Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 23 AÐSEIMDAR GREINAR Jólasýning í Hafnarborg FORSTÖÐUMAÐUR Hafnar- borgar hefur sett upp sýningu á átta steinþrykksmyndum eftir Braga Ásgeirsson listmálara og listrýni. Allar myndirnar eru í eigu Hafnarborgar. Eg varð strax mjög hrifinn af þessum framtaki og hef sjaldan eða aldrei séð þessar myndir saman komnar á einum stað, þar sem fer vel um þær í hinni rúmgóðu og vinalegu kaffi- stofu staðarins. Mann rak bara í rogastans. Myndirnar eru svo framúrskar- andi góðar í lit og byggingu eins og Braga er einum lagið. Þær eru mjög ljóðrænar, enda inni í þeim tveim ljóð Matthíasar Johannessen skálds, sem fer mjög vel, en þær eru gerðar 1993 og heita Fagur er dalur og Mörg eru dags augu. Hinar myndirnar eru sex að tölu, gerðar 1984. Allar eru myndir þessar meistaraverk, sérstaklega kona á rauðum kjól með grænar hendur og grænan bakgrunn, einnig önnur dökkgræn mynd svo og mynd af syni Braga, að ég held, einföld og sterk mynd. Þess- ar myndir sýna vel að Bragi Ás- geirsson er meistari í grafík hér á landi og þó víðar sé leitað. Hann hefur sýnt töluvert hér heima, en mest í Reykjavík og maður minn- ist sýningar hans í Listasafni Is- lands fyrir nokkru, en ég man ekki eftir þessum myndum þar, en sú sýning var frábær. Það er eins og listrýnar séu eitt- hvað smeykir við að segja stór orð um list Braga og mér hefur ekki fundist hann njóta sannmælis. Einhvern veginn hafa listgagnrýn- endur dregið lappirnar í skrifum sínum um list Braga. Það er auð- vitað mikið mál að gera list hans skil. Kannski er það af því að Bragi er margt lengi búinn að vera listgagnrýnandi mesta menn- ingarblaðs iandsins, Morgunblaðs- ins. Hvað sem veldur, ætti slíkt ekki að koma málinu við, hvað sem menn gera annað. Það er eins og gagnrýnendur hafi vanmetið list Braga. Kannski var þetta þannig líka með Valtý Pétursson og Jón Þorleifsson (Orra). Þetta á bara Þessar myndir sýna vel að Bragi Asgeirsson er meistari í grafík hér á landi og þó víðar væri leitað, segir Sveinn Björnsson um leið og hann óskar Braga til hamingju með sýning- una í Hafnarborg, ekki að vera svona. Listamenn eiga ekki að gjalda þess sem þeir skrifa um. Það á einnig við um gagnrýnendur skáldverka og tón- skálda og svo framvegis. Gagnrýni er sjálfstæð list þegar hún er vel skrifuð. Gagnrýni í blöðum er nauðsynleg og er til staðar hjá öllum menningarþjóðum. Ég veit að víða hafa gagnrýn- endur orðið mjög þekktir, þó þeir séu sjálfir listamenn fyrir skrif sín um málaralist, skáldskap og músík þó það sé ekki allt jákvætt, en samt eru þeir metnir. Listamenn hér eru dálítið hörundsárir fyrir gagnrýni og orðið mótskrif, jafn- vel hatur og leiðindi. Þó ættu menn að vita að þetta er einungis umsögn eins manns. Listamenn ættu að kunna að fyrirgefa. Vera minnugir á það sem stendur í Bibl- íunni: „Sá sem kann að fyrirgefa skilur allt.“ Ég óska Braga Ásgeirssyni til hamingju með þessa litlu fallegu jólasýningu og Hafnarborg fyrir að hafa eignast þessar frábæru myndir. Viljinn til verksins skiptir öllu og von mín er sú, að Hafnar- borg láti ekki deigan síga á kom- andi ári. Að lokum hvet ég Hafnfirðinga til að sjá þessa sýningu, sem er opin til 10. janúar. Höfundur er listmálari. - kjarni málsins! Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauU Kopavogi, sími 671800 ’St Suzuki Geo Metro '92, hvítur, 5 dyra, 5 g., ek. 50 þ.km. V. 620 þús. MMC Pajero Mondeo V-6 (U.S.A. týpa ’89), svartur, sjálfsk., ek. 160 þ. km. Fal- legur jeppi. V. 1.490 þ. Nissan Sunny SLX Sedan '93, steingrár, sjálfsk., ek. 32 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fL V. 1.080 þús. VW Golf Cl 1400 '94, 3ja dyra, 5 g., ek. 5 þ. km. V. 1.050 þús. VW Golf CL 1400 '94, 3ja dyra, 5 g., ek. 22 þ. km. V. 990 þús. Renault 19 RN '95, 4ra dyra, silfurgrár, 5 g., ek. 3 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.200 þús. Renault 19 Chamade '91, grænn,. 5 g., ek. 40 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 850 þús. Chrysler Saratoga SE '91, sjálfsk., V-6, ek. 64 þ. km., álfelgur o.fl. V. 1.380 þús. Sk. ód. Subaru Legacy 2.0 station ’92, steingrár, sjálfsk., ek. 52 þ. km. V. 1.800 þús. Volvo 460 GLE '94, sjálfsk., ek. aðeins 5 þ. km. V. 1.600 þús. MMC Colt GLX '89, sjálfsk., ek 65 þ. km. V. 690 þús. Nissan Sunny LX '94, blár, 5 g., ek. að- eins 1 þ. km. V. 990 þús. MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 58 þ. km. V. 730 þús. Einnig MMC Colt GLX '90, sjálfsk., ek. 45 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 780 þús. Bflar á tilboðsverði Peugeot 309 '87, 4ra dyra, hvítur, 5 g., ek. 44 þ. km. á vél. V. 280 þús. stgr. Citroen AX 11 TRS '88, 5 dyra, 5 g., ek. 88 þ. km. V. 250 þús. Citroen BX 16 TRS '85, 5 g., ek. 130 þ. km. V. 195 þús. Nissan Sunny '85, 5 dyra, 5 g., ek. 107 þ. km. V. 170 þús. stgr. Honda Accord '82, 4ra dyra, blár, 5 g., ek. 190 þ. km. V. 70 þús. Mazda 323 '83, 4ra dyra, 5 g., ek. 155 þ. km. V. 130 þús. stgr. M. Benz 230 E '81, sjálfsk., sóllúga o.fl. Góður bfll. V. 390 þús. Vantar góða bfla á skrá og á staðinn. Ekkert innigjald. M e s t u v i n n i n g s l í k u r s e m s é s t h a f a ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR Heppnin bíðurþín hér Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef liann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórglœsilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum okkar, í hverjum rnánuði. Tryggðu þér möguleika j^j HAPPDRÆTTI "Wl ... jyrir lífið sjálft Verð miða er óbreytt aðeins 600 kr. VtSA UMBOÐ I REYKJAVIK RLYK I.WIK: AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 NESKJÖR Ægissíðu 123, sími 19292 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 IÐNA LÍSA, BLÓMABÚÐ Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 676320 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN TEIGAKJÖR Laugateigi 24, sími 39840 ERLENDUR HALLDÓRSSON, TOPPMYNDIR Myndbandaleiga, Arnarbakka 2, sími 76611 0 G NAGRENNI: VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 GRIFFILL sf. Síðumúla 35, sími 688911 BÓKABÚÐFOSSVOGS Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 873355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 MOSt ELLSBÆR: SIBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14,sími 666620 KOr.-WOGUR: BORGARBÚÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, sími 46777 GARÐAB: l'.R: SÍBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 MiniimuMiiIMUMM BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími 50045 Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar. Upplýsingar um nœsta umboðsmann ísíma 91-5522150 og552 3130 M e i r a e n a n n a r h v e r m i ð i v i n n u r a 6 j a f n a ð i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.