Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Arni Þór Sigurðsson við umræður í
borgarstjórn um hundahald
Stefna ber að
bannivið
hundahaldi
Morgunblaðið/Sverrir
STARFSMENN tjónaskoðunarstöðva hafa í nógu að snúast þessa
dagana, þar á meðal Óskar Þór Þráinsson, starfsmaður tjóna-
skoðunarstöðvar VIS í Kópavogi.
Annríki í hálkunni
BORGARSTJÓRN hefur samþykkt
að gjaldskrá vegna hundahalds fyrir
árið 1995 verði óbreytt og að gjald-
dagar verði þrír. Fyrirvari er um
hugsanlegar breytingar ef nefnd
sem skipuð hefur verið kemst að
þeirri niðurstöðu. Árni Þór Sigurðs-
son, borgarfulltrúi R-lista, bókaði
að stefna bæri að banni við hunda-
haldi í borginni í samræmi við niður-
stöðu könnunar um vilja borgarbúa.
Síðari umræða um gjaldskrá
vegna hundahalds fór fram á fundi
borgarstjómar í gær. Ámi Sigfús-
son, borgarfulltrúi Sjálfstæðis-
Elfa Björk
hættir hjá
RÚV
ELFA Björk
Gunnarsdótt-
ir, fram-
kvæmdast-
jóri Ríkisút-
varpsins-
Hljóðvarps,
hefur sagt
upp starfi
sínu' frá og
með 1. apríl ElfaBjörk
næstkom- Gunnarsdóttir
andi.
í viðtali við Morgunblaðið
sagði Elfa Björk að sér hefði
þótt orðið tímabært að breyta
til eftir áratug í þessu anna-
sama starfi. Hún segir ekki
ákveðið hvað hún tekur sér
fyrir hendur. Til að byrja með
hyggst hún taka sér leyfi og
jafnvel fara til náms.
flokksins, sagði að við fyrri umræðu
hafi niðurstaðan verið sú að tilhögun
gjaldsins yrði rædd milli funda og
úr því skorið hvort koma mætti við
endurskoðun á gjaldskrá og gjald-
dögum ef með þyrfti. í umsögn borg-
arlögmanns væri gert ráð fyrir
óbreyttri gjaldskrá og að gjalddagar
verði þrír.
Framkvæmd hundahalds
í bókun Áma Þórs segir að tillag-
an um óbreytta gjaldskrá leiði hug-
ann að framkvæmd banns við
hundahaldi í Reykjavík, sem hefur
verið í gildi um langt skeið. Þá seg-
ir að þegar borgarbúar hafi -verið
spurðir álits á því hvort leyfa ætti
hundahald í Reykjavík hafi komið í
ljós að afgerandi meirihluti er því
andvígur. Stefna beri að því að vilja
borgarbúa verði framfylgt.
Fram kemur að á meðan hunda-
hald sé heimilað með sérstökum
undanþágum telji hann eðlilegt að
hundaeigendur greiði kostnað sem
borgin verður fyrir vegna hunda-
hreinsunar, eftirlits og annarra þátta
sem stafa af hundahaldi. Það væri
óviðunandi að þeir borgarbúar sem
fellt hafa tillögu um hundahald beri
þann kostnað.
1,5 millj. í tryggingar
í máli borgarstjóra, Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, kom fram að
hún teldi koma til álita að skoða
þann kostnað sem borgin hefði af
hundahaldi. Hún sagði að borgin
keypti vátryggingar vegna hunda
fyrir 1,5 milljónir króna á ári og
spuming hvort hundaeigendur ættu
ekki að sjá sér sjálfir fyrir trygging-
um. Þá nefndi hún að til álita kæmi
að lækka leyfisgjald en hækka hand-
sömunargjald þannig að hundaeig-
endur greiði fyrir þann ama sem
hundar þeirra valda.
FJÖLDI bíla hefur skemmst í
árekstrum og umferðaróhöppum
í hálkunni undanfarna daga.
Þrátt fyrir ótíðina virðast
árekstrarnir þó ekki fleiri en að
meðaltali, að sögn Kristjáns
Tryggvasonar, stöðvarstjóra
Tjónaskoðunarstöðvar VIS, en ef
til vill harðari; a.m.k. er áberandi
í þessari hálkutíð að bílar skemm-
ist illa í hörðum árekstrum eða
við útafakstur.
Hálkuskotin hafa komið illa við
ökumenn undanfarna daga, t.d.
lentu fjórir bílar út af Suðurlands-
vegi á Sandskeiði síðdegis á mið-
vikudag og var það mat lögreglu
að í þeim óhöppum hefði mikil
hálka og óhentugar vegaraðstæð-
ur lagst á eitt en djúp ísilögð hjól-
för í veginum höfðu beint öku-
mönnum að hvarfi í veginum þar
sem ökumenn misstu hver á eftir
öðrum vald á bílum sínum.
Vilhjálmur Ö. í
fornleifanefnd
HÍ vill breyt-
ingii á þjóð-
minjalögum
HÁSKÓLARÁÐ fundaði í gær vegna
tilnefningar á fulltrúa Háskólans til
setu í fomleifanefnd. Niðurstaða
fundarins varð sú að Dr. Vilhjálmur
Ö. Vilhjálmsson verður tilnefndur
aðalmaður en Margrét Hallgríms-
dóttir varamaður.
I fréttatilkynningu sem Háskólinn
sendi frá sér í gær vegna málsins
kemur fram að hann muni í kjölfar
þess beina þeim tilmælum til
menntamálaráðherra að þjóðminja-
lög verði endurskoðuð.
Á fundi háskólaráðs 1. september
sl. hafði Mjöll Snæsdóttir fengið flest
atkvæði til aðalmanns en Margrét
til varamanns. Tilnefningin hefur
dregist þar sem ekki var ljóst hvort
háskólapróf Mjallar uppfylltu form-
leg skilyrði þjóðminjalaga, en þau
gera þá kröfu til fulltrúa HÍ að hann
hafi lokið háskólaprófi með forn-
leifafræði sem aðalgrein.
Að athuguðu máli, hjá sænskum
háskólum, þar sem Mjöll stundaði
nám, og hjá Gesti Jónssyni, lögfræð-
ingi Háskólans, fékkst sú niðurstaða
að háskólapróf Mjallar uppfylltu
ekki formleg skilyrði laganna. Gest-
ur Jónsson taldi að tilnefning full-
trúa, sem ekki uppfyllir lagaskilyrð-
ið, væri ólögmæt. Lagastoð skorti
fyrir samjöfnuði við jafngilda mennt-
un og reynslu og því væri háskólar-
áði ekki heimilt að tilnefna Mjöll til
setu í fornleifanefnd.
Háskólinn mælist til
lagabreytingar
Við nýja atkvæðagreiðslu fékk
Dr. Vilhjálmur Ö. Vilhjálmsson flest
atkvæði og mun hann því verða til-
nefndur aðalmaður en Margrét Hall-
grímsdóttir varamaður. Háskólinn
mun beina þeim tilmælum til
menntamálaráðherra að þjóðminja-
lög verði endurskoðuð svo að meta
megi menntun og starfsreynslu til
jafns við þá formlegu kröfur sem
nú er gerð.
Mjöll Snæsdóttir vildi ekki tjá sig
um niðurstöðu háskólaráðs er Morg-
unblaðið hafði samband við hana í
gærkvöldi.
Ákvörðun um
tilvísanakerfi
tekin fljótlega
SIGHVATUR Björgvinsson sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að mikill munur
væri á því tilvísanakerfí sem nú er
til umræðu og því sem lagt var niður
1983. Þá hafi verið læknaskortur, ekki síst í
heilsugæslunni. Þess vegna hafi tilvísanakerf-
ið ekki virkað vel. Kerfið hafi og verið misnot-
að því sérfræðingar gátu vísað hver á annan
og mikið hafí verið gert af því.
„Nú er engin læknastaða í heilsugæslunni
ómönnuð þannig að kerfið er betur undir það
búið að taka að sér þennan þátt heilbrigðis-
þjónustunnar,“ sagði Sighvatur. „Þá er það
stefna Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar
að samskipti sjúklings og læknis byiji á heim-
ilislæknastiginu."
Sighvatur segir þijú ár síðan að heimild
var gefin til að koma á tilvísanakerfí með lög-
um frá Alþingi. Menn hafi vitað af því mark-
miði að koma á tilvísanakerfi í tvö ár. Nú séu
drög að reglugerð tilbúin og því hægt að kynna
þau.
Um þá viðbáru að ekki hafi verið sýnt fram
á að neitt sparist með tilvísanakerfi sagði Sig-
hvatur að því hafi alltaf og allstaðar verið
haldið fram um aðgerðir sem gripið hefur
verið til af heilbrigðisyfirvöldum til að draga
úr kostnaði.
Athugasemdir skoðaðar
Sighvatur segir að ekki sé búið að taka
ákvarðanir um neinar dagsetningar í þessu
máli sem ekki verði hægt að hnika til ef ástæða
þykir. Sighvatur sagði að á fundunum með
læknum hafi komið fram ábendingar og búist
sé við fleiri athugasemdum á næstu dögum.
Þær verði teknar til skoðunar og i framhaidi
af því verði tekin ákvörðun um tilvísanakerfi.
Það sé ekki spuming um mánuði, heldur daga
eða vikur þar til hún verður tekin.
Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags
Reykjavíkur, segir að sér komi á óvart að
heilbrigðisráðherra skuli ætla að taka upp til-
vísanakerfi sem hann segi sjálfur að muni ef
til vill ekki spara neina peninga. „Það er
megintilgangurinn með kerfum á borð við til-
vísanakerfí víðast hvar í heiminum að tak-
marka aðgang að dýrri sérfræðiþjónustu. Við
höfum þá sérstöðu á íslandi að hér er tiltölu-
lega mjög ódýrt að fara til sérfræðings. Ég
óttast að tilvísanakerfi muni gera boðskiptin
milli heimilislækna og sérfræðinga erfiðari,
en ekki betri. Ég legg mjög
mikla áherslu á að við viljum
eiga góða samvinnu við
heimilislækna. Læknafélag
Reykjavíkur er bæði féiag
heimilislækna og sérfræð-
inga og það er mikilvægt
að við getum unnið áfram
saman. Þess vegna er það miður að ráðherr-
ann og ráðuneytið skuli ekki hafa samráð við
læknasamtökin um hvað við teljum bestu leið-
ina í þessu.
Mín skoðun er sú að það eigi alls ekki að
fara af stað með svona kerfi nema búið sé
að sýna fram á að það gagnist okkur fjárhags-
lega.“ Gestur sagðist ekki geta sagt um hvort
tilvísanakerfi kæmi til með að hafa áhrif á
tekjur sérfræðinga og taldi æskilegt að fá
hagfræðilega úttekt á því hvaða fjárhagsleg
áhrif kerfið hefði.
Áttu von á að læknar grípi til einhverra
aðgerða?
„Þetta hlýtur að gefa tilefni til að við höld-
um fundi og ræðum málin
ítarlega í okkar hópi, hvað
sé skynsamlegt að gera.“
Gestur segir sérfræðinga
vinna eftir samningi Lækna-
félags Reykjavíkur við
Tryggingastofnun ríkisins
sem hún hafi raunar sagt
upp 1993. „Eitt ákvæði í honum er að lækna-
samtökin geta sagt samningnum upp fyrir-
varalaust og það verður vafalaust til umræðu
í okkar hópi.“ Ef samningnum verður sagt
upp verður að semja upp á nýtt eða fara með
málið fyrir gerðardóm, að því er Gestur telur.
Gestur á von á að læknar hittist fljótlega
til að ræða málið. Það verði væntanlega fyrst
rætt í sérgreinafélögum og síðan taki Lækna-
félagið afstöðu til samningsins við Trygginga-
stofnun.
Heimilislæknar fremur
hlynntir tilvísunum
Sigurbjöm Sveinsson, formaður Félags
heimilislækna, sagðist einungis geta tjáð sig
um reglugerðardrögin sem einstaklingur, því
málið hefði ekki verið á dagskrá félagsins né
rætt innan þess undanfarin tvö ár. Fyrirtveim-
ur árum hafi félagið tekið þátt í umræðum
um tilvísanakerfi, án þess þó að gefa neina
umsögn um það kerfi sem þá var í undirbún-
ingi. Þáverandi heilbrigðisráðherra hafi til-
kynnt sumarið 1993 að tilvísanakerfinu yrði
ekki komið á. Núverandi ráðherra hafi hins
vegar ákveðið að koma á tilvísanakerfi, en
ekki leitað álits eða umsagnar Félags heimilis-
lækna um reglugerðardrögin sem nú er verið
að kynna.
Sigurbjörn segir að innan Félags heimilis-
lækna hafi ekki verið neitt rætt um að grípa
til aðgerða vegna reglugerðardraganna, enda
ekkert samráð verið haft við félagið. Ekki
hafi enn verið óskað eftir almennum fundi í
félaginu.
Varðandi þá gagnrýni að ekki hafi verið
sýnt fram á hagkvæmni tilvísanakerfis sagði
Sigurbjörn: „Það eru svo margar breytur í
þeim útreikningum sem við getum ekki sagt
fyrir um. Við vitum ekki hver langtímaáhrifin
verða. Það er vonarpeningur að hugsa um
sparnað í þessu til skemmri tíma. Það er erf-
itt að dæma um langtímaáhrif af kerfinu. Við
vitum að heilbrigðisþjónustan í ríkjum sem
búa við þetta kerfi er í ódýrari kantinum þeg-
ar bornir eru saman hópar ríkja. Til að geta
dæmt um áhrif svona kerfis á notkun fjár-
muna í heilbrigðiskerfinu þurfum Við sam-
anburð sem nær yfir þijú til fimm ár.“
Heimilislæknar og
sérfræðingar hafa
ólíka afstöðu