Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 11
FRÉTTIR
EKKI hefur tekist að ljúka gerð öryggisbúnaðar til að
fylgjast með fólki á sundstöðum vegna fjárskorts.
Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs
Yextir af lánum til orlofs-
heimila stéttarfélaga lækka
MEIRIHLUTI stjómar Atvinnuleys-
istryggingasjóðs ákvað í lok október
síðastliðins að lækka vexti á lánum
sem veitt hafa verið til orlofs- og fé-
lagsheimilabygginga stéttarfélaga, að
því er segir í nýjasta fréttabréfí
Vinnuveitendasambandsins. Þar kem-
ur og fram að VSÍ hafi mótmælt
þessari ákvörðun og telji það ekki
hlutverk sjóðsins að sinna lánastarf-
semi, „hvað þá að niðurgreiða fé til
stéttarfélaga á sama tíma og sjóður-
inn er að ganga á fjármuni sína“.
Samkvæmt fréttabréfinu tíðkaðist
það um árabil að Atvinnuleysistrygg-
ingasjóður veitti stéttarfélögum lán
til byggingar orlofs- og félagsheimila.
Lánin voru óverðtiyggð og báru lán
til orlofsheimilabygginga 5% vexti en
félagsheimilalán 10% vexti. í október
samþykkti meirihluti stjórnar sjóðsins
að lækka vexti á þessum lánum úr
5%'í 4% og 10% í 8% frá og með 1.
nóvember síðastliðnum. Fulltrúi VSÍ
var einn á móti.
Að sögn Péturs Sigurðssonar, for-
manns stjómar Atvinnuleysistrygg-
ingasjóðs, var með þessari ákvörðun
verið að samræma vexti af lánum
sjóðsins við almenna vaxtalækkun í
landinu. Þrátt fyrir lækkunina beri
lánin nú vexti sem séu nær almennu
vaxtastigi í landinu en áður. Þessi lán
hafi ævinlega borið lága vexti enda
kveðið á um að svo skyldi vera í þá-
gildandi lögum um sjóðinn. Heimild
til lánveitinga af þessu tagi var felld
niður með lögum 127/1993 og lána-
starfseminni hætt.
Sjóðurinn á nú útistandandi 54
milljónir og verður síðasta lánið greitt
upp árið 2003.
• •
Oryggismál á
sundstöðum
Fé vantar
tilað
fullgera
Lífvaka
FJÁRMAGN til að ljúka við gerð
öryggisbúnaðar sem ætlaður er til
að fylgjast með fólki á sundstöð-
um, og þá sérstaklega börnum og
sjúklingum, hefur enn ekki feng-
ist, að sögn Reynis Karlssonar,
formanns nefndar sem gera á til-
lögur um öryggisatriði á sundstöð-
um.
Reynir sagði í samtali við Morg-
unblaðið að sótt hefði verið til
menntamálaráðuneytisins um fjár-
veitingu á fjárlögum ársins 1995,
en hún ekki fengist. Hann sagði
að fjallað yrði um málið á fundi
nefndarinnar í næstu viku. „Við
ætlum að ræða þetta og þá með
hvaða hætti hugsanlegt væri að
ýta þessu úr_ vör.“
Skortir 4 milljónir
Hönnuður öryggisbúnaðarins er
Guðmundur H. Guðmundsson raf-
eindavirkjameistari, starfsmaður á
eðlisfræði- og tæknideild Land-
spítalans, og kallar hann búnaðinn
Lífvaka. Búnaðurinn er hugsaður
þannig að hægt verði að fylgjast
með dýpi, hreyfingu, öndun og
jafnvel hjartariti þess sem ber
hann, en um allflókinn rafeinda-
búnað er að ræða.
Telur Guðmundur að hann
skorti um fjórar milljónir króna til
að fullgera Lífvakann, sem m.a.
Slysavarnafélag íslands hefur
formlega mælt með að verði tekinn
til notkunar á sundstöðum.