Morgunblaðið - 06.01.1995, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SIGURÐUR
SVEINSSON
+ Sigurður
Sveinsson var
fæddur í Dalskoti i
Vestur-Eyjafjalla-
hreppi 30. október
1913. Hann lést á
Borgarspítalanum
29. desember síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Guðleif
Guðmundsdóttir frá
Vatnahjáleigu í
Landeyjum, f.’ 15.
júlí 1875, d. 1967,
og Sveinn Sveinsson
frá Dalskoti, f. 4.
apríl 1873, d. 1930.
Guðleif og Sveinn eignuðust tíu
börn, tvö dóu kornung en átta
komust upp, fimm synir og þijár
dætur: Guðríður, f. 15. maí 1900,
d. 1983; Sveinn Jón, f. 30. mars
1901, d. 1969; Eymundur f. 2.
apríl 1903; Ólafur, f. 30. október
1908, d. 1986; Guðrún, f. 24. júlí
1912; Sigfús, f. 22. febrúar 1916;
Pálína, f. 21. júní 1921.
Níu ára gamall fluttist Sigurð-
ur með foreldrum og systkinum
að Stóru-Mörk undir Eyjafjöll-
- NÚ ER i elsku afi búinn að öðlast
hvíld, og tími þjáninga hans á enda.
A kveðjustundu þessari, sem er
blandin bæði gleði og sorg, rifjast
upp þeir tímar sem við áttum saman.
Þegar ég var lítil kom ég alltaf
til afa og ömmu á Hjarðarhagann
eftir skóla. Þar biðu þau eftir mér
með opinn faðminn, gáfu mér eitt-
hvað hollt að borða og svo auðvitað
graut á eftir. Það er fyrir þeirra til-
stilli að grautar eru minn uppáhaids
matur. Ég hjálpaði svo afa að
„öngla“ og við spiluðum á spil, stund-
um tímunum saman. Hann kenndi
um. Hann lauk prófi
frá Stýrimannaskól-
anum í Vestmanna-
eyjum 1940. Ungur
fór Sigurður til sjós
og varð sjómennsk-
an hans ævistarf þar
til hann kom í land
1965 og starfaði eft-
ir það hjá Eimskipa-
félagi Islands. Arið
1982 varð Sigurður
fyrir alvarlegu
vinnuslysi sem varð
til þess að hann hætti
störfum.
Sigurður kvæntist
eftirlifandi konu sinni Soffíu
Steinsdóttur frá Neðra-Asi 28.
nóvember 1942. Dætur þeirra
eru: Hrafnhildur Björk, maki
Gunnar Felzmann, þau eiga eina
dóttur; Guðleif, maki Haukur
Þorvaldsson, þau eiga þijú börn;
Soffía Steinunn, maki Ingi Orn
Geirsson, börn þeirra eru þijú.
Barnabarnabörn Sigurðar og
Soffíu eru þijú.
Útför Sigurðar fer fram frá
Neskirkju föstudaginn 6. janúar.
mér og systkinum mínum mann-
ganginn og því var nær alltaf teflt
í fjölskylduboðum.
Afi hafði óskaplega gaman af að
lesa og þá bakteríu fékk ég frá hon-
um. Um leið og ég hafði lært starf-
rófið var ég farin að lesa þjóðsögur
úr hillunni hans afa.
Vegna þess hvað ég dvaldist mik-
ið hjá afa og ömmu, fór ég að taka
inn stöku orð og orðasambönd sem
þau notuðu á heimilinu. Þessi
„gömlu" orð hafa geymst í orðaforða
mínum síðan, og ég nota þau óspart.
Ég hef því ótal sinnum lent í því að
MINNINGAR
fólk skellir uppúr þegar orðum eins
og „útstáelsi" og „glænepjuleg“
bregður fyrir í setningum mínum.
Þeim stundum sem við áttum sam-
an, elsku afi, mun ég aldrei gleyma.
Nú ertu þar sem augað ekki sér og
höndin ekki finnur, en samt muntu
alltaf lifa í hugum okkar og hjörtum.
Þín afastelpa, Inga Björk.
I dag kveðjum við elsku afa okk-
ar, Sigurð Sveinsson. Okkur langar
til að þakka honum allt það sem
hann gerði fyrir okkur.
Afi var umhyggjusamur og bar
alltaf velferð okkar fyrir brjósti.
Hann var einstaklega athugull mað-
ur, tók vel eftir öllu í umhverfi sínu
og hafði ákveðnar skoðanir á þjóð-
félagsmálum. Hafði hann gaman af
að ræða þau þegar tími vannst til.
Afi var víðlesinn og mikill visku-
brunnur. Nutum við oft góðs af vitn-
eskju hans, því afi mundi vel ýmis
atriði og tilvitnanir úr þeim bókum
sem hann las.
Afi naut sín hvergi betur en í faðmi
íslenskrar náttúru. Þær eru ófáar
ferðirnar sem hann fór um öræfi
Islands. Við vorum ekki há í loftinu
þegar afi fór að taka okkur með sér
í ferðalög. Hann brýndi það fyrir
okkur að vera athugul og ferðast um
landið okkar með opnum huga. Við
eigum honum því mikið að þakka.
Sumarið 1989 gekk hluti fjölskyld-
unnar svo kallaðan Laugaveg, frá
Landmannalaugum til Þórsmerkur.
Aðrir í fjölskyldunni tóku á móti
göngugörpunum, er þeir konu niður
í Þórsmörk. Þrátt fyrir að afi hafi
ekki getað tekið þátt í göngunni, var
hann í broddi fylkingar við móttöku
á hálsinum milli Húsadals og Langa-
dals við Snorraríki. Á þessum æsku-
slóðum afa, þar sem hann þekkti
hveija þúfu, fræddi hann okkur um
hin ýmsu kennileiti og atburði liðins
tíma.
Minningin um afa mun lifa með
okkur alla ævi og þegar við hittumst
RÝMINGARSAIA
Stórí fjölskyldupokinn tyrir aðeins
Kr 1.990,-
HÉR ERUM VID
Þetta færðu aðeins
hjjá flugeldasölunni
Jarðhúsunum
Ártúnsholti
Opið 10-18 Sími 886018
INGvAR HELGASON
aftur eftir þetta jarðlíf munu verða
fagnaðarfundir. Elsku afi, takk fyrir
allar yndislegu og lærdómsríku sam-
verustundimar.
Um vetrarsólhvörf, urfdir stjörnum
og norðurljósum, er hinsta hvíla hans
gjörð í Gufuneskirkjugarði/
Elsku amma, megi Guð styrkja
þig á þessari sorgarstund.
Anna María og Sigurður Páll.
Sennilega hefur engin kynslóð í
íslandssögunni upplifað aðrar eins
breytingar á högum sínum og sú sem
fædd er á fyrstu tveim áratugum
þessarar aldar. Einn þessara manna
kveðjum við í dag. Sá heitir Sigurður
Sveinsson, frændi minn, fæddur í
Dalskoti undir Eyjafjöllum 1913 en
alinn upp í Stóru-Mörk í sömu sveit,
greindur dugnaðarforkur. Þegar Sig-
urður er að alast upp í Stóru-Mörk
eru stórvötnin Markarfljót og Þverá
enn óbrúuð. Þegar menn áttu erindi
yfir þessi vötn var ekki um annað
að ræða en treýsta á þarfasta þjón-
inn. Það sem ekki skipti síður máli
var þekking á rennsli og straumlagi
vatnanna. Það gat skipt sköpum ef
vel átti að takast. Segja má að Sig-
urður hafi fengið allt þetta með
móðurmjólkinni.
Seinni hluta vetrar 1930 missti
Sigurður föður sinn. Þrír eldri bræð-
ur hans voru þá allir farnir á vertíð
til Vestmannaeyja. Sigurður var því
sá sem næstur stóð móður sinni við
undirbúning útfararinnar. Boð barst
um aðstoð við bakstur frá húsfreyj-
unni á Barkastöðum í Fljótshlíð
vegna erfidrykkjunnar sem þá var
vani að hafa ekki síður en nú á dög-
um. Sveinn faðir Sigurðar hafði ver-
ið þar vinnumaður áður en hann og
Guðleif móðir hans gengu í hjóna-
band. Margréti húsfreyju hefur
sennilega fundist sér renna blóðið til
skyldunnar. Sigurður, þá 16 ára, var
sá eini sem móðir hans hafði til að
senda eftir meðlætinu. Til þess að
komast yfir að Barkastöðum þarf að
fara yfir Markarfljót. Þetta mun
hafa verið í mars, hluti vatnsins und-
ir ís og því mun vandasamara að
komast yfir. Sigurður mun hafa ver-
ið með þijá hesta og brotnaði ísinn
undan einum þeirra. Allt fór betur
en á horfðist. Hestar og maður
sluppu með skrekkinn, ráku erindið
á Barkastöðum og komust klakk-
laust aftur heim að Mörk. Margrét
húsfreyja á Barkastöðum lét þau orð
falla eftir þessa ferð að það mundi
verða maður úr honum þessum. Þessi
spádómur reyndist réttur og heldur
betur ef eitthvað er. Fyrstu misserin
eftir andlát föður Sigurð'ar mæddu
bústörfín mest á honum og Sigfúsi
bróður hans sem var þremur árum
yngri. Það leystu þeir af hendi með
sóma.
Þegar ég hugsa til baka til þess
tíma sem við áttum saman hrannast
upp minningarnar. Það sem upp úr
stendur er hinn mikli hugur og kjark-
ur við allt sem Sigurður tók sér fyr-
ir hendur. Svo á reyndar við um öll
hans systkini, átta talsins. Af þeim
lifa nú íjögur.
Það átti fyrir Sigurði að liggja að
stunda sjóinn ýmist á bátum eða
togurum. Þó held ég að hann hefði
allt eins getað orðið bóndi því hann
var fjárglöggur maður. Mér hefur
verið sagt að þegar hann gekk til
kinda hafi hann gjarnan horft á ská.
Ég sé hann fyrir mér i slíkri stellingu.
Konu sína sótti Sigurður norður í
Skagijörð. Alla tíð stóð hún við hlið
manns síns eins og klettur. Dæturn-
ar þijár sem þau eignuðust fá sama
vitnisburð.
I mínum uppvexti var það siður
minnar fjölskyldu og hans að hittast
á jólum. Þá var gjarnan tekið í spil.
í því sem öðru var mikill hugur í
Sigurði og því eins gott að spila rétt.
Gerði maður það ekki fékk maður
orð í eyra. Ég man eftir einu býsna
spaugilegu atviki. Þeir spiluðu hver
á móti öðrum. Sturla bróðir minn og
Sigurður. 1 einu spilinu varð bróður
mínum á í messunni. Af einhveijum
ástæðum þá vannst spilið út á þessa
HREINN
GUNNARSSON
+ Hreinn Gunnars-
son bóndi á Hall-
dórsstöðum í Eyja-
firði var fæddur 28.
febrúar 1932 á bæn-
um Tjörnum í Eyja-
firði. Hreinn lést 27.
desember síðastlið-
inn. Konan lians hét
Erna Sólveig Sig-
valdadóttir en hún
lést árið 1985.
Hreinn og Erna Sól-
veig áttu eina dótt-
ur, Rósu, en sambýl-
ismaður hennar er
Guðbjörn Elfarsson.
Hreinn átti eitt
barnabarn.
Útför Hreins fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag.
MIG LANGAR með örfáum orðum
að minnast vinar míns og fyrrum
húsbónda, Hreins Gunnarssonar, en
margs er að minnast og af mörgu
að taka. Fyrst kom ég á Halldórs-
staði í byijun árs 1987 en þá var
amma mín, Jóhanna, ráðskona þar.
Hreinn leyfði mér að gera svo margt
í sveitinni að ég hafði alltaf nóg að
gera þó ég væri aðeins fimm ára
gamall.
Drottins lúður þegar hljómar
hina miklu morgunstund.
(V. Briem)
Hreinn veiktist al-
varlega 26. desember
sl. en annars var hann
alltaf fílhraustur og af-
skaplega góður maður.
Hann bauð mér oft á
hestbak þegar ég kom
á Halldórsstaði og alltaf
lét hann mig vita ef
hann var búinn að eign-
ast nýja hesta, folöld
eða eitthvað sem hann
langaði til að sýna mér.
Það er erfitt að sætta
sig við að Hreinn skuli vera horfinn
af sjónarsviðinu. Mér fannst svo
gaman að koma á Halldórsstaði, þó
ég væri nýkominn þaðan og væri á
leiðinni heim sagði ég við ömmu að
við þyrftum að drífa okkur aftur til
hans Hreins á Halldórsstöðum.
/
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tið.
(V. Briem.)
Ég sendi Rósu dóttur hans og
öðrum ættingjum og vinum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Hreins á Hall-
dórsstöðum.
Sofðu vært hinn síðsta blund,
unz hinn dýri dagur ljómar,
Ólafur Jóhann Borgþórsson,
Vestmannaeyjum.
t .
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
DANÍEL KRISTINN KRISTINSSON,
Hjaltabakka 6,
lést í Landakotsspítala að kvöldi
2. janúar.
Dýrley Sigurðardóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.