Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
AUGNLÆKNINGAR
Notkun le.ysigeisla til augnlækninga að ryðja sér til rúms
Morgunblaðið/Kristinn
HJONIN Margrét Árnadóttir
og Eyþór Karlsson, augnlækn-
ir, ásamt einu þriggja barna
sinna, dótturinni Kristínu Evu.
heim samdægurs. „Aðgerðin sjálf
er minnsta málið,“ segir Eyþór,
„útreikningarnir sem gerðir eru
áður eru mikilvægastir. Tækið sér
svo um aðgerðina.“ Þegar aðferðin
er notuð til að lækna augnsjúkdóma
reynir hins vegar meira á augn-
lækninn við stjórn tækisins.
Eyþór segir að enn hafi ekki
gefíð góðan árangur að reyna að
laga fjarsýni með þessari aðferð,
en tilraunir lofi góðu. Önnur nýjung
er að nú ráði nýrri tæki við tölu-
verða sjónskekkju, þó svo að slíkt
geri aðgerðina flóknari. Eyþór seg-
ir að þegar sjónskekkja og nærsýni
fari samari þurfi bæði að gera horn-
himnuna flatari og breyta lagi
hennar úr ávölu í kringlótt. Það
hafi hins vegar ekki gengið eins
vel að meðhöndla Ijarsýna mann-
eskju með sjónskekkju.
„Þetta er örugg aðferð," segir
Eyþór. „Engin aðgerð er hins vegar
hættulaus og brýnt er að fólk hafi
það í huga.“ Hann segir að fyrir
fólk með nærsýni lægri en mínus
sex sé um 1-2% hætta á að sjónin
versni ef allir sjónlagsgallar eftir
aðgerðina eru fjarlægðir með gler-
augum. Sjónlagsgallar eru nær-
sýni, fjarsýni og sjónskekkja. Aftur
á móti sjá um 3% betur eftir aðgerð-
ina, mælt fyrir og eftir aðgerð. Við
meðhöndlun á meiri nærsýni en
mínus sex, eykst áhættan lítið. Um
95% fá svipaða sjón fyrir og eftir
aðgerð, en munurinn er sá að lang-
flestir þurfa ekki gleraugu lengur.
Þó svo að aðgerðin taki stuttan
tíma þá fylgir henni löng eftirmeð-
ferð. Eyþór segir að það þurfi að
meðhöndla augað með steradropum
í allt að þijá mánuði. Slíkir dropar
geti aukið augnþrýsting og þá væri
notkun steranna hætt. Við það
gæti nærsýnin aukist á ný og þá
þyrfti stundum aðra aðgerð. Eyþór
segir að allt að 20-30% sjúklinga
geti fengið þessi einkenni.
Tæki af þessu tagi eru ekki til
hér á landi og segir Eyþór að lík-
lega séu Bretar komnir með mesta
reynslu á þessu sviði. Þá hafi ráð-
gjafanefnd Matvæla- og lyfjaeftir-
litsstofnunar Bandaríkjanna nýlega
mælt með að gefið yrði leyfi fyrir
því að nota leysitæki til að laga
nærsýni á þennan hátt í Bandaríkj-
unum. Því býst hann við að aðferð-
in nái talsverðri útbreiðslu á næstu
árum.
Laga nærsýni
og ýmsa
augnsjúkdóma
Eyþór Karlsson, augnlæknir í Svíþjóð, hefur
undanfarið unnið við að laga nærsýni og
ýmsa augnsjúkdóma með leysitækni og seg-
_____ • >
ir árangurinn lofa góðu. Aslaug Asgeirs-
dóttir kynnti sér málið.
EIN HELSTA nýjungin á
sviði augnlækninga und-
anfarin ár er leysimeð-
ferð á augum og segir
Eyþór Karlsson, augnlæknir í Upp-
sölum í Svíþjóð, að tæknin nýtist
helst til tvenns konar aðgerða, til
að brenna burt örvef utarlega á
hornhimnu og til að lækna nær-
sýni. „Það er frábært að tala við
fólk sem áður hefur haft þykk gler-
augu en þarf nú engin,“ segir hann.
„Nú teygir þetta fólk höfuðið á
móti rigningunni í stað þess að
beygja höfuðið. Sennilega mun ég
aldrei skilja þessa tilfinningu sjálf-
ur.“ Eyþór hefur aldrei þurft að
nota gleraugu, en hann hefur und-
anfarin ár unnið við svona aðgerðir
í Svíþjóð.
„Þessi aðgerðartækni hefur verið
þekkt í mörg ár en ekki í þessu
formi,“ segir Eyþór. Hornhimnur í
mönnum voru fyrst brenndar með
leysi árið 1988 og tæknin kom til
Svíþjóðar tveimur árum síðar. Ey-
þór segir að síðan hafi alit að 20
þúsund augu verið meðhöndluð þar
í landi. „Þetta er engin bóla sem
hverfur,“ segir hann. „Þessi aðferð
mun festa sig í sessi.“
Leysitækið byggir á geislum með
stuttri bylgjulengd og er talsvert
stórt í sniðum, en það er á bilinu
4-5 metrar á lengd og l'/z metri á
breidd og hæð. Tæki af þessu tagi
eru dýr og segir Eyþór að það kosti
uppsett tæpar 80 milljónir íslenskra
króna.
Aðgerðir til að lækna nærsýni
eru því talsvert dýrar, en aðgerð
til að laga nærsýni kostar tæpar
100 þúsund íslenskar krónur fyrir
hvort auga. Tryggingastofnun
borgar ekki slíkar aðgerðir og þær
eru ekki gerðar hér á landí. Eyþór
segir að hugsanlega lækki verðið
eitthvað á næstu árum, samanber
hversu mikið verð tölva hafi lækkað
á undanförnum 10 árum. Hann
segir að auk þess að aðgerðirnar
séu dýrar þá þurfi fólk að geta
þolað sársaukann. Líklega reyni þó
mest á þolinmæði fólks, því það
geti tekið allt að þrjá mánuði að
ná góðri sjón.
Þrátt fyrir að leysitæki séu mest
notuð til að laga nærsýni segir
Eyþór að mest sé byltingin á sviði
augnsjúkdóma. „Til dæmis er hægt
að nota hana til að lækna sjúklinga
sem áður þurftu að fá ígræðslu
nýrrar hornhimnu." Hins vegar eru
þessar aðgerðir einungis um 2-4%
af heildaríjölda aðgerðanna, af-
gangurinn er til að laga nærsýni.
Eyþór Ieggur áherslu á hversu
mikil bylting þessi nýja tækni sé
til lækninga á ýmsum augnsjúk-
dómum. Þá sé örvefur sem liggur
utarlega á hornhimnunni fjarlægð- (
ur, en slíkur örvefur er oft afleiðing
slysa eða arfgengra augnsjúkdóma.
Leysirinn brennir burt örverfinn
sem hindrar eðlilega sjón og sjúk-
lingurinn fær sjón aftur.
Hann segir að tii að Iaga nær-
sýni þurfi að brenna burt hluta
hornhimnunnar þannig að ljós
Morgunblaðið/Þorkell
Hjá nærsýnum er augað
lengra en eðlilegt er.
Brennipunktur Ijóssins er
þá tyrir framan sjónhimn-
una og myndin sem varp-
ast á hana er því óskýr.
Leysigeislinn brennir burt hluta
hornhimnunnar og þynnir hana.
Aðgerðin nær einungis til
svæðis sem er um 6 millimetrar
í þvermál og brotabrot úr
millimetra á dýpt.
Brennipunktur Ijóssins
er nú á sjónhimnunni
og mynd sem varpast
á hana er skýr.
Það opnast fyrir manni
nýr heimur
MARGRÉT Árnadóttir, eiginkona
Eyþórs Karlssonar, hafði notað
gleraugu í 22 ár þegar hún fór í
aðgerð seint á síðasta ári til að
láta laga nærsýni upp á um mínus
þrjá á hvoru auga. Segist hún nú
sjá betur en með gleraugunum
áður. „Ég var svolítið hikandi
fyrst,“ segir hún, „en síðan ákvað
ég að slá til og sé ekki eftir því.
Mér finnst ég vera frjáls núna.
Maður losnar við þennan stöðuga
ramma og það opnast fyrir manni
nýr heimur. Gleraugu eru til dæm-
is viss hindrun í samskiptum við
börn og nú finnst mér ég geta
komist nær börnunum mínum."
Við upphaf aðgerðarinnar var
augað deyft með dropum. Síðan
lagðist Margrét í stól þar sem
höfuðið var skorðað og spenna
var sett á augnlokið til að halda
því opnu. Síðan var Margrét Iátin
horfa á leiðapunkt sem mældi
þann stað á hornhiinnunni sem
gera átti aðgerðina á og þá var
ysta lag hornhimnunnar skafið í
burtu. Síðan var innra lag horn-
himnunnar brennt. Aðgerðin tók
einungis um eina mínútu og á
eftir var augað fyllt með deyfikr-
emi, leppur settur yfir og fór
Margrét heim sama dag.
brotni í miðgróp sjónhimnunnar
aftast í auganu. Hjá nærsýnu fólki
er augað of langt og brennipunktur
þess fyrir framan sjónhimnuna.
Eyþór segir að dýptin fari eftir því
hversu nærsýnn einstaklingurinn
Hún fór í fyrri aðgerðina í byij-
un nóvember en þá síðari í byijun
desember. Eyþór segir að einung-
is sé hægt að gera aðgerð á öðru
auganu í einu. Seinna augað megi
laga viku seinna, en mælt sé með
að það líði allt að fjórar vikur á
milli aðgerða.
„Þessu fylgir mikill sársauki
þrátt fyrir verkjalyfin,“ segir Mar-
gi'ét. Deyfikremið virkaði í um
þijá tíma, en eftir það tók hún
verkjalyf til að deyfa sársaukann.
Einnig bólgnuðu augnlokin tals-
vert, en hún segir að allt hafi ver-
ið komið í samt lag á fimm dögum.
„Á fimmta degi gat ég lesið texta
í sjónvarpinu og það var frábær
tilfinning," segir hún.
í fyrstu sá Margrét allt í móðu
en segist alltaf hafa séð að handan
hennar væri veröldin skýrari.
Smám saman hafi móðan horfið
og sjónin orðið eðlileg.
Eyþór segir það einstaklings-
bundið hversu lengi fólk sé að
jafna sig en sársaukinn fari yfir-
leitt eftir um þrjá daga, eða þar
til ysta lagið á hornhimnunni hafi
vaxið aftur yfir meðhöndlaða
svæðið. Síðan taki við smápirring-
ur í auganu en flestir séu orðnir
góðir eftir fimm daga.
er og með nýjustu tækjum sé hægt
að meðhöndla fólk með nærsýni
allt að mínus 12 og með sjón-
skekkju upp að mínus fimm.
Aðgerðin tekur einungis um eina
mínútu og geta sjúklingar farið
• •
Or tækni-
þróun
KRISTJÁN Þórðarson augnlækn-
ir hefur sent nokkra sjúklinga í
leysiaðgerð á augum til Danmerk-
ur. Hann segir tæknina þróast
mjög ört á þessu sviði og aðgerðir
með demantshníf á augum í sama
skyni, sem gerðar hafa verið,
muni væntanlega víkja fyrir leysi-
tækninni í náinni framtíð. Tæknin
sé til frambúðar og muni verða
valkostur við hlið gleraugna og
snertilinsa í framtíðinni.
Lofar góðu en hefur annmarka
Krislján segir að aukaverkanir
af leysiaðgerðum séu færri en með
demantshnífnum, og sárin eftir
aðgerðina séu ögn lengur að gróa
eftir síðarnefndu aðgerðina. Ein
aukaverkana gömlu tækninnar sé
sveiflukennd sjón, og þannig sé
sjúklingur einn sem gekkst undir
slíka aðgerð í Danmörku misnær-
sýnn eftir því hvaða tími sólar-
hrings er.
Þeir sjúklingar sem gengist
hafi undir aðgerð, bæði með nýju
og gömlu tækninni, sjái þó ekki
eftir því að hafa reynt þá leið.
Niðurstöður aðgerða með leysi-
tækninni lofi því góðu, en á henni
séu ákveðnir annmarkar.
„Það getur ekki hver sem er
farið í þessa aðgerð. Þetta þarf
að vega og meta í hveiju tilfelii,
og þá skiptir máli aldur fólks, at-
vinna þess og hvernig hornhimna
augnanna lítur út.
Erfiðara er að lofa árangri eft-
ir því sem nærsýnin er meiri. Kjör-
aldur einstaklings sem fer í slíka
aðgerð er á milli tuttugu og
tveggja ára til þrítugs, eða eftir
að aukning nærsýni stöðvast. Ég
myndi segja að gott væri að bíða
með að fara í slíka aðgerð ef
menn geta, því að hver mánuður
eða ár sem líður í þróun tækninn-
ar er til bóta,“ segir Kristján.
Vafasamar
aðgerðir
ÁRNI B. Stefánsson augnlæknir
kveðst telja að leysiaðgerðir á
nærsýni og öðrum slíkum augng-
öllum með leysitækni séu um
margt vafasamar.
„Þessi aðgerð er leysiinngrip í
augu sem eru í sjálfu sér heil-
brigð, hvort sem þau eru nærsýn
eða fjærsýn," segir Árni. „Aðgerð-
ir á heilbrigðum augum mega
ekki hafa aukaverkanir, en að-
gerðir með leysitækni hafa hins
vegar aukaverkanir."
Demantsaðgerð skárri
Árni segir að þótt ný tækni sé
komin fram, þýði það ekki að allir
þeir sem eru nærsýnir eigi að
hlaupa til og reyna hana. Forveri
leysiaðgerðarinnar, rússnesk
skurðaðgerð með demantshníf á
augum sem kennd er við Fjod-
orov, og var síðan tekin upp á
Vesturlöndum, sé heldur skárri
með tilliti til aukaverkanna og
árangurs að hans mati.
„En allir vilja reyna leysitækn-
ina því að sú aðferð er ný. Leysi-
tækin kosta á milli 20 og 30 millj-
ónir króna og augnlæknar sera
kaupa slík tæki þurfa að sjálf-
sögðu að borga þau niður og um
leið breytist afstaða manna til
aðgerðanna. I stórum löndum geta
menn keypt þennan búnað, notað
á fjölda fólks og orðið rikir á
skömmum tima.
Forsendur fyrir aðgerð af þessu
tagi eru í mínum huga, 0 g margra
augnlækna þori ég að fullyrða, til-
tölulega takmarkaðar: Þær eru
helstar að nærsýnt fólk vilji ekki
eða geti ekki notað gleraugu vegna
starfs eða hugarfars, og þoli ekki
linsur. Linsur eru þó miklu ódýr-
ari en aðgerð og hafa minni auka-
verkanir. Ég myndi ekki senda
mína nánustu i siíka aðgerð og
ekki fara í hana sjálfur."