Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4
i
AÐSENDAR GREIIMAR
Hremmingar próf-
kjörsfaraldursins
NÚ HAFA hremmingar prófkjöra-
faraldursins skekið flokkana hvem
af öðrum og eiga líklega enn eftir
að gera áður en yfir lýkur lotunni.
Og sumir flokkarnir gátu og geta
ekki fengið fulla tölu frambjóðenda
á prófkjörslistana. Svo koma hrell-
ingamar eftir sjálf prófkjörin. Mætir
stjómmálamenn falla í þessum
skollaleik eins og oft fyrr, þar sem
„kylfa ræður kasti“ - Ýmsir reyna
svo að skýra vitleysuna með speki-
legum athugasemdum, - mest út í
bláinn. Enga skýringu er að hafa
nema að tilviljun ræður.
Orð sem hljóma viturlega um, að
nýir straumar valdi, uppgangur sé
hjá ungu fólki, þetta sé vilji fólksins,
segja ekkert. Þess er aftur á móti
að gæta að sá undurfurðulegi háttur
hefur að auki komið inn í þessi dæmi
að lækka aldur til kjörgengis í próf-
kjörum langt undir almennan kosn-
ingaaldur - sem þó er orðinn það
lágur að tvímælis orkar að dómi
margra - þó það sé annað mál.
Við sjáum virðulegum forseta Al-
þingis Islendinga „hafnað" eins og
það heitir sem eins getur verið höfn-
un af hálfu þeirra sem hafa litla
möguleika á yfirsýn og að geta skil-
ið margslungið framlag sem þarf
sérfræðinga til að meta með sann-
gimi.
Forystumaður þingliðs stærsta
flokksins í Reykjaneskjördæmi nær
naumlega sínu fyrsta sæti og matið
á framlagi hans, ef mat skyldi kalla,
byggist varla á viti og sanngimi og
getur eins byggst á sleggjudómum
vankunnugra - Og svo segja þeir
sem heppnir voru í „sleggjukastinu",
án þess að vita orsök heppninnar,
að þetta sé sterkt - það
sýni vilja kjósendaH
Kunnur þungavigtar-
maður á Suðurlandi,
sem hefur fastar og
stundum sérstæðar
skoðanir á þingi en læt-
ur ekki stundarsjónarm-
ið hagga sér, má sæta
því að vera „hafnað" -
þ.e. falla um sæti frá
kosningum til Alþingis
- hugsanlega af því að
ekki er auðvelt að hagga
honum. - I einum flokki
á Austurlandi hafa einn-
ig orðið sviptingar og
óánægja. Allskyns
ásakanir dynja yfir og
jafnvel úrsagnir fylgja, eða fólk hér
og þar neitar sæti á lista eftir útreið
í prófkjöri.
í útvarpsþætti þriðjudaginn 8.
nóvember, þ.e. eftir afstaðin próf-
kjör, var samtal við mætan stjóm-
anda slysavamarsamtaka sem hafði
á ámm áður farið í prófkjör og upp-
lifað nöturlegra reynslu og kvaðst
ófús að endurtaka. Spyrill spurði þá
hvemig ætti að velja á framboðs-
lista, hvort prófkjör væm rétta að-
ferðin. Svarið var athyglisvert: að
þau væm ekki viðunandi lausn sök-
um ókostanna, m.a. kostnaðar, geysi
vinnu, persónulegra óþæginda ofl.,
ef ég man rétt. - Þá var spurt: hvað
á þá að koma í stað prófkjöranna. -
Svarið var: Að kjörnefndir fái nægi-
legt vald til að skipa á framboðslista
og hafi kjark til að velja þá sem era
taldir beztir.
Hér er einmitt komið að kjama
málsins. - Kjömir fulltrúar með vald.
Kjörnir nefndamenn
með kjark og þor til að
velja af einurð það sem
er bezt. - Ekki sleggju-
dómaval prófkjöranna.
- Vert virðist að íhuga
þessa afstöðu greindrar
konu í ábyrgðarstöðu
sem hafði ekki verið að
flíka sínum skoðunum,
en segir þetta aðspurð
nánast af tilviljun og
byggði umsögnina á
miður aðlaðandi eigin
reynslu.
Þá er önnur hlið á
þessum málum sem
enginn nefnir. - For-
menn og stjórnir em
kosnar til forystu stjórnmálaflokka í
stjórnmálabaráttunni. - Hvað eiga
viðkomandi að gera? Hvaða hlutverk
hafa þessir aðila eiginlega? - Svarið
er: Að tryggja velferð síns flokks og
tryggja honum völd svo stefna hans
fái framgang. - ög hvemig gerist
slíkt? Með því að fá sterkt fólk með
vit, reynslu og þekkíngu til að beij-
ast fyrir flokkinn. - Og formenn og
stjómir eiga svo að bera ábyrgð á
baráttunni og velferð flokks og mál-
efnis á gmndvelli þess að hér takist
vel til - því hér er einmitt þungamiðj-
an sem allt snýst um. Allt annað en
þetta er aukahlutverk stjómenda
stjómmálasamtaka, allt annað þjón-
ar einungis þessu aðalmarkmiði til
að koma stefnu flokks á framfæri
og vinna málefnum flokksins fylgi
og brautargengi.
En hvað gerist svo? Allt í einu
(fyrir ca. 2-3 áratugum) kemur ný
uppfynding, - töfralausnin: „Próf-
Sveinn Ólafsson
..hiíf'sl í cictgf
ÁÐUR: NÚ:
ÍS.WO 9.990
wn 3.990
4 990 TQOfl
a.ggn
h 990 2.990
iM 2.990
4.990 2.990
ofsláttur
SKÓM, BOLUM, SKÍÐAGÖLLUM O.M.FL.
öllum öðrum vörum í búðinni
kjör“ - og upp spretta menn, sem
hafa gleypt hugmyndina hráa og
ómelta og æsa fólk upp með allskyns
þvaðri og málamyndatali um lýðræði
og þess háttar, sem eru mest innan-
tóm rökleysa þegar málið er skoðað
hlutlaust ofan í kjölinn. - Og fólk
sem ætti af hafa meira vit á hlutun-
um en svo heillast af slagorðaflaumn-
um og heimtar prófkjör, af því að
það á að vera hið eina sanna lýð-
ræði - algjörlega án þess að fræðileg
gmiídvallarrök séu sett fram. Sé
þessi málatilbúnaður skoðaður í réttu
ljósi er þetta fortakslaust vantraust
og móðgandi lítlisvirðing við forystu
hvers stjómmálaflokks og í hrópandi
mótsögn við forystuhlutverkið sem
henni er lagt á herðar af flokknum
sjálfum, - En þetta virðistenginn
vilja sjá!
Með þessu em völdin til að hafa
nokkur áhrif á það sem þau eiga svo
að bera ábyrgð á afdráttarlaust tek-
in af formanninum og stjóminni. I
stað þess að mega fá hlutlausa hug-
sjónamenn valda úr eigin hópi, sem
Besta fólkið fæst sjaldn-
ast til þátttöku í próf-
kjörum að mati Sveins
Ólafssonar, sem telur
aðrar leiðir farsælli um
val frambjóðenda.
formaður og stjóm og í raun flokkur-
inn allur eiga að geta treyst tii að
hafa yfirsýn, vit og sanngirni til að
velja bezta fólkið í baráttuna, þá er
tilviljun boðið heim og „kylfa iátin
ráða kasti“ um valið. Og svo koma
kjaftarök um, að þetta sé lýðræði
alls lýðræðis, og allskyns slagorð síð-
an notuð til að slá allar mótbámr
niður. Og menn hafa staðið ráðþrota
og agndofa gagnvart vitleysunni, því
hún var máluð upp sem hið eina
sanna lýðræði. Sem sé, blekkingin
blindaði alla og gerir enn - formenn-
ina og stjórnirnar líka. Enginn fékk
eða fær rönd við farganinu reist!
Hin réttu viðbrögð raunsærra,
skapfastra og hugsjónalega óbrengl-
aðra stjómenda, þ.e. formanns og
allrar stjórnarinnar í flokknum þar
sem svona falstillögur koma fram,
ættu skýlaust að vera að segja
flokknum að ef slík firra sýni sig að
vera vilji fólksins í flokknum, þá sé
ekki hægt að vinna fyrir flokkinn
og bera ábyrgð á velferð hans. Vald-
ið sé með samþykkt prófkjörs tekið
af stjórninni og formanninum til að
byggja á velferð stefnu og flokks -
og þau þar með gerð máttlaus til
áhrifa og góðra verka fyrir heildina.
Eina virka aðferðin sem formaður
og stjórn þá geta beitt til að veija
sig og firra sig ábyrgð á hlutum sem
þau fá engu ráðið um er að formað-
ur og stjórnin öll sé nægilega and-
lega óháð og sjálfstæð í hugsun til
að segja af sér. - Og þá blasti við
að þeir sem bæru ábyrgð á að heimta
prófkjörsvitleysuna, yrðu að axla
ábyrgðina á afleiðingunum. Slíkt
væri svo afdrifarikt að varla er ætl-
andi að nokkur flokkur myndi á slíkri
úrslitastundu bjóða þeirri þróun
heim. Stjóm og formaður hlytu þá
að fá að ráða um uppástungur eins
og þau eru kjörin til af flokknum
sjálfum. Og vafalítið er að slík stað-
festa myndi auka virðingu og tiltrú
meðal alls vitiborins fólks til stjórn-
málamanna sem þannig tækju á
málum almennri velferð til heilla, og
létu ekki hlekkja sig í þrældómsviðj-
ar vitleysunnar.
Og afleiðingar prófkjöra geta
menn svo líka sjálfir séð bæði nú og
fyrr, því vitað er, hvað sem hver
segir, að bezta fólkið sem þjóðin á
fæst sjaldnast til að taka þátt í þeirri
oft rándým og mannskemmandi fá-
sinnu, rógi og persónulegum þreng-
ingum og óþægindum sem blekk-
ingavef þessa vandræðafyrirkomu-
lags fylgja.
Um leið og þetta er sagt, er rétt
að benda fólki á að litast um og
skoða þessa hluti með hlutlausu hug-
arfari og sjá hvort ekki er eitthvað
ti! í því sem ítrekað hefur verið bent
á að sé athugavert við notkun próf-
kjöranna, svo herfilega sem reynslan
hefír leikið marga beztu og efnileg-
ustu vitmenn, leiðtoga og leiðto-
gefni, sem hraktir hafa verið út af
sviði stjórnmálanna á undangengn-
um áratugum, síðan fíflaskapur próf-
kjöranna hélt innreið sína hér á landi
sem og víðar í heiminum. Þau eru
jafn slæm allsstaðar að dómi vitibor-
ins fólks.
Skoðanakannanir eða ábendingar
til leiðbeiningar fyrir kjörnefndir eru
allt annað og gagnlegra mál, þegar
ekki er blásið út tölum um hvað
margir stinga upp á hveijum. - Það
er það sem eyðileggur prófkjörin. -
En ábendingar aftur em sannarlega
til hjálpar og kjörnefndir yfirleitt
fegnar og glaðar að fá slíka lið-
veizlu. En það fyrirkomulag útheimt-
ir þagmælsku og grandvarleika svo
árangurinn verði ekki eyðilagður.
Og þar hefur stundum vantað upp á
trúmennskuna og heiðarleikann þeg-
ar á uppstillingu stóð og lausmælgi
og kjaftagangur hefir verið látinn
líðast, en afleiðingin svo orðið hörmu-
leg og öllum til ama.
Menn skyldu minnast máltækisins
sem segir „til þess em vítin að va-
rast þau“. - Og hér er ærin ástæða
til að hyggja að, hvort þetta á ekki
við á íslandi í dag í ljósi margfeng-
innar eftirminnilcgrar og átakanlegr-
ar reynslu fyrir þjóðina alla - sem
kastar mörgum sínum beztu starfs-
krörtum á glæ með svona háttar-
lagi, þó hún hafi í blindni haldið
annað!
Höfundur er fyrrverandi
fulitrúi hjá Eimskipi.
Hundagjald og
skattlagning
FYRIR skömmu
skoraði Hundaræktar-
félag íslands á félags-
menn sína í Reykjavfk
að draga greiðslu á
hundagjaldi ársins 1995
fram að eindaga þess.
Ástæðan er kæra fé-
lagsins til Umboðs-
manns Alþingis vegna
ofsköttunar á hundeig-
endur. Kæra félagsins
beinist að Reykjavík en
getur, að gefnum sömu
forsendum, orðið for-
dæmisgefandi fyrir önn-
ur sveitarfélög.
Hundahald með
skilyrðum
í flestum þéttbýlissveitarfélögum
er hundahald leyft með ýmiskonar
skilyrðum. Í Reykjavík era þau skil-
yrði sett, að greitt sé leyfisgjald, sem
taki mið af kostnaði við framkvæmd
hundahalds. Hundur þarf að vera
ábyrgðartryggður,
hann skal færður ár-
lega til hreinsunar,
bera hálsól með heimil-
isfangi eiganda og í
fjölbýlishúsum þarf
samþykki sameigenda.
Ef hundur sleppur frá
eiganda sínum, skal
kostnaður við töku og
geymslu hans greiddur
að fullu af eiganda.
Hækkun
hundagjalds
I gegnum tíðina hef-
ur hundagjaldið farið
síhækkandi og virðist
vera orðið að hreinum
skattstofni hjá sumum
sveitarfélögum. Gjaldið er a.m.k. tal-
ið upp sem einn þeirra skattstofna
sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar ætlar
að nota til að fylla upp í gat bæjar-
sjóðs. Á síðustu 5 ámm hefur gjald-
ið í Reykjavík hækkað þriðjungi
Guðrún Ragnars
Guðjohnsen