Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 11 Davíð Oddsson Gro Harlem Brundtland Blaðamannafundur norrænna forsætisráðherra 1 Tromsö Smugndeilan ekki einkamál Islendinga o g Norðmanna Tromsö. Morgunblaðið. Á BLAÐAMANNAFUNDI nor- rænu forsætisráðherranna í upp- hafi Norðurlandaráðsþingsins í Tromsö í gær snerust spurning- arnar einkum um Evrópusam- bandið (ESB) og áhrif þess á nor- rænt samstarf, auk þess sem fisk- veiðideila íslendinga og Norð- manna barst í tal. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að þjóðun- um tækist örugglega á endanum að finna lausn á deilunni, en Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra Norðmanna sagði að mikil- vægt væri að fara vel með auðlind- ir hafsins og sem stæði veiddu íslendingar árlega fimmtíu þúsund tonn af þorski á hrygningarstöðv- unum. Auk Davíðs og Brundtland var Poul Nyrup Rasmussen forsætis- ráðherra Dana mættur á fundinn, en hvorki Esko Aho forsætisráð- herra Finna né Ingvar Carlsson gátu mætt vegna veikinda, en í stað þeirra mættu norrænu sam- starfsráðherrar landanna tveggja. Þegar Davíð kynnti þá bætti hann því við, að þegar löndin sam- þykktu ESB-aðild legðust forsæt- isráðherrarnir veikir. Aðspurður sagði Davíð að umsókn frá Islandi væri ekki á döfinni, þar sem ríkja- ráðstefnan, sem hefst 1996, yrði fyrst að ganga yfir svo ljóst yrði hver afstaða ESB yrði til smáríkja og hvort _ sambandið nálgaðist sjónarmið Islendinga. Þegar hann var spurður álits á samningi Norð- manna sagðist hann ekki hafa neina skoðun á honum, en íslend- ingar gætu ekki gengist undir fisk- veiðistefnu ESB eins og hún væri nú. Norðmenn þurfa stuðning Aðspurður sagði Davíð að Smugudeilan hefði ekki áhrif á annars ágætt samband íslands og Noregs og sagðist sannfærður um að þjóðunum tækist að leysa deil- una. Aðspurð að því sama sagði Gro Harlem Brundtland að fyrir Norð- menn skipti miklu máli að þeir hefðu náð svo góðum samningum við ESB að þeir hefðu stjórn á fiskveiðistefnu sinni og hafsvæð- unum norðan 62. gráðu. Mikilvægt væri að fá stuðning annarra til að fara vel með auð- lindir hafsins og nefndi hún um leið að íslendingar veiddu fimmtíu þúsund tonn af þorski á hryggn- ingarsvæði hans. Leiðrétti norska f orsætisráðherrann Á þessu yrði að finnast lausn og það væri ekki einkamál Norð- manna og íslendinga hvernig þeir færu með auðlindir hafsins, því þar með gengju þeir í móti eigin hagsmunum. Davíð Oddsson gerði ekki athugasemdir við orð Brundt- land, utan hvað hann leiðrétti tonnafjöldann, sem væri fjörutíu þúsund tonn. Af öðrum málum var það eðli- lega áframhald norrænnar sam- vinnu, sem var ofarlega á dagskrá nú í kjölfar sænsku atkvæða- greiðslunnar. Forsætisráðherrarn- ir undirstrikuðu að það styrkti norrænan málflutning innan ESB ef löndin fjögur færu inn, en sögðu jafnframt að þeir myndu reyna eftir fremsta megni að tala máli íslendinga, þar sem þess þyrfti. FRÉTTIR Norrænir fjármálaráðherrar funda í Tromsö Halda áfram sam- starfi óháð ESB-aðild Tromsö. Morgunblaðið. Á FUNDI norrænna fjármálaráð- herra var aðalumræðuefnið áfram- haldandi samstarf þeirra og norrænt samstarf yfirleitt. Á fundinum var ákveðið að senda sameiginlegt bréf til Theo Waigels fjármálaráðherra Þýskalands og formanns efnahags- og fjármálaráðs Evrópusambandsins þar sem bent er á helstu áherslur Norðurlandanna til að bregðast við atvinnuleysisvandanum. Þetta er liður í framtaki norrænu ráðherranna á því sviði, bæði innan ESB, OECD og EFTA. Þátttaka Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra í þessu framtaki er vísbending um þá stefnu ráðherranna að Norð- urlöndin verði öll með í samstarfi á þeim sviðum, sem þykja máli skipta, án tillits til þess hvort þau eru aðil- ar að ESB eða ekki. I samtali við Morgunblaðið sagði Friðrik Sophusson að kynnt hefði verið skýrsla um efnahagsmál á Norðurlöndum, þar sem fram kæmi að greinilega væri uppsveifla í lönd- unum og hagvöxtur þeirra væri yfir meðallagi OECD-landanna. Hins vegar væru fjármálaráðherrarnir sér vel meðvitaðir um að uppsveiflan ein Vaxandi hagvöxtur á Norðurlöndum og sér leysti ekki atvinnuleysisvand- ann, heldur þyrftu löndin að snúa sér að kerfislægum vandamálum. Því hefðu þeir áður beitt sér fyrir umræðum um atvinnuleysi, bæði á vettvangi EFTA og ESB. Aðspurður um hvort bréfið til Theo Waigels væri dæmi um hvern- ig Norðurlöndin gætu áfram beitt sér í sameiningu, þó leiðir skildu varðandi ESB, sagði FViðrik að líta mætti þannig á það. Áframhaldandi samstarf væri þeim hugleikið. Staða landanna gagnvart ESB breytti því ekki að fjármálaráðherr- arnir væru sammála um að styrkja samstarfið sín á milli með tilliti til alþjóðlegs samstarfs. Þeir vildu setja fram sameiginleg viðhorf, þar sem það ætti við, til dæmis varð- andi atvinnumál og umhverfismál. Bréfið til Waigels væri skýrt dæmi um þetta. Þetta kæmi þó ekki í veg fyrir að í sumum málum myndu ráðherrar þeirra Norðurlanda, sem eru með í ESB hafa með sér sam- starf, sem hinir tækju ekki þátt í. Þetta er fyrsta málið sem kemur upp með þessum hætti og að sögn Friðriks má búast við að á fundum ráðherranna verði bæði rætt um norræn áhrif innan ESB-samstarfs- ins og eins i málefnum Evrópubank- ans, OECD og Alþjóðabankans, svo dæmi séu nefnd. Enginn vafi væri á áhuga norrænu fjármáiaráðherr- anna á áframhaldandi samstarfi, jafnvel þótt aukinn tími fari í fund- arhöld innan ESB hjá þeim ráðherr- um, sem taka þátt í ráðherrastarfi ESB. Hinir ráðherrarnir eru sammála um að halda slíku samstarfi áfram. Friðrik sagði að mál málanna yrði eftir sem áður hvaða breytingum ráðherrasamstarfið þyrfti að taka við nýjar aðstæður og fyrir íslend- inga væri þá spurningin hver þáttur þeirra yrði. Hann hefði undirstrikað vilja þeirra til að vera með. Það bryti ekki í bága við að íslendingar væru ekki innan ESB. Aðgerðir sam- bandsins hefðu óhjákvæmilega mikil áhrif á gang mála á ísiandi vegna aðildar okkar að EES. Kosningar um fulltrúa bænda á Suðurlandi á bændaþingi Nýju samtökín verði ódýrari og skilvirkari Sunnlenskir bændur kjósa sér fulltrúa á þing nýrra bændasamtaka á föstudag. Anna G. — Olafsdóttir talaði við efstu menn á framboðslistunum þremur. ÞRÍR listar, E-Bændalistinn, F-Listi Sjálfstæðismanna og S-Sunnlenski bændalistinn, bjóða fram til kosn- inga um fulltrúa sunnlenskra bænda á bændaþingum sameinaðra bænda- samtaka Stéttarsamband bænda og Búnaðarfélags íslands á tímabilinu 1995 til 1997. Kjörfundur fer fram í hvetju Búnaðarfélagi föstudaginn 18. nóvember milli kl. 11 og 16. Kjörnir verða sex fulltrúar og sitja þeir fyrsta þing nýrra samtaka í mars á næsta ári. Bergur Pálsson í Hólmahjáleigu, efsti maður á Bændalistanum, sagði að listinn hefði komið fram til mót- vægis við pólitíska lista Framsókn- armanna og Sjálfstæðismanna. „Stefnan er ekki ólík hinna. Okkur fínnst pólitík einfaldlega vera liðin tíð þarna,“ sagði Bergur. Hann sagði að megináherslan væri lögð á sjálfa sameininguna. „Að samruni Stéttarsambandsins og Búnaðarfélagsins skili okkur kerfi sem verði skilvirkara, einfaldara og ódýrara. Vinna þarf markvisst að því markmiði og skýra til dæmis með ákveðnum hætti hvernig bú- greinasamtökin komi að samtökun- um,“ sagði Bergur. Hann sagðist telja að þessi vinna færi fram á stofnfundi nýrra samtakanna í mars. Nýir fulltrúar móti stefnuna Eggert Pálsson á Kirkjulæk, efsti maður á Lista Sjálfstæðismanna, tók fram að listinn væri ekki settur fram af kjördæmisráði Sjálfstæðisflokks- ins. Hins vegar mynduðu hann ein- staklingar sem aðhylltust stefnu flokksins. Eins og hjá Bændalista er meginá- herslan lögð að sameiningu Stéttar- félags og Búnaðarfélags. „Við von- um að sameiningin skili markvissari kjarabaráttu fyrir bændur, hagræð- ing náist og sparnaður í sjóðagjöld- um. Félagsskapurinn verði meira í takt við tímann," sagði Eggert. Eggert sagði skilja stefnu listans frá stefnu hinn að hann legði áherslu á að endurskipuleggja kerfi bænda frá grunni og fela nýjum fulltrúum stefnumótun fyrir þingið í mars. Hann sagði að sjálfstæðismenn vildu að bændasamtökin fylgdust með Evrópusamstarfi og íslensk stjórn- völd vernduðu atvinnutækifæri ís- lendinga að því leyti sem alþjóða- samningar leyfðu og hagkvæmt gæti talist fyrir þjóðfélagið. Umhverfismál Hrafnkell Karlsson á Hrauni, efsti maður á Sunnlenska bændalistan- um, sagði að listinn væri óháður þrátt fyrir að Framsóknarmenn væru í meirihluta á honum. Hrafnkell nefndi eins og hinir mikilvægi ódýrara og skilvirkara heildarkerfis fyrir bændur. Nauð- synlegt væri að gera markvissa end- urskoðun á öllum stofnunum land- búnaðarins og sérstaklega að endur- skipuleggja afurðasölumál. ' Áf öðrum stefnumálum nefndi hann umhverfismál. Bændur ættu að taka forystuna í umhvei-fismál og efla með því jákvæða ímynd landbún- aðarins. Jafnframt þyrfti að skaþa betri skilyrði fyrir vistvæna fram- leiðslu. Hrafnkell kvað miklu máli skipta að fulltrúar kæmi alls staðar að af Suðurland og konur ættu sæti á þing- um nýju samtakanna. Þrjár konur væru á listanum, þar af væi;u konur bæði i þriðja og fjórða sæti, en engin kona væri á hinum tveimur listunum. Ástæðan væri trúlega sú að forkólf- um hinna listanna hefði ekki þótt ástæða til að hafa konur á þeim því fátítt væri að konur væri í Búnaðarfé- lögum og hefði þar af leiðandi kosn- ingarétt. Þessu væri brýnt að breyta. Það kostar aðeins frá 900 krónum gv rs /ósi/eetárr- Stístfí'súu%$ósji«ietee'/es.srtsis»sss' oýr assÆyáe&nk eo / 'f /I/’SS // s S ' / •/ "A SINFONÍUHLJÓMSVEIT fr/'j/st/Zff/' f/ A'/y/// es* Zost/*>//fff/*cf/. íslands Miðasala á skrífstofu Sinfoníunnai' í Háskólabíói Sími: 62 22 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.