Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Tjarnarkvartettinn - Hvað er það? TÓNLIST III j« m <1 i s k a r TJARNARKVARTETTINN ÚRSVARFAÐARDAL Hjörleifur Hjartarson (tenór), Krist- ján F. Hjartarson (bassi), Kristjana Arngrímsdóttir (alt), Rósa Kristín Baldursdóttir (sópran), sem jafn- framt er stjórnandi. Ujálfari: Gerrit Schuil. Útgefandi: Friðrik Friðriks- son, Dalvik. STEF-FFCD 002 NÝJASTA undrunarefnið í innlenda hljómdiskabransan- um kemur frá Tjörn í Svarfað- ardal, en því ekki það - „og Jesús fæddist í Nasaret/ ja þá varð ég nú alveg bet“ (einsog haft var eftir íslandsbersa, sem hafði það eftir öðrum). Á hljómdiski þessum kennir margra grasa - eins fjölskrúð- ug flóra og hægt er að búast við á einum diski, allt Trá madrigölum til íslenskra dægurlaga og leikhústón- listar (sem flokkast ósjaldan undir góða slagara) og vorlaga, svo ekki sé minnst á syrpu með skandinavísk- um lögum og allt endar þetta með tveimur amerískum smellum. Mikið af þessu ágæta efni (t.d. dægurlög- in) er í nýjum búningi, sérhönnuðum fyrir kvartettinn. Skemmst er frá því að segja að þetta er „öðruvísi" og óvenjugóður kvartett (a.m.k. á landsmælikvarða), og með nokkrum ólíkindum að slíkur söngur komi frá bændum og búaliði - og það frá einu býli! (Manni verð- ur ósjálfrátt hugsað til Birgis heitins Halldórssonar, þegar hann var að syngja aríur fyrir beljurnar sínar svo þær mjólkuðu betur, en hapn var reyndar einn besti söngvari sem Is- lendingar hafa átt, tvífættir sem ferfættir, enda menntaður vel í greininni.) Þetta er m.ö.o. ekkert móaraul (hvaðþá gaul) heidur menntaður söngur og músíkalskur vel, fullur með allskyns blæbrigðum í hljómi og framsetningu allri. Strangt tekið eru þau þó stundum undirstrikuð um of til að veita fijllkomna ánægju (gæti virkað svolítið þreytandi til lengdar); tala menn ekki um að „fara aðeins yfir strikið"? Því þótt getan sé fyrir hendi (góðar raddir) og söng- gleðin mikil má ekki leggja sig svo mjög fram við flutninginn að maður glati sjálfum sjarmanum ... Allt virk- ar m.ö.o. dálítið „útpælt“. Hljóm- diskur er afar viðkvæmt fyrirbrigði og hafnar stundum aðferðum sem pluma sig ágætlega á söngskemmt- un. En undirstrika verðut að margt er mjög vel gert - og best þegar einlægnin og látleysið ræður ríkjum, svo sem í Sofðu unga ástin mín. Kúnstin við hrífandi flutning á tónlist (sem færri hafa á valdi sínu en menn grunar) er að „hylja“ listina bakvið listina í stað þess að bera hana á torg. Kannski kallast þetta bara fágun - sem gildir einnig um dægur- lög, ef út í það fer. . Upptakan, sem Hreinn Valdimarsson stjórnaði og fór fram í Fella- og Hóla- kirkju í Rvík, hefur tekist mjög vel (íslenskar upptökur eru yfirleitt góðar nú á dög- um). Eftir stendur spurningarmerkið um aðferð, áherslur og jafnvægi, því þegar öllu er á botninn hvolft þurfa flest þessara laga á sínum innra sjarma að halda til að öðlast líf og þokka. En hér er ekki við Hrein að sakast. Engu að síður tókst Tjarnarkvart- ettinum að vekja aðdáun mína, og svo mun áreiðanlega vera um flesta sem komast í tæri við hljómdiskinn. Oddur Björnsson Skáldað í fiskabúr MYNDLIST Mokka INNSETNING ELÍSABET JÖKULSDÓTTIR. Opnunartími Mokka. Til 5. des. Að- giuigur ókeypis. GEYMD endurminninga er mjög persónulegt ferli og frábrugðið frá einum einstaklingi til annars, og má líkja við fingraför sálarinnar. Jafnvel fjölskyldumeðlimir minnast sama atburðar á mismunandi vegu og kann hér giska mikið að skilja á milli. í myndlistinni er endurminning- inn þekkt fyrirbæri og kemur víða við, enda hluti fortíðar sem er í stöðugri endurnýjun og allt hvílir á. Á sýningu rithöfundarins Elísa- betar Jökulsdóttur á veggjum Mokka kveður við nýjan tón í sköp- unarferli hennar, en hins vegar kemur það ekki á óvart að rithöf- undar grípi til myndmálsins, það hefur Thor Vilhjálmsson gert með eftirtektarverðum árangri, og það er dijúgur myndlistarmaður og þá einkum teiknari í Gúnther Grass, auk þess sem leikskáldið Friedrich Dúrrenmatt sökkti sér niður í myndrænar athafnir. Margir snjall- ir rithöfundar hafa hafið feril sinn í listaskóla, og nefnd Elísabet var kunnug inniviðum MHÍ hér áður fyrr, er hún starfaði þar sem fyrir- sæta. Og þó að Elísabet fari öðruvísi að sköpunarferlinu en fyrrnefndir starfs- bræður hennar, er það upplifuð frásögnin sem er veigurinn í mynd- rænum athöfnum hennar. Hún yfirfærir minningat' sínar og hugsanir úr hvunndegi gærdagsins í áþreifan- leg efni eins og bjargarhringi og fiska- búr. Skírskotunin verð- ur margræð, en skyldi ekki fiskurinn sem syndir í kristalstæru vatninu vera tákn var- anleikans í fallvöltum heimi og vatnið sjálft vísun til grumsins í heilakirnunni sem mun vera fyrir- ferð minnisins, sem er svo í sjálfu sér tært og gagnsætt, en fer í gegn- um ferli sem er eins og lífið sjálft, dofnar og skiptir um lit og þá eink- Elísabet Jökulsdóttir um í kyrrstöðu. Lífsrásin lætur ekki að sér hæða og án hreyfingar og uppstokkunar andlegra athafna staðnar heilabúið ekki síður en að líkaminn eldist við hreyfingarleysi. Ekki veit ég hvað olli því að Elísa- bet fann köllun hjá sér til sjón- rænna athafna, en hins vegar veit ég, sem hún sjálf veit kannski ntinna um, að athafnir hennar falla eins og flís við rass að róttækri umræðu nútímans á myndlistar- vettvangi. Eins konar byggingu eða samsetningu minnis- ins. Var t.d. heilu hefti af listritinu „Kunstfor- um“ helgað leiðöngr- um aftur í tímann „Konstruktion des Er- innerns". Fortíðargrúsk er sem sagt komið í móð þrátt fyrir, eða einmitt vegna þess, að lungað áf ungviði nútímans hafði skrúfað fyrir allt sem gerðist fyrir 1970, og gerir enn á ná- ströndum sérhyggju og einangrunar. Alvar- an að baki verkana á Mokka er dálítið á reiki, en hins vegar er gjörningurinn engu ómerkari mörgu viðurkenndara sem þar hef- ur sést og fellur vel og frumlega að rýminu. Bragi Ásgeirsson. Yfirvegað samspil TÓNLIST Hafnarborg KAMMERTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir J.S. Bach, J.M Campos, Jesus Figueroa, Schuni- ann og Jón Asgeirsson. TÓNLEIKAR Tríós Reykjavíkur voru um margt ólíkir venjulegum kammertónleikum, þar sem efnis- skráin var að hluta til létt tónlist á móti háalvarlegum tónverkum eins og tvífiðlukonsertinum eftir J.S. Bach og píanókvintettinum eftir Schumann. Á milli þessar verka var flutt létt þjóðleg tónlist, raddsetning- ar á íslenskum þjóðlögum og tónlist frá Puerto Rico en seinna verkið var unnið af Jesus Figueroa, afa Guill- ermo, sem stjórnaði Sínfóníuhljóm- sveit Islands fyrir stuttu og kom einnig fram á þessum tónleikum, bæði sem einleikari og í kammersam- leik. Þá var flutt tónsmíðin Gloria eftir Jesus Figueroa og tónleikunum lauk með píanókvintett Schumanns. Guillermo Figueroa og Guðný Guðmundsdóttir fluttu tvífiðlukon- sertinn með strengjanemendum úr Tónlistarskólanum í Reykjavík og fyrir utan frábæran leik þeirra, var einstaklega gaman að heyra unga tónlistarfólkið svara fyrir sinn hlut, svo að einleikararnir máttu vel við una samfylgd þeirra. Það sem öðru fremur einkenndi flutninginn á þessu meistaraverki var mikill hraði, sem Bach þolir svo sannarlega, þegar eins vel er leikið og nú gat að heyra. Raddsetningarnar á íslensku þjóð- lögunum voru hressilega leikar og í miðþættinum, sem ber nafnið Raunarolla, þar sem slegið er saman fjórum raunalegum þjóðlögum, á nioti klukkuhljómandi tveimur nót- um á píanóið, náðu flytjendur að magna upp sterka stemmningu í ætt við skammdegisþunglyndi okkar ís- lendinga. Á eftir íslensku þjóðlögunum var flutt tónlist frá Puerto Rico eftir J.M. Campos og Jesus Figueroa, létt skemmtitónlist í ætt við evrópska salontónlist er var vel flutt Fyrra verkið er samið fyrir tvær fiðlur og píanó en á móti Guillermo Figueroa lék Auður Hafsteinsdóttir og var samleikur þeirra einkar samstilltur og vel útfærður. Meginverk tónleikanna var svo Píanókvintett í Es-dúr, op. 44, eftir Róbert Schumann og þar fóru flytj- endut' á kostum, enda þar að finna margt fallegt til að huga að og leika sér með, bæði í samspili og einleik og þar bar hæst hinn undarlegi og magnaði marsþáttur, og einnig villt schersóið. Fyrsti þátturínn var glæsi- lega leikinn en í síðasta þættinum var undir lokin of snemma ofgert í styrk. Styrkur er afstætt fyrirbrigði og hefði mátt aðeins halda aftur af honum, þar til alveg undir það síð- asta. Hvað sem þessu líður var flutn- ingurinn í heild á þessu meistarverki Schumanns mjög vel útfærður og víða glampaði á fallegár tónlínum og yfiivegað samspil. Jón Ásgeirsson. MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 21 Mestur gróði í I— -—•— J vcnð akveðið að miðstöí * matvæla - ferðamáj ^|urað verðiíMK. Árið 199| und- handanviðbyggingu , jlvnr álmu og nú er verið aðniú lun í 5.000 fmverknámshd.þ Alkonta ícnd- verður í notkun innanfuil varTl %’S' Um '"T f3ra 'Vam kennS|lmW haenað { 'TT ?' T Tmleið^, iðarbú- haj.nao. l«ekkr kjoitðn. Etnnig eru hilv»vt 'I u,«ei|nga- um starfsnámsbrautl hJ ram- ast terðaþjónustu sv hessar upsla á gestamóttöku og erirnli Svcinmi í ýmis félög og [yri'j hagtræðings m til t'ræðslu í ferðamáli takannaí gæ.ð á ár, t.d. Flugleiðir (,av^ fram, að hacröa- skrifstofa , söllunar hafi boð- jk<>nar asta ári. cn á-ðum Vöxtur og aa,J“ fyrir 39Íj Vci4tnsla er nú talirni Viauta- Óh.fi,, -r, af tckjum og hfram- menntar§i\(jþ dl á næsta ári. Lcverið að ferðaþjl er nú talin veraut í hagnað af tckjt útlitið vetði s'jijón í heild er siáv. Ég ætlaði bara að minna þig á að sölu \ Víkingalottóinu lýkur kl. 16 \ dag !. efðu V meist- ’reyta grein sem vaxii undanfömum á stuf hennarhefði t\ >ng\ áratugum og n æf( nteð 2% hagnaiinna- e[ttt- sjávarútv vegar í það að-anum mestum gjaldf aðeins 1 % á |n í t húið. „Alls h,’ Þýskir velferðarsvanir? SVANIR sem hafast að á Alstervatni í kjarna Hamborgar á sumrin eru fluttir til vetrastöðva sinna á bátum en áður þurfa starfsmenn dýragarðsins í borginni tnta- la á ikntenn stundi htuta námsins flis, cUú síst í ferðaþjónustu. ntterc sfðasta þrepið tekuii juajnar. Margrét segir Úboð sé á endurmennl toga þó hún efist ttm i samnemi við magn- ia l)t stefnuleysi sent idúm og í and- j'I þekkist vfðast staðyf / Hér kemur frum- ,g fremst frá launþeg pýinnurckendum. þarf þetta að fara saman ítafa fyrirtæki í ferðaþjón- ið sig betur í þessu en JBSt.“ . ttteistarinn segir að nauð að tuvið samstaða náist ntóttm í menntamálum ristunnar. Um sé að ræöa þætta atvinnugrein, sem ikillar fjölbreytni í námsjj ;ilh..fri...stnttti. starfsa rað binda fuglana svo að ekki komi til f/v-J t amSmvÆsStv otdekri bg nenni ekki lengttr að blaka EÐAL-KAPP er unnin úr vönduðu gæðaefni með hátt einangrunargildi. Efnið er þykkt og létt meó tvíhliða flosáferð. Pað er laust við skrjáf og hnökrar ekki. EÐAL-KAPP heldur líkamshitanum vel inni og er því kjörin bæói sem innri- og ytriflík. Apolartec F L E E C E SKÚLAGÖTU 51, SÍMI: 91 - 11520. OG FAXAFENl 12, SÍMl: 91 - 886600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.