. i Vírus, sem gerir vart við sig 15. nóvember árlega, réðst á 100-200 tölvur í gær Kom í tölvu bankamaims Rafíðnaðarsamband RÚ V vísar á bug at- hugasemd ENGIN dæmi eru um að ríkissjón- varpið hafi sagt upp tæknimönnum og ráðið aftur til sín sem verktaka að sögn Eyjólfs Valdimarssonar framkvæmdastjóra tæknideildar. Hann vísar algjörlega á bug staðhæf- ingu Guðmundar Gunnarssonar, for- manns Rafiðnaðarsambandsins, um hið gagnstæða. Hins vegar sé hugs- anlegt að um eitt svipað dæmi um aðstoðarmann tæknimanns geti verið að ræða. Éyjólfur tók fram að hagræðingar- aðgerðir hefðu farið fram í fyrirtæk- inu og tæknimenn væra ekki ráðnir miðað við mestu álagstímabil. Álag- inu væri annars vegar mætt með því að versla við framleiðendur úti í bæ og hins vegar með skammtímaráðn- ingum. Hann vísaði því, eins og áður sagði, alfarið á bug að tæknimenn væru reknir og ráðnir sem verktakar þegar á þyrfti að halda. Slflct hefði hugsanlega gerst í einu tilfelli að- stoðarmanns eftir að ráðningarími hafi runnið út en aldrei þegar tækni- menn ættu hlut að máli. Ekki sagð- ist Eyjólfur vita hvort vísað væri í áðumefnt dæmi í frétt Rafiðnaðar- sambandsins. Upptökin gætu líka átt rætur að rekja til þess að vegna lág- marks sumarafleysinga hafi starfs- menn sinnt verkum sem þeir hafi ekki verið vanir að sinna í sumar. Eyjólfur neitaði því ekki að eftir- vinna starfsmanna hefði dregist sam- an. Slíkt væri eðiileg afleiðing hag- ræðinga aðgerða, ekki síst í deildum eins og tæknideild þar sem 80-90% útgjalda væri launakostnaður. Hann tók fram að honum þætti miður að Guðmundur skyldi ekki leita til hans um leiðréttingu á meintu lögbroti áður en hann tjáði sig um málið í fjölmiðlum. TÖLVUVEIRA gerði vart við sig hér á landi í gær og má gera ráð fyrir að 100-200 tölvur hafi orðið fyrir árás vírusins að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings. Talið er að veiran hafi borist hingað í vor með ferðatölvu frá Ungveijalandi og hefur verið vitað um tilvist henn- ar síðan þá, en veiran er þeirrar náttúra að hún gerir vart við sig 15. nóvember ár hvert sé tölvan sýkt og ræst þann dag. Friðrik Skúlason sagði að hann hefði fyrst orðið var við vírasinn, sem gengur undir nafninu J&M, þegar ónefnd stofnun innan ís- lenska bankakerfisins hefði haft samband við hann vegna vanda- mála í tölvukerfínu. Komið hefði í ljós þessi víras, sem hann hefði verið nýbúinn að frétta af í Ung- veijalandi og væri Ijóst að vírasinn BÖRNIN í ísaksskóla, sem er einn fjögurra einkaskóla á grunnskóla- stigi í Reykjavík, voru vægast sagt ofsakát í frímínútum i gærdag. Þau létu greinilega ekki á sig fá að snjórinn hefur að mestu látið hefði borist með ferðatölvu, sem skömmu áður hefði verið í notkun í Austur-Evrópu. Ekki væri vitað til þess að veiran hefði borist með öðrum tölvum hingað. Frá þessari bankastofnun hefði vírasinn borist í aðrar bankastofnanir og Reikni- stofu bankanna og þó búið væri að hreinsa vírasinn út þar hefði það verið of seint til að koma i veg fyr- ir útbreiðslu hans. Hann hefði skot- sig vanta í vetur á höfuðborgar- svæðinu, flestum fullorðnum til ánægju en yngri borgurum til trega, og brugðu á Ieik fyrir Jjós- myndara Morgunblaðsins með til- heyrandi sprikli og kátínu. ið upp koliinum í skólakerfinu og þaðan hefði hann eflaust borist í heimilistölvur. 5 þúsund vírusar þekktir Friðrik sagði að þessi víras gerði óvenju fljótt vart við sig hér, því venjulega tæki það um eitt ár fyrir víras að berast hingað. Þessi víras væri eiginlega bara þekktur hér og í Ungveijalandi. Hann sagði að um BORGARRÁÐ hefur samþykkt að leggja til við borgarstjóm Reykjavík- ur að útsvarsgreiðsla verði óbreytt eða 8,4% í staðgreiðslu árið 1995. I bókun borgarfulltrúa Sjálfstæð- isflokksins í borgarráði segir að í háværum umræðum R-listans, um erfiða fjárhagsstöðu borgarinnar hafi verið viðraðar hugmyndir um hækkun skatta á borgarbúa. Þá segir: „Við því vöraðu sjálfstæðis- menn eindregið og bentu á að það hefur verið stefna sjálfstæðismanna að halda útsvari í lágmarki. Það er því fagnaðarefni að tekist hefur að halda skattahækkunarstefnunni niðri enn um sinn, með ákvörðun um óbreytt útsvar fyrir 1995. Jafn- framt verði að leggja áherslu á að 5 þúsund vírasar væra þekktir í heiminum alls og af þeim væra inn- * an við eitt hundrað raunveralegt vandamál. Áætla mætti að hélming- | urinn af þeim skemmdi eitthvað og g af þeim væra einungis um það bil fimm til staðar hér á landi, þ.ám. þessi og veiran Michelangelo, sem gerir vart við sig 6. mars ár hvert. Þessi víras yfirskrifaði upplýsingar fremst á hörðum diskum tölvanna. Venjulega væri hægt að bjarga upplýsingunum ef diskurinn væri þokkalega stór, en það væri erfíð- |b ara þegar um væri að ræða litla harða diska og stundum vonlaust. Friðrik sagði að hægt væri að | hreinsa vírasinn út af vélunum með því að renna í gegnum þær öflugum veiruvamarforritum, eins og Lykla- Pétri sem hann hefur sjálfur hann- að. fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði verði ekki hækkuð." Loddaraskapur í bókun Ingibjargar Sólrúnar | Gísladóttur borgarstjóra, segir að það lýsi dómgreindarleysi eða póli- tískum loddaraskap að sjálfstæðis- menn í borgarráði skuli þakka sér þá ákvörðun Reykjavíkurlistans að hækka ekki útsvar á árinu 1995. Undir þeirra stjórn hafi skuldir borgarinnar aukist verulega og mætti minna á að á þessu ári hafi j þeir arfleitt Reykjavíkurlistann að 2 millj. kr. nýrri lántöku. Þá liggi fyr- ir að á næsta ári aukist greiðslu- byrði lána um tæpar 900 millj. kr. og fjármagnsgjöld um 400 millj. kr. i Morgunblaðið/Sverrir Lífsglöð æska Útsvar verði óbreytt áfram

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.