Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 25
AÐSENDAR GREINAR
Sáttín um
stjórnarskrána
Á ALÞINGI íslend-
inga var nú fyrir stuttu
lagt fram frumvarp til
laga um breytingu á
stjómarskrá lýðveldis-
ins. Það felur í sér
breytingar á mann-
réttindakafla stjórnar-
skrárinnar og er, lagt
fram af formönnum
allra þingflokka.
Framlagning þess er
talin bera vott um full-
komna sátt allra
flokka um mannrétt-
indakaflann.
Tilgangurinn
í greinargerð með
frumvarpinu er að
finna rök fyrir breytingunum á
mannréttindakaflanum. Þar er
nefnd til sögunnar sú viðleitni að
færa ákvæði stjórnarskrárinnar í
nútímalegra horf, auk þeirrar
gagnrýni sem íslensk stjórnvöld
hafa orðið fyrir erlendis frá í
tengslum við alþjóðlegar skuld-
bindingar. Þessar virðast vera
helstu ástæður fyrir breytingunum
og eru það röksemdir sem eiga
vissulega rétt á sér.
Meðalið
Það vakna ýmsar spurningar
þegar leiðirnar til að ná þessum
markmiðum em skoðaðar. Er þá
einkum átt við ákvæðin um félaga-
frelsi og atvinnufrelsi, þar sem
kveðið er á um rétt manna til að
standa utan félaga og rétt manna
til að stunda þá atvinnu sem þeir
kjósa. Sérstaklega vekur greinar-
gerðin með frumvarpinu til um-
hugsunar um það hvort hér sé
nægilega vel að málum staðið.
Kötturinn og
grauturinn
Það sem einkum vekur efasemd-
ir við lestur greinargerðarinnar er
sú staðreynd að athugasemdir með
ákvæðunum um félagafrelsi og
málefni vinnumarkaðar eru tvíræð-
ar. Minnir höfundur greinargerðar-
innar helst á köttinn sem fer í
kringum heitan graut í þeirri við-
leitni sinni að forðast kjarna máls-
ins;
í greinargerðinni er varla minnst
á stéttarfélög nema þá undir rós
Bryndís
Hlöðversdóttir
og helst í tengslum
við dóm Mannrétt-
indadómstóls Evrópu
í leigubílstjóramálinu
svokallaða. Þar er lát-
ið að því liggja að
dómurinn feli í sér
áfellisdóm yfir skipu-
lagi íslenskrar verka-
lýðshreyfingar, þrátt
fyrir að það sé hveij-
um manni ljósara,
sem hefur sett sig inn
í umræðuna um fé-
lagafrelsi, að dómur-
inn er engán veginn
fordæmisgefandi. Þá
hefur hann hlotið
gagnrýni fyrir fijáls-
lega túlkun á Mann-
réttindasáttmála Evrópu, auk þess
sem aðrir dómar hafa fallið í kjöl-
farið sem bera sérstöðu hans vitni.
Óhreinu börnin?
Við sem höfum komið nálægt
starfsemi stéttarfélaga á íslandi
þekkjum öll þau rök sem koma
fram í greinargerðinni. Það er hins
vegar undarlegt að röksemdirnar
séu settar fram með þeim hætti
að varla sé minnst orði á stéttarfé-
lög, hvað þá heldur að skýrlega
sé tekið fram í greinargerðinni
hvaða staða þeim sé ætluð eftir
breytinguna. Stéttarfélög eru þau
félög sem félagafrelsisumræðan
snýst fyrst og fremst um og þau
eiga að njóta meira sannmælis en
svo að um þau sé talað eins og
skítugu börnin hennar Evu. Hvað
með forgangsréttarákvæði kjara-
samninga og greiðsluskyldu til
stéttarfélaga?
Nokkrir þeirra þingmanna sem
til máls tóku í umræðum á þingi
bættu úr þessu og töluðu hreint
út um þeirra skilning á málinu, en
aðrir sáu ekki ástæðu til að nefna
stéttarfélög á nafn.
ítarleg umræða
óumflýjanleg
Hér er slíkt stórmál á ferðinni
að ítarleg og fordómalaus umræða
er óumflýjanleg. Sé það vilji lög-
gjafans að bæta mannréttinda-
vernd á íslandi og færa hana til
nútímalegs horfs í samræmi við
alþjóðlegar skuldbindingar, er
fyrsta skrefið í þá átt að tryggja
Hundaræktarfélagið
hefur ítrekað óskað eftir
samstarfi við borgina.
Guðrún Ragnars Guð-
johnsen segir lítið hafa
farið fyrir samráði við
borgarana hjá nýja
borgarstjórnarmeiri-
hlutanum.
meira en sem nemur hækkun verð-
lags og munar uin' minna.
Hundagjaldið
gert að tekjustofni
Hundaræktarfélag Islands, hags-
munafélag hundeigenda, taldi að
borgaryfirvöld væru farin að misnota
gjaldið. í stað þess að láta gjöldin
duga fyrir kostnaði, væru þau gerð
að skattstofni og skilaði tekjum í
borgarsjóð. í samantekt úr borgar-
bókhaldi, sem lögmaður félagsins
fékk hjá borginni, kom í ljós að á tíu
árum var í sjö skipti hreinn hagnaður
af gjaldtökunni. Hagnaðurinn var yf-
irleitt verulegur og að meðaltali hafa
hundeigendur í Reykjavíkk árlega
verið látnir greiða um 12,5% umfram
kostnað (16% ef gerð er 5% ávöxt-
unarkrafa). í málarekstri sínum við
Umboðsmann Alþingis hefur borgin
reynt að vefengja sitt eigið bókhald,
allt að 10 ár aftur í tímann. Voru á
síðustu stigum málsins dregnar fram
óljósar tölur um van- og ótalinn kostn-
að og áætlaðan yfirstjómunarkostn-
að. Ef slíkur kostnaður gleymist í 10
ár, er svo sannarlega þörf á því að
endurskoða endurskoðunina.
Samstarfs óskað við borgina
Hundaræktarfélagið hefur ítrekað
óskað eftir samstarfi við borgina við-
víkjandi gjaldtökuna og ýmis önnur
úrræði. Síðastliðinn vetur skipaði
borgarráð sérstaka sameiginlega
nefnd til þessa, en hún hefur aldrei
komið saman. Að loknum kosningum
virðist ekki ljóst, hvort skipuð var
ný nefnd eða einungis skipt um menn
í þeirri nefnd sem þegar hafði verið
skipuð. Félagið hefur enn ekki getað
fengið það staðfest. Þannig hefur lít-'
ið farið fyrir samráði við borgarana
hjá nýjum borgarstjórnarmeirihluta.
Félagið vonast til þess að breyting
fari að verða þar á og hagsmunum
1.100 hundeigenda og fjölskyldna
þeirra verði sinnt.
Höfundur er formnður
Hundaræktarfélags íslands.
Stéttarfélög eru nauð-
synlegur þáttur í vel-
ferðarþjóðfélagi. Bryn-
dís Hlöðversdóttir
segir að það eigi að
vera kappsmál löggjaf-
ans að tryggja þeim
starfsgrundvöll í
stjórnarskránni.
að sjónarmið sem flestra þegna
þessa lands njóti skilnings, auk
þess sem nauðsynlegt er að líta til
annarra alþjóðlegra skuldbindinga
um félagafrelsi en Mannréttinda-
sáttmála Evrópu, þótt hann sé
vissulega mikilvægur á sviði mann-
réttinda. Við höfum t.d. líka sam-
þykktir Alþjóðavinnumálastofnun-
arinnar (ILÖ) að líta til, er leggja
þá skyldu á herðar ríkisins að sjá
til þess að aðilar vinnumarkaðarins
hafi frelsi til að semja um málefni
vinnumarkaðarins án íhlutunar
stjórnvalda.
Kynningarátaks
þörf
Stéttarfélög eru nauðsynlegur
þáttur í velferðarþjóðfélaginu og
það ætti að vera kappsmál löggjaf-
ans að tryggja þeim starfsgrund-
völl í stjórnarskránni. Ákvæðið um
félagafrelsi snýst fyrst og fremst
um stéttarfélög, það á ekki að
dyljast neinum. Túlkun ákvæðisins
í framtíðinni getur haft mikið að
segjá um starfsemi stéttarfélaga
og stéttarfélagasamtaka og málið
því mjög mikilvægt.
í umræðum um frumvarpið á
þingi kom fram krafa um það að
farið væri út í öflugt kynningará-
tak um breytingarnar, sem er
nauðsynlegt ef vel á að vera. Öllum
vafa um áhrif breytinganna á
starfsemi stéttarfélaga í landinu
þarf að eyða áður en málið er end-
anlega afgreitt og kynna þarf
málið vel fýrir þjóðinni. Svo viða-
miklar breytingar mega ekki eiga
sér stað án mikillar umræðu og
kynningar. Ella væri betur heima
setið en af stað farið.
FRETTIR
Höfundur er lögfræðingur ASÍ.
Þrettánda-
ganara og
blysför í
Öskjuhlíð
FERÐAFÉLAG íslands og Valur
efna til sameiginlegrar blysfarar og
fjölskyldugöngu á þrettándanum
föstudagskvöldið 6. janúar kl. 20.
Gengið verður um skógarstíga í
álfa- og huldufólksbyggðum Öskju-
hlíðar. I huliðsvættakorti sem Borg-
arskipulag Reykajavíkur gaf út fyrir
nokkrum árum eftir tilsögn Erlu
Stefánsdóttur er sýnd álafabyggð í
Öskjuhlíðinni.
Brottför frá anddyri Perlunnar er
kl. 20 og tekur gangan aðeins 30-45
mínútur og henni lýkur við þrett-
ándabrennu á Valsvellinum. Kveikt
verður í brennunni um kl. 20.45 og
síðan verður flugeldasýning Hjálpar-
sveitar skáta.
Fjöldasöngur verður í upphafi
göngunnar og við brennuna. Blys
verða seld kl. 19.30. Veitingar (kaffi
og vöfflur) verðar seldar í Valsheim-
ilinu. Fjölskyldufólk er sérstaklega
hvatt til að mæta í þessa fyrstu
göngu á nýbyijuðu ári.
Fyrsta sunnudagsferð nýja ársins
er 8. janúar kl. 13 en það er göngu-
ferðin: Heimörk-Skógarhlíðakriki.
ÞJALFUNARSTÖÐ KVENNA
Sóknarhúsinu Skipholti 50 a
\TÐ BJOÐUM LJPPA:
Sjúkraþjálfun
Sjúkranudd
Fullkominn tækjasal
Kj örþyngdarnámskeið
Byrjendanámskeið í
Kripulajóga
Leikfimi og liðkun, hádegis-.
eftir hádegis- og kvöldtímar
Böð
Heitan pott
Gufubað
Heita bakstra
Gigtarlampa
Ljósabekki
Gigtarhópa, háls,
herðar og slökun
Máttarkort gilda bœöi í Skipholti og Faxafenl
Kynniö ykkur afsláttarkjörin!
Opið frá kl. 8.00 - 20.30 mánud. - fimmtud.
8.00 - 19.30 föstud.
RcGbdh
FAXAFENI SIMI: 568 9915 • SKIPHOLTI SIMI: 581 4522