Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 19
ERLENT
S3
Kommún-
isti yfir
dómsmál
BORÍS Jeltsín Rússlandsfor-
seti skipaði í gær kommúnist-
ann Valentín Kovaljov í emb-
ætti dóms-
málaráð-
herra. Kov-
aljov er vara-
forseti neðri
deildar
þingsins og
hefur stutt
hernaðarað-
gerðir Jelts-
íns í uppreisnarhéraðinu
Tsjetsjníju. Skömmu fyrir
áramót skipaði forsetinn Kov-
aljov í embætti yfirmanns
nýrrar mannréttindanefndar
sem varið hefur stefnu stjóm-
valda er sökuð era um brot
á mannréttindum Tsjetsjena.
Tölvuskjáir
hættulausir
BARNSHAFANDI 'konur
geta óhikað unnið við tölv-
uskjái og þurfa ekki að óttast
fósturskaða af völdum geisl-
unar frá þeim, segir í niður-
stöðum rannsóknar danskra
lækna í Árósum. Rannsókn
þeirra stóð yfir Y tíu ár og
fundust engin tengsl milli
fósturskaða og tölvustarfa,
að sögn Berlingske Tidende.
SÞ-liðar mis-
jafnt metnir
BRESKA tímaritið Jane’s
Defence Weekly segir að
Sameinuðu þjóðirnar greiði
að jafnaði 85.300 Banda-
ríkjadollara, tæpar sex millj-
ónir króna, í bætur fyrir gæsl-
uliða frá iðnríkjum falli þeir
við skyldustörf en aðeins
19.500 dollara fyrir gæsluliða
frá þróunarríkjum. Farið er
eftir reglum um skaðabótur
í landi gæsluliðans, þær eru
yfirleitt lágar í fátækum þró-
unarríkjum. Fulltrúar hinna
síðarnefndu vilja nú breyta
þessum viðmiðunum SÞ.
Reuter
Friður í Sarajevo
DAGLEGT líf í Sarajevo hefur tekið breytingum frá því samið var um fjögurra mánaða vopnahlé
á gamlársdag eftir rúmlega þúsund daga umsátur Serba um borgina. Á myndinni, sem tekin var í
gær, er fjölskylda á gangi við varðstöð franskra friðargæsluliða í miðborginni.
Blindir
skynja
ljós
Boston. Reuter.
SUMIR þeirra sem eru alger-
lega blindir virðast skynja ljós,
samkvæmt rannsókn sem sagt
er frá i nýjasta hefti New
England Journal of Medicine.
Er talið að þar sé komin skýr-
ingin á því hvers vegna líf-
fræðileg klukka sumra blindra
fer úr lagi og veldur því að
þeir þjást af svefnleysi en aðr-
ir blindir eigi ekki í neinum
slíkum erfiðleikum.
Vísindamennirnir mældu
magn melatóníns í blóði en það
fellur þegar horft er í mikla
birtu. Sú varð raunin hjá þrem-
ur af þeim ellefu blindu mönn-
um sem prófaðir vora. Þegar
augu þeirra voru hulin, dró
hins vegar ekki úr melatónín-
magninu. Það bendir til þess
að augu þeirra skynji ljós, þó
að þau sjái það ekki. Ekki er
hins vegar vitað hvernig það
gerist.
Hinir átta, sem ekki sýndu
nein viðbrögð, hafa allir átt
við svefnleysi að stríða, ólíkt
þremenningunum. „Þettajafn-
gildir því að þjást af síendur-
tekinni flugþreytu," segir í
grein vísindamannanna.
Snurða hleypur á þráðinn
í viðræðunum um Bosníu
Mikil tortryggni einkenndi fund full-
trúa múslima og Bosníu-Serba
Sarfýcvo. Reuter.
SNURÐA hljóp á þráðinn í friðar-
umleitunum Sameinuðu þjóðanna í
Bosníu í gær þegar reynt var að
ná samkomulagi um mikilvæg
tæknileg atriði vopnahléssamkomu-
lags múslima og Bosníu-Serba.
Stjórnarerindrekar í tengslahóp
fimmveldanna - Bandaríkjanna,
Rússlands, Þýskalands, Frakklands
og Bretlands - komu saman í Bonn
til hefja að nýju viðræður um hvern-
ig binda mætti enda á stríðið í
Bosníu, sem hefur staðið í 33 mán-
uði. Viðræðurnar snerust um frið-
aráætlun, sem samin var í júlí og
skiptir Bosníu því sem næst til
helminga. Múslimar og Króatar
hafa fallist á áætluna en ekki Serbar.
Embættismenn Sameinuðu þjóð-
anna sögðu að dregið hefði verulega
úr bardögunum, einkum í Bihac.
Ástæðan er talin mikið fannfergi á
þessum slóðum, ekki síður en samn-
ingurinn um fjögurra mánaða
vopnahlé sem undirritaður var 31.
desember.
Djúpstæð tortryggni
Fulltrúar Bosníustjórnar og Bos-
níu-Serba ræddu ýmsa lausa enda
vopnahléssamningsins á flugvellin-
um í Sarajevo í sjö klukkustundir
í gær án þess að ná samkomulagi
um veigamikil tæknileg atriði.
Alexander Ivanko, talsmaður Sam-
einuðu þjóðanna, sagði að þeir
hefðu ekki fallist á tillögur í átta
liðum frá sir Michael Rose, yfir-
manni friðargæsluliðsins. Deilan
snerist um aðferðir við að sann-
reyna brottflutning hersveita og um
eftirlit með því að þær virði vopna-
hléið.
„Það er skiljanlegt að djúpstæð
tortryggni ríki milli þeirra og það
tekur tíma að eyða henni,“ sagði
Ivanko.
Dole vill afnema bannið
Bob Dole, leiðtogi repúblikana í
öldungadeild Bandaríkjaþings,
kynnti frumvarp um að aflétta
vopnasölubanni á stjórnarher Bosn-
íu þrátt fyrir andstöðu Bills Clint-
ons forseta og nokkurra Evrópu-
ríkja. Bandaríska utanríkisráðu-
neytið gagnrýndi framvarpið harð-
lega, sagði tímasetninguna mjög
slæma þar sem vopnahléið héldist
enn.
mundu!
____ MM
[...Í.stafa
stmanúmor
Frá og með 1. janúar 1995 breyttist val til útlanda.
í stað 90 kemur 00
PÓSTUR OG SÍMI