Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Grettir J LjfYi 8AUK q j) &ANK I Í/Q) EíANKBANK I 0AN < . þu ERT EKKIMJÖ& ekkj þEGAfé POLIN Mb&Uff, HA?Á éG þARTA f VöipA J v teíJjm r t1 Jy )$$$ \ 7-e Smáfólk Kannski þú ætt- ir að skrifa Bibliusögu. Þú veist, sögu um ein- Jóhannes veiðihundur. hvern eins og Jóhannes skírara. SHttgttnÞIafrift BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Heimsmet í stjórn- arskrárleik Frá Ásdísi Ertíngsdóttur. ÉG LAS grein í Tímanum 26. ágúst sl. sem nefndist: Stjómlagaþing eft- •ir hr. Áma Benediktsson formann vinnumálasambandsins. Þessi grein Áma er mjög athyglisverð og með þeim betri sem ég hefi lesið um stjómarskrármálið. Eins og allir ættu að vita þá hafa verið starfandi launaðar stjómarskrámefndir kjöm- ar af Alþingi um 50 ára skeið, en engar tillögur hafa komið frá þeim nefndum. Eg held að stjómvöld á íslandi eigi heimsmet í stjóm- arskrárleik og væri við hæfi að þeir sem hafa setið í stjómarskrárnefnd- um Alþingis í gegnum tíðina fái nöfn sín rituð í Islendingasögu 20. aldarinnar. Það er að mínu mati bráð- nauðsynlegt að kosið verði til sér- staks stjómlagaþings til að setja þjóð- inni marktæka stjómarskrá, en ekki eins og hingað til hefur viðgengist m.a. að mannréttindi séu knúin í gegnum mannréttindasáttmála Evr- ópu eða Sameinuðu þjóðanna. í skjóli úreltrar stjórnarskrár! Það ætti öllum að vera orðið ljóst að alþingismenn munu aldrei sjálf- viljugir afsala sér því alræðisvaldi sem þeir hafa tileinkað sér í skjóli úreltrar stjómarskrár og hafa þeir getað m.a. eytt skattpeningum þjóð- arinnar að eigin geðþótta eins og mýmörg dæmi sanna. Nú er það svo, að aðeins Alþingi eitt og sér getur ákveðið kosningar til stjóm- lagaþings, því er það nauðsynlegt að áhugafólk um endurskoðun stjómarskrárinnar geri ráðstafanir til að he§a undirskriftasöfnun til að knýa Alþingi til aðgerða. Það er mín skoðun að á stjómlagaþinginu eigi ekki að sitja að meirihluta atvinnu- pólitíkusar, heldur valinkunnir fag- menn ásamt fulltrúm sem flestra atvinnustétta þjóðfélagsins. Samtenging embættisvaldsins Það er ekkert vafamál í mínum augum að þaulseta og samtenging æðsta embættisvaldsins, forseta ís- lands, alþingismanna og embætt- isvald dómskerfisins er tryggt í stjómarskránni. Samkvæmt 2. grein stjómarskrárinnar er forseti íslands bæði löggjafavald ásamt Alþingi og framkvæmdavald ásamt öðmm stjórnvöldum (tilvitnun stytt). Af- leiðing stjómskipunarlaga 2. greinar stjómarskrárinnar gerir samteng- ingu æðstu stjómvalda mögulega og augljósa og gerir stjómvöldum ekki aðeins mögulegt að vera óábyrga í stjómaraathöfnum gagnvart þjóð- inni, heldur em stjómvöld háð hvort öðm m.a. í fyrirgreiðslupólitíkinni og enginn er ábyrgur gjörða sinna. T.d. hefir forseta íslands verið stætt á þvi að eyða langt fram yfir leyfi- leg fjárútlát Alþingis (lögbrot) en vegna samtengingar valdsins getur forseti komið því til leiðar að stjóm- völd loki augunum og þá er svo komið að alþingismenn og fram- kvæmdarvald Alþingis _ eiga hönk upp í bakið á forseta Islands og í öðmm tilvikum getur forseti íslands átt hönk upp í bakið á Alþingi og framkvæmdavaldi Alþingis t.d. þeg- ar ráðherrar hafa orðið uppvísir af því að eyða framyfir leyfileg íjárút- lát Alþingis þá hefir Alþingi sam- þykkt aukafjárlög, eftir að búið var ( að eyða peningunum (lögbrot). Afnema ævisetur! Það er nauðsynlegt að afnema ævisetur æðstu embættismanna rík- isins. Alþingi skal vera eingöngu löggjafarvald, forsetaembætti Is- lands skal vera framkvæmdavald Alþingis og að forseti sitji ekki á | Alþingi og ekki ráðherrar hans. For- seti Islands skipi sína ráðherra og I forseti og ráðherrar hans skipi æðstu | embættismenn ríkisins og ætti sú ráðning aðeins að gilda þann tíma, hveiju sinni sem framkvæmdavaldið þ.e.a.s. forseti íslands situr. Kjör- tímabil forseta íslands væri 4 ár en sitji ekki lengur 8 ár. Forsætisráð- herraembættið yrði lagt niður. Embættisvaldið er ekki almenningur! i Það er nauðsynlegt að endurbætt . 1 stjómarskrá takmarki embættissetu I æðstu stjómvalda landsins. Þá má einnig líta á málið af þeim sjónarhól að ef þaulseta er látin viðgangast þá verður útkoman sú að þessir ein- staklingar embættisvaldsins munu ekki öðlast þá reynslu að búa í því þjóðfélagi sem þeir sjálfir hafa skap- að með eigin lagasetningum og embættisverkum. Þess vegna verða mannaskipti að fara fram innan ákveðins áraíjölda sem stjómarskrá- in ákveður, því að embættisvaldið er ekki almenningur og almenningur er ekki embættisvaldið. Kjördæmaskipan Margar skoðanir hafa verið settar fram um kjördæmamálið hér á landi og ein þeirra var sú að gera landið að einu kjördæmi. En að mínu mati mundi aldrei verða þjóðarsátt um þá tillögu þar sem réttur minnihluta og stijálbýlis í lagasamþykktum Al- þingis yrði fyrir borð borinn. Mín skoðun í þessu máli er sú sama og ég fékk að tjá mig um í Mbl. sl. sumar. Þ.e.a.s.: Fækka þingmönnum úr 63 í 43. Við þá breytingu miðað við núverandi kjördæmaskipan (8 kjördæmi) munu 27 þingmenn sitja í neðri deild Alþingis og vægi at- kvæði færi eftir búsetu fólksins í landinu. í efri deild sem þarf að endurreisa, séu kjörnir 2 þingmenn í sérhveiju kjördæmi landsins sam- tals 16 þingmenn. Þannig kjör- dæmaskipan þætti mér ásættanleg lausn kjördæmamálsins, þar sem minnihlutahópar og dreifbýlið mundu sitja við sama borð í úrslita atkvæðagreiðslu í efri deild Alþingis. Að sinni: Það er augljóst mál að endurskoð- un stjómarskrárinnar byggist ekki á pólitískri stefnumótun og mark- miðum stjómmálaflokkanna heldur eins og Ámi Benediktsson orðaði það í umræddri blaðagrein sinni: En í fullri alvöru sagt þá er þetta stærra mál en svo að stjómmálaflokkamir geti leyft sér að semja um það sín á milli. Þetta er mál sem verður að ijalla um eitt og sér, þannig að ekki blandist saman við aðra hagsmuni. ÁSDÍS ERLINGSDÓTTIR, húsmóðir í Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.