Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 06.01.1995, Qupperneq 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK KEA sendir bæj ar stj ór ninni á Akureyri formlegt erindi KE A reiðubúið að kaupa 30-35% hlutabréfa í ÚA STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga, Akureyri, kom saman til fundar í fyrradag, þar sem samþykkt var erindi til bæjarstjórnar Akureyrar, í þá veru að KEA lýsir sig reiðu- búið til þess að kaupa 30-35% hlut í Utgerðarfélagi Akureyringa (ÚA) af bænum, en Akureyrarbær á 53% hlut í fyrirtækinu, ef niðurstaða bæjarstjórnarinnar verður að selja hlutabréf í fyrirtækinu. Jóhannes Sigvaldason, stjórnar- formaður KEA, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi, að stjórnin teldi að með þessu væri hægt að stuðla að því að íslenskar sjávarafurðir tækju ákvörðun um að flytja höfuðstöðvar sínar til Ak- ureyrar, „sem væri mikið hags- munamál, bæði fyrir bæjarfélagið og Kaupfélag Eyfirðinga“, sagði Jóhannes. KEA á nú 8,4% í ÚA, en með slíkum kaupum ætti KEA ráðandi meirihluta í fyrirtækinu, með sam- starfi við bæjarfélagið, og þannig segir Jóhannes að væri kominn grundvöllur til þess að taka ákvörð- un um að bjóða ÍS upp á viðskiptin við ÚA, í stað SH. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins væri KEA þannig reiðu- búið að kaupa hlutabréf í UA fyrir 570 til 660 milljónir króna, eftir því hve stór hlutur yrði keyptur. Erindi stjórnarinnar var afhent Jak- obi Björnssyni bæjarstjóra í gær. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er markmið stjórnar KEA með þessu erindi jafnframt, að tryggja að allur kvóti ÚA hald- ist á Akureyri, þótt bæjarfélagið taki ákvörðun um að selja hluta af eign sinni í fyrirtækinu, og tryggja á þann veg að atvinnustig haldist a.m.k. óbreytt. Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um sölu bréfanna, eftir því sem næst verður komist, en Jón Ingvarsson, stjórnarformaður Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, mun eiga fund með bæjarstjóra Akur- eyrar fýrir hádegi í dag, þar sem hann mun kanna hvort bréfin öll, eða hluti þeirra eru til sölu. „Ég tel að það væri vel athug- andi, ef það kæmi á daginn, að þessi bréf bæjarins í ÚA, eða hluti þeirra, væri til sölu, að Sölumiðstoð- in gæti þá beitt sér fyrir því að safna saman einhveijum fjárfest- um, til þess að kaupa þennan hluta,“ sagði Jón í samtali við Morg- unblaðið. Hann sagði jafnframt að það væri stefna stjórnar SH að kaupa ekki hluti í framleiðslufyrirtækjum sem væru eigendur SH. Vátryggingar 17 erlend félög vilja starfa hér SAUTJÁN erlend vátrygg- ingafélög hafa tilkynnt til Vátryggingaeftirlitsins að þau hyggist veita þjónustu hér á landi án þess að setja upp starfsstöð. Samkvæmt EES-samningn- um þurfa erlend tryggingafé- lög sem hafa starfsleyfi í sínu heimalandi einungis að til- kynna að þau hyggist stunda hér starfsemi. Með nýjum lög- um um vátryggingastarfsemi sem gengu í gildi í maí var opnað fyrir þennan möguleika hér á landi en áður þurftu er- lend félög að sækja um leyfi til að starfa hér. ■ Níu af alls sautján/12 Lúsifer bjargaði Gogga ÞAÐ ER ekki algengt að kettir séu í því hlutverki að bjarga lífi smáfugla, en þannig var það nú samt með Lúsífer, köttinn hennar Rúnu Pétursdóttur. Páfagaukurinn Goggi, sem Siya ívarsdóttir á, slapp út um gluggann á Úthlíð 18 á gamlárs- dag og þrátt fyrir mikla leit fannst hann ekki. Tæpum sólarhring síðar rakst kötturinn hennar Rúnu á fuglinn og kom með hann í kjaftinum heim tíl sín á Flóka- götu 23. Fuglinn reyndist vera svo til heill á húfi. Hélt hann væri dáinn Silja vissi ekkert hvað hafði orðið af Gogga og reyndar taldi mamma hennar víst að fuglinn hefði króknað úr kulda um nótt- ina. í gær þegar hún kom í skól- ann sagði hún vinkonu sinni, Silju Glömmi, frá Gogga. Silja var þá nýlega búin að frétta af því að kötturinn hennar Rúnu frænku hennar hefði komið heim með fugl í kjaftinum. Það kom síðan í ljós að þar var Goggi kominn. Silja var að vonum glöð og sagðist hafa talið að hann væri dáinn vegna þess að það hefði verið svo kalt um nóttina. Svo hefði hann líka sjálfsagt verið mjög hræddur við hávaðann frá sprengingum á gamlárskvöld. Kom einu sinni með dúfu Morgunblaðið/Árni Sæberg SILJA Glömmi heldur á kettinum Lúsífer og vinkona hennar, Silja ívarsdóttir, heldur á Gogga. Rændi veski af konu UNGUR maður vatt sér að tæplega sextugri konu við Iðnskólann síð- degis í gær, hrifsaði af henni veski og hljóp á brott. Konan slapp ómeidd og komst inn í verslun í nágrenninu og lét lög- regiu vita. Hún var færð á aðalstöð lögreglunnar til viðtals og síðan til rannsóknarlögreglu. I veskinu voru um 10 þúsund krónur í reiðufé, bankabók, greiðslukort, húslyklar og ýmsir persónulegir munir. ----------» ♦ ♦ Sjúkraliðar fá alls 7,02% GERÐARDÓMUR, sem skipaður var í samræmi við kjarasamning sjúkra- liða og ríkisins frá 30. desember, hefur úrskurðað sjúkraliðum 3,52% launahækkun. Þessi niðurstaða þýðir að kjarasamningurinn færir sjúkra- liðum 7,02% hækkun launa. Dómnum var falið að bera saman laun sjúkraliða, hjúkrunarfræðinga, ljósmæðra, meinatækna, röntgen- tækna, sálfræðinga, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfara, fastráðinna lækna og þroskaþjálfa, læknaritara, læknafull- trúa, matvælafræðinga og mat- artækna sem starfa á heilbrigðis- stofnunum. Heilbrigðisráðherra kynnir drög að tilvísanakerfi sem spara á 100 milljónir Sérfræöingar segja ekkert samráð hafa verið haft Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem kötturinn Lúsífer •kemur heim með fugla, því hann hefur margsinnis komið heim með lifandi fugla. Sumir hafa reyndar verið slasaðir. Eitt sinn kom Lúsífer meira að segja með dúfu handa Rúnu. Ætíð fer hann með fugl- ana til Rúnu, sem hefur yfirleitt verið óánægð með þetta fram- tak kattarins. SIGHVATUR Björgvinsson heil- brigðisráðherra átti fundi með sér- fræðingum í gær og heimilis- og heilsugæslulæknum í fyrradag til að kynna þeim drög að reglugerð um nýtt tilvísanakerfí í heilbrigðisþjón- ustunni. Á fundunum komu fram athugasemdir og hörð mótmæli af hálfu lækna. Ráðherra hyggst koma aftur á til- vísunum til sérfræðinga. Fari sjúkl- ingur til sérfræðings án þess að hafa tilvísun, eftir að tilvísanakerfi verður komið á, greiðir hann fullan kostnað vegna heimsóknarinnar. í íjárlögum er gert ráð fyrir að þessi breyting skili um 100 millj. kr. sparnaði á ári. Sérfræðiþjónustan ódýr Gestur Þorgeirsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, sagði hátt á annað hundrað manns hafa mætt á fund heilbrigðisráðherra með sér- fræðingum síðdegis í gær. Þar komu fram hörð mótmæli við tilvísanakerf- inu. Gestur segir að ekkert samráð hafa verið haft við læknasamtökin við undirbúning þessa máls. Gestur óttast að tilvísanamálið valdi ákveðnum erfíðleikum fyrir læknastéttina. „Við höfum búið við blandað kerfi, hluti af sjúklingum kemur með tilvísanir frá heimilis- læknum og hluti kemur beint til sér- fræðings. Þetta hefur gengið mjög vel hér á íslandi þar sem sérfræði- þjónustan er ódýr og skilvirk." Sigurbjörn Sveinsson, formaður Félags heimilislækna, segir ekki gert ráð fyrir að tilvísanakerfi valdi auknu vinnuálagi á heimilislækna, nema rétt til að byija með. Kerfíð eigi að mæta því með þróun og ekki sé gert ráð fyrir tekjuaukningu hjá heimilis- læknum, enda geti þeir ekki bætt á sig vinnu. ■ Ákvörðun fljótlega/4

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.