Morgunblaðið - 06.01.1995, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 39
FRÉTTIR
Skoðanakönnun DV
Sijórnar-
flokkar
styrkja fylgið
DV BIRTI í gær skoðanakönnun
um fylgi flokkanna. í samanburði
við niðurstöðu sambærilegrar
könnunar í nóvember eru breyt-
ingar þær helstar að fylgi Þjóð-
vaka minnkar um 4,5 prósentu-
stig, fylgi Alþýðubandalags um
1,6 prósentustig og fylgi Kvenna-
lista um 0,7 prósentustig. Fylgi
Framsóknarflokks eykst um 1,9
prósentustig og stjórnarflokkanna
Alþýðuflokks um 1,6 prósentustig
og Sjálfstæðisflokks um 3,3 pró-
sentustig.
Afstöðu tóku 59,8% aðspurðra.
Af þeim reyndust 5,6% styðja Al-
þýðuflokkinn, 20,9% Framsóknar-
flokkinn, 37,9% Sjálfstæðisflokk-
inn, 10,3% Alþýðubandalag, 6,4%
Kvennalista og 18,9% Þjóðvaka.
Úrtakið var 600 manns sem
skiptist jafnt á milli kynja sem og
milli búsetu í höfuðborginni og úti
á landi.
Tveimur
bílum stolið
LÖGREGLAN í Reykjavík leitar
upplýsinga vegna tveggja bíla sem
stolið var í Reykjavík síðustu daga.
Á nýársnótt var rauðri Lödu
station, R-73417, stolið frá
Grettisgötu.
Aðfaranótt 3. janúar var rauð-
um Saab 99, árgerð 1982 stolið
frá Grettisgötu. Bíllinn fannst síð-
an á Suðurlandsvegi við Bláfjalla-
afleggjara þar sem hann hefur
orðið bensínlaus á austurleið.
Ef einhveijir hafa tekið mann
eða menn upp í þá nótt á Suður-
landsvegi og ef einhveijir geta gef-
ið upplýsingar um það hvar Ladan
er niðurkomin eru þeir beðnir að
hafa samband við rannsóknardeild
lögreglunnar í Reykjavík.
Þrettánda-
brenna í
Seljahverfi
SKÁTAFÉLAGIÐ Segull í Selja-
hverfi, Skátafélagið Eina í Bakka
og Stekkjahverfi Reykjavík og Kór
Seljakirkju halda með leyfi Lög-
reglustjórans í Reykjavík sína ár-
legu þrettándabrennu föstudaginn
6. janúar 1995 á auðu svæði niður
af Ölduselsskóla við Öldusel.
Athöfnin hefst með blysför kl.
19.45 frá skátaheimilinu, Tindas-
eli 3 og verða kyndlar til sölu við
upphaf blysfararinnar. Kveikt
verður á bálkestinum kl. 20.
íbúar hverfisins, skátar og aðr-
ir, eru hvattir til þátttöku í undir-
búningi/söfnun og til að mæta í
viðeigandi búningum við athöfn-
ina.
t
Hjartkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓHANNES GUNNAR GÍSLASON,
Hraunbúðum,
Vestmannaeyjum,
verður jarðsunginn frá Landakirkju,
Vestmannaeyjum, laugardaginn
7. janúar kl. 11.00 f.h.
Fyrir hönd vandamanna,
Hjálmar Þór Jóhannesson,
Erna Margrét Jóhannesdóttir, Sveinbjörn Hjálmarsson.
t
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
JÓNS JÓHANNESSONAR,
Ásgarðsvegi 14,
Húsavík.
Sigrfður Jóhannesdóttir,
Rakel Jóhannesdóttir,
Einar Fr. Jóhannesson
og fjölskylda.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar-
hug við andlát og útför
VALBORGAR INGIMUNDARDÓTTUR,
Ægisgötu 5,
Akureyri.
Erla Ásmundsdóttir,
Guðjón Ásmundsson, Ólöf Tryggvadóttir,
Helga Ingimundardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t '
Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og
útför
MARÍU ELÍSABETAR
OLGEIRSDÓTTUR,
Vogatungu 83,
Kópavogi.
Fyrir hönd barna, tengdabarna
og barnabarna,
Gísli Guðmundsson.
SJONARHORN
Eyrnabólga tengd
fæðuofnæmi
Eyrnabólga er algeng-
ur kvilli hjá ungum
börnum. Nýjar rann-
sóknir þykja benda til
að matarofnæmi geti
valdið síendurteknum
sýkingum. Margrét
Þorvaldsdóttir kann-
aði málið.
ÞAÐ EITT að heyra eyrna-
bólgu nefnda fær marga
foreldra ungra barna til
að kippast við. Sýking í miðeyra
virðist vera mjög algeng hér á
landi sem víða annars staðar. í
Bandaríkjunum fær tveit- þriðju
barna sýkingu í miðeyra áður en
þau ná tveggja ára aldri og er hún
ein helsta orsök heyrnarmissis hjá
börnum. Mörg þeirra fá eyrna-
bólgu aftur og aftur þrátt fyrir
sýklalyfjameðferð.
Þrátt fyrir að eyrnabólga taki
sig upp aftur og aftur fylgja henni
ekki alltaf eyrnaverkir, en vökvi
sem safnast upp bak við hljóð-
himnuna í miðeyra getur dregið
úr heyrn og síðan valdið heyrn-
arskaða. Af þeim ástæðum hefur
sú leið oft verið farin að koma
fyrir mjóum pípum í kokhlust eða
göngin sem liggja frá nefi að mið-
eyra til að halda þeim opnum og
fyrirbyggja að vökvi safnist þar
fyrir. Eyrnabólga er víða mjög
kostnaðarsöm fyrir heilbrigðis-
kerfið, í Bandaríkjunum nemur
kostnaðurinn t.d. 3,5 milljörðum
dollara á ári.
Ofnæmisfræðingur við „Georg-
estown University School of
Medicine" í Washington D.C., Tal-
al M. Nsouli, segir í grein sem
hann og samstarfsmenn hans birtu
í „Annals of Allergy" í september
síðastliðnum, að í mörgum tilfell-
um geti matarofnæmi valdið því
að eyrnabólga taki sig upp aftur
• Sneiðmynd, séð að ofan frá
höfði, sýnir fivernig ofnæmis-
valdandi fæða getur haft áhrif
á miðeyra. Stíflað nef veldur
því að vökvi frá hálsi þrýstist
um kokhlust í miðeyra. Vökvi
frá nefi rennur inn í kokhlust
eða að kokhlust bólgnar og lok-
ast vegna ofnæmisviðbragða og
orsakar þrýsting í miðeyra.
og aftur. Þeir gerðu ofnæmispróf
á 104 börnum sem fengið höfðu
síendurtekna eyrnabólgu. Um það
bil þriðjungur þeirra reyndist hafa
ofnæmi fyrir mjólk, annar þriðj-
ungur sýndi ofnæmisviðbrögð
gagnvart hveiti. Um 80 börn
sýndu ofnæmisviðbrögð við fæðu-
tegundum sem þau borðuðu oft.
Foreldrarnir voru fengnir til að
halda frá börnunum þeim fæðu-
tegundum sem þau sýndu ofnæmi-
sviðbrögð við, í fjóra mánuði. Að
þeim tíma liðnum sýndu sjötíu
þeirra bata og segir Nsouli að þau
börn sem höfðu sniðgengið þessar
fæðutegundir hafi sýnt áberandi
bataeinkenni. Foreldrarnir bættu
síðan matartegundunum aftur í
fæðið og eftir fjóra mánuði höfðu
66 barnanna fengið nefstíflu á ný
og vökva bakvið hljóðhimnuna í
miðeyra. Vísindamennirnir segja
það benda sterklega til þess að
tengsl geti verið á milli síendurtek-
innar eyrnabólgu og fæðuofnæm-
is. _
Á meðan rannsóknin stóð yfir
skoðuðu þeir reglulega eyru barn-
anna, hljóðhimnu og mældu
vökvamagn í miðeyra með sér-
stöku tæki (typanometer) og
reyndu að meta hvaða þættir
gerðu lækningu svo erfiða.
Niðurstöðurnar þykja gefa til
kynna að vert sé fyrir sérfræðinga
í háls-, nef- og eyrnasjúkdómum
að líta á þessa sjúklinga sem fá
eyrnabólgu aftur og aftur með til-
liti til mögulegs ofnæmis. Sé um
fæðuofnæmi að ræða gætu að-
gerðir á eyra orðið óþarfar og
hægt væri að hindra varanlega
skaða á heyrn.
Forðast má verki í fótum með því
að reima skóna á ákveðinn hátt
MARGIR gætu forðast verki í
fótum með því að reima skó sína
á viðeigandi hátt og losa alltaf
vel um reimarnar áður en þeir
fara í þá. Þessar upplýsingar
koma fram í fréttabréfi „Ámeric-
an Orthopaedic Foot and Ankle
Society" í september síðastliðn-
um.
Nýjar leiðir til að reima skó er
einnig sagðar vera mjög hjálpleg-
ar. Þeir sem eru með grannan fót
ættu að þræða reimar í stærri og
ytri reimagötin á skónum svo
hægt sé að herða betur að, mynd
(a). Aftur á móti ættu þeir sem
hafa breiða fætur að þræða reim-
ar í þau göt sem eru nær tung-
unni á skónum mynd ( b).
Fólki sem er
með breitt táberg
og mjóan hæl
gæti hentað vel
að að nota tvær
reimar þar sem
önnur reimin end-
ar neðst í gataröð-
inni: er önnur
reimin fest að
ofan til halda að
hælnum en hin
neðst til að halda að tábergi eins
og kemur fram á mynd (c). Ef
hnúður er á fæti eða ristin er há
er ráð að sleppa reimargati eða
reima eins og rnynd (d) sýnir.
Einnig geta þeir sem hafa háa
rist sleppt að reima í kross og
fylgt þess í stað
einfaldri upprei-
mun sbr. mynd
(e).
Þeir sem eru
með hamartá
(næsta tá við
stóru tá er lengi),
líkþorn eða aðra
tá sem kreppt er
að, ættu að
þræða reimina
frá einu gati til annars eins og
sýnir á mynd (f) og draga síðan
í reimina, þá myndast rúm skón
um að framan. Til að koma í veg
fyrir eymsli í hæl er ráð að festa
reimar vel að eins og sýnt er
mynd (g).
BRIDS
llmsjón Arnör G.
Ragnarsson
Bridsfélagið Muninn,
Sandgerði
Miðvikudaginn 28. desember var
haldið tvímenningsmót í tilefni af 75
ára afmæli Einars Júlíussonar. Var
vel mætt til leiks og.margir sem vildu
greinilega heiðra þennan síunga spil-
ara því 22 pör spiluðu. Voru honum
færðar gjafir frá Bridsfélagi Suður-
nesja og félögum úr Bridsfélaginu
Munin auk þess að boðið var upp á
snittur, gos og kaffi. Tveir frændur
Einars úr Reykjavík mættu honum til
heiðurs og annar með konuna sína.
Úrslit í mótinu urðu sem hér segir.
Árni Guðmundsson (frændi Einars)
- Margrét Þórðardóttir 213
Birkir Jónsson - Bjöm Dúason 202
Víðir Jónsson - Halldór Aspar 201
Svala Pálsdóttir - Guðjón Jensson 196
Siguijón Jpnsson - Dagur Ingimundarson 195
Einar Júlíusson -
Bemharð Guðmundsson (frændi Einars) 174
Sigurður Davíðsson - Skúli Sigurðsson 17 4
Stjórn félagsins óskar öllum félög-
um og velunnurum þess gleðilegs nýs
árs og farsældar á koniandi ári og
þakkar samstarfið á liðnu ári. Mið-
vikudaginn 4. janúar hófst tveggja
kvölda einmenningskeppni (til minn-
ingar urn Sigurbjörn Jónsson).