Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 43
ÍDAG
Árnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. Att-
OÍ/i'æður varð í gær,
fimmtudag, Jón E. Guð-
mundsson, myndlistar-
maður. Eiginkona hans er
Valgerður Eyjólfsdóttir.
Þau taka á móti gestum í
Skálanum á Hótel Sögu
laugardaginn 7. janúar frá
kl. 15.
Nýmynd - Keflavík
BRÚÐKAUP. Gefín voru
saman 19. mars sl. í Innri-
Njarðvíkurkirkju af sr.
Baldri Rafni Sigurðssyni
Guðbjörg Þrúður Gísla-
dóttir og Jón Axel Bryn-
leifsson. Þau heima á
Kirkjubraut 34, Innri-
Njarðvík.
SKAK
llm.sjön Mnrgeir
Pétursson
ÞESSI staða kom upp á
Ólympíuskákmótinu í
Moskvu í afar harðri viður-
eign Rússa og Búlgara.
Ungi Rússinn Vladímir
Kramnik (2.715) hafði
hvítt og átti leik gegn Kir-
il Georgiev (2.625) á öðru
borði. Búlgarinn lék síðast
23. - Rd5 - c7 og setti á
hvítu drottninguna.
24. Rb6+!! - axb6, 25.
axb5 - Ra6 (Þvingað, því
25. - Rxe6, 26. Hal er
mát), 26. Hal! (Ef nú 26.
- Df2 mátar hvítur í fjórða
leik með 27. Hxa6+
o.s.frv.), 26. - Hd8, 27.
De7! (Með tvöfaldri hótun,
28. Dxd8+ og 28. Hxa6+.
Svartur verður að gefa
mann), 27. - Dd6, 28.
Hxa6+ - Kb8, 29. Dxd6
- Hxd6, 30. Ha3 - c5, 31.
Hb3 og hvítur vann enda-
taflið auðveldlega. Þetta
nægði Rússum þó ekki til
sigurs í þessari viðureign
því á fyrsta borði vann
Búlgarinn Vasil Spasov
Rússann Alesei Dreev. Þar
sem jafntefli varð hjá
Svindler, Rússlandsmeist-
ara, og Kolev á þriðja borði
varð niðurstaðan i'h-Vh
Búlgörum í vil. Rússar sigr-
uðu um síðir á mótinu en
Búlgarar höfnuðu í 5.-7.
sæti.
GULLBRÚÐKAUP eiga í dag, 6. janúar, hjónin Krist-
björg Sveinsdóttir og Ragnar Guðmundsson, fyrrver-
andi veitingamaður, Innri-Njarðvík. Þau verða að heim-
an á afmælisdaginn.
DEMANTSBRÚÐKAUP. í dag, 6. janúar, eiga 60 ára
hjúskaparafmæli hjónin Ágústa Túbals og Hjörleifur
Gíslason, Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, Rang. Þau verða að
heiman.
Með morgunkaffinu
HÖGNIIIREKKVÍSI
// T-tÆ-TTU A& H&EÐA þ/CfC /A/A/ i'
RBGNHCÍFISIA MÍhJA -"
STJÖRNUSPÁ
cftir franccs Drakc
STEINGEIT
Afmælisbarn dagsins: Þú
vinnur vel með öðrum, og
fjöslkyldan skiptir þig
mestu máli.
Hrútur [21. mars - 19. apríl) Þú eignast nýjan vin sem á eftir að hafa mikil áhrif á rig. Viðskiptin ganga vel, og ástvinir eiga saman góðar stundir.
Naut (20. apríl - 20. maí) Iffö Þér gengur vel að styrkja stöðu þína í vinnunni á næst- unni. Málefni hjartans verða einnig mjög ofarlega á baugi.
Tvíburar (21. maí- 20. júní) Í& Á næstu vikum verða ferða- lög og fróðleiksleit ofarlega á baugi hjá þér. Aðlaðandi framkoma veitir þér brautar- gengi í vinnunni.
Krabbi (21. júnf — 22. júlí) »*$£ Á næstu vikum þarft þú að taka mikilvægar ákvarðanir varðandi fjármál og fjárfest- ingu. Samband ástvina verð- ur mjög gott.
Ljón (23. júlí - 22- ágúst) Þér tekst að ná mikilvægum samningum á komandi vik- um, og viðskiptin ganga vel. Þú nýtur kvöldsins í faðmi fjölskyldunnar.
Meyja (23. ágúst - 22. september) I hönd fer tími mikilla af- kasta í vinnunni, og þú átt góðu gengi að fagna. Ham- ingjan verður ríkjandi í sam- bandi ástvina.
Vog (23. sept. - 22. október) Þér gefst góður tími til að sinna böriíum og áhugamál-" um þínum á komandi vikum. Dagurinn færir þér velgengni í vinnunni.
Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) Þú vinnur að miklum umbót- um heima fyrir næstu vikurn- ar. Skemmtanalífið verður fjölbreytt, og ástin blómstrar sem aldrei fyrr.
Bogmaóur (22. nóv. - 21. desember) $0 Sérstakir hæfileikar þínir fá að njóta sín á næstu vikum, og þú nærð mikilvægum áfanga. Sinntu fjölskyldunni í kvöld.
Steingeit (22. des. - 19. janúar) Afkoma þín fer batnandi á komandi vikum, og þú átt auðvelt með að koma hug- myndum þínum á framfæri. Kvöldið verður kærleiksríkt.
Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Þú einbeitir þér að lausn á mikilvægu verkefni á kom- andi vikum. Mikilvægar fréttir berast langt að, og flárhagurinn batnar.
Fiskar (19. febi-úar-20. mars) Á næstu vikum vinnur þú að þvi á bak við tjöldin að bæta stöðu þina. Þú kemur vel fyrir, og helgarferð virðist framundan.
Stjörnuspúna d aó lesa sem
dægradvöl. Sþdr af þessu tagi
byggjast ekki d traustum grumii
visindalegra staðreynda.
Glugginn auglýsir
Langur laugardagur á morgun.
15% staðgreidsluafsl. af peysum.
20% staðgreiðsluafsl. af öðrum vörum.
Glugginn, Laugavegi 40.
Alþingi
Frá stjórnarskrárnefnd Alþingis:
Stjórnarskrárnefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska,
kost á að koma með skriflegar athugasemdir við frumvarp
til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá
lýðveldisins íslands, nr. 33/1944, með síðari breytingum,
297. mál. Meginefni frumvarpsins er tillögur til breytinga á
VII kafla stjórnarskrárinnar, sem m.a. hefur að geyma
mannréttindaákvæði hennar. Frumvarpið liggur frammi í
skjalaafgreiðslu Alþingis, Skólabrú 2, Fteykjavík.
Óskað er eftir að athugasemdirnar berist skrifstofu
Alþingis, nefndadeild, Þórshamri við Templarasund,
150 Reykjavík, eigi síðar en 20. janúar 1995.
VETRARLÍF
VÉLSLEÐA OO
ÚT1LÍFSSÝNING
I Bflahöllinni
Bíldshöföa 5
laugardaginn 7.
og sunnudaginn
8. janúar 1995.
Opiö frá kt. 10 -
18 báöa dagana.
AHt það nýjasta á vélsleða-
markaðinum ásamt ýmsum
aukabúnaði.
Sýning á vélsleöum, varahlutum,
ýmsum aukabúnaöi, öryggisbúnaði,
leiðsögutækjum, fatnaöi í miklu úrvali
og mörgu fleiru tengdu
vélsleðamennsku og almennri útivist.
Glæsileg aðstaða fyrir sýnendur og
gesti. Næg bílastæði, góð aðkoma.
ÁRSHÁTÍÐ LÍV
Verður haldin í Skíðaskálanum í Hveradölum
laugardagskvöldið 7. janúar 1995. Þríréttaður
kvöldverður og skemmtiatriði á vægu verði.
Skeljungur hf.
Einkaumboð fyrir Shell-vörur á íslandi