Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.11.1994, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 16. NÓVEMBER 1994 I DAG MORGUNBLAÐIÐ J ólakortamyndatökur Myndataka af baminu/bömunum þínum og 40 jólakort kr. 6.000,00 Ódýmstu jólakortin á markaðnum. Hjá okkur ém jólakortin 55% ódýrari 3 Ódýrari Ljósmyndastofan Mynd sími: 65 42 07 Barna og fjölskylduljósmyndir sími: 887 644 . , Ljósmyndastofa Kópavogs Opið a laugardogum sími: 4 30 20 á hausí- tilboðsverði Dalshrauni 14, Hafnarfirði, sími 91-52035. skrúfuloftpressw 750 l/min 8 bar, létt og meðfærileg Réttatækið fyrir iðnaðarmanninn. Dalshrauni 14, Hafnarfiröi, sími 91 -52035 VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 9-5 frá mánudegi til föstudags Tapað/fundið Silfurarmband tapaðist KARLMANNS silfurarm- band með áletrun utan á og innan í tapaðist ann- aðhvort í miðbænum eða á leiðinni þaðan og upp í Breiðholt fyrir u.þ.b. mán- uði síðan. Finnandi vin- samlega hringi í síma 74140 eða 76646. Hjól tapaðist í Hraunbæ RAUTT Hunter-hjól tap- aðist úr hjólageymslu í Hraunbæ 64 sl. helgi. Viti einKver um hjólið er hann vinsamlega beðinn að skila því á sama stað eða láta vita í síma 879386. Næla tapaðist APPELSÍNUGUL og græn, mjög sérstök næia með semelíusteinum tap- aðist á leiðinni frá Máva- hlíð 26 og í strætisvagni upp í Vesturberg, 21. októ- ber sl. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 627268. Fundarlaun. Yfirbreiðsla tapaðist PLASTYFIRBREIÐSLA af barnavagni og barna- skiptitaska, ljósgræn með gulu dýramunstri, tapaðist sl. sunnudag á leiðinni frá Framnesvegi að Granda- vegi. Möguleiki er að þetta hafi fokið eitthvað lengra í burtu. Finnandi vinsam- lega hringi í síma 37045. Á puttanum til Keflavíkur TVÆR unglingsstúlkur sem voru á leiðinni á putt- anum frá Reykjavík til Keflavíkur voru teknar upp í bíl og hleypt út í Garðabæ sl. sunnudag. Þær gleymdu poka með snyrtidóti í bílnum og er því auglýst eftir þeim. Þær mega hafa samband í síma 19348 eftir hádegi. Með morgunkaffinu Ég get ekki sofnð, Siggi. Ljósið heldur vöku fyrir mér. HÖGNIIIREKKVÍSI Því miður Margrét mín. Ég sé manninn þinn ekki hér. BRIDS U m s j 5 n G u A m . I* á 11 Arnarson VALUR Sigurðsson ákvað að skjóta inn tveimur hjört- um á heldur lítil spil, en eins og hann sagði sjálfur: „Það var nú eða aldrei." Spilið kom upp í Reykjavík- urmótinu í tvímenningi, sem Sigurður Vilhjálmsson og Valur unni. Suður hættu. gefur; AV á Norður ♦ 1072 V G108 ♦ DG102 ♦ 975 Vestur Austur ♦ G6 ♦ - V ÁK972 llllll * 543 ♦ 86543 111111 ♦ ÁK9 ♦ D ♦ ÁG108642 Suður ♦ ÁKD9854 V D6 ♦ 7 ♦ K3 Vestur Norður Austur Suður Valur Sigurður 1 spaði' 2 hjörtu! Pass 3 spaðar® 4 spaðar' 5 hjörtu' Pass Umh.‘ 5 spaðar Pass Pasíi 6 hjðrtu Allir pass (1) Eftir drykklanga stund, (2) ,Nú eúa aldrci,“ (3) „Splinter“, stuðningur við hjartað, einspil eða eyða í spaða. (4) EÍdsnöggt (5) „Best að reyna að Wda aftur af makker." (6) ,Á ég að lyfta í sex!“ Valur vildi frekar reyna 5 hjörtu en spila 4 spaða dobl- aða. Þess vegna sagði hann 5 hjörtu beint, en það hefði verið sterkara og lýst yfir slemmuáhuga að passa fyrst 4 spaða og taka síðan út úr dobli Sigurðar. En Sigurður átti eigi að síður nógu góð spil til að íhuga hækkun. Hann tók sér því góðan tíma. Á meðan var suður líka að hugsa. Hann leit svo á að röðin væri komin að sér og ákvað loks í ljósi þess að hættumar voru hagstæðar að skella sérl 5 spaða! Sem sagt, áður en Sigurður hafði meldað!! Þetta er strangt tekið mál fyrir keppnisstjóra að leysa, en sem sannur íþróttamaður ákvað Sigurður að taka sögnina gilda, enda hafði hann loks gert upp hug sinn. Hann ætlaði í slemmu. Utspilið var tíguldrottn- ing. Valur drap á ás og lagði niður ÁK í hjárta. Það voru gleðitíðindi að sjá litinn falla. Þá var bara laufið eftir. Suð- ur gat ekki átt meira en eitt til tvö lauf, svo svíning kom ekki til greina. Valur tók á ásinn og trompaði niður kónginn. Trompaði síðan spaða og spilaði frílaufi. Tími til að leggja upp. Yíkverji skrifar... NÚ FYRIR skömmu var Vík- verji í því ánægjulega hlut- verki, að hlýða ungum grunnskóla- nemanda úr áttunda bekk yfir námsefnið í landafræði, þar sem skyndipróf í fræðunum var fyrir dyrum. Þetta væri nú ekki sérstak- lega í frásögur færandi, nema vegna þess að upp kom efnislegur ágreiningur á milli nemandans og Víkverja, sem af yfirlæti sínu notaðist aðeins við spurningablað- ið, og dæmdi síðan svörin sem veitt voru út frá því sem hann taldi vera eigin þekkingu. Ágreiningurinn reis vegna svarsins við spurning- unni um í hvaða þijá mannflokka mannkynið greindist: „Eranar, mongólítar og negrar“, hljóðaði svarið, stutt og laggott. Að Vík- verja setti mikinn hlátur, og hafn- aði hann síðan þeirri staðhæfingu, að mongólítar væru einn mann- flokkur. Nemandinn var ærið ör- uggur um sig og bað Víkvetja að fletta upp á bls. 23, í Landafræði 1. hefti, eftir Gylfa Má Guðbergs- son og skoða kaflann Mannkynið, hvað Víkvetji gerði. xxx G VITI menn! Orðrétt stendur í þessari útgáfu, sem telst vera hin fimmta, aukin og endurskoðuð, frá árinu 1988: „Mennirnir eru ólík- ir í útliti og háttum og er mannkyn- inu skipt í þijá mannflokka, eftir líkamlegum einkennum, eirikum hörundslit, háralit og andlitsfalli. Eranar(hvítir menn) eru fjölmenn- astir, nálega helmingur jarð- arbúa ... Mongólítar (gulir menn) [Víkveiji segir og skrifar Mongólít- ar!] eru næstflestir, um þriðjungur mannkyns ... Negrar (svertingj- ar).. .“ Víkveiji var orðlaus yfir þeim texta sem hann las, þar sem því er haldið fram fullum fetum, að mongólar (gulir menn) séu mon- gólítar, allir sem einn. Mongólíta- gervi er eins og kunnugt er með- fæddur sjúkdómur, sem einatt er lýst sem downsheilkenni (Down’s syndrome) og sá sem haldinn er sjúkdómnum er kallaður mongólíti. Sjúkdómurinn stafar að talið er oftast af því að aukalitningur er í frumum sjúklingsins. _ Mongólíta- gervi er lýst þannig í Islensku al- fræðiorðabókinni: „einkennist af andlegum vanþroska, stuttum fingrum, þykkri tungu, fiötu andliti og skásettum augum. Líkur á að kona eignist barn með mongólíta- gervi aukast með aldri. Gallann má greina á meðgöngu. Meðalævi mongólíta er stutt.“ xxx AÐ VAR ekki að furða, þótt nemandinn bæri fyrir sig bók- ina, þegar Víkveiji gerðist svo ósvíf- inn að skella upp úr. Svona villa, í landafræðibók, sem fyrst var prent- uð sem handrit árið 1968 og hefur síðan verið gefin út fimm sinnum, henni hefur verið breytt og hún hefur verið endurskoðuð, er nú ekki beinlínis til þess fallin, að auka til- trú manna á barnafræðurum lands- ins, eða hvað!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.