Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 9
FRÉTTIR
Kvennalistinn
í Reykjavík
Ríkisreikningur 1993 kominn út
Fjárhæðir lagðar
í afskriftasjóð
RÍKIÐ lagði fjárhæðir í afskrifta-
sjóð árið 1993 til að mæta hugsan-
legum töpum á útistandandi
skattkröfum þótt viðkomandi fyrir-
tæki væru ekki komin í gjaldþrota-
meðferð.
Þetta leiddi til þess að niður-
stöðutölur ríkisreiknings þess árs
sýndu 19 milljarða króna halla.
Fjármálaráðuneytið segir það ekki
endurspegla afkomu ársins 1993
en á greiðslugrunni var ríkissjóður
rekinn með 9,6 milljarða króna
halla.
Aður hefur verið beitt þeirri
aðferð varðandi útistandandi
skattakröfur að kröfur hafa verið
afskrifaðar að fullu á fyrirtæki þar
sem gjaldþrotaskiptum er lokið en
kröfur hafa verið færðar niður um
75% hjá fyrirtækjum sem hafa
verið tekin til gjaldþrotaskipta. Á
þessu ári hefur verið unnið að
mótun heildstæðra reglna um nið-
urfærslur á kröfum og framlögum
í afskriftarsjóði.
Minni tekjur — meiri útgjöld
Ríkisreikningur 1993 var gefinn
út um áramótin en samkvæmt
honum námu heildartekjur ríkis-
sjóðs það ár 100,2 milljörðum
króna, sem eru nærri sex milljörð-
um minni tekjur en árið áður. Fjár-
málaráðuneytið segir að ástæðurn-
ar megi rekja til minni skatttekna
vegna erfiðari stöðu fyrirtækja og
minni tekna einstaklinga. Þá séu
afskriftir skattkrafna 4,2 milljörð-
um hærri en árið áður vegna áður-
nefndra breytinga. Loks hafi virð-
isaukaskattur að fjárhæð 1,4 millj-
arðar verið ranglega færður til
tekna árið 1992 og er það leiðrétt
til lækkunar 1993.
Gjöld ríkissjóðs námu 119,2
milljörðum árið 1993 sem er 2,6
milljörðum meira en árið áður.
Útgjöld samgönguráðuneytis
hækkuðu um tvo milljarða, einkum
vegna framkvæmda í vegagerð til
að efla atvinnu. Útgjöld heilbrigð-
is- og tryggingaráðuneytis hækk-
uðu um 1,7 milljarða, og kom sú
hækkun að stærstum hluta fram
hjá sjúkrastofnunum og heilsu-
gæslustöðvum. Þá hækkuðu út-
gjöld fjármálaráðuneytis um 1,2
milljarða vegna hærri vaxta og líf-
eyrisskuldbindinga. Á móti þessu
lækkuðu greiðslur til landbúnaðar-
mála um þijá milljaðra en útgjöld
annarra ráðuneyta breyttust
minna.
Uppstill-
ing inn-
an tíðar
Kristín Á. í 1. sætinu
BÚAST má við að tillaga að upp-
stillingu á framboðslista Kvenna-
listans í Reykjavík liggi fyrir innan
skamms. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins verður Kristín
Ástgeirsdóttir alþingismaður í
efsta sæti listans en ekki mun
liggja endanlega fyrir hveijar skipa
næstu sæti.
Nefnd fimm kvenna vinnur nú
að uppstillingartillögu í Reykjavík
og sagði Guðrún Agnarsdóttir, sem
er í nefndinni, að tillagan yrði birt
fljótlega.
Skoðanakönnun
ekki bindandi
Gerð var skoðanakönnun meðal
liðsmanna Kvennalistans í Reykja-
vík til að hafa til hliðsjónar við
uppstillingu á listann. Guðrún
sagði að skoðanakönnunin væri
ekki bindandi en ávallt hefði verið
ætlunin að hafa hana mjög til hlið-
sjónar við uppstillingu á listann.
Guðrún vildi ekki gefa upp hver
úrslit skoðanakönnunarinnar
hefðu verið, en samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins fékk Krist-
ín Ástgeirsdóttir afgerandi stuðn-
ing í efsta sætið. Að öðru leyti
mun lítill munur hafa verið á kon-
um í efstu sætum, raunar svo lítill
að atkvæðin voru talin tvisvar.
Kvennalistinn á nú þrjá þing-
menn í Reykjavík, Kristínu Einars-
dóttur, sem hættir nú vegna út-
skiptareglu flokksins, Kristínu
Ástgeirsdóttur og Guðrúnu J. Hall-
dórsdóttur.
Átökin í Tsjetsjníju hörmuð
til að leita friðsamlegra lausna og
leggur sérstaka áherslu á mikilvægi
þess að grundvallarmannréttindi
íbúa Tsjetsjníju verði höfð í heiðri.
Sendiherra Islands í Moskvu hef-
ur verið falið að koma þessum at-
hugasemdum á framfæri við rúss-
nesk stjórnvöld.
UTANRIKISRAÐHERRA harmar
þau mannskæðu átök sem átt hafa
sér stað í Tsjetsjníju í rússneska
ríkjasambandinu og afleiðingar
þeirra á líf óbreyttra borgara á því
Iandsvæði, segir í fréttatilkynningu
frá utanríkisráðuneytinu.
Utanríkisráðherra hvetur jafn-
framt rússnesk stjórnvöld eindregið
Kennsla hefst laugardaginn 7. janúar 1995 kl. 10.00 f.h.
Nýir hópar alla næstu viku. Verið með frá byrjun.
DANSSKÓLI HERMANNS RAGNARS
Faxafeni 14, Nútíð, 108 Reykjavík, símar 687480 og 687580
Árni og Helga Þóra,
meistarar mörgum sinnum.
KENNSLUSTAÐIR: Gerðuberg - Frostaskjól - Faxafen 14.
KENNSLUHÓPAR:
Jassleikskólinn (3-5 ára) - Barnadansar - Stepp - Samkvæmis-
dansar, standard og latin - Keppnisdansarar (allir aldurshópar)
- Latin 10-12 ára. Fullorðnir, einstaklingar og pör.
EINKATÍMAR eftir samkomulagi.
FÉLAGASAMTÖK 0G SMÆRRIHÓPAR,
litlir og stórir salir.
ERLENDIR GESTAKENNARAR
koma þrisvar fram á vor.
STUTT NÁMSKEIÐ - HRAÐNÁMSKEIÐ
(sérsamið).
GRÍMUBALL 0G LOKADANSLEIKUR
Hverjir fá silfurskóna í vor?
(nemendasýning) innifalið í skólagjaldinu.
Gleðilegt nýtt ár 1995 - Kennararnir.
Allar nánari upplýsingar
í síma 687480 og 687580
daglega frákl. 13-19
- innritun alla helgina.
Fjölskylduafsláttur 10%
- Stúdentaafsláttur,
Raðgreiðslur Euro - Visa.
ÞRETTÁNDAGLEÐI í
HÁSKÓLABÍÓI
Loksins, gamanmynd
sem mun breyta því
hvernig þú hugsar,
talar, syngur
og síðast
en
ekki
síst...
... klæðir
Þ«g*
TILNEFND TIL
GOLDEN GLOBE
VERÐLAUNA
SEM BESTA MYNDIN
OG TERENCE STAMP
SEM BESTI
AÐALLEIKARI.
Fólk er alltaf
að vinna
íGullnámunnk
74 milljónir
Vikuna 29. desember tii 4. janúar voru samtals 74.856.235 kr.
greiddar út í happdrættisvélum um allt land.
Þar bar hæst Gullpottinn en einnig voru greiddir út
veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum.
Gullpottur í vikunni:
Dags. Staður: Upphæö kr.:
4. jan. Fláspenna, Laugavegi......7.120.840
Silfurpottar í vikunni:
Dags. Staður: Upphæö kr.:
30. des. Háspenna, Laugavegi........ 228.491
30. des. Hótel Saga.................... 53.439
30. des. Mónakó........................ 90.378
30. des. Feiti dvergurinn.............. 65.743
2. jan. Háspenna, Laugavegi....... 245.200
2. jan. Háspenna, Laugavegi....... 84.115
3. jan. Ölver...................... 132.752
3. jan. Háspenna, Hafnarstræti.... 111.525
3. jan. Kringlukráin................ 88.238
3. jati. Mónakó...................... 52.187
4. jan. Háspenna, Laugavegi....... 93.872
5. jan. Mónakó...................... 134.005
Staöa Gullpottsins 5. janúar, kl. 13:00
var 2.141.954 krónur.
Silfurpottarnir byrja alltaf t 50.000 kr. og Gullpottarnir I 2.000.000 kr.
og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.