Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 27
26 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 27
STOFNAÐ 1913
UTGEFANDl
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
UPPLYSINGA-
HRAÐBRAUTIN
ATHYGLISVERÐ grein birtist í viðskiptablaði Morgunblaðs-
ins í gær eftir Gísla Hjálmtýsson, sem stundar doktors-
nám í háhraða tölvunetum og dreifðum kerfum í Bandaríkj-
unum. Gísli gerir að umtalsefni „upplýsingahraðbrautina", þ.e.
hið hraðvirka alhliða upplýsingakerfi, sem verið er að byggja
upp víða um heim.
Upplýsingahraðbrautin gerir upplýsingamiðlun og fjarskipti
hraðari og skilvirkari og er um leið að verða snar þáttur í
nútímaþjóðfélagi. Fyrirtæki, einstaklingar og menntastofnanir
verða æ háðari örum samskiptum og góðum aðgangi að upplýs-
ingum.
Gísli Hjálmtýsson bendir á að með ofurhraðasamneti megi
draga úr aðstöðumun ísléndinga og annarra þjóða. íslendingar
tengist þegar alnetinu Internet og vefnum mikla, World Wide
Web, en markviss notkun fyrirtækja á netinu sé óveruleg og
stefnumörkun stjórnvalda og hagsmunaaðila hvergi að finna.
Gísli bendir í grein sinni á hina óteljandi möguleika upplýs-
ingahraðbrautarinnar. Hún getur veitt aðgang að stafrænum
gagnasöfnum um allan heim, stuðlað að almennri upplýsinga-
miðlun, aukið aðgang fræðimanna, opinberra stofnana og einka-
fyrirtækja að upplýsingum, gert símafundi og „sýndarheim-
sóknir“ möguleg, eflt fjarnám og -kennslu og skapað grund-
völl fyrir sölu þekkingar og reynslu íslendinga, meðal annars
í sjávarútvegi, og þannig lagt grunninn að hálaunastörfum
framtíðarinnar.
„Upplýsingasamfélagið knýr ekki dyra á íslandi, heldur verð-
um við sjálfir að byggja upp heimreiðar og tengivirki, og stuðla
á annan hátt að hagkvæmri hagnýtingu tækninnar hér á landi,“
segir hinn ungi fræðimaður og vekur athygli á að þótt Póstur
og sími hafi á síðustu árum fjárfest verulega í gagnaflutning-
skerfi landsins, sé enn meiri fjárfestinga þörf.
Þessar ábendingar eiga fullan rétt á sér. Víðast um hinn
vestræna heim hafa stjórnvöld áttað sig á mikilvægi þess að
byggja upp upplýsingahraðbrautir, rétt eins'og aðrar samgöng-
ur og fjarskipti. í Bandaríkjunum var gerð víðtæk áætlun um
eflingu upplýsingasamfélagsins undir forystu varaforseta lands-
ins, A1 Gore, sem sýnir hvaða áherzlu Bandaríkjastjórn leggur
á verkefnið. Sömu sögu er að segja af Evrópusambandinu, þar
sem framkvæmdastjórnin lagði á síðasta ári fram svipaða áætl-
un.
í báðum tilfellum er um það að ræða að reynt er að tryggja
samkeppnishæfni atvinnulífs Bandaríkjanna og ESB. Á sama
hátt er því þannig farið, að eigi staða íslands í alþjóðlegri sam-
keppni að vera tryggð, er þörf á að uppbyggingu upplýsingasam-
félagsins verði meiri gaumur gefinn hér á landi en hingað til.
Markviss stefnumótun á þessusviði er ein af undirstöðum öflugs
atvinnulífs og velmegunar á íslandi.
VERÐLAGSÁKVARÐAN-
IR OG VONT KJÖT
FRAM hefur komið í fréttum seinustu daga að nautakjöt í
efri gæðaflokkum sé nánast ófáanlegt til vinnslu. Skýring-
arnar, sem fulltrúar bænda hafa gefið á þessu, er að verð á
nautakjöti sé nú svo lágt að bændur hafi varla upp í fram-
leiðslukostnað og hafi engan hvata til að framleiða gott kjöt.
Þess í stað slátri menn því, sem þeir eigi af nautgripum.
Verð á nautakjöti ræðst ekki á fijálsum markaði frekar en
verð annarra innlendra landbúnaðarafurða. Opinber nefnd, svo-
kölluð sexmannanefnd, ákveður verð til bænda og fimmmanna-
nefnd ákveður svo verðið, sem neytendur eiga að greiða. Hvað
neytendur eru tilbúnir að greiða fyrir góða vöru skiptir ekki
máli.
Er sexmannanefnd hækkaði verð á nautakjöti til bænda fyr-
ir skömmu, fylgdi þeirri ákvörðun sú greinargerð að verð hefði
verið að lækka lengi vegna offramboðs, en nú væri framboðið
hrunið vegna lágs verðs. Samt er verðið enn svo lágt, að gott
kjöt — og þar af leiðandi útgengilegt á markaði — fæst ekki.
Þegar svona er komið, er ljóst að málefni nautakjötsfram-
leiðslu eru í fullkomnum ólestri.
Fram hefur komið að skársta kjötið, sem til var, hafi verið
sett í tíu tonna tilraunasendingu til Ameríku, „til að markaðs-
setja íslenzka gæðavöru" eins og formaður Landssambands
kúabænda orðaði það í fjölmiðlum. Verðið sem fékkst fyrir
þennan útflutning var mun hærra en það, sem bændur fá hér
innanlands.
Hvað sitja íslenzkir neytendur þá uppi með? Verðlagningar-
kerfi, sem virðist á víxl stuðla að offramboði og því, að ekki
fæst almennilegt nautakjöt í búðum. Útflutning á bezta kjöt-
inu, en innflutningsbann, sem útilokar að hægt sé að bjóða upp
á sæmilega vöru ef íslenzkir bændur geta ekki útvegað hana.
Samkeppnisleysi, jafnt milli innlendra framleiðenda og frá út-
löndum. Allt ber þetta vitni úreltu landbúnaðarkerfi, sem hefur
fyrir löngu gengið sér til húðar.
KJARAMAL KENNARA
Boðun verkfalls gæti
truflað viðræður
Tilmæli fjármálaráðherra breyta engu segja forystumenn kennara
FRIÐRIK Sophusson íjár-
málaráðherra kvaddi for-
menn Kennarasambands
íslands og Hins íslenska
kennarafélags á sinn fund í gær-
morgun og lagði fast að þeim að að
íhuga vel hvort nú væri rétti tíminn
til að efna til atkvæðagreiðslu um
boðun verkfalls kennara.
Lagði hann áherslu á að skammt
væri liðið frá því að samningar urðu
lausir, örstutt væri til þingkosninga
þegar og ef verkfall hæfist og at-
kvæðagreiðsla um boðun verkfalls
gæti gert erfiðara fyrir um allar
samningaviðræður eins og reynslan
sýndi. Forystumenn kennarasamtak-
anna sögðu eftir fundinn að ákvörð-
unin að boða til verkfalls yrði ekki
endurskoðuð.
„Ég sagði við forystumenn kenn-
arafélaganna í morgun að verkfalls-
boðun, ekki síst ef forystan er að
hvetja til verkfalls, gæti haft truf-
landi áhrif á kjarasamningana og
viðræðurnar í heild,“ sagði Friðrik á
fréttamannafundi í gær þar sem hann
skýrði frá þeirri afstöðu sem hann
greindi forystumönnum kennara frá
fyrr um morguninn. Friðrik sagðist
þó ekki hafa lagt formlega til við
kennara að þeir féllu frá atkvæða-
greiðslu um verkfallsboðun.
Almenni vinnumarkaðurinn
móti stefnuna
Friðrik sagðist telja eðlilegt að
aðilar á almenna vinnumarkaðinum
mótuðu meginstefnuna og tækju
fýrsta skrefíð í samningalotunni sem
nú væri að hefjast. Vinnuveitenda-
sambandið hefði lýst því að það vildi
stuðla að því að almennir kjarasamn-
ingar gætu náðst sem allra fyrst og
forystumenn ASI virtust telja það
slæmt ef samningar drægjust fram
að kosningum. Friðrik sagðist því
ekki telja tímabært að ríkið kæmi
fram með tilboð á þessari stundu
heldur yrði þess beðið að línur skýrð-
ust á almenna vinnumarkaðinum á
næstu vikum.
Fjármálaráðherra sagði að viðræð-
ur við kennarafélögin hefðu verið í
eðlilegum farvegi og sagði að fjár-
málaráðherra og menntamálaráð-
herra væru sammála um að samn-
inganefnd ríkisins annaðist viðræður
um starfstíma og önnur sérmál kenn-
ara af hálfu beggja ráðuneytanna.
Tilefni til kaupmáttaraukningar
„Afstaða ríkisins gagnvart einum
aðila mótast óhjákvæmilega af því
sem almennt gerist hjá öðrum. Það
er erfitt að taka fyrst skrefið og það
er ábyrgðarhluti ef ríkið gerir tilboð
án þess að hafa í huga hvemig menn
muni standa almennt að kjarasamn-
ingagerðinni. Hins vegar undirstrik-
aði ég að ríkið væri að sjálfsögðu
tilbúið til þess að ræða um ýmis sér-
atriði og slíkar viðræður
gætu farið fram og myndu
fara fram ótruflaðri ef
ekki væri verið að und-
irbúa verkfallsboðun á
sama tíma,“ sagði hann. ...■■■■■—»■"■
Bjármálaráðherra sagði mestu
skipta í komandi kjarasamningum
að þeir fylgdu þeim efnahagsbata
sem nú væri sjáanlegur og gæfi til-
efni til kaupmáttaraukningar.
Kennarar segja fundinn engu
breyta
Eiríkur Jónsson, formaður KÍ,
sagði að fundurinn með íjármálaráð-
herra breytti engu um áform kenna-
rasamtakanna. Atkvæðagreiðslan
um verkfallsboðun 17. febrúar færi
fram.
Fjármálaráðherra telur að verkfallsboðun
kennara geti haft áhrif á gang samningavið-
ræðna á almennum markaði. Hann vill að
kennarar endurskoði ákvörðun um að boða
til atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. Kenn-
arar segja að ákvörðuninni verði ekki breytt.
Morgunblaðið/Kristinn
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra fjallaði um stöðuna í samninga-
málunum og skýrði afstöðu ríkisins vegna atkvæðagreiðslu kennarafé-
laganna um verkfall á fréttamannafundi sem hann boðaði til í gær
ásamt Þorsteini Geirssyni, formanni samninganefndar ríkisins, og
Indriða Þorlákssyni, skrifstofusljóra í fjármálaráðuneytinu. Á neðri
myndinni koma Eiríkur Jónsson formaður KÍ og Elna K. Jónsdóttir
formaður HÍK af fundi með fjármálaræðaherra í gærmorgun.
Kennarar vilja
ekki bíða eftir
öðrum hópum
„Mér fínnst afar gagnrýnivert að
ijármálaráðherra þjóðarinnar skuli
bíða eftir boðum utan úr bæ um það
hvað stefnu hann eigi að hafa. Ég
geri þá kröfu til pólitískra leiðtoga
að þeir hafi ákveðna stefnu og fram-
fylgi henni, en taki ekki við skilaboð-
um utan úr bæ um hvað þeir eigi
að gera.
Við höfum þurft að búa við það
_______ undanfarin 4-5 ár að bíða
alltaf eftir því að aðrir klár-
uðu að semja fyrir sig. Nið-
urstaðan hefur verið að við
höfum ekki fengið neitt.
"““ Það hafa engar viðræður
farið fram um málefni kennara síð-
ustu 4-6 ár. Það gengur ekki leng-
ur,“ sagði Eiríkur.
Elna K. Jónsdóttir, formaður HÍK,
sagði að fyrir sex vikum hefði fjár-
málaráðherra verið skrifað bréf og
hann beðinn um fund með kennurum
sem allra fyrst. Hún sagði sérkenni-
legt að ráðherra skyldi ekki finna
tíma til að hitta kennara að máli
fyrr en tveimur dögum eftir að þeir
ákváðu að boða til atkvæðagreiðslu
um verkfallsboðun.
„Ég bendi á að hefði fjármálaráð-
herra verið mikið í mun að gera for-
ystumönnum kennarafélaganna hug
sinn ljósan hefði hann átt að gera
það fyrr,“ sagði Elna.
Kennarar andsnúnir þjóðarsátt
„Á undanförnum árum hefur það
ástand ríkt að samningsrétturinn
hefur nánast verið tekinn af stéttar-
félögum. Menn hafa farið út í þjóðar-
sáttir og samflot um flest _______
önnur mál en raunveruleg
viðfangsefni stéttarfélag-
anna. Við höfum aldrei
skrifað undir þessa stefnu.
Við höfum mótmælt henni
alltaf og við mótmælum því einnig
núna þegar menn tala á þeim nótum
að við höfum samningsrétt í orði, en
ekki á borði.
Það er rangt að tala eins og það
sé eitthvert lögmál að aðrir aðilar
eins og heildarsamtök annarra laun-
þega eða vinnuveitendur eigi að
leggja línuna fyrir okkur. En með
þessu erum við ekki að segja að við
áttum okkur ekki á því að okkar
kjör eru í ákveðnum efnahagslegum
veruleika eins og annarra, en við vilj-
um að það sé talað við okkur á okk-
ar forsendum," sagði Elna.
Elna sagði að þó að kennarar
legðu mikið upp úr því að semja sjálf-
ir hefðu þeir samstarf við önnur sam-
tök launþega. Kennarar hefðu nýlega
ritað stærstu launþegasamtökunum
bréf þar sem sett væri fram ósk um
að hitta forystumenn þeirra á fundi.
Kennarar væru þegar búnir að hitta
forystu ASÍ. Hún sagði að kennarar
legðu sömu áherslu og önnur laun-
þegasamtök á að hækka grunnlaun
og auka hlut grunnlauna í heildar-
launum og að ijúfa tengsl lánskjara-
vísitölu og launavísitölu.
Elna og Eiríkur sögðust vonast
eftir að ríkið setti fljótlega fram
gagntilboð við kröfum kennara. Að-
eins slíkt tilboð gæti komið hreyfingu
á viðræðumar.
VSÍ segir verkfall kennara
trufla viðræður annarra
„Það er eðlilegt að aðilar á vinnu-
markaði, þar sem menn búa og starfa
við það aðhald sem kemur af inn-
lendri og erlendri samkeppni, móti
launastefnuna. Þeir eiga að skil-
greina hvort og þá hvaða svigrúm
er til að breyta kaupi og móta þann-
ig hina almennu umgjörð um efna-
hagsstarfsemina. Það er hins vegar
fullkomlega óeðlilegt að þeir sem
sækja sína launahækkanir í vasa
skattborgaranna og búa ekki við þær
takmarkanir sem aðrir búa við, s.s.
um starfsöryggi og afkomu fyrir-
tækja, móti stefnuna," sagði Hannes
G. Sigurðsson, aðstoðarfram-
kvæmdastjóri VSÍ. Hann sagði að
þessar röksemdir ættu ekki bara við
um þetta samningstímabil heldur
alltaf.
Hannes sagðist með þessu ekki
vera að segja að opinberir starfs-
menn hefðu ekki sjálfstæðan samn-
ingsrétt, en það væri fullkomlega
óeðlilegt að þeir móti kjarastefnuna
á almennum markaði.
Hannes sagði hætt við að verkfall
kennara hefði áhrif á viðræður á
almennum vinnumarkaði. „Ég held
að reynsla sýni að meðan á verkfalli
stendur lamast meira og minna allar
viðræður annarra hópa eins og dæm-
ið frá verkfalli sjúkraliða sýnir. Það
voru stopular viðræður á meðan það
stóð og lítill gangur í þeim,“ sagði
Hannes.
ASI segir mat ráðherra
hugsanlega rétt
Benedikt Davíðsson, forseti ASÍ,
sagðist telja of snemmt að svara því
hvort hugsanlegt verkfall kennara
ætti eftir að hafa áhrif á kjaravið-
ræður á almennum markaði. Hann
sagði hugsanlegt að verkfallsboðun
kennara dragi úr kraftinum í viðræð-
um ASÍ og VSÍ.
„Það er vel líklegt að þetta sé
rétt mat hjá ráðherra. Allir taka
_________ nokkurt mið hveijir af öðr-
Vinnumarkað- um- £að
unnn moti málaráðherra %nji Jsjá
meira af heildardæminu
breytingar’ á vinn
samning einnar
stefnuna
um
markaðinum en
starfsgreinar.
Við höfum alveg frá því snemma
í haust lagt mikla áherslu á að samn-
ingslausatímabilið yrði sem allra
styst. Við höfum þess vegna tjáð
okkur reiðubúna til að fara í alvöru
samningaviðræður og af fullum
þunga til að ná þessu markmiði. Ég
held að það sé slæmt fyrir alla aðila
að það sé langt samningslaust tíma-
bil, ekki bara fyrir okkur í verkalýðs-
félögunum heldur einnig fyrir at-
vjnnulífið í heild,“ sagði Benedikt
AF
INNLENDUM
VETTVANGI
VERKFÖLL og fjöldaupp-
sagnir hafa sett svip á
kjarabaráttu kennara
undanfarin ár, allt frá því
að kennarar fengu verkfallsrétt. Frá
árinu 1976, er kennarar við grunn-
skóla fengu verkfallsrétt, hafa þeir
tvisvar farið í verkfall. Framhalds-
skólakennarar, sem flestir eru í Hinu
íslenzka kennarafélagi, fengu verk-
fallsrétt 1983 og hafa síðan notað
hann tvisvar sinnum, auk þess sem
leir sögðu einu sinni upp störfum í
stórum hópum og knúðu þannig á
um kjarabætur.
Þessum aðgerðum kennara hafa
auðvitað fylgt umtalsverð óþægindi
fyrir nemendur og foreldra þeirra.
Sumir aldurshópar hafa verið
óheppnari en aðrir; þannig eru dæmi
um fólk, sem er t.d. fætt árið 1969,
byrjaði í skóla sjö ára haustið 1976
og lenti í kennaraverkfalli árið eftir,
öðru sjö árum síðar, þá í níunda bekk,
fór í framhaldsskóla og lenti í verk-
falli á öðru ári og síðasta verkfallinu
stúdentsárinu — m.ö.o. fjórum
vinnustöðvunum kennara. Þeir, sem
eru fæddir 1967 eða 1968, hafa
margir upplifað einu verkfallinu
færra en fengu í staðinn ekki kennslu
í þijár vikur vegna uppsagna.
Tvenn samtök
Á fimmta þúsund kennara mun
greiða atkvæði á næstunni um verk-
fallsboðun 17. febrúar. Þeir skiptast
tvenn samtök; Kennarasamband
Islands, með um 3.500 félagsmenn,
sem starfa við grunn- og framhalds-
skóla, og Hið íslenzka kennarafélag,
með um 1.200 félaga. í grófum drátt-
um má segja að grunnskólakennarar
séu í KÍ, en framhaldsskólakennarar
í HÍK. Sú skipting er þó ekki einhlít
og kennir fólk úr báðum félögum við
marga skóla. í KÍ eru einkum kenn-
arar með gamla kennaraprófið eða
kennaraháskólapróf, en í HlK fólk
með háskólapróf af öðru tagi. KÍ-
fólk var áður í Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja, en Kennara-
sambandið varð sjálfstæður viðsemj-
andi árið 1986. HÍK er hins vegar í
Bandalagi háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna.
Fyrsta verkfallið 1977
BSRB fékk verkfallsrétt árið 1976
og fór í verkfall árið eftir. Það stóð
frá 11. til 25. október, eða í tvær
vikur. Kennsla stöðvaðist í öllum
grunnskólum, þar sem kennarar fóru
í verkfall, og jafnframt í ýmsum
framhaldsskólum, til dæmis Háskól-
anum, Tækniskólanum og Kennara-
háskólanum, vegna verkfalls hú-
svarða. Loks samdist um 12-24%
kauphækkun og auk þess samræm-
ingu á viðurkenningu menntunar
kennara og fleiri atriði.
BSRB fór aftur í verkfall 1984 og
stóð það í nærri mánuð, frá 4. til
30. október. Kennsla í grunnskólum
lagðist niður. Samið var til ársloka
1985 og talið að samningurinn fæli
í sér um 20% launahækkun á samn-
ingstímanum. Kennarasambands-
menn voru hins vegar __________________
margir hveijir óánægðir Sumir
með samflotið við aðra
starfsmenn ríkis og bæja
og KÍ sagði sig úr BSRB
skömmu eftir þetta. Sam-
NEMENDUR hafa yfirleitt stutt kaupkröfur kennara, eins og þess-
ir framhaldsskólanemar, sem mótmæltu við fjármálaráðuneytið
1987. Þeir hafa hins vegar lagzt gegn verkföllum, þar sem þau
hafa komið niður á námi þeirra.
Fjögur verk-
föllhafa
litlu skilað
Kennarar hafa farið fjórum sinnum í verkfall
og einu sinni sagt upp störfum frá því árið
----—-------31--------------
1977.1 samantekt Olafs Þ. Stephensen kem-
ur fram að ákveðnir aldurshópar nemenda
hafa farið illa út úr verkföllum. Fyrirheit um
kjarabætur kennara til jafns við sambærilega
hópa í einkageiranum hafa ekki gengið eftir.
óheppnari
en aðrir
tökin hafa ekki neytt verkfallsréttar
síns eftir að þau fengu sjálfstæðan
samningsrétt.
Uppsagnir 1985
HÍK fékk verkfallsrétt árið 1983.
BHMR hafði átt kost á verkfallsrétti
um nokkurt skeið, en vísað honum
frá sér fram að þessu. Kennarar
nýttu verkfallsréttinn hins vegar ekki
strax. í ársbyijun 1985 sögðu fram-
haldsskólakennarar hins vegar upp
störfum til að knýja á um kjarabæt-
ur, og áttu uppsagnirnar að taka
gildi 1. marz. Ragnhildur Helgadótt-
ir menntamálaráðherra nýtti laga-
heimild til að framlengja uppsagnar-
frest þeirra um þijá mánuði, en yfír
400 kennarar hlíttu því ekki og
gengu út 1. marz. í mörgum fram-
haldsskólum voru 40-50% kennara
frá vinnu fram til 24. marz og fengu
sumir nemendur enga kennslu, aðrir
gloppótta. Eftir rúmlega þriggja
vikna þóf samþykktu kennarar loks
að mæta aftur til vinnu, eftir að
Steingrímur Hermannsson forsætis-
ráðherra hafði sent þeim bréf, þess
efnis að ætlunin væri að tryggja rík-
isstarfsmönnum sömu heildarkjör og
menn hefðu við sambærileg störf og
ábyrgð, þar á meðal að dagvinnulaun
________ yrðu hin sömu. Töldu
kennarar þetta haldbæra
tryggingu fyrir kjarabót-
um.
Kennarar töldu stjórn-
völd ekki standa við þetta
loforð, eins og sjá má af þvi að vor-
ið 1987 boðaði HÍK verkfall, sem
hófst 16. marz og lauk 30. sama
mánaðar. Kennsla lagðist að mestu
leyti niður í framhaldsskólum (nema
Verzlunarskólanum, þar sem kennar-
ar sömdu sérstaklega) og að nokkru
leyti í efri bekkjum grunnskóla. Nem-
endur framhaldsskólanna, ekki sízt
stúdentsefni, óttuðust nokkuð um
hag sinn og settist hópur nemenda
m.a. að í fjármálaráðuneytinu til að
ítreka stuðning við kennara. Eftir
að samdist í deilunni var hins vegar
flestum bætt kennslutapið og útskrif-
uðust flestir, sem að því stefndu,
þótt útskrift seinkaði í einhveijum
skólum.
Samið var til tveggja ára og hækk-
uðu laun að meðaltali um 3-4% um-
fram það, sem samizt hafði um í jóla-
föstusamningunum svokölluðu 1986.
Byijunarlaun kennara með próf frá
KHI hækkuðu mest, eða úr 32 þús.
krónum í 47 þús. á einu ári, sem var
nokkuð nálægt kröfum kennara. Auk
þess var gerð bókun um að nú yrði
allt skólastarf og launakerfi kennara
endurskoðað á samningstímanum.
HÍK boðaði tií verkfalls í apríl
1988, en Félagsdómur dæmdi verk-
fallsboðunina ólöglega, þar sem ekki
hefði verið rétt að henni ________
staðið. Var þá hætt við
verkfall á því skólaaári.
Kennarasambandið sam-
þykkti heimild til verkfalls-
boðunar, en Félagsdómur ..........
dæmdi þá atkvæðagreiðslu sömuleið-
is ólöglega.
Lengsta og harðvítugasta
verkfallið
Enn kom til verkfalls HÍK í april
1989, um leið og ýmis önnur aðildar-
félög BHMR lögðu niður vinnu. Þetta
varð lengsta og harðvítugasta verk-
fall kennara hingað til, eða sex vik-
ur, og það, sem kom nemendum
verst.
Kennarar lögðu niður vinnu 6.
apríl og lagðist kennsla í framhalds-
skólum nær alveg niður, að þessu
sinni einnig í Verzlunarskólanum.
Þá hafði verkfallið nokkur áhrif á
kennslu í grunnskólum og samræmd
próf í níunda bekk (sem þá var loka-
bekkur grunnskóla) féllu niður.
Nemendur studdu kennara og sett-
ust að í fjármálaráðuneytinu um tíma
eins og áður. Að þessu sinni sögðu
þeir hins vegar í samtali við Morgun-
blaðið: „Við styðjum kennara í kjara-
baráttu þeirra, en við styðjum þá
ekki í verkfalli."
Flosnuðu upp frá námi
Allmörg dæmi voru um að fólk
flosnaði upp frá námi meðan á verk-
fallinu stóð, ekki sízt vegna þess að g
menn óttuðust það álag, sem kynni
að bíða þeirra loks þegar verkfallið
leystist. í mörgum skólum vannst
ekki tími til að halda stúdentspróf
og varð að útskrifa nemendur með
vitnisburð, sem byggður var á mati
á fyrri árangri, í stað venjulegra ein-
kunna. Sumir kölluðu þetta annars
flokks stúdentsskírteini.
í sumum skólum voru haldin
haustpróf. Þetta raskaði framtíðará-
formum sumra nemenda, sem höfðu
til dæmis stefnt á nám erlendis, og
hafði jafnframt þau áhrif að fleiri
innrituðust í Háskóla íslands en
venjulega um haustið, enda þurfti
ekki venjulegt prófskírteini til. Af
þeim, sem eftir urðu í framhaldsskól- *
unum eða hófu þar nám eftir að
hafa lokið grunnskóla án samræmds
prófs, féllu hins vegar um 20% fleiri
en árin áður, að því er fram kom í
blöðum á þessum tíma.
Deilan leystist loks 18. maí og var
þá samið um enn eina endurskoðun
launakerfis háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, með það að markmiði
að þeir nytu sambærilegra kjara og
fólk með sambærilega menntun og
ábyrgð í einkageiranum. Launa-
hækkun, sem BHMR átti að fá frá
1. júli 1990 var frestað af hálfu ríkis-
stjórnarinnar, Félagsdómur dæmdi
BHMR hækkunina aftur og ríkis-
stjórnin ógilti kjarasamninginn frá í
maí 1989 með bráðabirgðalögum í
ágúst 1990. BHMR, þar á meðal
kennarar í HÍK, fengu því ekki aðrar
launahækkanir en þær, sem almennt
gerðust á vinnumarkaðnum og ekk-
ert varð af leiðréttingu til samræmis
við sambærilega starfshópa.
Verkfall fellt 1993
Fyrir tæpum tveimur árum hvatti
forysta Kennarasambandsins til þess
að félagsmenn samþykktu verkfalls-
boðun, en meirihluti greiddi hins veg-
ar atkvæði á móti verkfalli í marz
1993. Á þessum tíma var nokkuð
rætt um gagn það, sem kennarar
hefðu haft af verkföllum óg hvort
þau borguðu sig. Bjarni Frímann
Karlsson, fýrrverandi kennari, skrif-
aði 27. febrúar 1993 grein í Morgun-
blaðið, þar sem hann sagði „her-
kostnað“ af verkföllum töluverðan.
Ef reiknað væri með að samið yrði
til árs, þyrfti hækkun að vera 6,35%
til að vega upp tekjutap í þriggja
vikna verkfalli og 8,33% til að slétta
út tekjutap vegna mánaðarverkfalls.
Ávinningur verkfallsins 1984 hefði
fljótlega þurrkazt út vegna aukinnar
verðbólgu og vaxtahækkana.
Eiríkur Jónsson, formaður Kenn-1
arasambandsins, telur verkfallsvopn-
ið hins vegar halda gildi sínu. „Ég
held að ef íslenzk verkalýðshreyfing
hefði ekki haft þetta vopn í höndum,
værum við um margt verr stödd í
________ dag. Það varðar til dæmis
ýmis réttindamál, sem fólk
hefur náð í gegn. En eng-
inn veit hvernig staðan
væri ef verkfallsrétturinn
væri ekki fyrir hendi,“ seg-
Lengsta
verkfallið
sexvikur
ir Eiríkur.
Hvað fórnarkostnað í verkfalli
varðar, er KÍ nokkuð vel tryggt fyr-
ir honum með um 400 milljónir króna •
i verkfallssjóði. Það jafngildir rúm-
lega hundrað þúsund krónum á hvern
félagsmann. Áuk þess segir Eiríkur
að kennarar muni sennilega eiga
aðgang að sjóðum norrænna kenna-
rasamtaka.
Verkfallssjóður HÍK er ekki jafn-
gildur eftir verkföll síðustu ára; íy-
honum eru um 70 milljónir, en félags-
menn 1.200.