Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 44
44 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ STJÖRNUBÍÓLÍNAN SÍMI 991065 Taktu þátt í spennandi kvikmyndagetraun. Verðiaun: Boðsmiðar á myndir í Stjörnubíói Verð kr. 39,90 mínútan. Sýnd kl. 9. Bönnuð innan 16 ára ULFUR Framlag Islands ti.l Óskarsverðlauna 1994. Kr. 500 fyrir börn yngri en 12 ára. Sýnd kl. 5. Sýnd kl. 6.45 16500 ÞAÐ GÆTI HENT ÞIG Já, það gæti hent þig, því þessi ótrúlega gamanmynd er byggð á raunverulegum atburðum. Lögga á ekki lyrir þjórfé en lofar gengilbeinunni að koma með það daginn eftir eða þá að skipta með henni lottóvinningnum sínum... ef svo ólíklega færi að hann fengi vinning. En viti menn, hann vinnur og það enga smáaura, heldur fjórar milljónir dala! Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Bridget Fonda, Rosie Perez og StanleyTucci. Leikstjóri: Andrew Bergman („The Freshman", „Honeymoon In Vegas"). Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11. í ÆVISÖGUNNI stendur að þegar Karl hafi hitt Camillu árið 1972 hafi það verið „ást við fyrstu sýn“. Konurnar i lífi Karls, Diana og Camilla. Karl lifði piparsveinslífinu til fulls í breska sjóhernum. Játningar Karls ► í nýútkominni ævisögu Karls Bretaprins, skrifaðri af Jonathan Dimbleby, er hulunni svipt af rót- lausum piparsveinsdögum prins- ins og hann staðfestir „náið sam- band“ sitt við Camillu Parker Bowles. Bókinni hefur verið lýst af einum heimildarmanni úr kon- ungshöllinni sem þeirri „konung- legu hefnd sem mest bragð er af síðan Hinrik VIII lét hálshöggva Önnu Boleyn eftir að hafa látið ásaka hana um framhjáhald." Karl, sem varð fjörutíu og sex ára gamall 14. nóvem- ber, fór mjög var- lega í sakimar þeg- ar hann gaf í skyn að samband sitt við CamiIIu, 47 ára, hefði aðeins staðið yfir fyrir trúlofun hans og Díönu og eftir að hjónabandi þeirra hefði „áþreif- anlega verið lokið“. En í annarri bók sem nefnist „Camilla: The King’s Mis- tress“ eftir Caroline Graham, sem samin er með aðstoð vina Camillu, segir að samband hennar við Karl hafi staðið yfir þar til innan við 48 tímar voru að brúð- kaupinu og hafist aftur strax eftir aðHarry fæddist. í ævisögu Karls sem nefnist „The Prince of Whales: A Biograp- hy“ og kom út í byijun nóvember segir frá fyrstu kynnum Karls og Camillu. Ennfremur segir að þrátt fyrir hrifningu sína á Camillu hafi Karl talið sig of ungan þá, 23 ára, til að gifta sig. Síðan tóku við áhyggjulaus ár í sjóhemum þar sem prinsinn „virkaði eins og segull á hveija óbundna konu við Suður-Kyrra- haf, félögum Karls í konunglega sjóhernum til mikils ama,“ skrifar Dimbleby í ævisögunni. Ennfrem- ur skrifar hann að á þessum tíma hafi Karl horft upp á hvern vin sinn á fætur öðmm ganga í hjóna- band og óttast það helst að ganga ekki út sjálfur. „Eg verð bráðum aleinn eftir eigrandi bjargarlaus uppi á hillu einhvers staðar og hef misst af öllum,“ segir Karl í bréfi til vinar síns. En það átti ekki eftir að fara þannig fyrir prinsinum því eftir að hann hafði lokið skyldum sínum í sjóhernum og sneri aftur til Bretlands hófst samband hans að nýju við Camillu Parker Bowles. Með þeim tókst mjög náin vinátta og Karl varð mjög háður henni til- finningalega. Það var síðan árið 1980 að hann hitti Díönu Spencer og ákvað að giftast henni. Karl sleit þá sambandi sínu við Camillu og segir í ævisögunni að það hafi ekki ver- ið fyrr en í lok ársins 1986, þegar hann og Diana voru farin að lifa aðskildu lífi, að vinátta hans við CamiIIu hófst að nýju, án þess þó að um ástarsamband væri að ræða. Það var svo ekki fyrr en Karl var orðinn úrkula vonar og hjóna- band hans við Díönu farið endan- lega út um þúfur að ástarsamband hans og Camillu hófst að nýju. „Samband þeirra [Karls og Cam- illu] var siðar meir sagt vera ómerkilegt framhjáhald," segir í ævisögunni. „Fyrir prinsinn var það samt sem áður nauðsynlegt haldreipi manns sem hafði orðið fyrir meiri vonbrigðum en orð fá lýst vegna mislukkunar [sambands hans við Díönuj, sem hann kenndi sjálfum sér algjörlega um.“ Karl með ónafn- greindri stúlku 1979. Nýjar hljómplötur Knýjandi þörf ÞÓR Eldon: Það er gaman að spila... eftir allt. Hljómsveitin Unun vakti athygii í sumar fyrir sumarlegt popp- lag. í daff kemur út fyrsta breiðskífa sveit- arinnar, Æ, með tónlist sem Þór Eldon, gítar- leikari sveitarinnar, vill kalla poppað pönk. SUMAR varð vinsæll mansöng- urinn Hann mun aldrei gley- m’enni, sem Rúnar Júlíusson söng með Unun. Á bak við nafnið Unun var dúett þeirra Þórs Eldons, forðum Sykurmola, og Gunnars L. Hjálmarssonar, sem frægur hefur orðið í Finnlandi sem Dr. Gunni. Smám saman hefur Unun svo und- ið upp á sig og er í dag orðin fimm manna sveit, í tæka tíð til að kynna breiðskífu sveitarinnar, sem kemur út í dag. Leitað að samstarfsmanni Þór segir að þeir Gunnar hafi byijað að hittast og ræða tónlist í ágúst á síðasta ári. Þeir hefðu þá yerið búnir að fást við lagasmíðar hvor í sínu horni, en báða langaði að finna sér samstarfsmann til að halda áfram. „Ég hef alltaf samið tónlist, ég samdi tónlist einn heima löngu áður en Sykurmolarnir komu til og ég var í hljómsveitum áður, þó ég hafi ekki verið hljómsveitargaur, nema bara með Sykurmolunum og þá af illri nauðsyn. Ég hef alltaf verið að, ekki að dútla, ég geri þetta af fullri alvöru og set eitthvað inn á band og hef allar græjur til þess. öðru hvoru finn ég knýjandi þörf til að semja eitthvað og taka upp.“ Þór segir að með tímanum hafi hann langað að fara að gera eitthvað úr þeim hugmyndum sem hann hefði sankað að sér. „Mig langaði til að gera plötu, en ekki sólóplötu af því að þá hefði ég þurft að syngja. Ég veit að ég hefði getað gert sóló- plötu, en ég vildi gera góða plötu og ég veit að samstarf er yfirleitt best. Svo hittist á að við Gunnar áttum báðir efni sem þurfti að vinna með einhverjum, en Gunnar hefur nátt- úrlega verið í því að vinna einn og dæla út plötum fyrir fínnskan mark- að, en ég hef ekki haft neina þörf að gefa út; ekki fyrr en við nú. Ég gaf náttúrlega helling út með Syk- urmolunum, ég var orðinn útbrunn- inn og úttaugaður af þessu popp- arastarfi með Sykurmolunum; mér fannst tónlist vera orðin ömurleg þegar Sykurmolarnir hættu, ég fékk ekkert út úr henni og það tók mig tíma að jafna mig. Við hefðum átt að hætta löngu fyrr.“ Rosalega frekir báðir tveir Hann segir að tónsmíðar þeirra félaga hafi verið all ólíkar, en það hafi ekki komið að sök, því þeim hafi strax gengið vel að raða saman hugmyndum og einnig hafí þeir samið lög „upp á gamla mátann“, þ.e. tveir með gítara inni í stofu. Þeir fengu síðan til liðs við sig Jó- hann Jóhannsson sem sá um forrit- un og hljómborðsleik. Smíðavinn- unni lauk svo í vor, upptökur hóf- ust 1. apríl og þeim lauk 1. október. „Við erum rosalega frekir báðir tveir og höfum mikla_skoðun á því hvernig tónlist á að vera. Við feng- um að ráða því sem við vildum ráða og ég held að hvorugur okkar hafi haft einhver afgerandi völd í hljóð- verinu. Gunni var mér eftirlátur og ég held að ég hafí verið það sama við hann, ég hef í það minnsta ekki fundið fyrir neinum straumum frá honum um að hann hafi verið kúg- aður.“ Samið fyrir kvenrödd Þór segir að frá upphafi hafi þeir félagar ætlað sér að hafa söng- konu með í spilinu. „Þegar við töluð- um um þetta fyrst vildum við eigin- lega bara vera lagahöfundar, okkur fannst í lagi að spila líka, en við vildum ekki syngja það. Okkur langaði að fá til þess kvenrödd og í upphafi komu tvær eða þrjár til greina. Fyrstu textarnir sem við gerðum miðuðust svo við það og svo vatt það upp á sig og endaði með því að það var engin undan- komuleið; lögjn kölluðu öll á stúlku- rödd,“ segir hann. Hann bætir við að þeir hafi haft ýmsar í sigtinu þegar sveitin fór af stað og tvær þeirra hafi æft með þeim áður en Heiða kom til sögunnar. „Þegar Heiða gekk til liðs við okkur voru upptökur komnar vel á veg, svo við Gunni eigum megnið af lögunum," segir Þór, en hún á þó sitthvað og á örugglega eftir að eiga meira í framtíðinni, við höldum henni ekki endalaust niðri,“ segir Þór og hlær. Fimmta hjól undir vagninn er svo Óli Björn Ólafsson trommuleikari, sem áður lék með Yukatan og þann- ig skipuð býr hljómsveitin sig undir að kynna plötuna á tónleikum. Þetta er búið að vera gefandi og skemmti- legt og það hafa menn komið inn í þetta á réttum tíma. Þetta hljóm- ar eins og ekta poppað pönk; við eigum töluvert eftir í að verða vel þétt, en það skiptir engu máli, við erum bara að spila til að skemmta okkur og auðvitað til að minna á plötuna, en fyrst og fremst af því að það er gaman að spila ... eftir allt,“ segir Þór að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.