Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Viðskiptajöfnuður fyrstu níu mánuðina 9 milljörðum hagstæðari en á sama tímabili í fyrra Verðmætí lítflutn- ing’s jókst um 11 % VIÐSKIPTAJÖFNUÐUR við útlönd var hagstæður um 9,3 milljarða króna fyrstu níu mánuði ársins skv. bráðabirgðatölum Seðlabanka ís- lands. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Islands varð 17 milijarða króna vöruskiptaafgangur á þessu tímabili en bráðabirgðatölur Seðla- bankans sýna 7,7 milljarða þjónustuhalla, Viðskiptajöfnuðurinn er um 9 milljörðum króna hagstæðari á fyrstu þremur ársfjórðungum þessa árs, en á sama tíma í fyrra og eins og segir í frétt frá Seðlabankanum stafar þessi mikli bati af auknum útflutningi. Á sama tíma rýrði fjár- magnsútstreymi vegna erlendra verðbréfakaupa og endurgreiðslna er- lendra lána gjaldeyrisstöðu Seðlabankans. Útflutningur vöru og þjónustu var 18% meiri í krónum talinn eftir fyrstu níu mánuðina 1994 en 1993, en vegna gengislækkunar krónunn- ar um mitt síðasta ár var verðmæti útflutningsins 10,8% meira mælt á föstu gengi. Verðmæti vöruútflutn- ings á föstu gengi var 13,3% meira og þjónustutekjur jukust um 5,9% eftir því sem fram kemur í frétt Seðlabankans. Heildarverðmæti innflutnings jókst fyrstu níu mánuði ársins um 2,4% miðað við sama tíma í fyrra. Vöruinnflutningur jókst um 4,0% eftir mikinn samdrátt á síðustu árum, en innflutt þjónusta var nær óbreytt frá fyrra ári. í frétt Seðlabankans segir að 7,7 milljarða halli á þjónustujöfnuði stafi eingöngu af miklum vaxta- greiðslum af erlendum skuldum þjóðarinnar. Vaxtajöfnuður við út- lönd var óhagstæður um 12 millj- arða fyrstu níu mánuðina og þjón- ustujöfnuður að frátöldum vaxta- greiðslum því hagstæður um 4,3 milljarða. Dregur úr kaupum á erlendum verðbréfum Á fyrstu níu mánuðum ársins varð halli á fjármagnshreyfingum við útlönd að fjárhæð 15,5 milljarð- ar króna. Hreint útstreymi vegna verðbréfaviðskipta nam 5,5 milljörð- um þar sem erlend verðbréfakaup íslendinga námu 6,5 milljörðum, en erlendir aðilar hafa keypt innlend verðbréf fyrir um einn milljarð. Mjög dró úr kaupum íslendinga á erlend- um verðbréfum á þriðja ársfjórðungi er þau námu tæpum 0,8 milljörðum króna nettó samanborið við um 5,7 milljarða króna samtals á fyrsta og öðrum ársfjórðungi. Erlendar lántökur námu um 27,5 milljörðum króna í lok september, en afborganir af eldri lánum 28,5 milljörðum. Útstreymi skammtíma- fjármagns nam 8,9 milljörðum króna, einkum vegna aukins lausafj- ár innlánsstofnana og endur- Útflutningstekjur og viðskiptajöfnuður % Breyting síðustu 12 mánuði, til loka hvers ársfjórðungs greiðslna á erlendum skammtíma- lánum þeirra. Gjaldeyrisforði rýrnaði um 8,3 milljarða Viðskiptajöfnuður og fjármagns- jöfnuður mynda saman heildar- greiðslujöfnuð sem jafnframt end- urspeglar breytingar á gjaldeyris- stöðu Seðlabankans. Á fyrstu níu mánuðum ársins varð 9,5 milljarða halli á heildargreiðslujöfnuði og í lok september sl. nam gjaldeyrisstaða Seðlabankans nettó 19,5 milljörð- um. Gjaldeyrisforði bankans, þ.e. brúttó gjalddeyriseign, rýrnaði um 8,3 milljarða frá ársbyijun til sept- emberloka og nam þá 23 milljörðum sem svarar til um 3,5 mánaða al- menns vöruinnflutnings. í lok september námu erlendar langtímaskuldir þjóðarinnar um 259 milljörðum en áætlað er að hrein skuldastaða við útlönd, þ.e. löng lán og skammtímaskuldir að frádregn- um erlendum peningalegum eign- um, hafí numið tæpum 228 milljörð- um á sama tíma sanamborið við 238 milljarða um síðustu áramót. FRÁ UNDIRRITUN samnings Hitaveitu Reykjavíkur og Jarðbor- ana hf. Á myndinni eru f.v. Gunnar H. Kristinsson hitaveitu- stjóri, Alfreð Þorsteinsson formaður stjórnar Veitustofnana Reykjavikur, Jónas Elíasson stjórnarformaður Jarðborana hf. og Bent S. Einarsson framkvæmdastjóri Jarðborana hf. Hitaveitan semur við Jarðboranir til 6 ára HITAVEITA Reykjavíkur hefur und- irritað rammasamning við Jarðbor- anir hf. um verð á væntanlegum borverkefnum á næstu sex árum. Að mati beggja aðila hefur slíkur samningur í för með sér að allar kostnáðar- og verkáætlanir verða auðveldari viðfangs og hægt að koma við verulegum spamaði. Þá var um leið gerður samningur um að bora SimoBð iDnabarplast Stanqlrog plötur. Kunststoffe Suðuþraður o.fl. pta«ue« piasuqi^. Vandað efni. Gott verð. Leitið upplýsinga. UMBOÐS- OG HEILDVERSLUN BÍLDSHÖFÐA 16 SlMI 672444 • FAX 672580 rannsóknarholu á Ölkelduhálssvæði með bornum Jötni sem einnig verður notaður við önnur verkefni fyrir hita- veituna. Borað verður nyrst á svæðinu í haust og vetur, allt að 2 þúsund metra djúp hola. Andvirði samnings- ins um þessa fyrstu rannsóknarholu er alls tæplega 60 milljónir. Veittur verður 10% afsláttur af borleigu Jöt- uns vegna holu nr. 2, 15% afsláttur vegna holu nr. 3 og 20% afsláttur vegna hola umfram það. Ölkelduhálssvæðið er háhitasvæði austan við Hengil að Tjamarhnjúk, austan Bitru eða nokkum veginn á milli Nesjavalla og Hveragerðis. Sunnan Tjarnarhnjúks er Ölkeldu- hjúkur norður af Reykjadal. Á milli Tjarnarhnjúks og Ölkelduhnjúks er mikill jarðhiti svo og vestan í Öl- kelduhnjúki. Á Ölkelduhálssvæði er mikill jarð- hiti og hafa þegar farið fram yfir- borðsrannsóknir á svæðinu sem nú er lokið. Þykir mjög brýnt að fá úr því skorið hvort svæðið sé fýsilegt til virkjunar. í því skyni verða borað- ar rannsóknarholur sem veita upplýs- ingar um eðlisástand svæðisins, segir í frétt frá Veitustofnunum Reykjavík- ur. Hlutabréfasjóðurinn hagnast á hækkunum hlutabréfa Hagnaðurinn nam 54,6 milljónum kr. HAGNAÐUR Hlutabréfasjóðsins hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins var alls 54,6 milljónir króna. Þessi afkoma félagsins er rakin til þeirr- ar almennu verðhækkunar sem orð- ið hefur á hlutabréfum á árinu, að því er segir í frétt. Félagið á hluti í 16 félögum og hlutabréf eru 2/3 hlutar eigna þess. Þriðjungur eigna eru skuldabréf ýmis konar. Hlutabréfasjóðurinn hf. er elsta og stærsta félag sinnar tegundar hérlendis en það hóf starfsemi á árinu 1986. Hluthafar eru tæplega tvö þúsund og eigið fé félagsins er nú 558 milljónir króna. Félagið er eitt þeirra rúmlega 20 félaga sem skrá hlutabréf sín á Verðbréfa- þingi íslands og í þriðja sæti þegar litið er til fjölda viðskipta með bréf einstakra félaga á Verðbréfaþingi fyrstu 10 mánuði þessa árs, segir einnig í frétt félagsins. Hlutabréf í Eimskipafélaginu og íslandsbanka auk Hlutabréfasjóðs- ins hafa verið þau sem oftast eru viðskipti með á Verðbréfaþingi. Gengi hlutabréfa í Hlutabréfa- sjóðnum hf. hefur hækkað um 24% frá áramótum. í nóvemberbyrjun var viðskiptaverð á Verðbréfaþingi 1,33 eða sem svarar til 83% af útreiknuðu virði hlutabréfanna á sama tíma. Ef miðað er við breyt- ingar á hlutabréfavísitölu VÍB þá mælist meðaltals verðhækkun hlutabréfa á hérlendum markaði 20,1% frá áramótum til mánaða- móta október og nóvember. Hluthafar í Hlutabréfasjóðnum hf. eru einkum einstaklingar sem hafa nýtt sér heimild í skattalögum til þess að lækka skattgreiðslur Skipasmíðar Dröfn hf. fær lengri greiðslustöðvun FJÁRHAGSLEG endurskipulagn- ing Skipasmíðastöðvarinnar Drafnar hf. verður meðal mála sem rædd verða á framhaldsaðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn verður í Hafnarfirði á laugardag. Greiðslustöðvun sem fyrirtækið fékk til 1. nóvember hefur verið Opinn kynningarfundur um markaðseftirlit með leikföngum verður haldinn þann 22.11.1994, kl. 14:00. Fjallað verður um breytt fyrirkomulag við eftirlit með leikföngum. Seljendur leikfanga eru hvattir til að mæta. Þátttaka tilkynnist í síma 673700 fyrir 21.11.1994. Löggildingarstofan og Bifreiðaskoðun íslands hf., Markaðseftirlit. framlengd til 31. janúar 1995. Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Drafnar hf. sagði að tíminn sem hefði unnist yrði notað- ur til að skipuleggja framhaldið og starfsemin héldi áfram. Það væru næg verkefni framundan til áramóta, bæði á skipasviði og fast- eignasviði. Dröfn stæði I stórverk- efni þar sem væru innréttingar á safnaðarheimilinu í Hafnarfirði. Um 55 manns vinna hjá Dröfn hf., en rekstur fyrirtækisins hefur verið í höndum tveggja dótturfyrir- tækja síðan um áramót og sér annað , um skipaþjónustu og hitt um fasteignaþjónustu. Framhaldsaðalfundurinn verður haldinn á veitingahúsinu Gafl-inn þann 19. nóvember kl. 14. sínar með hlutabréfakaupum. Meg- intilgangur félagsins er að dreifa áhættu þeirra sem fjárfesta í ís- lenskum hlutabréfum. Þær breyt- ingar hafa orðið á frádráttarbærni kaupverðs hlutabréfa frá skatt- skyldum tekjum einstaklinga að í næsta skattframtali verður heimilt að draga frá 80% þeirrar fjárhæðar sem keypt er fyrir. Frádrátturinn getur hæstur orðið 100 þúsund hjá einstaklingi og tvöföld sú fjárhæð, eða 200 þúsund hjá hjónum. Vilji einstaklingur fullnýta frádráttar- möguleika sinn að þessu sinni verð- ur hann að kaupa fyrir 125 þúsund- krónur, og hjón fyrir 250 þúsund. Eins og áður þurfa félögin sem keypt er í að fullnægja tilteknum skilyrðum og auk þess að hljóta staðfestingu ríkisskattstjóra. »-♦- Delta bannar reykingar Atlanta. Reuter. DELTA-flugfélagið hefur ákveðið að banna reykingar á öllum leiðum frá 1. janúar og er fyrsta bandaríska flugfélagið sem það gerir. Samkvæmt nýlegunum könnunum félagsins á skoðunum farþega vill aðeins fjórði hver leyfa reykingar. Alls fóru fram 4,200 kannanir og spurt var á ensku, kínversku, jap- önsku og kóresku. í ágúst boðaði Delta bann við reyk- ingum frá næstu áramótum á leiðum félagsins yfir Atlantshaf, í Evrópu og á leiðinni New York-Mexíkó. Nú hefur verið ákveðið að banna einnig reykingar á leiðum félagsins yfir Kyrrahaf. Flugvélar Delta og Delta Connection fara rúmlega 5,000 ferð- ir daglega til 305 borga í 32 löndum víða um heim.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.