Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Lögregla að-
stoðaði í
vonskuveðri
Héraðsdómi Norðurlands bárust 123 gjaldþrotabeiðnir á nýliðnu ári
Úrskurðum fjölgar milli ára
VONSKUVEÐUR var einkum í
utanverðum Ej'jafirði í gærdag
og lokaðist vegurinn milli Dalvík-
ur og Ólafsfjarðar og þá var þung-
fært milli Akureyrar og Dalvíkur.
Lögreglumenn á Dalvík og Ólafs-
firði aðstoðuðu fólk að komast
leiðar sinnar og reynt var að halda
götum í bæjunum opnum fram
eftir degi eða þar til fólk var kom-
ið heim úr vinnu. Þá aðstoðaði
lögregla í Ólafsfirði bíla sem
höfðu farið út af við Múlagöng
áður en hann lokaðist. Á Akureyri
urðu tvö óhöpp í umferðinni.
ALLS bárust 123 gjaldþrotabeiðn-
ir til Héraðsdóms Norðurlands
eystra á liðnu ári, sem er nokkur
fjöigun frá fyrra ári.
Að sögn Erlings Sigtryggssonar
fulltrúa í Héraðsdómi Norðurlands
eystra komu til meðferðar hjá
dómnum 145 beiðnir um gjaldþrot
en nokkrar beiðnir færðust yfir á
árið frá árinu á undan. Beiðnirnar
skiptust þannig að 91 þeirra varð-
aði einstaklinga en 54 lögaðila.
Um nokkra fjölgun mála er að
35 einstaklingar og 25 lögaðilar
úrskurðaðir gjaldþrota
ræða, ef borið er saman við fyrra
ár, en þá bárust 112 beiðnir um
gjaldþrotaskipti til Héraðsdóms
Norðurlands eystra og alls það ár
voru 120 slíkar beiðnir til meðferð-
ar hjá dómnum. Beiðnir vegna ein-
staklinga voru 63 það ár eða tölu-
vert miklu færri en var á nýliðnu
ári og vegna lögaðila 49 samtals.
s
Morgunblaðið/Rúnar Þór
EINS gott af hafa haldreipi þegar válynd veður geysa, eins og þessir ungu drengir
sem áttu fullt í fangi með að komst heim úr skólanum í veðrinu í gær.
Þrett-
ándagleði
Þórs
ÞRETTÁNDAGLEÐI íþrótta-
félagsins Þórs verður haldin í
59. sinn í kvöld, föstudags-
kvöldið 6. janúar, og hefst hún
kl. 20.00.
Þrettándagleðin fer fram á
félagssvæði Þórs við Skarðs-
hlíð. Kveikt verður í bálkesti
og álfakóngur og drottning
mæta á svæðið ásamt fríðu
föruneyti, en að venju verða
ýmsar furðuverur á ferðinni,
púkar, álfar, tröll og jóla-
sveinar svo einhveijar séu
nefndar.
Margskonar skemmtiatriði
verða á þrettándagleðinni,
söngur og sprell. Jóhann
Baldvinsson organisti leiðir
söng en hann verður með Kór
Glerárkirkju sem mun ásamt
fleirum syngja nokkur lög.
Már Magnússon tenórsöngv-
ari syngur einnig nokkur lög
og þá koma félagarnir Kalli
kúla og Siggi sílati fram í
fyrsta sinn. Alli Bergdal
syngur nokkur popplög, m.a.
í rólegri kantinum en hann
var einmitt á kantinum í fót-
bolta hjá Þór í eina tíð.
Þrettándagleðinni iýkur
með veglegri flugeldasýn-
ingu, en á eftir verður boðið
upp á kakó í félagsheimilinu.
Brennuball verður að
skemmtuninni lokinni, húsið
opnar kl. 20.30. Hljómsveitin
Örvænting leikur fyrir dansi.
Tveir á slysadeild eftir aftanákeyrslu
Veghefill ruddi
leiðina á slysstað
TVEIR menn voru fluttir á slysa-
deild Fjórðungssjúkrahússins á
Akureyri í gærdag eftir að flutn-
ingabíll ók aftan á bíl sem þeir
voru í. Slysið varð í Fnjóskadal,
skammt sunnan við bæinn Víði-
velli, nokkru eftir hádegi í snarvit-
lausu veðri.
Að sögn varðstjóra slökkviliðsins
voru tveir menn á ferð í fólksbíln-
um, en vegna vonskuveðurs og lé-
legs skyggnis höfðu þeir stöðvað
bílinn. Bflstjóri flutningabílsins sá
kyrrstæðu bifreiðina of seint og
skall aftan á henni. Mennimir tveir
voru báðir með áverka í andliti og
þá kvörtuðu þeir einnig um meiðsl
60 úrskurðir
Á árinu 1994 voru kveðnir upp
60 gjaldþrotaúrskurðir, en af-
greiðslu annarra mála lauk með
öðrum hætti, að sögn Erlings.
Ekki gafst tóm til að ljúka 23
beiðnum sem bárust embættinu á
árinu, Af þeim sem úrskurðaðir
voru gjaldþrota í fyrra voru ein-
staklingar alls 35 og lögaðilar 25.
Fleiri einstaklingar voru því úr-
skurðaðir gjaldþrota á árinu sam-
anborið við fyrra ár þegar þeir
voru 26 talsins. Lögaðilum sem
úrskurðaðir eru gjaldþrota fækk-
aði hins vegar lítillega milli ára,
en þeir voru 28 árið 1993.
Áf þeim 60 úrskurðum sem
gengu á síðastliðnu ári var skipt-
um lokið í 25 málanna, en 35
þeirra er ólokið.
í öxlum, baki og höfði. Ökumann
flutningabílsins sakaði ekki.
Veghefill ruddi leiðina
Leiðinda færi var á Víkurskarði
er slysið varð, en svo heppilega vildi
til að starfsmenn Vegagerðarinnar
voru staddir á Svalbarðsströnd þar
sem þeir unnu að hreinsun og fóru
þeir fyrir sjúkrahílnum og ruddu
brautina þannig að ferðin sóttist vel.
Sjúkrabifreið þurfti reyndar ekki
að fara alla leið á slysstað, þar sem
skólabíll Fnjóskdælinga kom aðvíf-
andi skömmu eftir óhappið og ók
hann hinum slösuðu á móts við
sjúkrabílinn.
Þriggja ára áætlun bæjarsjóðs
Miður að horfið
sé frá stefnu um
lækkun skulda
GENGIÐ var frá endurskoðun á
frumvarpi að þriggja ára áætlun
bæjarsjóðs Akureyrar um rekstur,
fjármál og framkvæmdir árin
1995-1997 á fundi bæjarráðs í gær
og var því vísað til síðari umræðu
í bæjarstjórn en fundur verður
haldinn í næstu viku.
Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, bókaði á fundi bæjar-
ráðs að fyrst og fremst sé um
áætlun meirihlutans í bæjarstjórn
að ræða. „Um margt er enginn
ágreiningur, en að mínu mati þarf
að leita allra leiða til að unnt verði
að ná meiri árangri í framkvæmd-
um og þjónustu við bæjarbúa,"
segir m.a. í bókun Sigríðar.
Óraunhæft
í bókun Sigurðar J. Sigurðsson-
ar, Sjálfstæðisflokki, kemur fram
að hann telji miður að horfið sé
frá því markmiði í áætluninni að
stefna að lækkun skulda bæjarins.
„Framlag til framkvæmda á veg-
um íþróttafélaga er lækkað veru-
lega á árinum 1996 og 1997, sem
ég tel óraunhæft. Með þessum
hætti eru rekstrargjöld lækkuð,
sem leiðir síðan til þess að sú fjár-
hæð sem ákveðið er að veija til
framkvæmda verður þá heldur
ekki raunhæf," segir í bókun Sig-
urðar um þriggja ára áætlun
bæjarsjóðs.
Unnið að
skipulag’i
nýs háskóla-
svæðis
HÁSKÓLAREKTOR hefur ritað
bæjarráði bréf þar sem hann
greinir m.a. frá samþykkt Alþing-
is um heimild til fjármálaráðherra
til kaupa á húsnæði að Sólborg
og nauðsynlegar breytingar á því,
en þangað er fyrirhugað að flytja
starfsemi Háskólans á Akureyri.
Jafnfram leitaði rektor upplýsinga
frá bæjarstjórn um væntanlega
áfangaskiptingu framkvæmda við
Borgarbraut og Dalsbraut og ann-
arra áætlaðra samgönguleiða á
Sólborgarsvæðið.
Bæjarráð upplýsti í tilefni af
bréfi rektors, að áætlun um gatna-
gerðarframkvæmdir á árinu 1995
er til umfjöllunar í bæjarstjórn
jafnframt því sem unnið er að
skipulagsvinnu á væntanlegu há-
skólasvæði. Að lokinni skipulags-
vinnu mun bæjarráð ákveða hver
verður áfangaskipting við fram-
kvæmdirnar.
Gjöld
afskrifuð
SAMÞYKKT var á fundi bæjar-
ráðs í gær að afskrifa 18,2 milljón-
ir króna í bæjargjöld en lagður var
fyrir ráðið listi bæjargjaldkera um
gjöld sem bæjarlögmaður telur
með öllu glötuð. Að meginhluta
er um að ræða aðstöðugjöld sem
tapast hafa við gjaldþrot fyrir-
tækja.
Þá ákvað bæjarráð á fundinum
að nýta sér ekki forkaupsrétt
bæjarins í mb. Sunnu EA ásamt
veiðiheimildum upp á tæp 8 tonn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
TVEIR menn voru fluttir á slysadeild eftir að flutningabíll ók
aftan á bifreið þeirra í Fnjóskadal í vonskuveðri í Fnjóskadal í gær.
Aukning hjá Flugleið-
um í farþega flutningi
VERULEG aukning var á farþega-
flutningum til og frá' Akureyri á
liðnu ári, en fluttir voru 106.656
farþegar til og frá Akureyri saman-
borið við 100.374 árið 1993, en þetta
er um 6,2% aukning.
Einnig varð aukning í fragtflutn-
ingum, en flutt voru 574 tonn af fragt
á móti 560 tonnum árið á undan.
Ástæða þess að farþegum hefur
fjölgað segja Flugleiðamenn vera
betri markaðssókn, sérstaklega er-
lendis en einnig innanlands og einn-
ig góð stundvísi. Aukning var alla
mánuði ársins nema í janúar, en
vegna veðurs gekk illa að fljúga
þann mánuð. I janúar var til að
mynda ekki flogið fimm heila daga
af tíu sem féllu niður á árinu.
Farþegum til og frá Húsavík fjölg-
aði um 11,5%, mest um sumarmán-
uðina. Flugleiðir fluttu 10.375 far-
þega til og frá Húsavík á nýliðnu
ári, en þeir voru 9.303 árið á und-
an. Lítilsháltar samdráttur varð í
vöruflutningum á Húsavíkurleiðinni.
Farþegum til og frá Sauðárkróki
fækkaði um 1,7% milli ára, úr 8.803
í 8.650.
Mest á Norðurlandi
Á árinu fluttu Flugleiðir 258.070
farþega innanlands, en farþegar
voru 250.211 árið 1993, þar af voru
flutningar til og frá Norðurlandi
125.810 farþegar, eða tæplega 49%
af heildarfarþegaflutningi félagsins,
sem er uin 4% aukning en um 45%
farþegaflutninganna voru til og frá
Norðurlandi árið 1993.