Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 36
36 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
ZÓPHÓNÍAS ÁRNI GYLFASON,
Miðgörðum 6,
Grenivík,
lést 1. janúar í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Minningarathöfn fer fram frá Grenivíkurkirkju laugardaginn 7. jan-
úar kl. 14.00.
Jarðsett verður frá Stokkseyrarkirkju þriðjudaginn 10. janúar
kl. 14.00.
Helga Magnúsdóttir,
Þröstur Gylfason,
Lovfsa Gylfadóttir,
Ragnheiður Björg Svavarsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
JÓN BJÖRNSSON
prentari,
Flúðaseli 94,
andaðist í Landspítalanum að morgni
5. janúar.
Halla Guðbjörnsdóttir,
Ingibjörg Jónsdóttir, Dagný S. Jónsdóttir,
Magnús Jóhannsson
og barnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR ÓLAFSDÓTTIR,
lést í Borgarspítalanum að kvöldi miðvikudagsins 4. janúar.
Ásdfs Sveinbjörnsdóttir,
Hannes Sveinbjörnsson,
Ingvar Sveinbjörnsson,
Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir,
Elfn Hallveig Sveinbjörnsdóttir,
ívar Sveinbjörnsson,
Ólafur Hrafn Sveinbjörnsson,
Ásgerður Marfa Ragnarsdóttir,
Bjarni Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Gissur Geirsson,
María Einarsdóttir,
Eygló Óskarsdóttir,
Örn Bragason,
Haraldur Guðmundsson,
Kristín Magnúsdóttir,
Vilma Ágústsdóttir,
Stefnir Ólafsson,
t
Ástkær litla dóttir okkar og systir,
SVANDÍS UNNUR SIGURÐARDÓTTIR,
Foldahrauni 40,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsungin frá Landakirkju laug-
ardaginn 7. janúar kl. 14.00.
Sólrún Helgadóttir, Sigurður Friðrik Karlsson,
Sylvfa Dögg Sigurðardóttir.
t
Jarðarför ástkærs eiginmanns míns,
föður okkar, tengdaföður og afa,
THEÓDÓRS SIGURJÓNS
NORÐKVIST
sem lést af slysförum 18. desember
sl., fer fram frá ísafjarðarkapellu laugar-
daginn 7. janúar nk. kl. 14.00.
Þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á ísafjarðarkirkju.
Ingibjörg Marinósdóttir Norðkvist,
Margrét Norðkvist Theódórsdóttir, Sigurður Óli Sigurðsson,
Ása Norðkvist Theódórsdóttir, Pálmi Gunnarsson,
Jón Sigurður Norðkvist,
Theódór Norðkvist yngri
og elskuleg barnbörn hins látna.
+
Elskuleg trúsystir okkar og frænka
okkar,
ÞÓRHILDUR BJÖRG
JÓHANNESDÓTTIR,
Hátúni 2,
Reykjavfk,
verður jarðsungin frá Fíladelfíu, Hátúni
2, mánudaginn 9. janúar kl. 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim,
sem vildu minnast hennar, er bent á
Minningarsjóð Ásmundar Eiríkssonar.
Fíladelffusöfnuðurinn
og frændfólk.
KRISTÍN D.
THORARENSEN
+ í dag, föstudag-
inn 6. janúar
1995, verður jarð-
sett frá Garða-
kirkju, Garðabæ,
kl. 13.30, Kristín
D. Thorarensen,
sem andaðist
fimmtudaginn 29.
desember sl. í Hafn-
arbúðum. Kristín
var fædd í Reykja-
vík 4. ágúst alda-
mótaárið 1900 og
var því á 95. aldurs-
ári er hún lést. Hún
var yngst þriggja
dætra Nielsínu A. Ólafsdóttur
og eiginmanns hennar Daníels
Benedikts Daníelssonar. Systur
hennar, Guðrún, elst, og Sól-
veig eru löngu látnar. A vor-
dögum 1919 gekk Kristín að
eiga Egil Gr. Thorarensen, síð-
ar kaupfélagssfjóra á Selfossi,
en leiðir skildu 1942, eftir fcep-
lega aldarfjórðungs hjúskap.
Egill lést 15.1. 1961. Kristín og
Egill áttu fjögur börn: Grímur
E. Thorarensen, f. 6.6. 1920,
d. 3.8. 1991. Hann var kvæntur
Bryndísi G. Thorarensen, sem
lifir mann sinn.
Þau áttu átta börn.
Erla E. Thorarens-
en, f. 29.4. 1923,
gift Ólafi Sveins-
syni og eiga þau
eina dóttur. Bene-
dikt Thorarensen,
f. 1.2. 1926, kvænt-
ur Guðbjörgu M.
Thorarensen,
barnlaus. Jónína
Guðrún Thorar-
ensen, f. 15.3.1928,
gift Gunnari Páls-
syni og eiga þau
þijár dætur.
Barnabörnin eru nú orðin 28.
Móðurætt Kristínar lá um
Hafnarfjörð í Ölfus og er hún
í sjötta ættlið frá Guðna Jóns-
syni, bónda í Reykjakoti, f.
1716. Föðurætt Kristínar má
rekja um Húnavatnssýslu í
Eyjaförð og er hún fimmti ætt-
liður frá Andrési Ólafssyni, f.
1749, Sláttu-Andrési, frá Ás-
gerðarstöðum, héraðsfrægum
sláttumanni. Frá Guðna Jóns-
syni er komin fjölmenn ætt,
Reykjakotssætt, um Ölfus og
Suðurland.
MÓÐIR MÍN Kristín fékk hægt
andlát um hádegisbil 29. des síðast-
liðinn í Hafnarbúðum, þar sem hún
hafði dvalið um 14 ára skeið eða
frá áttræðisaldri. Rúmföst að mestu
leyti síðari árin en gat þó sest dag-
lega að matborði með hjálp. Vil ég
hér færa starfsfólki og læknum
innilegar þakkir okkar ættmenna
Kristínar fyrir fábæra umönnun,
sem móðir okkar naut svo lengi á
stofnuninni. Þrátt fyrir dvínandi lík-
amsburði, hélt hún skýrri hugsun
fram í andlátið, þekkti ættingja sína
og rifjaði upp liðin atvik, sem gjam-
an tengdust æsku og unglingsárum.
Hún naut mikils ástríkis ágætra
foreldra og systra og minntist
þeirra ætíð með gleði og þakklæti.
Árin á Brautarholti á Kjalamesi
1909-1914 voru henni hugleikin,
en þar bjó Daníel þessi ár við marg-
háttaðan búskap og síðar að Lága-
felli. Þar lærði móðir mín umgengni
við búsmalann og hestfær varð hún
með ágætum. Fuglatekja var mikil
á Brautarholti, enda matbjó móðir
mín fugla betur en aðrir, sem ég
hef kynnst. Móðir mín var elsk að
tónlist og naut tilsagnar í píanóleik,
m.a. hjá Sigfúsi Einarssyni. Tólf
ára gömul var hún organisti við
Lágafellskirkju og lék talsvert á
píanó fram yfir miðjan aldur, sjálfri
sér og okkur til gagns og ánægju.
Það fór ekki framhjá neinum, sem
kynni höfðu af Kristínu, að hún var
listfeng. Það sást strax af því um-
hverfi sem hún skóp sér og heimili
sínu á ýmsan hátt, svo sem með
hannyrðaföndri og fleiru, sem án
tildurs bar smekkvísi gott vitni. Hún
hafið yndi af góðum bókum og las
mikið Norðurlandaskáldin á frum-
máli og fleiri skáld innlend sem
útlend. Bækur sveitunga síns „Dóra
í Laxnesi" las hún mamma fyrst,
tel ég, austanfjalls og í pukri, óef-
að. Mat hún sagnamanninn strax
að verðleikum. Árið 1917 flytur afi
Daníel að Sigtúnum við Ölfusársbrú
með fjölskyldu sína og veldur með
því straumhvörfum í lífi móður
minnar. Þar kynnast þau móðir mín
og faðir, Egill Gr. Thorarensen, og
ganga í hjónaband vorið 1919.
Daníel selur Agli Sigtún og segist
leiður orðinn á hóglífi og vilji til-
breytingu. Sennilegra sýnist mér
að Daníel hafi með sölunni viljað
sýna trú sína á framtíð ungu hjón-
anna og traust á tengdasyninum,
til farsælla verka. Honum varð að
trú sinni.
Um árabil rak Egill verslun sína
á Selfossi. Bú ungu hjónanna óx
og dafnaði og börnin uxu úr grasi.
Heimilið að Sigtúnum stóð um þjóð-
braut þvera, í orðsins fyllstu merk-
ingu og annir hlóðust á ungu hús-
freyjuna. Heimilið var jafnan mann-
margt en hjúasæld ungu hjðnanna
einstök, utan stokks sem innan, og
gestir ávallt velkomnir. Heilsuleysi
föður míns, á köflum, reyndi á þrek
móður minnar, sem unni sér ekki
hvíldar í hjúkrun hans, en stóð sem
klettur við hlið hans.
Fjölskyldan flutti síðan í nýbyggt
íbúðarhús kaupfélagsins og átti þar
meiri friðsæld að fagna, en í gömlu
Sigtúnum, verslunarmiðstöðinni,
með sínum önnum og erli, nótt sem
nýtan dag. Grímur frá Kirkjubæ
og Jónína frá Múla, afi og amma
byggðu sér snoturt íbúðarhús í
næsta nágrenni, en Grímur vann
síðustu ár sín á kontór K.Á. Þau
voru móður minni sem bestu for-
eldrar, enda öndvegismanneskjur.
Á Selfossi kynnist móðir mín
mörgu ágætisfólki, sem of langt
yrði upp að telja í stuttri minningar-
grein. Hef ég oft verið minntur á
vinsemd þessa góða fólks, á liðnum
árum, þegar það bað mig að skila
góðum kveðjum til móður minnar
en minntist um leið ánægjulegra
kynna. Eins og geta má nærri eru
flestir kunningjar móður minnar
löngu látnir og bið ég þeim blessun-
ar.
Ég verð fáorður um síðustu ár
móður minnar. Af nógu er þó að
taka. Hún bjó sér heimili á Guðrún-
argötu 6 í Reykjavík, á ágætri og
rúmgóðri efri hæð. Þar hafði hún
slaghörpuna sína og bækurnar og
kunningja átti hún nokkra, m.a.
Ragnheiði mágkonu sína, sem bjó
í nágrenni og var henni tryggur
vinur. En mamma gerði það ekki
endasleppt. Við yngri börnin, Grím-
ur hafði staðfest ráð sitt austan-
fjalls, áttum hjá henni athvarf gott,
á milli skólaúthalda og í skóla.
Undirbúningur að stofnun heimila
var næsta skref og ekki þýðingar-
minnst. Þessi ár eru ungmennum
viðkvæm og oft erfið. Móðir mín
gegndi sínu hlutverki með sóma,
bæði sem móðir og uppalandi. Hún
var stefnuföst og lítt slegin út af
laginu, hvort sem beitt var fagur-
gala eða þrýstingi. Hún setti velferð
barna sinna í fyrirrúm. Árið 1991
missti hún son sinn Grím, sem
ásamt systrum sínum hafði verið
hennar stoð og stytta í ellinni. Bar
hún skaða sinn af drenglund og
minntist ætíð elsku sonarins í sinn
garð og jákvæðu minninganna. Við
söknum þín öll móðir mín. Við þökk-
um þér ljúfu stundirnar, æsku og
unglingsáranna, berjaferðir um
sumardægur og aðra sæludaga lífs
okkar. Þú skynjaðir augnablik ham-
ingjunnar og hún féll þér í skaut,
í meira mæli, en flestir ætla. Vertu
blessuð móðir mín.
Þinn sonur, „ ... .,
Benedikt.
Með eftirfarandi orðum langar
mig til að kveðja ömmu Bómu, eins
og Kristín langamma hét og mun
alltaf heita í huga mínum. Bómu-
nafnið gaf ég henni er ég var
þriggja ára, flutti það með mér frá
Lúxemborg, þar sem ég bjó ásamt
foreldrum mínum. Það vakti með
henni kátínu, þar sem nafnbótin var
henni alls óskiljanleg, en hún ans-
aði því nú alltaf með bros á vör.
Á sínum yngri árum bjó hún í
Sigtúnum á Selfossi, ásamt manni
sínum Agli Thorarensen og börnum
þeirra. Þar var hún í orðsins fyllstu
merkingu sönn hefðarfrú, eða
dama, og var ákveðin reisn yfir
henni allt fram á síðustu stundu.
Þegar ég var yngri heimsóttum
við hana þangað sem hún bjó á
Austurbrúninni. Þangað var ávallt
gott að koma og mikið að skoða
og heyra, hún var dugleg að segja
frá á þeim árum og hafði gaman
af. Undanfarin ár hefur hún verið
rúmföst og búið í Hafnarbúðum,
þar sem allir hafa verið henni sér-
lega góðir. Minnið var ekki eins
gott og á hennar yngri árum, en
hún var samt með á nótunum, á
það að þakka ömmu Nínu og systk-
inum hennar, sem dvöldu hjá henni
tímunum saman og sögðu henni frá
því sem fjölskyldan var að gera og
rifjuðu upp með henni gamla og
góða tíma. Hún vissi alveg hvar
hennar fólk var og hvað það var
að gera. Þó svo að ömmu hafi fund-
ist alveg eðlilegt að konur ækju
bílum, vakti sú staðreynd, að ég
flygi um á flugvélum líka, með
henni undrun og hún minntist oft
á það við mig og sagði: Ja, Ragn-
heiður, og þú flýgur, og svo horfði
hún á mig brosandi út að eyrum.
Amma Bóma var orðin 94ra ára
er hún kvaddi þetta líf og enn hugs-
aði hún um útlitið, passaði uppá
hárið, kremin sín, ilmvatnið og síð-
ast en ekki síst fötin sín. Við höfð-
um öll mjög gaman af þessu.
Á jóladag kvaddi ég hana í síð-
asta sinn á lífi, þá vorum við, ég
og mamma, við guðsþjónustu með
henni. Hún var ekkert öðruvísi en
hún átti að sér að vera, hún méira
að segja söng fyrir okkur lag. En
er við kvöddum hana, fékk ég yfir
mig einhverskonar tómleikatilfinn-
ingu og ég kyssti hana bless hágrát-
andi, sem er hálfskrítið vegna þess
að venjulega læt ég ekki tilfinning-
ar mínar berlega í ljós. Vakti þetta
með mér spurningar. Var dauðinn
að gera vart við sig? Var verið að
láta mig vita að 3 dögum síðar yrði
hún dáin?
Elsku amma, með þessum orðum
og broti úr bæn eftir Matthías Joch-
umson, kveðjum við þig, ég og
Gunnar bróðir minn.
Ó, sólarfaðir, signdu nú hvert auga
en sér í lagi þau, sem tárin lauga,
og sýndu miskunn öllu því, sem andar,
en einkum því, sem böl og voði grandar.
Guð blessi minningu þína og taki
vel á móti þér.
Ragnheiður Arngrímsdóttir.
í dag kveðjum við hana ömmu
okkar Kristínu Daníelsdóttur Thor-
arensen. Amma var aldamótabarn,
fædd árið 1900, og dó því í hárri
elli, níutíu og fjögurra ára gömul.
Þegar við systurnar vorum yngri
og amma sprækari, kunni hún frá
mörgu að segja frá æsku sinni.
Hennar ljúfustu bernskuminningar
virtust vera frá þeim tíma sem hún
bjó með foreldrum sínum í Brautar-
holti á Kjalamesi. Þær vom ófáar
sögurnar sem hún skemmti okkur
með frá þeim stað, sögur um seli í
sjónum og lífið í sveitinni.
Þegar við minnumst ömmu Krist-
ínar mun það alltaf bera hæst að
þar fór sannkölluð hefðarkona. Við
kveðjum þig elsku amma með þakk-
læti fyrir allar góðu stundirnar sem
við áttum með þér.
Guð blessi minningu þína.
Hrabba, Sissa og Ragga.