Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 33 Okkur fannst Guðnýju líða vel í Bjarkarási í starfi og íeik og gleðj- umst yfir því. Hún eignaðist marga góða vini hér í gegnum árin sem sakna hennar. Það var oft gaman hjá okkur á saumastofunni, dansað og spjallað. Guðný hafði ánægju af tilbreytingu. Leiklist og góð tónlist heilluðu hana, þá dansaði hún og tjáði sig með list- rænum hreyfingum. Henni auðnað- ist ekki að halda upp á þrítugsaf- mælið sitt eins og hún hafði ráð- gert og hlakkað mikið til undan- farna mánuði, en hún ætlaði að bjóða öllum vinum sínum. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst og átt samleið með Guðnýju. Blessuð sé minning hennar. Við sendum foreldrum og systk- inum og öðrum ættingjum hennar okkar innilegustu samúðarkveðjur. Ingibjörg Þórðardóttir, Jóhanna Jónsdóttir. „Hamingja birtist í ótal myndum - eins og list. Við erum í þörf fyrir það stórbrotna og minnisstæða: var- anlega ást, vináttu, afrek, tónlist og uppgötvanir. En við þurfum líka það smáa og lítilvæga." Þegar hugurinn reikar til litlu frænku minnar, sem lést svo skyndi- lega nú á jólunum, verður manni hugsað til allra þessara þátta, var- anlegrar ástar, hamingjunnar, vin- áttunnar, afreka og ekki síst alls hins smáa. Okkar samskipti í gegnum árin voru ekki alltaf mikil - en skiluðu ávallt jákvæðri tilfinningu, einskon- ar lærdómi. Hún kenndi okkur að það er gleð- in yfir hinu einfalda, hinu smáa, sem vekur hvað dýpstar tilfinningar og hvað mesta ánægju. Guðný, litla frænka okkar, var eiginlega ekkert lítil, ef við miðum við fullþroska fólk, en einmitt það, að hún varð aldrei fullþroska, varð til þess að hennar barnslegu, yndis- legu eiginleikar fengu áfram að njóta sín. Hún átti svo auðvelt með að sýna hlýju, einlægni og ánægju. Hún gat gengið þvert yfir herbergið og faðm- að mig að sér, horft upp til mín og augun brostu - og hún vissi að kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. Þetta, sem mörgum okkar reynist svo erfítt, var henni svo auðvelt - svo sjálfsagt - hvað þarf að segja meira? Og þegar við hugsum um varan- lega ást og afrek, hugsum við um fjölskyldu hennar, foreldra og systk- in. Þau höfðu óbilandi þrek og kjark I til þess að takast á við þær erfiðu I aðstæður sem oft fylgja því að bera I ábyrgð á fullorðnu barni sem aldrei myndi geta séð um sig sjálft eða axlað ábyrgð á eigin lífi. Fátækleg orð okkar megna ekki að hreyfa við þeim ógnarerfiðleikum sem nú steðja að pessari litlu sam- heldnu fjölskyldu. Við trúum því samt að allt þetta hafi ákveðinn til- gang og að þau geti saman, hlið við hlið, staðið af sér þann storm * sem nú herjar. I Það er gott að leita í smiðju séra I Auðar Eir, en hún getur svarað hluta af þeim spurningum sem við öll innan þessarar stórfjölskyldu spyijum okkur að, þessa dimmu daga. A einum stað ræðir hún um kjark og lífslöngunina og segir: „Við skul- um ekki óttast þótt við finnum margvíslegar tilfinningar bærast í bijósti okkar og við finnum trú okk- * ar fara og koma. Jesús sagði að ef ( við ættum bara ofurlitla trú, þótt I hún væri bara svona agnarsmá sem örlítið kom, þá væri það nóg. Því þá gæti hann verið hjá okkur í þess- ari ofurlitlu trú og vakið aftur lífs- löngun okkar og kjark.“ Kæra fjölskylda, við erum þess fullvissar að vinátta og ást Guðnýjar litlu mun fylgja okkur öllum sem hana þekktu og við munum nota elsku hennar til þess að takast á ' við verkefnin framundan, viss í | þeirri sök að bráðum kemur aftur | vor með mikilli birtu og yl. Hansína B. Einarsdóttir, Guðrún A. Einarsdóttir. MINNINGAR MARGRÉT TÓMASDÓTTIR + Margrét Tómas- dóttir fyrrum húsfreyja á Litlu- Heiði fæddist 31. mars 1904. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra, Hjalla- túni, Vík í Mýrdal. Hún var eitt af fjórtán börnum Tómasar Jónssonar og Margrétar Jóns- dóttur sem upp komust. Eru þau öll látin nema Agústa sem búsett er á Ak- ureyri. Margrét var tek- in í fóstur í Skammadal fjögurra ára gömul, til hjónanna Sigurðar Sigurðssonar og konu hans Guð- bjargar Lafransdóttur. Þau hjón voru barnlaus en ólu upp nokkur fósturbörn. I Skammadal átti Margrét heima fram á fullorð- insár og talaði hún ætíð af mikl- um hlýhug um fósturforeldra sína. Eiginmaður Margrétar var Páll Pálsson, bóndi á Litlu- Heiði, f. 11. mars 1902, d. 13. júní 1978. Börn þeirra Margrétar og Páls eru Erla, hús- freyja á Reyni í Mýrdal, gift Jóni Sveinssyni og eiga þau níu börn; Kjart- an, læknir í Reylqa- vík, kvæntur Ingi- björgu ívarsdóttur og eiga þau þijú börn; Sigurbjörg, húsfreyja í Þóris- holti í Mýrdal, gift Einari Kjartanssyni og eiga þau sex börn; Elsa, hús- freyja í Vík, gift Jakobi Ólafssyni og eiga þau eitt barn; Tómas, bóndi á Litlu-Heiði, kvæntur Steinunni Þorbergs- dóttur og eiga þau þijú börn; Áslaug, prestsfrú í Stafholti í Borgarfirði, gift Brynjólfi Gísla- syni og eiga þau þijú börn, auk þess sem Áslaug átti einn son fyrir hjónaband; Guðlaug, hús- freyja í Garðabæ, gift Vigfúsi Guðmundssyni, kaupmanni í Hveragerði, og eiga þau 3 börn; og Páll Rúnar, bóndi á Litlu- Heiði, ókvæntur. Útför Margrétar fer fram frá Reyniskirkju í dag. LÁTIN er á Dvalarheimili aldraðra, Hjallatúni, Vík í Mýrdal, Margrét Tómasdóttir, fyrrum húsfreyja á Litlu-Heiði. Foreldrar Margrétar, Tómas og Margrét, voru víða viðloðandi í Mýr- dal fyrir og um síðustu aldamót, fluttu um tíma vestur á Snæfellsnes, en byggðu sér síðan hús í Vík og voru ein af frumbýlingunum þar. Hinn 1. júní 1929 giftist Margrét Páli Pálssyni frá Litlu-Heiði. Voru þau fyrst einn vetur í Vestmannaeyj- um en tóku síðan við búi á Litlu- Heiði vorið 1930 ásamt Jónatan Jón- atanssyni, uppeldisbróður Páls. Eftir það var allt ævi- og lífsstarf þeirra þar og ekki tjaldað til einnar nætur. Búa nú tveir synir þeirra á jörðinni. Páll og Margrét eignuðust átta börn og eru afkomendur þeirra nú orðnir 83. Páll lést árið 1978, en áður höfðu synir þeirra tekið við búi. Var Mar- grét á Litlu-Heiði í skjóli sona sinna og tengdadóttur uns hún fór á dval- arheimilið í Hjallatúni árið 1989. Dvaldi hún þó oft hjá börnum sínum svo og hjá fóstursystur sinni frá Skammadal, Rögnu Sigurðardóttur í Reykjavík. Það varð hlutskipti Margrétar að vera húsfreyja í sveit við vaxandi barnalán og búsumsvif og það lengst af án nokkurra nútímaþæginda. En þessi kynslóð, aldamótakynslóðin, þekkti ekki annað. Hún hafði lítið annað en bjartsýnina að vopni lengi vel, eiida kom hún miklu í verk. Og vissulega búum við enn að þeim arfí. Og Margrét heitin lagði sitt fram til að við mættum njóta þessa arfs. Hún þótti vel verki farin og nýtti stundirnar. Þá var hún skapföst kona og heilsteypt, talaði ekki um hug sér. Menn vissu nákvæmlega hvar hún stóð og urðu að taka þvi. En nú er komið á leiðarenda. Svo gengur hver sinn ævidag. Við þökk- um henni fyrir samfylgdina og biðj- um henni allrar blessunar. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi. (V. Briem.) Brynj. Gíslason. Margrét Tómasdóttir lést 28. des- ember sl. Árið 1929 giftist hún Páli Pálssyni frá Litlu-Heiði í Heiðardal i Mýrdal. Þar hófu þau búskap ásamt uppeldis- bróður Páls, Jónatan Jónatanssyni, og bjuggu í hartnær hálfa öld. Þeim hjónum varð átta barna auðið. Þau lifa öll foreldra sína en Páll lést árið 1978. Margrét og Páll bjuggu við hjónahlýju, glaðvær atlot húsmóður við feimnislegan bónda sinn vöktu athygli sumardvalarbarnsins sem þessi orð ritar. Sumur mín að Litlu- Heiði á fyrstu árunum eftir stríð urðu a.m.k. fimm. Oft hefur að mér hvarflað hvort tvískipt tilvera mín á þessum árum hafi ekki verið þarfur skóli, tilvera sem skiptist á milli nýju íbúðarinnar í Hlíðunum og litla bæjarhússins að Litlu-Heiði, á milli eðjunnar á götunum í Hlíðunum og tærrar náttúrufegurðar í Heiðardaln- um, á milli stofa búnum á borgara- lega vísu og baðstofunnar, þar sem fullsetið var á hveiju rúmi við olíu- lampa á kvöldin og rúmbríkin skarst upp í lærin. Á Litlu-Heiði var ekki rafmagn og ekkert vélknúið tæki þau ár sem ég dvaldi þar, meðan heimilis- tæki voru hluti af tilverunni í Reykja- vík. Mikil umskipti hafa þó átt sér stað síðustu áratugi á Litlu-Heiði, því tveir synir þeirra hjóna, Tómas og Páll Rúnar, búa þar nú stórbúi ásamt eiginkonu Tómasar, Steinunni Þorbergsdóttur. Óhætt er að segja að á þessum fyrstu árum eftir strið hafi húsmæð- ur til sveita búið við aðrar aðstæður en stallsystur þeirra á mölinni. Gjör- samlega án þæginda kepptist sveita- konan við tímann til þess að komast yfir dagleg störf við að fæða og klæða margmenn heimili sín. Borgar- húsmæður þess tíma voru aftur á móti famar að færa sér tæknina í nyt, heimilishald varð auðvelt og fjöl- skyldurnar yfirleitt fámennari en til sveita. Þar með er ekki sagt að líf fólksins í borginni hafi endilega ver- ið léttara nema síður sé. í minningu minni snerist lífið í Heiðardalnum um líkamlega vinnu, og verkin áttu að ganga hratt. Lífíð á mölinni virt- ist á einhvem hátt flóknara eða var það að hluta til ys og þys út af engu? Margrét Tómasdóttir var greind kona. Til hinstu stundar lét hún eðli- lega málefni bænda sem og önnur þjóðmál til sín taka, myndaði sér skoðanir sem ekki var hægðarleikur að hnika við. Hún var lipur og létt á fótinn, áleit sjálf að hún hefði stundað íþróttir hefðu tímarnir boðið upp á það, enda á hún afkomendur í fremstu röð í íþróttum. Hún söng við störf sín svo fagurri röddu að unun var á að hlýða. Nú er gengin öldruð kona, sem hélt andlegri reisn sinni enda þótt slitinn líkaminn væri farinn að kalla á hvíld. Varla ber að harma svo eðlilegan gang lífsins en þakka fyrir andlega heilsu sem hún hélt til hinstu stundar. Viðmót Margrétar í minn garð í æsku var eins og hún ætti mig, ekki eins og hún hefði einungis verið beð- in fyrir mig. Síðan urðum við nánar vinkonur. Eg þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þessari stórbrotnu konu og óska afkomendum Margrét- ar og Páls, sem nú eru á annað hundrað, blessunar. Helga Ólafsdóttir. Hún amma mín elskuleg er dáin. Ég átti því láni að fagna að kynn- ast ömmu mjög vel eftir að hún flutti á Dvalarheimili aldraðra að Hjallat- úni í Vík. Líf hennar var ekki alltaf auð- velt. í æsku var hún' sett í fóstur frá foreldrum sínum fjögurra ára gömul og það kom upp á yfirborðið á efri árum að það var henni mjög erfitt því henni þótti mjög vænt um foreldra sína og systkini. Ég held að líf hennar hafí mótast mjög af þessum atburði því að hún helgaði heimili sínu börnum alla krafta sína alla tíð. Ást og umhyggja var efst í hennar huga hvað varðaði fjöl- skylduna. Amma var mjög ákveðin persóna og hafði ákveðnar skoðanir á öllu og lá ekki á þeim. Einn af þeim eiginleikum sem prýddu ömmu var snyrtimennska og hvað henni var umhugað að allt í kringum hana væri á sínum stað raðað, slétt og strokið. Margar ánægjustundir áttum við saman í spjalli. Hún sagði mér sög- ur úr æsku sinni og uppvexti en sá tími lá henni mjög á hjarta í seinni tíð. Oft sagði hún mér líka sögur úr Heiðardalnum og það leyndi sér ekki sú virðing sem hún bar fyrir Páli afa og heimahögunum. Einnig slógum við oft á létta strengi því alltaf var stutt í glensið. Daginn áður en amma dó kom ég til hennar í hádeginu og þó að hún væri búin að vera veik og liggja í rúminu í dálítinn tíma var létt yfír okkur og við vorum að hugsa um að hringja í Grétar bróður minn og biðja hann um að koma á vélsleða og fara í ferð. Þá sagði amma: „Já, á ég bara ekki að fara upp á Höttu,“ og svo skellihló hún en það vár síð- asti hláturinn okkar ömmu saman því um kvöldið heltók hana sjúkdóm- ur sem barið hafði að dyrum nokkru áður en nú var ekki aftur snúið. Um nóttina lagði amma upp í ferð- ina löngu og við sem sátum hjá henni upplifðum ólýsanlega stund þar sem líf og dauði mætast. Nú er elsku amma mín komin til þeirra sem hún saknaði mest, afa Páls og Valdimars bróður síns. Þótt við sjáumst oftar eigi undir sól er skín oss hér á þeim mikla dýrðardegi Drottins aftur finnumst vér. (V. Briem.) Ég kveð þig elsku amma mín með þakklæti og virðingu. Þorgerður Einarsdóttir. Við viljum hér minnast ömmu okkar, Margrétar Tómasdóttur, í örfáum orðum. Hún amma Margrét var merkileg á margan hátt. Við sem áttum því láni að fagna að njóta návistar hennar fejigum þar ríkan heimanmund. Amma var afar hrein- skiptin og óhrædd við að láta skoð- anir sínar í ljós. Skap hafði hún stórt, það komst enginn upp með það að vaða yfir hana ömmu. Var hún jafnframt bráðskörp, hafði stál- minni og kunni ógrynni af lausavís- um og kvæðum. Hún amma var vel máli farin, hnyttin í tilsvörum, enda orðheppin með afbrigðum. Ámma var mikil reglumanneskja, vildi hafa ailt í röð og reglu í kringum sig og var henni einkar hugleikið að við stöllurnar temdum okkur góða siði í þeim efnum. Það hefur gengið á ýmsu í gegnum tíðina hjá ömmu, en hún var stolt kona sem sigldi í gegnum lífið með reisn. Hún var alla tíð mjög sjálfstæð og var henni mikið í mun að vera ekki uppá aðra komin. Efst í minningu okkar um þessa konu mun þó standa hjarta- hlýja hennar og gæska, sem virtist óþijótandi þegar á reyndi, hún mátti ekkert aumt sjá og tók jafnan mál- stað þeirra sem minna máttu sín. Hún bar velferð annarra mjög fyrir brjósti, oft umfram sína eigin, því amma var nú einu sinni þannig gerð að hún hugsaði fyrst um aðra og síðan kannski um sjálfan sig. Ömmu var tíðrætt um mikilvægi menntunar við okkur stöllur. „Þið verðið að mennta ykkur, í dag verð- ur enginn neitt án menntunar,“ var hún vön að segja. Siálf átti hún ekki þess kost að ganga menntaveg- inn og var henni mikið í mun að við nytum til fullnustu þess sem henni stóð ekki til boða. Svona var hún amma, vildi okkur allt það besta. Hvað sem öllum prófgráðum líður kenndi hún amma okkur margt sem á eftir að reynast okkur ómet- anlegt í lífsins skóla. Við erum þakk- látar fyrir að hafa fengið að eiga hana að og biðjum guð að geyma hana og blessa minningu hennar. Sissa og Sigrún Lilja. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Þegar við nú höldum hátíð ljóssins ber sorgin dyra. í dag kveðjum við ömmu mína, Margréti Tómasdóttur, og langar mig að minnast með nokkrum orðum. Amma var fædd 1904 og lifði því tíma mikilla fram- fara og breytinga. Hún ólst upp hjá fósturforeldrum sem voru henni góð- ir, en það að alast ekki upp hjá for- eldrum sínum markaði mikið hennar persónu. Hún var hæglát, mjög hreinskiptin og ákveðin kona, en um leið nærgætin og hlý þeim er erfitt áttu. Hennar líf og lífsstarf var bundið við Heiðardalinn, þar sem hún og afí, Páll Pálsson, hófu bú- skap með uppeldisbróður hans, Jón- atan G. Jónatanssyni, árið 1930. Þar sem afi og amma eignuðust átta börn og búskaparhættir erfiðir, hef- ur vinnudagurinn oft verið langur hjá þeim. Amma var mjög trúuð og veitti það henni mikinn styrk þegar hún gekk í gegnum mikil veikindi á lífs- leiðinni. Sárt er að hugsa til þess að sá tími sem við fáum með henni sé lið- inn. Það eru margar góðar minning- ar sem við eigum frá heimsóknum hennar, nú síðast í haust. Það var sama hvar borið var niður í umræð- um, hún var mjög ættfróð, kunni mikið af vísum og fróð um land og þjóð. Elsku amma mín. Ég og fjölskyld- an mín þökkum þér alla ást og umhyggju sem þú gafst okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Margrét Jónsdóttir. Okkur systkinin langar til að minnast hennar ömmu okkar, Mar- grétar Tómasdóttur, eða ömmu á Heiði eins og við kölluðum hana, í örfáum orðum. Við andlátsfregnina varð okkur mjög brugðið þó við hefð- um vitað að hveiju stefndi. Nú þegar við sitjum hér saman er margs að minnast og kemur þá fyrst up í hugann hjá okkur systrun- um, sem þá bjuggum að Stóru- Heiði, þegar við trítluðum með Gagn og gaman undir hendinni heim til ömmu til þess að læra að lesa. Voru þau ófá sporin sem við systkinin áttum þar á milli bæja. í hugum okkar var amma mjög stórbrotin persóna. Hún var ákveðin i skoðun- um, hreinskilin fram í fingurgóma og oft var stutt í kímnina. Hafði hún gaman af ljóðum og kveðskap og kunni hún ógrynnin öll af þeim. Amma var mjög trúuð. Kenndi hún okkur Faðirvorið og aðrar bænir. Fór hún gjarnan með þær með okk- ur þegar við gistum hjá henni. Margs er að minnast þegar við hugsum um ömmu og verður það varðveitt í hugum okkar sem lifandi minning. Nú þegar við kveðjum þig, elsku amma, viljum við þakka fyrir allar samverustundirnar og allt það sem þú hefur gefíð okkur úr viskubrunni þínum sem ómetanlegt veganesti út í lífið. Blessuð sé minning þín. Margrét Vigfúsdóttir, Sigríður Þormar Vigfúsdóttir, Giiðmundur Helgi Vigfússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.