Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 17 Jeltsín um sigur repúblikana og utanríkisstefnu Bandaríkjanna Spáir meii'i hörku af hálfu Clintons Moskvu. Reuter, The Daily Telegraph. Hamfarir á Filippseyjum BORÍS N. Jeltsín Rússlandsforseti telur að gera megi ráð fyrir að öliu meiri hörku muni gæta í stefnu Bandaríkjastjórnar í utanríkis- og vamarmálum eftir kosningasigur repúblikana á dögunum. Bill Clinton Bandaríkjaforseti hljóti að reyna að koma til móts við sjónarmið repúblik- ana sem hafa gagnrýnt hve Rússland hefur notið mikillar athygli í Hvíta húsinu á kostnað annarra fyrrver- andi kommúnistaríkja. „Við ættum að koma á tengslum við repúblikana og tryggja að jafn- vægis gæti í samskiptunum", sagði Jeltsín á fundi með rússneskum hers- höfðingjum á mánudag. Talið er að repúblikanar, sem gagnrýna meinta ofuráherslu Clintons á samskiptin við Rússa, muni ef til vill leggja áherslu á aukinn stuðning við Úkraínumenn í von um að þeir geti orðið nokkurt mótvægi við veldi Rússa í Austur- Evrópu. Jeltsín taldi ástand í alþjóðamálum ótryggt. Rússneski herinn gæti þurft að hafa afskipti af minni háttar, svæðisbundnum átökum en hættan á heimsstyijöld hefði minnkað. Rangt væri þó að fullyrða að hættan á gereyðingarstyrjöld væri endan- lega horfin. Víða í þriðja heiminum væru ráðamenn að reyna að koma ser upp kjarnavopnum. Þjóðaátök og FINE Gael, helsti fiokkur stjórnar- andstæðinga á Irlandi, lagði í gær fram vantrauststillögu á samsteypu- stjórn Alberts Reynolds forsætisráð- herra. Reynolds ávarpaði þingið í gær og baðst afsökunar á „óafsak- anlegum" töfum sem urðu á því að tekið væri á máli prests sem dæmd- ur var fyrir kynferðislega misnotkun á barni. Verkamannaflokkur Dicks Springs utanríkisráðherra hefur einnig krafíst skýringa á málinu öllu og hótað stjórnarslitum ella en ekki var ljóst hvort hann sætti sig við viðbrögð Reynolds í gær. Vantraust- stillagan kemur ekki strax til af- greiðsðu. Embætti þáverandi ríkissaksókn- ara, Harrys Whelehans, lét hjá líða í sjö mánuði að krefj_ast framsals mannsins frá Norður-írlandi. í til- lögu stjórnarandstöðunnar sagði að þingið væri óánægt með stöðuhækk- un Whelehans sem gerður var að trúarbragðadeilur hefðu sums staðar harðnað og ný, svæðisbundin átök hafist. Fé handa hernum „Hættan á hernaðarátökum er ekki horfín. Við því er aðeins eitt svar - að auka viðbúnað hersins", sagði forsetinn og krafðist þess að ríkisstjómin útvegaði hernum nægi- legt fé. Rússar hafa skorið harkalega niður fjárveitingar til hermála og hyggjast fækka í herafla sínum um 385.000 manns niður í 1,9 milljónir, hann verður kominn í 1,7 milljónir í ársbyijun 1996, að sögn Jeltsíns. Fyrir nokkrum árum voru nær fimm milljónir manna í her Sovétríkjanna gömlu. Rússlandsforseti taldi skortinn á fjárveitingum eina af skýringum þess að liðsforingjar tækju þátt í hvers kyns fjármálabraski með eignir hers- ins og annarri spillingu. Pavel Gratsjov varnarmálaráðherra var á fundinum en talið er að staða hans sé í hættu, síðar í vikunni mun varn- armálanefnd dúmunnar ákveða hvort borið verði fram vantraust á hann. Gratsjov nýtur lítils álits meðal hershöfðingjanna er hafa gagnrýnt hann harkalega vegna niðurskurðar- ins en víða verða hermenn að búa í tjöldum vegna húsnæðisskorts. forseta hæstaréttar í gær en hann var áður ríkissaksóknari. Presturinn, Brendan Smyth, var búsettur á Norður-írlandi og var sakaður um að hafa misnotað börn í 24 ár. Hann var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í júní sl. Whelehan ber því við að mikið hafi verið að gera hjá saksóknara- STÓRAR sprungur komu í þjóð- veg suður af Maníla er öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna Mand- oro á Filippseyjum í gærmorgun. Mældist skjálftiim 7 á Richter- embættinu. Sagði Reynolds í ræðu sinni í gær að Whelehan hefði ekki vitað betur en framsalsmálið væri í réttum farvegi. Friðarumleitanir í hættu? Flokkur Reynolds, Fianna Fail, hefur átt samstarf við Yerkamanna- flokkinn í tvö ár. Margir óttast að kvarða. Talið er að 45 hafi látist og hundruð manna særst er tiu til fimmtán metra háar flóðbylgj- ur skullu á eyjunni í kjölfarið og eyðilögðu hundruð húsa. verði boðað til kosninga á írlandi gæti það seinkað um marga mánuði sameiginlegri stefnumótun Breta og íra um framtíðarþróun mála á N- írlandi. Spring hitti á mánudag sir Patrick Mayhew, ráðherra N-írlandsmála í bresku stjórninni og sagði þá að- spurður að hann teldi friðarumleit- anirnar, sem stjórnir ríkjanna tveggja hafa staðið fyrir, ekki vera í hættu þótt stjórnin í Dublin félli. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði á mánudagskvöld að fulltrúum hryðjuverkasamtaka mótmælenda á N-írlandi yrði boðið til viðræðna fyrir áramót en áður hefur hann sagt að líklega verði rætt við hermdarverkasamtök ka- þólikka, írska lýðveldisherinn (IRA), fyrir áramót. Major sagði jafnframt ljóst að öll hryðjuverkasamtök yrðu að binda enda á ofbeldisverk og láta vopn sín af hendi ef þau ætluðu sér að taka þátt í lýðræðislegu stjórnmálastarfi. Hringa- myndun í banka- kerfinu ÞRÍR af stærstu viðskipta- bönkum Rússiands hafa undir- ritað samkomulag um víðtækt samstarf að sögn dagblaðsins Sevodnja Um er að ræða bank- ana Imperial, Stolichny og Natsjonalní Kredit og heldur blaðið því fram að þeir hafí ákveðið að keppa ekki hvor við aðra og hafa uppi samvinnu varðandi fjárfestingar. Hogefeld fyrir rétt RÉTTARHÖLD í máli hryðju- verkakonunnar Birgit Hogefeld hófust í Frankfurt í gær. Hún er sökuð um að hafa átt aðiid að tíu sprengju- og morðtilræð- um á árunum 1985-1993. Hogefeld, sem er félagi í Rauðu her- deildinni, var handtekinn á síðasta ári í bænum Bad Kleinen en annar hryðjuverkamaður, Wolfgang Grarhs, lét lífíð er sérsveitar- menn reyndu að handtaka hann. Herferð gegn Jihad FRELSISSAMTÖK Palestínu- manna (PLO) hafa hafið her- ferð gegn félögum í múslimsku öfgasamtökunum Jihad vegna sprengjutilræðis í síðustu viku sem kostaði þtjá ísraelska her- menn lífíð. Freih Abu Medeen, sem fer með dómsmál innan sjálfstjórnarsvæða Palestínu- manna, kvaðst viss um að her- ferðin yrði til langs tíma. Neil kveður Murdoch ANDREW Neil, sem hefur rit- stýrt The Sunday Times í 11 ár, kvaðst á mánudag ætla að segja skilið við fjölmiðlaveldi Ruperts Murdochs og skrifa bók um störf sín. Dublin, London. Reuter.The Daily Telegraph. Vantraustsumræður á írlandi Reynolds reynir að bjarga ríkis- sljórn sinni VILT Þtl AUGLÝSA BÍLINN ÞINN? HAFÐU ÞÁ SAMBAND VIÐ SÖLUMENN OKKAR nm S: 8 NYJA BILAHOLLIN FUNAHOFÐA I S: Toyota 4Runner SR5 'árg. '90, ek. 80 þús. km., svartur, ný dekk, álfelgur. Vill skipta á tveimur bílum. Verö kr. 1.990.000 stgr. Nissan Patrol diesel Hiroof árg. '90, ek. 128 þús. km., hvítur. Verö kr. 2.100.000 stgr. Ath. skipti. Suzuki Vitara JLX árg. ‘90, ek. 127 þús. km., hvítur, ný 30” dekk og álfelgur. Þjónustaöur hjá Suzuki - bílum. Verö kr. 1.000.000. Verö nú kr. 780.000 stgr. Toyota 4Runner árg. ‘92, vínrauöur, upphækk- aöur, 33" dekk, sóllúga, sjálfsk., ek. 41 þús. km. Verö kr. 2.750.000. Skipti. Nissan Patrol dlesel Intercooler árg. '94, nýr, dökkgrænn, 35” dekk, álfelgur, spil, brettak o.fl. o.fl. Breytingar annaöist Bílabúö Benna. Verö kr. 4.500.000 stgr. Ath. skipti. Toyota Landcrulser árg. '86, ek. 159 þús. km., grár, 33” dekk. Gott eintak. Verðaö eins kr. 880.000 stgr. Ath. skipti. Honda Prelude 2000 EXI árg. '91, hvítur, sólúga, álfelgur, leöursæti, sjálfsk., ek. 55 þús. km. Verökr. 1.650.000. Skipti. Volvo 850 GLE ST árg. ‘94, grænsans., sjálfsk., ek. 12 þús. km. Verö kr. 2.650.000. Skipti. Nissan Katroi bLX arg. 92, græn - sans., upphækkaöur, álfelgur, 35" dekk, Intercooler, ek. 59 þús. km. Verö kr. 3.400.000. Skipti. Mercedes Benz 310 D árg. ‘90, hvftur, 2 renni- huröir, háar afturhuröir. Topp6fll, vsk — bíll, ek. 189 þús. km. Verö kr. 2.100.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.