Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 35 FRÉTTIR Lækkað verð á sýningar kínverska fjöl- leikahússins SJÁLFBOÐALIÐAR Kvennadeildar RKÍ sjá um sjúklingabóka- söfn sjúkrahúsanna og fara vikulegar á deildir. __ > Kvennadeild RKI kynnir starfið og heldur basar KVENNADEILD Reykjavíkur- deildar Rauða kross íslands kynnir starfsemi sína og heldur köku- og föndurbasar í Perlunni sunnudag- inn 20. nóvember nk. frá 'kl. 14-17. Þar verður starf deildar- innar kynnt í máli og myndum. Einnig verða til sölu handunnir munir og heimabakaðar kökur auk þess sem danspör frá Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna dans. Kvennadeildin er ein öflugasta deild Rauða kross-hreyfingarinnar hérlendis en tæp 30 ár eru síðan reykvískar konur tóku höndum saman í nafni Rauða krossins og stofnuðu deild til að sinna sjúkum og öldruðum. Undanfarin ár hefur kvennadeildin gefið tæki fyrir um 5 milljónir kr. árlega. Rauða kross-konur hittast einn- ig vikulega og föndra saman ýmsa muni sem verða til sölu í Perlunni á sunnudaginn. Félagsstarf kvennadeildarinnar er einnig blómlegt því haldnir eru fræðslu- fundir, hádegisverðarfundir og farnar styttri skemmtiferðir. Nú starfa um 300 sjálfboðaliðar innan kvennadeildarinnar og vinna þeir um 25.000 klst. árlega. Það eru u.þ.b. 12-13 ársverk. FJÖLLISTAMENNIRNIR fimm- tíu frá Ríkisíjölleikahúsinu í Kína sem eru væntanlegir hingað á næstunni hafa ákveðið að gefa hluta af launum sínum svo hægt sé að lækka miðaverð á sýningar þeirra hér á landi í næstu viku. Það gera þeir til styrktar Um- sjónarfélagi einhverfra á íslandi en hluti ágóðans af sýningunum mun renna til skjólstæðinga þess. Aðrir aðstandendur fjölleikahúss- ins hafa einnig ákveðið að leggja sitt af mörkum í þágu einhverfra. Fjölleikar eru gamall menning- ararfur í Kína en eitt aðalsmerki þeirra eru fimleikar. Fjöllista- mennirnir munu skemmta ungum sem öldnum með alls kyns fram- andi leikatriðum sem oft eru á mörkum þess raunverulega hvað snerpu og snilld varðar, segir í fréttatilkynningu. Miðaverð hefur verið lækkað í 1.500 krónur sé miðinn keyptur í forsölu. Á sýningardegi kostar miðinn 2.500 krónur. Þýðing Evr- ópu-áráttunnar fyrir ísland Edvard Ragnarson, og Guð- brandur Bogason með bækl- ing ökukennara. Bæklingur frá ökukennurum ÖKUKENN ARAFÉLAG íslands hefur gefíð út í samráði við Lands- banka Islands bækling til kynningar á ýmsum veigamiklum þáttum ökun- ámsins. Þennan bækling fá allir þeir, sem ná ökuprófsaldrinum á árinu 1995, sendan í pósti á næstu vikum og mánuðum. Bæklingurinn heitir: Þú átt lífið undir akstrinum. Á árinu 1993 kom út á vegum Ökukennar- afélags íslands kennslubók fyrir ökunema sem ber heitið: Umferðin og ég. Hönnuður bæklingsins er Erling Erlingsson, ljósmyndir tók Júlíus Siguijónsson og prentvinnslu annaðist starfsfólk Odda. MENNINGAR og friðarsamtök íslenskra kvenna halda opinn fund um „áráttuna til samruna Evrópuríkja og þýðingu þess fyrir ísland". Fundurinn er á Vatnsstíg 10 fimmtudagskvöld kl. 20.30. Erindi flytja: Anna Ólafsdóttir Björnsson alþingskona og Björn Stefánsson landbúnaðarfræðing- ur. Anna mun meðal annars fjalla um hvaða þýðingu Evrópubanda- lagið hefur fyrir konur. Erindi Björns heitir: Island sem útkjálki efnahagsstjórnarsvæðis. Myndakvöld Ferðafélagsins MYNDAKVÖLD Ferðafélags ís- lands verður haldið í Breiðfirð- ingabúð, Faxafeni 14, í kvöld, miðvikudag 16. nóvember, kl. 20 stundvíslega. Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigur- geirsson myndir úr sumarleyfis- ferð í júlí sl. um suðurfirðina á Austurlandi og úr styttri ferðum í nágrenni Reykjavíkur. Eftir hlé sýnir Bergþóra Sigurðardóttir frá fallegum stöðum við Fjallabaks- leið syðri, m.a. frá Álftavatni þar sem ferðafélagið á sæluhús, um- hverfi Hólmsár og Rauðabotni. Elnnig sýnir hún myndir frá íjallaferð í Sviss (nágr. Matter- horns). Allir eru velkomnir. EIGANDI og starfsmenn hárstofunnar Kúltúra í Glæsibæ. Kúltúra flutt í Glæsibæ Fræðslufundur um þurrmúr- blöndur ÍSLENSKAR múrvörur hf. gang- ast fyrir færðslufundi um þurrm- úrblöndur í byggingariðnaði í Múrarasalnum, Síðumúla 25, kl. 15 í dag, miðvikudaginn 16. nóv- ember. Í upphafi fundar tala Sigurður M. Magnússon og Aðalsteinn Steinþórsson frá IMÚR. Björn Marteinsson, sérfræðingur hjá Rannsóknarstofnun byggingar- iðnaðarins, segir frá reynslu af ÍMÚR-klæðningu og nýþróun og þvínæst ræðir Hróbjartur Hró- bjartsson, arkitekt hjá Vinnustofu arkitekta sf., um útlit og áferð bygginga. Að loknu kaffihléi ræðir Oddur Hjaltason, tæknifræðingur hjá Línuhönnun hf., um kostnað ÍM- ÚR-klæðningarj stofn og rekstr- arkostnað IMÚR-klæðningar á nýbyggingar og. eldri byggingar. Peter Luhr, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá M-tec í Þýska- landi, fjallar um sögu og þróun múrblandna í Þýskalandi. Bikarmót TR BIKARMÓT Taflfélags Reykja- víkur 1994 hefst nk. sunnudag 20. nóvember kl. 14. Teflt er í félags- heimilinu í Faxafeni 12. Mótið fer fram eftir útsláttarfyrirkomulagi og falla keppendur út eftir fimm töp (jafntefli = 'h tap). Umhugs- unartími er ‘A klst. á skák fyrir hvern keppanda. Teflt verður á .sunnudögum kl. 14 og á miðviku- dögum kl. 20, að jafnaði 3-4 umferðir í senn. Jólakort Félags eldri borgara JÓLAKORT Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni eru komin út og prýða þau vatnslitamyndir eftir Bjarna Þór Bjarnason. Kortin hafa verið send til styrkt- araðila félagsins og eru einnig til sölu á skrifstofunni, Hverfisgötu 105. Ágóði af sölunni er varið til félagsstarfa. HÁRSTOFAN Kúltúra flutti ný- lega starfsemi sína af Holiday Inn hótelinu í Glæsibæ. Eigandi stofunnar er Kjartan Sigurðsson og eru starfsmenn þrír, Böddi, sem áður var á hársnyrti- stofunni Ónix, Heiða og María. Hárstofan er opin alla virka daga frá kl. 9-18 og á laugardög- um. Fundur um Atlanta-málið Prófsteinn á félagafrelsi á vinnumarkaði? EFTIRFARANADI fréttatilkynning hefur borizt frá Félagi frjálslyndra jafnaðarmanna: Mikil umræða hefur verið undan- farið um yfirvofandi verkfall í tengsl- um við kjarasamninga Frjálsa flug- mannafélagsins (FFF) við flugfélagið Atlanta. Er Atlanta að brjóta lög? Er stofnun FFF málamyndagjörning- ur? Hvaða hagsmuni er Félag ís- lenskra atvinnuflugmanna (FÍA) að veija? Er skipulag íslensks vinnu- markaðar dragbítur á möguleika fyr: irtækja sem vilja starfa hérlendis? í hversu miklum mæli ber stéttarfélög- um að líta til alþjóðlegrar samkeppn- isstöðu íslenskra fyrirtækja? íslensk vinnulöggjöf er orðin yfír 60 ára gömul. Er þetta mál enn ein vísbendingin um að hana þurfi að endurskoða? Er miðstýring á vinnu- markaði úrelt? Eru vinnustaðasamn- ingar heppilegri? Ættu vinnustaða- samningar að vera með samfloti margra verkalýðsfélaga eins og í álverinu, eða eiga allir starsfmenr. á stærri vinnustöðum að vera í einu verkalýðsfélagi? Á að leyfa fleiri en eitt stéttarfélag í sömu starfsgrein og á sama svæði? Á hvaða leið eru aðilar íslensku vinnumarkaðar? Eru þeir að gæta hagsmuna kerfisins eða umbjóðenda? Um þetta mál efnir Félag frjáls- lyndra jafnaðarmanna tii fundar á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti, fimmtudaginn 17. nóvember kl. 20.30 með fjórum frummælendum: Sigurður Líndal, prófessor, fjallar um lagagrundvöll verkalýðsfélaga og vinnudeilna, einkum með tilliti til máls Atlanta. Hvaða lögfræðilegu álitaefni eru hér á ferð? Eru íslend- ingar að dæma sig úr leik í alþjóð- * WmM H\>.* Sigurður Hreinn Líndal Loftsson Halldór Geir A. Grönvold Gunnlaugsson legu viðskiptaumhverfi? Hreinn Loftsson, lögmaður Atl- anta, rekur sögu Atlanta-málsins og skýrir þann lagagrunn sem stofnun Frjálsa flugmannafélagsins byggir á. Hvaða lærdóm má draga af mál- inu? Hveiju mætti breyta i lögum um stéttarfélög og vinnudeilur til að svara kröfum tímans? Halldór Grönvold, skristofustjóri Alþýðusambandsins, reifar sjónar- mið ASÍ í þessu máli. Á hvaða grunni byggir sambandið sín afskipti? Hvaða grundvallarspurningar er deilt um? Hvaða úrbætur telur hann nauð- synlegar í íslenskri vinnulöggjöf? Geir A. Gunnlaugsson, fram- kvæmdastjóri Marel, reifar reynslu sína af undirbúningi stóriðju með þátttöku erlendra fyrirtækja. Hver er samkeppnisstaða íslensks vinnu- markaðar á alþjóðlegum vettvangi og hversu miklu máli skiptir hún? Fundurinn er öllum opinn. Að loknum framsögum verða fyrirspum- ir og umræður. Fundarlok kl. 23. I.O.O.F. 9 = 17611168* = 0.9 □GLITNIR 5994111619 II. I.O.O.F. 7 = 17611168V2 = II □ HELGAFELL 5994111619 IVA/ FRL. Hörgshlíð12 Bænastund í kvöld kl. 20.00. Sacred Space Keith og Fiona Surtees miðiarog kennarar Skeifunni 7, sími 881535. Einka- fundir. Heilun. Túlkur á staðnum. Skyggnilýsingafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 16. nóvember kl. 20.30 i Akoges-salnum, Sigtúni 3. Húsið opnaö kl. 19.30. Miðar seldir við innganginn. SAMBAND ISLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58-60 Samkoma í kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssalnum. Ræðumaður er Sigursteinn Hersveinsson. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára krakka. Biblíulestur kl. 20.30. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. tlýsingar FERÐAFÉLAG ® ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Miðvikudagur 16. nóvember Myndakvöld Ferðafélagsins Næsta myndakvöld Ferðafé- lagsins verður i Breiðfirðinga- búð, Faxafeni 14 (í sama húsi og Bónus og Máttúr). Nýr og góður myndakvöldsstaður rétt vestan við Ferðafélagshúsið í Mörkinni. Myndakvöldið hefst stundvíslega kl. 20.30. Fyrir hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson myndir úr sumarleyfisferð 1 júli sl. um Suðurfirðina á Austur- landi og úr styttri ferðum i ná- grenni Reykjavíkur. Eftir hlé sýnir Berþóra Sigurðardóttir frá fallegum stöðum við Fialla- baksleið syðri m.a. frá Alfta- vatni þar sem Ferðafélagið á sæluhús, umhverfi Hólmsár og Rauðabotni. Einnig sýnir hún myndir frá fjallaferð sinni í Sviss (nágr. Matterhorns). Góðar kaffiveitingar í hléi. Verð 500 kr., kaffi og meðlæti inifalið. Fjölmenniö á skemmti- lega myndasýningu. Allir vel- komnir, félagar sem aðrir. Árbókin 1994, „Ystu strandir norðan Djúps", mun liggja frammi til sýnis og sölu á mynda- kvöldinu. Gerist félagar og eign- ist þessa fróðlegu og glæsilegu bók. Hún er tilvalin til jólagjafa. Aðventuferð í Þórsmörk 26.-27. nóvember. Brottför laugardag kl. 08.00. Það verður sannkölluð aðventu- stemmning. Tilvalin fjölskylduferð. Fararstjóri Guðmundur Hall- varðsson. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag (slands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.