Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sverrir Á köldum klaka ÞESSIR krakkar létu ekki frostið draga úr sér kraftinn og skemmtu sér hið besta að því er virt- ist við fjörugan leik á svellinu við Melaskóla þar sem ljósmyndari rakst á þá. Bræla tálmar loðnuleit Hafrannsóknarstofnunar Lítið hefur fundist fyrstu leitardaga RANNSÓKNARSKIP Hafrannsóknarstofnunar hafa undanfarið verið að leita að loönunni. RANNSÓKNARSKIPIN Bjarni Sæmundsson og Arni Friðriksson lágu í höfn á Reyðarfirði í gær vegna brælu á miðum en vonast var eftir að þau gætu haldið loðnu- leit áfram að sögn Hjálmars Vil- hjálmssonar, fiskifræðings og leið- angursstjóra á Bjarna. Árangur hefur verið rýr til þessa. Skipin hófu loðnuleit sl. mánudag út af sunnanverðum Austfjörðum og halda siðan norður eftir leitar- svæðinu. Leitarsvæðið er geysiiega stórt en takmarkast a landgrunns- kantinum að mestu, þótt einhver frávik séu frá því svæði að sögn Hjáimars. Leitað verður út janúar- mánuð ef þörf krefur, en Hjálmar segir að ef vei gangi verði hægt að ljúka leitinni fyrr. Tíðarfarið viti því miður ekki á gott í því sam- bandi, en spáð er brælu að nýju á svæðinu á morgun. Hjálmar kveðst bjartsýnn á að loðna fínnist að því leyti að mikið af smáloðnu sást haustið 1993, sem sé vísbending um að töluvert sé af þriggja til fjögurra ára loðnu nú. Undanfarin ár hafí þó gengið illa að veiða loðnu á tímabilinu október til janúar, gagnstætt því sem oft var á árum áður, sem stafi af því að loðnan hafi seinustu ár verið mjög dreifð og ekki myndað torfur. Lítið af loðnu sást í seinasta haustralli Hafrannsóknarstofnunar en þá komust skipin ekki yfir allt það svæði sem þau ætluðu að kanna, vegna hafíss, og kveðst Hjálmar vona að þar liggi skýring á rýrum afrakstri leitarinnar. Djúpt á síldinni Börkur NK var staddur um þijá- tíu mílur austur af Hvalbak í gær- dag, og sagði Sturla Þórðarson, skipstjóri, að seinustu tvo daga hafí verið leitað síldar en veiði ver- ið engin. Síldin sé til staðar á um 80-100 faðma dýpi og of djúpt sé á henni. Á svæðinu séu fimm önnur skip sömu erinda en ekkert þeirra hafí einu sinni kastað. Veður hafi verið leiðinlegt á svæðinu en þó ekki þannig að hamla myndi veiði, væri einhver. Veðurspáin í gær benti hins vegar til að menn myndu halda til hafnar. Skipin hafi ekki leitað sérstaklega að loðnu, en hennar hefur ekki orðið vart. Flug innan- lands raskaðist Gaf sig fram með barnið MÓÐIR 6 vikna barns, sem lög- regla hafði að ósk barnavemdaryf- irvalda leitað síðan á Þorláks- messu, kom með barnið á Barna- spítala Hringsins skömmu eftir miðnætti í gær. Barnið hafði verið til skoðunar á sjúkrahúsinu að beiðni ung- barnaeftirlitsins vegna grunsemda um vannæringu þegar faðir þess fór með það þaðan á Þorláks- messu. Síðan var barnsins, ársgamallr- ar systur þess og foreldra leitað. í fyrrakvöid fannst eldra barnið í húsi í Breiðholti og eftir miðnætti gaf móðirin sig fram með barnið á sjúkrahúsinu. MIKIL röskun varð á innanlands- fíugi í gær vegna veðurs. Hjá Flugleiðum fengust þær upp- lýsingar í gærkvöldi að 13 flug hefðu fallið niður. Allt flug til Egils- staða, Húsavíkur og Sauðárkróks féll niður í gær og aðeins var farin ein ferð til Akureyrar í gær og ein til Vestmannaeyja. Teikning Sigmunds, sem á sinn fasta stað hér ofar á síðunni, komst af þeim sökum ekki til skila í gær. Doktorsritgerd um sögu daganna Núna er ég búinn að loka hringnum Árni Björnsson Arni Björnsson ver á morgun doktors- ritgerð sína við Háskóla íslands. Oft eru slíkar ritgerðir almenningi lítt kunnar, en það á ekki við um ritgerð Árna, því hún er bókin Saga dag- anna, sem kom út haustið 1993. Árni hafði áður gef- ið út nokkrar bækur, með ýmsum fróðleik um helgi- daga, þorrablót og merkis- daga, en með Sögu dag- anna kveðst hann hafa Iokað hringnum. - Hve lengi vannst þú að Sögu daganna? „Byijunin var í Háskól- anum á sínum tíma, en kandídatsritgerð mín vet- urinn 1961 var Jól á ís- landi. Ég ritaði svo bók sem kom út undir heitinu Saga daganna árið 1977 og 1981 kom út bók mín Merkisdagar á mannsævinni. Árið 1983 setti ég saman bókina í jólaskapi, sem var eins konar almenningsútgáfa ritgerðarinnar um Jól á íslandi, sem komið hafði út á bók árið 1963. Þorrablót á íslandi og Hræranlegar hátíðir komu út 1986 og 1987, en árið 1991 hófst ég handa við að draga efni þess- ara bóka saman í eitt rit og bæta þar við, því enn voru marg- ar eyður sem þurfti að fylla í, ef takast ætti að loka hringnum og fjalla um alla merkisdaga árs- ins. Bókin Saga daganna kom svo út haustið 1993.“ - Er Saga daganna tæmandi heimild um merkisdaga? „Það er kannski ofsagt, en ég er búinn að loka hringnum. Það er sjálfsagt eitthvað um hvern dag ársins að segja og ég get til dæmis bent á, að í viðauka við Sögu daganna er að finna yfirlit yfir dýrlinga í almanaki. Þótt dagar séu kenndir við dýrlingana, þá hafa þeir ekki allir skipt miklu máli í okkar þjóðlífi og þess vegna fjalla ég ekki sérstaklega um þá í meginmáli bókarinnar, nema þeir séu jafnframt einhveijir til- haldsdagar." - Hafðir þú alltaf í huga að leggja bókina fram sem doktors- ritgerð? „Nei, upphaflega var það nú ekki ætlunin. Það var ekki fyrr en verkið var langt komið sem ég leit yfir það og ákvað að láta á það reyna hvort Háskóli íslands samþykkti það sem doktorsrit- gerð. Það gat verið álitamál, því í raun er fáar heildarniðurstöð- ur að finna í bókinni, enda efni hennar ærið margbreytilegt. Um suma daga var litlu við að bæta, en I öðrum köflum er að finna merkar niðurstöður, þótt ég segi sjálfur frá. Dómnefnd, sem lagði mat á verkið, skilaði jákvæðu áliti og rigerðina ver ég á morg- un, laugardag." -Ertu farinn að finna fyrir prófskrekk? „Nú bíð ég bara bardagans, en ég get ekki neitað því að ég finn fyrir prófskrekk, eins og ég hef alltaf fundið fyrir, ekki aðeins fyrir próf, heldur einnig fyrir birt- ingu greina eða bóka.“ -I dag, 6. janúar, er þrett- ándi. Hvað segir doktorsritgerð þín um þann dag? ►Árni Björnsson, þjóðhátta- fræðingur, fæddist 16. janúar 1932 á Þorbergsstöðum í Dala- sýslu. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1953 og cand.mag. í íslenskrimenningarsögu frá Háskóla Islands 1961. Árni hefur fengist við kennslu, bæði hér á landi og í Þýskalandi, og verið styrkþegi við Árna- stofnun og þýskar þjóðfræði- stofnanir, en gegnt starfi deildarstjóra þjóðháttadeildar Þjóðminjasafnsins frá 1969. Hann hefur m.a. gefið út ritin Jól á Islandi, Saga daganna, Merkisdagar á mannsævinni, í jólaskapi, Gamlar þjóðlífs- myndir og Þorrablót á íslandi, auk þess að fást við þýðingar. „Svo stiklað sé á stóru þá kem- ur þar fram, að nafnið þrettándi er stytting úr þrettándi dagur jóla. Þrettándinn heitir upphaf- lega opinberunarhátíð og hefur verið tengdur ýmsum kristnum trúaratburðum, einkum skírn Krists og Austurlandavitringum. Hérlendis virðist dagurinn aldrei hafa verið almennt kenndur við vitringana þijá, eins og víða í Evrópu, þótt þess sjáist dæmi í rímtölum frá 16. og 17. öld, held- ur hefur hann öðru fremur verið lokadagur jóla. Eftir tímatals- breytinguna árið 1700 munaði ekki miklu að hann bæri á sama dag og jólin hefðu annars byijað. Stafar þaðan heitið „gömlu jól- in“. Sá ruglingur kann að eiga þátt í að þrettándanótt á margt skylt við nýársnótt í þjóðtrú og siðum, meðal annars fá kýr þá mannamál. Algengt var að gera sér dagamun í lok jóla og bera fram það sem eftir var af jólamat og drykk. Þetta var líka síðasta mikla spilakvöldið og var á öllu landinu talað um að spiia jólin út. Á Norðurlandi var allt þetta tilstand kallað að rota jólin og er ekki ljóst hvernig það orðtak er hugsað. Einnig hefur þrettánd- inn verið einskonar varadagur fyrir útiskemmtanir ef veður bregst um áramót. Alþekkt var að brennu á gamlárskvöld væri frestað fram á þrettánda ef þann- ig viðraði og menn kveiktu á þeim kertastubbum sem eftir voru. Hét hvorttveggja að brenna jólin út. Á síðari árum hafa álfa- brennur orðið algengari á þrett- ándanum en á gamlárskvöld." IMeita ekki að ég finn fyrir prófskrekk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.