Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 31 GRÓA HERTERVIG + Gróa Hertervig var fædd á Ak- ureyri þann 20. maí árið 1902. Hún Iést í Borgarspítalanum hinn 8. nóvember síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Lilja Ólafsdóttir, ættuð úr Kjós, og Knut Hertervig, norskættaður. Gróa átti tvö hálfsystkini, Þorstein Sigurgeirs- son, sem er látinn, og Kristínu Sigur- geirsdóttur, sem býr á Siglufirði. Gróa dvaldi í Skagafirði mikinn hluta ungl- ingsáranna, en kom aftur til Akureyrar arið 1925 og giftist Hjörleifi Ámasyni vélstjóra, ættuðum úr Svarfaðardal. Þeim varð tveggja bama auðið, Ingva, raf- virkjameistara 1927, og Ömu 1933. Kona Ingva er Ólína Halldórsdótt- ir, ættuð úr Eyja- firði, Arna er gift Jóhannesi R. Snor- rasyni, einnig ætt- uðum úr Eyjafirði. Gróa dvaldi síðustu ár ævinnar í þjón- ustuíbúð fyrir aldr- aða á Dalbraut 27 í Reykjavík. Kveðjuathöfn verður í Fossvogskirkju í dag, 16. nóvember og jarðsett frá Akureyrarkirkju hinn 21. nóv- ember. í DAG kveðja vinir og vandamenn hér sunnan heiða frú Gróu Herter- vig frá Akureyri. Útförin verður gerð á Akureyri en þar stóð vagga hennar, þar dvaldi hún mikinn hluta ævinnar, átti sitt fyrsta heimili, ól upp börn sín og starfaði lengst af að velgjörðar- og líknarmálum. Hún var borin í þennan heim á árdögum nýrrar aldar, þegar bjart- sýni um bætt kjör og betra mannlíf fyllti hugi fólksins í landinu, sem svo lengi hafði mátt búa við kröpp kjör. Hún ólst upp í fátækt hins venjulega heimilis íslenskrar al- þýðu, og átti þess ekki kost að njóta annarrar skólagöngu en hinnar hefðbundnu bama- og unglinga- fræðslu, sem var hlutskipti svo margra ungmenna þess tíma. Án efa þráði hún að mega njóta með- fæddra gáfna og ótvíræðra hæfi- leika til náms, en varð að sætta sig við þrotlausa vinnu öll unglingsárin til þess að sjá sér farborða. Gróa Hertervig var vel gerð og að henni stóðu traustir stofnar ís- lenskra og norskra ætta, en hennar norsku ættartengsl voru nærtækari en okkar flestra, þar sem faðir hennar var norskur. Á unglingsáranum dvaldi hún um árabil í Skagafirði, vann þar hin hefðbundnu landbúnaðarstörf, en vegna kunnáttu og hæfni til vanda- samari verka, 'varð hún eftirsótt til samvinnu og skyldra starfa. Hún minntist oft áranna í Skagafírði með þakklátum hug. En árið 1925 lá leiðin aftur til bernskuslóðanna JOUKE BOUIUS + Jouke Bouius fæddist í Koll- um í Hollandi (Frís- landi) 24. júlí 1933. Hann lést föstudag- inn 7. Huddingesjúkra- húsinu í Svíþjóð. Foreldrar hans voru Froukje og Gerrit Bouius. Með fyrri konu sinni, sem var hollensk, átti Jouke tvær dætur, Froukje Bouius, f. í febrúar 1958, og Evu Bou- ius, f. í mars 1964. Þær eru báðar búsettar í Svíþjóð. Seinni kona Jouke var Sigrún Sævars- dóttir, þau giftu sig í desember 1983. Þau eignuðust tvo syni, þá Ara Jouke Bouius, f. 20. desember 1984, og Veigar Ger- rit Bouius, f. 27. mars 1987. Jouke stundaði ýmist nám tengt viðskiptum. 1949 til 1957 vann hann þjá Schenker & Co í Amsterdam. 1957 til 1964 vann hann þjá Shulton-fyrirtækinu (Old Spice) í Hollandi sem sölu- sljóri, en var þá fluttur til aðal- stöðvanna í Brussel í Belgíu. Þar vann hann til 1966. 1966 til 1968 var hann markaðsstjóri þjá Clairol G.m.b.H. í Isenburg í Þýska- landi. 1968 hóf hann störf fyrir franska ilmvatnsfyrirtækið Rochas. Hann var sendur til Svíþjóðar til að sjá um við- skipti þeirra í Skandinaviu, en einkum til að gæta hagsmuna þeirra í Svíþjóð hjá Weraco fyrirtækinu í Stokk- hólmi. 1970 kaupir hann siðan Weraco AB, og síðar önnur fyrirtæki á snyrtivörumark- aðinum, og varð þar með einn stærsti heildsalinn í Svíþjóð í þessum geira. 1985 selur hann fyrirtæki sín í Svíþjóð og flytur alkominn til íslands, en hér hafði hann haft annan fótinn frá 1982. Á íslandi stofnaði Jouke heimili með eftirlifandi konu sinni og sonum, en 1993 flytur hann aftur til Svíþjóðar vegna veikinda sinna og bjó að síðustu á heimili fyrir Alzheimersjúkl- inga í Huddinge. Útför Jouke fór fram frá Engelbrekkskyrk- an í Stokkhólmi 28. október. Minningarathöfn um hann fer fram í Háteigskirkju í dag. ÉG gleymi seint fyrstu ferð minni til Parísar í júní 1982. Ég var mjög spennt því Sigrún systir bauð mér með sér í viðskiptaferð, en ég vann hjá henni í Klassík. En ég var ekki síður spennt, því ég átti að fá að hitta huldumanninn í lífi hennar. Sigrún var búin að segja mér margt frá Jouke, en það sló ekki á forvitn- ina, því maðurinn var mun eldri en Sigrún. En Jouke var ekki lengi að heilla mig, og Guðmund sem hitti okkur í París, upp úr skónum. Hann tók okkur með trompi, og við gleymdum aldursmuninum algjör- lega. Jouke var mikill heimsmaður, °g það sýndi hann okkur svo sann- arlega þessa viku sem við voram saman, og eftir hana vorum við mjög ánægð með vininn hennar Sigj-únar. Á þessum tíma var ég á leiðinni í framhaldsnám í markaðsfræðum, en Jouke taldi mig á að líta á ann- an möguleika. Af hveiju ekki að stofna ykkar eigið fyrirtæki sagði hann. Eg skal hjálpa ykkur að fá umb'oð, og þú kemur til mín til Svíþjóðar og færð þjálfun. Og það varð úr, því í janúar 1983 fór ég út til hans og síðar það sama ár stofnuðum við Terma. Jouke olli því straumhvörfum í lífí okkar og var ávallt tilbúinn að hjálpa okkur á alla vegu. Fyrir það verðum við eilíf- lega þakklát. Hjálpsemin var bara eitt af ein- kennum hans, og ef hann mögulega gat hjálpað fólki, þá var hann til staðar, hlýr og góður og gaf góð ráð og gleymdi vinum sínum aldr- ei. En hann var jafnframt skapmik- ill og gat staðið fast á sínu. Jouke var mikill viðskiptamaður, og virtur MINNINGAR í Eyjafírði. Þar kynntist hún glæsi- legum ungum manni, Hjörleifí Ámasyni, ættuðum úr Svarfaðar- dal. Þau gengu í hjónaband skömmu síðar. Hjörleifur var sjó- maður, sótti sjóinn á gömlu segl- skútunum, en varð síðar vélstjóri á skipum í millilandasiglingum. Ungu hjónin stofnuðu heimili í stóra timb- urhúsi við Strandgötuna á Oddeyri. Mér er enn í fersku minni síðsum- arnótt árið 1931, þegar branalúðrar vöktu Akureyringa af væram svefni. Svartan reyk lagði yfir Odd- eyrina og rauðan bjarma sló á lygn- an Pollinn. Það var stórbruni á eyr- inni og fólk dreif að úr öllum átt- um. Eg horfði á húsið hrynja í morgunsárið og eftir var ijúkandi rúst. Þetta var húsið þar sem Gróa og Hjörleifur höfðu stofnað sitt fyrsta heimili, en vora að heiman með ungan son, meðan aleiga þeirra brann til kaldra kola. Hjörleifur hafði í ferðum sínum til framandi landa keypt ýmsa fagra muni og húsbúnað, sem allt hvarf á einni nóttu. Með dugnaði og hagsýni tókst þeim að eignast nýtt heimili, þar sem fágaður smekkur og list- hneigð húsmóðurinnar var í önd- vegi. Gróa Hertervig var greind kona og glæsileg, það sópaði að henni hvar sem hana bar að garði. Sérstaka eftirtekt vakti er hún klæddist sínum forkunnarfagra, heimasaumaða íslenska búningi. Þá geislaði af henni glæsileikinn og virðuleg framkoma hennar vakti hvarvetna athygli. Hún var hann- yrðakona í þess orðs bestu merk- ingu. Handbragð hennar og kunn- átta vakti eftirtekt þeirra, sem sáu um og skipuiögðu aðstoð Akur- eyrarbæjar til fátækra, sem vora margir á kreppuárunum. Á vegum bæjarfélagsins var sett á stofn af kollegum sínum. Hann var mik- ill málamaður (talaði ensku, þýsku, frönsku, sænsku og hollensku) og hafði ferðast um heim allan sem sölu- og markaðsstjóri, og var því víðsýnn, en jafnframt réttsýnn. Jo- uke var ákaflega glæsilegur maður, og það komst enginn hjá því að taka eftir honum hvar sem hann mætti, óaðfínnanlega til fara, hár og spengilegur. Jouke var mikill fjölskyldumaður, og það veitti honum mikla gleði þegar synir hans fæddust. Strák- arnir og Sigrún vora honum allt. Hann undi sér vel með Ara og Veigari og ég er þess fullviss að minningar þeirra um pabba sinn era margar og góðar og fylgja þeim um ókomin ár. Jouke var mjög bamgóður og löðuðust böm að hon- um hvar sem hann kom. Hans er sárt saknað af bömunum okkar. Jouke var góður gestgjafí og hafði unun af því að bjóða fólki á heim- ili þeirra Sigrúnar sem hann hafði skreytt fallegum munum sem hann hafði safnað í gegn um tíðina. En það er eins og oft vill verða, að óhamingjan bankar á dymar þegar síst varir. Hér á íslandi kom sjúkdómur Jouke í ljós, en hann var haldinn Alzheimersjúkdómnum. Sjúkdómurinn ágerðist og að síð- ustu fluttist hann til Svíþjóðar fyrir rúmu ári til að fá viðeigandi að- stoð. Á Huddingesjúkrahúsinu er mjög fullkomin deild fyrir Alzheim- ersjúklinga og í gegn um hana fékk hann alla þá aðstoð sem hann þurfti hveiju sinni. Þegar hann lést af slysföram nú í október bjó hann á sambýli fyrir Alzheimersjúklinga. Elsku Sigrún, Ari og Veigar, við vitum áð síðustu ár hafa verið ykk- ur mjög erfið. Jouke hefur yfírgefíð ykkur smám saman, eftir því sem sjúkdómurinn hefur ágerst. En þrátt fyrir allt voruð þið alltaf efst í huga hans eins og hann sagði mér aðeins örfáum dögum áður en hann lést. En við vitum að nú líður honum vel og þökkum fyrir að hann þurfti ekki að fara í gegn um síð- ustu stig sjúkdómsins. Við biðjum guð að geyma Jouke og styðja ykk- ur og styrkja. Jouke verður alltaf með ykkur og minningin um hann mun lifa um ókomna tíð. Sólrún, Guðmundur, Sævar, Guðni og Sólveig. saumastofa, þar sem notuðum flík- um var breytt og nýjar saumaðar eftir óskum og þörfum þeirra, sem aðstoðar nutu. Þessari saumastofu veitti Gróa forstöðu frá byijun og um langt árabil, af einstakri smekk- vísi og trúmennsku. Það má því segja að hún hafí verið brautryðj- andi í félagsmálaaðstoð Akureyrar- bæjar. Nokkur sumur var hún ráðs- kona á Siglufírði á sfldaráranum, leysti einnig af húsmæður í sveitum sem vegna veikinda eða annars vanda áttu um sárt að binda. Hún hljóp því oft undir bagga af fóm- fýsi og góðvild. Ekki má gleyma þætti hennar í málefnum kvennadeildar Slysa- vamafélags íslands á Akureyri. Þar var hún frá byijun í forustusveit, ásamt mörgum mætum konum, þ. á m Sesselju Eldjárn, sem var þjóðkunn baráttukona um slysa- vamir. Þessar konur unnu afar mikilvægt starf og fórnfúst í þágu slysavama almennt, og á þjóðin öll þeim mikið að þakka. Um margra ára skeið höfðu Gróa og Hjörleifur litla stúlku í fóstri, Heiðdísi Norð- fjörð, sem þjóðkunn er af upplestri fallegra bamasagna í hljóðvarpi og hefur auk þess skrifað margar barnrabækur. Heiðdís og maður hennar, Gunnar Jóhannsson bif- vélavirki, hafa ávallt sýnt Gróu mikla tryggð og vináttu. Árið 1965 fluttist Gróa, ásamt Ingva syni sínum og fjölskyldu, til Reykjavíkur og settist fjölskyldan að við Laugalæk. Gróa vann á saumastofu hér í Reykjavík þar til hún varð sjötug. Árið 1989 flutti hún í þjónustuíbúð fyrir aldraða á Dalbraut 27, og naut þar góðrar aðhlynningar og þar leið henni vel. Forstöðukonu og starfsliði öllu era færðar sérstakar þakkir aðstand- enda. Gróa Hertervig fylgdist vel með öllu, ekki síst þjóðmálaumræðunni, þar til sjón og heilsu hrakaði. Hún hafði glöggt auga fyrir öllu sem til framfara og betra mannlífs horfði, var trú fóstuijörðinni, eins og flest- ir þeir, sem ólust upp í anda þjóð- legra viðhorfa aldamótakynslóðar- innar. Hún skipulagði alla hluti af kostgæfni, gekk aldrei í flaustri að' nokkra verki eða máli, var í senn vandvirk og velvirk kona. Okkar kynni hófust upp úr miðjum sjötta áratugnum, en þá átti Hjörleifur við veikindi að stríða og lést árið 1958. Hann var mætur, skemmti- legur og góður maður. Ég stend í mikilli þakkarskuld við látna tengdamóður mína. Hún reyndist heimili okkar Ömu og ^örnunum frábærlega vel. Á okkar kynni féll aldrei hinn minnsti skuggi öll þessi ár. Nú er langri göngu lokið, mæt kona og góð er kvödd með virðingu og þakklæti. Við biðjum þess öll að hún megi hvfla í Guðs friði. Jóhannes R. Snorrason. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓNA G. FINNBOGADÓTTIR KJELD, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði mánudaginn 14. nóvember. Marfa Kjeld, Hanna Kjeld, Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Steinsson, Matthías Kjeld, Marcella Kjeld. Bróðir minn, PÁLL ÓLAFSSON fyrrverandi starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, Hraunbæ 70, er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Þakka auðsýnda samúð. Albert Ólafsson. + Tengdamóðir mín og amma okkar, VALGERÐUR STEINUNN FRIÐRIKSDÓTTIR frá Hánefsstöðum i Svarfaðardal, áðurtil heimilis i Aðalstræti 5, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, þriðjudaginn 8. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 13.30. Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, vinsamlega láti dvalarheimilið Hlið njóta þess. María Franklín, Guðný Franklfn, Vaigerður Franklfn, Auður Franklin, Erla Franklm, Jónas Franklín, Ævar Karl Ólafsson og fjötskyldur. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐMUNDA SESSEUA GUNNARSDÓTTIR, lést í Landspítalanum 14. nóvember. Jarðsungið verður frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Heimahlynningu Krabbameins- félagsins. Böðvar Árnason, Gunnar Böðvarsson, Sigrún Sigfusdóttir, Frfða Soffía Böðvarsdóttir, Ásta Böðvarsdóttir, Lárus Ýmir Óskarsson, Erna Marfa Böðvarsdóttir, Bjarni Óskar Halldórsson, Bryndfs Böðvarsdóttir, Ólafur Jóhannsson, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.