Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Sverrir
Motginblaðið/Kristinn
Vetrarverk
íborgar-
görðum
AÐ MÖRGU er að hyggja hjá
garðyrkjudeild Reykjavíkur-
borgar yfir vetrarmánuðina. Að
sögn Jóhanns Pálsson garð-
yrkjusljóra, er unnið við ný-
framkvæmdir fram í nóvember,
þá taka við lagfæringar á garð-
bekkjum og girðingum og nú í
ársbyijun eru starfsmenn deild-
arinnar að klippa tré og runna
í borgarlandinu. „Það er mikil
vinna að fara yfir allan tijágróð-
ur í borginni. Þetta eru fleiri
tugir hektara í tijábeðum,“
sagði hann.
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur
Viljum hraða
kj araviðræðum
„EG FEKK á fjölmennum fundi í
félaginu ekki umboð til að leggjast
í margra mánaða viðræður. Ég fékk
skýr skilaboð frá þeim sem töluðu á
fundinum um að viðræðurnar gengju
hratt fyrir sig. Það var um það rætt
að ef ekki færi að komast alvara í
viðræðurnar fljótlega í janúar yrði
kallaður saman félagsfundur þar
sem næstu skref yrðu rædd,“ sagði
Kristján Gunnarsson, formaður
Verkalýðs- og sjómannafélags
Keflavíkur, um fund sem haldinn var
í félaginu milii jóla og nýárs.
Kristján átti ásamt formönnum
Dagsbrúnar og Hlífar fund með 'for-
ystu VSÍ fyrr í vikunni, en félögin
þrjú hafa ákveðið að hafa með sér
samstarf í komandi kjaraviðræðum.
Samstarfið hefur verið kallað Flóa-
bandalagið. Félögin eru langstærstu
féiögin innan Verkamannasam-
bandsins.
Kristján sagði að á fundinum hefði
verið rætt um skipulag og vinnu-
brögð í komandi kjaraviðræðum.
Ekki hefðu verið lagðar fram neinar
kröfur á fundinum, en hann sagði
að það yrði gert á næsta fundi.
Kristján sagði að samstarf félag-
anna þriggja fæli ekki í sér að þau
myndu ekki hafa neitt samstarf við
Verkamannasambandið í kjaravið-
ræðunum. Félögin myndu beita sér
í sameiginlegum málum innan
VMSÍ. Hann nefndi í því sambandi
skattamál, húsnæðismál, kaup-
tryggingu fiskvinnslufólks og láns-
kjaravísitölu. Kristján sagði að innan
félaganna þriggja væru ýmsir hópar
sem væru með ýmsar sérkröfur.
Þetta væru t.d. bensínafgreiðslu-
menn, hafnarverkamenn og flugaf-
greiðslumenn. Hann sagði að meðal
þess sem félögin vildu ræða við VSI
væru sérmál þessara stétta.
>
I
)
i
Landssamband íslenskra útvegsmanna
Færeyingar fái
ekki kvóta hér
STJÓRN Landssambands íslenskra
útvegsmanna vill ekki að Færeyingar
fái veiðiheimildir hér við land á næsta
fískveiðiári, að því er kemur fram í
Útveginum, málgagni sambandsins.
LIÚ hefur skrifað sjávarútvegs-
ráðherra bréf þar sem þessa er form-
lega farið á leit. Þorsteinn Pálsson
sjávarútvegsráðherra sagði í gær að
viðræðunefndir íslendinga og Færey-
inga myndu hittast í lok þessa mán-
aðar.
„Þessir kvótar eru ákveðnir í eitt
ár í senn og verða ræddir á þessum
fundi. Ljóst er að aðstæður eru á
margan hátt breyttar, mikil sókn
hefur verið í lúðustofninn og eins
löngu og keiiu. Til þessara breyttu
aðstæðna verður að taka afstöðu og
það verður gert á þessum árlega
fundi,“ sagðf Þorsteinn Pálsson.
í fyrrnefndu bréfi LÍÚ segir að
skip sem gert hafi út á lúðu, löngu
eða/ keilu hafi hreinlega gefist upp
við veiðamar eða séu að því komin.
Ástæðan sé sú að miðin hafi verið ]
svo ásetin af færeyskum skipum að j
íslensk skip hafi ekki náð árangri
við veiðarnar.
Þá telur stjórn LÍÚ að ráðuneytinu
hljóti að vera ljósir erfiðleikar ís-
lenskrar útgerðar vegna minnkandi
veiðiheimilda þótt þess sjáist ekki
merki þegar litið sé til örlætis ís-
lenskra stjórnvalda í garð Færeyinga
þar sem þeim séu færðar veiðiheim-
ildir við Island að gjöf.
Er minnt á að Færeyingar hafi
stundað linnulaus undirboð í skjóli
ríkisstyrkja á karfaflökum í Þýska-
landi og skaðað þannig hagsmuni
Isjendinga verulega. Því fer stjórn
LÍÚ þess á leit að hún fái að fylgj-
ast með framvindu samningavið-
ræðna við Færeyinga ef til þeirra
komi í byijun næsta árs.
Staðaruppbót í öllum tilfellum hærri en föst laun sendimanna í utanríkísþjónustunni
Hæsta staðarupp-
bótin er í Moskvu
íslenskir sendimenn í
Moskvu fá hæstu stað-
aruppbótina en sendi-
menn í Bandaríkjunum
þá lægstu. í samantekt
Guðmundar Sv. Her-
mannssonar kemur
fram, að staðaruppbót
sendimanna er ávallt
hærri en föst laun þeirra
og í nokkrum tilfellum
mun hærri.
HEILDARLAUNAKOSTN-
AÐUR sendiráða íslands
er áætlaður 275 milljóniri
króna á þessu ári sam/
kvæmt fjárlögum, og samkvæmt
upplýsingum frá Ríkisendurskoðun
er áætlað að staðaruppbót sé um
helmingur af þeirri upphæð. Staðar-
uppbót sendimanna er skattfijáls en
framtalsskyld hér á landi eins og í
flestum nágrannalöndum.
Staðaruppbætur tii islenskra sendi-
manna fara ekki gegnum launaskrif-
stofu ijármálaráðuneytisins heldur
sér utanríkisráðuneytið um þær
greiðslur. Áður sá utanríkisráðuneytið
raunar um allar launagreiðslur til
sendimanna um leið og þeir voru
sendir til útlanda en fyrir um tveimur
árum var ákveðið að föst laun þeirra
færu i gegnum launaskrifstofuna.
Huglægir þættir
Utanríkisráðuneytið hefur ekki
viljað upplýsa hvað staðaruppbætur
eru háar á hveijum stað. Benedikt
Jónsson, skrifstofustjóri í ráðuneyt-
inu, sagði við Morgunblaðið, að þar
sem bæturnar væru ákveðnar með
tilliti til ýmissa huglægra þátta teldi
ráðuneytið að upphæð þeirra væri
mál vinnuveitandans og viðkomandi
starfsmanna.
Benedikt staðfesti þó, að staðar-
uppbætur væru alltaf hærri en þau
grunnlaun sem sendimenn fá. Sam-
kvæmt kjaradómi fá sendiherrar 206
þúsund í mánaðarlaun. Benedikt
staðfesti einnig að í sumum tilfellum
væri staðaruppbót sendiherra hærri
en 300 þúsund krónur á mánuði.
Hæsta staðaruppbót fá sendimenn
í Moskvu. Benedikt sagði að þar
væru hugiægir þættir þungir á met-
unum en sérstakt 10% óþægindaálag
er nú greitt ofan á hefðbundna stað-
aruppbót. Auk þess sé verð á vest-
rænum nauðsynjavörum himinhátt í
Moskvu.
Næsthæst er staðaruppbótin í Genf
í Sviss, einkum vegna hás verðlagp.
Næstar í röðinni eru staðaruppbætur
vegna dvaiar í Evrópubandalagslönd-
um, þá á Norðurlöndunum en lægst
er staðaruppbótin nú í Washington
og New York í Bandaríkjunum. Þar
er verð á nauðsynjum tiltölulega lágt
og gengi dollars hefur lækkað undan-
farið gagnvart krónunni.
Áform um skattlagningu
Áform voru undir lok síðasta árs
um að skattleggja staðaruppbótina
en heimila að telja fram kostnað á
móti í samræmi við matsreglur rík-
isskattstjóra. Hávær mótmæli komu
frá starfsmönnum utanríkisþjón-
ustunnar við þessi áform, m.a. á
þeirri forsendu að upphæð staðar-
uppbóta byggðist á ýmsum huglæg-
um forsendum sem erfitt yrði að
meta til frádráttar.
í lögum um utanríkisþjónustu ís-
lands er kveðið á um að starfsmenn
utanríkisþjónustunnar taki laun sam-
kvæmt almennum reglum um laun
starfsmanna ríkisins, en að auki skuli
starfsmenn erlendis fá greiddar stað-
aruppbætur sem miðist við kostnað
á nauðsynjum, (fæði, húsnæði o.fl.)
og aðrar sérstakar aðstæður á hveij-
um stað. Þessar staðaruppbætur
skuli ákveðnar samkvæmt reglum
sem utanríkisráðherra setji að höfðu
samráði við utanríkismálanefnd.
í þeim reglum er tekið mið af
gengis- og verðlagsþróun í gistiríkj-
um, af fjölskyldustærð og þeim áhrif-
um sem búferlaflutningar hafa á
það. Til dæmis er tekið tillit til starfs-
rriissis maka, álags á íjölskyldur
vegna flutninga, skólaskipta, aðlög-
unar og fjarveru frá heimalandi.
Einnig er tekið tillit til þess hvaða j
stöðu viðkomandi gegnir og hvaða
skyldur hvíla á honum. Því fá sendi-
herrar eðlilega hæstu staðaruppbót-
ina.
Risna er ekki innifalin í staðarupp-
bót, þótt fullyrt sé að sendiherrar
þurfi í raun að standa sjálfir undir
ýmsum kostnaði sem eðlilegt væri
að ríkið greiddi. Sendiráð fá sérstaka
fjárveitingu vegna risnu og þurfa
árlega að skila risnuskýrslu og leggja ;
fram reikninga og afrit úr gestabók-
um. Utanríkisráðuneytið metur hvort
skýrslurnar séu fullnægjandi.
Allir sendimenn fá frítt húsnæði
til afnota þegar þeir dvelja í útlönd-
um. Hluti af staðaruppbótinni er þó
metinn með tilliti til þess að menn
þurfi að halda heimili bæði hér á
landi og í gistilandinu.
Eins á Norðurlöndum
Benedikt Jónsson sagði að sömu j
formúlur við útreikning staðarupp-
bóta væru notaðar hér og á hinum
Norðurlöndunum þótt upphæðir þar
væru mun hærri. Þar fái sendimenn
einnig í sumum tilvikum greiddar
staðaruppbætur þótt þeir séu kail-
aðir aftur til starfa í heimaríki.
Benedikt nefndi sem dæmi, að hluti
af staðaruppbótum væri vegna maka
sem þyrfti að fóma starfi, starfsframa
og lífeyrisréttindum. í Danmörku
haldi starfsmennirnir þessum hluta
staðamppbótar þótt þeir komi heim
aftur þar sem ekki sé talið öruggt
að makinn fái vinnu aftur.