Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Indverjar hætta leyfisveit- ingum INDVERSK stjómvöld hafa hætt leyfisveitingum til erlendra fyrir- tækja sem leita eftir samstarfsverk- efnum um úthafsveiðar við Indland. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er eignaraðili ásamt Indveijum að fé- lagi, sem skrásett er þar í landi og hyggur á túnfiskveiðar, og segir Páll Gíslason, sem sinnir verkefnum sem SH vinnur að á alþjóðlegum vett- vangi, að þessi ákvörðun stjómvalda hafi engin áhrif þar á þar sem leyfíð hafí verið gefíð út fyrir tveimur ámm. Milljónir mótmæltu Ákvörðun indverskra stjómvalda var birt mánuði fyrir kosningar í strandhémðum á Indlandi þar sem búa rúmlega tíu milljónir fiskimanna sem hafa mótmælt þátttöku útlend- inga í veiðum. Hafa þeir haldið því fram að togarar og nútímaaðferðir við veiðar hafí svipt þá hefðbundnum atvinnumöguleikum. „Mér skilst að svona kröfur hafí áður komið fram, en hins vegar ef eitthvað er þá er það ágætt fyrir okkur að eiga leyfí og að fleiri fái það ekki,“ sagði Páll. Morgunblaðið/Halldór Risahumar matreiddur DANIEL Sigurgeirsson, matreiðslu- maður á Argentínu, valdi heldur óveiyu- legt verkefni þegar hann lauk sveins- prófi í matreiðslu. Fluttir voru inn þrír stórir humrar frá Maine í Bandaríkjun- um sem hann spreytti sig á. Hver humar er um sex kíló og dugar i máltíð fyrir sex. Að sögn Óskars Finns- sonar veitingamanns, er algengt að menn spreyti sig á ýmsum gerðum af kæfum, bæði úr kjöti og fiski, en Daní- el vildi fara ótroðnar slóðir. „Það voru fluttir inn þrir lifandi humrar um og yfir 6 kíló hver,“ sagði hann. Þeir komu til landsins á Þorláksmessu og kostaði hver þeirra 9 þúsund krónur. Daníel notaði tvo þeirra til að æfa sig í að matreiða réttinn en sá þriðji og stærsti var matreiddur á sjálfu prófinu. Humar sem þessi er soðinn í heilu lagi og settur lifandi í pottinn. Sagði Óskar að það hefði hreint ekki verið auðvelt að koma þeim í pottana. Ef ýtt var við þeim risu þeir upp á lappirnar og sýndu sig en klærnar voru vafðar teygju þann- ig að þeir gátu ekki beitt þeim fyrir sig. Taldi Óskar að annars hefðu þeir hæg- lega ráðið við að klippa fingur af manni. „Þetta eru alvöru dýr,“ sagði hann. „Humarinn er bundinn niður á plötu með vírum og síðan er plötunni stungið í pottinn. Þetta gekk vel en sá síðasti og stærsti sleit allt af sér, víra og teygju, þegar hann lenti í vatninu og skellti klón- um upp á pottbrúnina og ætlaði upp úr 50 lítra potti sem við suðum þá i. Það lá við að mannskapurinn legði á flótta." Matthías Bjarnason, formaður sjávarútvegsnefndar Alþingis Hugsanlegt að leyfa Færeying- um að veiða síld eða loðnu Kvótar Færeyinga við ísland 1976-1994 Tonn 15.000 10.000 5.000 17.000 Þorskkvótii Hlfl AfliFæreyinga við l'sland 1994 5.970 tonn samt. Heildarkvótil 11.000 8.500 1976 1980 1985 Annað 901 Karti 2041 Grálúða 9121 Langa og keila 1.8231 Ufsi 9591 Ýsa 8761 Lúða 3901 Þorskur 7161 1990 1994 1 994 Guðmundur Kristjánsson á Rifi íslenski bátaflotinn er að hrynja „ÞAÐ hefur mjög mikla þýðingu fyrir efnahagslífið í Færeyjum ef við missum þessa kvóta við ísland. Ég vona að það gerist ekki,“ sagði Ivan Johannessen, sjávarútvegs- ráðherra Færeyja, í samtali við Morgunblaðið, en stjóm LÍÚ hefur formlega krafíst þess að Færeying- ar fái ekki kvóta hér við land á næsta fískveiðiári. Matthías Bjamason, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis, vill að Færeying- ar fái áfram kvóta við ísland, en leggur til að skoðaðar verði breyt- ingar á samningunum, t.d. að þeir fái að veiða hér sfld og loðnu. „Ég geri mér vonir um að enn sé skilningur á því á íslandi, að Færeyingar þurfa á þessum kvót- um að halda. Við Færeyingar erum í þeirri stöðu að við lifum nær ein- vörðungu á fiskveiðum. Þörf okkar fyrir þessa kvóta er enn meiri nú vegna þeirra efnahagserfíðleika sem við eigum við að stríða. Efna- hagslífíð í Færeyjum er sem kunn- ugt er nánast í rúst. Þess vegna vona ég að íslendingar líti jákvæð- um augum beiðni Færeyinga um kvóta við ísland eins og þeir hafa gert í svo mörg ár,“ sagði Ivan Johannessen. Færeyingar segjast ekki stunda undirboð Ivan sagðist gera sér grein fyr- ir að það væri alfarið í valdi ís- lendinga að ákveða hvort Færey- ingar fengju kvóta við ísland á næsta fiskveiðiári. Færeyingar hefðu því miður ekki margt að bjóða íslendingum í staðinn. Hann sagði að Færeyingar væru þákkl- átir fyrir hvað Islendingar hefðu í gegnum árin tekið jákvætt í beiðni Færeyinga um kvóta á ís- landsmiðum. Ivan sagði að fullyrðingar is- lenskra útvegsmanna um að Færeyingar stundi undirboð á karf- aflökum í Þýskalandi ættu ekki við rök að styðjast. Hann sagðist kann- ast vel við þessar ásakanir, en sannleikurinn væri sá að Færeying- GUÐMUNDUR Kristjánsson, út- gerðarmaður á Rifi, segir að ís- lenski bátaflotinn sé að hrynja og því verði að breyta þeim samning- um sem gerðir hafa verið við Færeyinga um kvóta við ísland. Nær öll færeysku skipin sem veiða við ísland eru línuveiðiskip. Guð- mundur segir að þeir fiskistofnar sem Færeyingar hafa sótt mest í hér við land eins og langa, keila og lúða, séu að dala og það ætti sinn þátt í erfiðleikum bátaflotans. Færeyingai- þrengja að íslensku línuskipunum Guðmundur sagði óeðlilegt að Færeyingar væru að veiða í sam- keppni við íslensk línuveiðiskip, sem væri sá hluti íslenska flotans sem ætti í hvað mestum erfiðleik- um. Eðlilegra væri að Færeyingar veiddu hér aðrar fisktegundir en þorsk, keilu, löngu og lúðu, ef á annað borð ætti að leyfa þeim að veiða hér áfram. Guðmundur sagði færeysku skipin þrengja ny'ög mikið að ís- lenskum linuveiðiskipunum. Það væri einfaldlega ekki nægilegt pláss fyrir íslensku línuskipin á hefðbundinni línuslóð vegna veiða Færeyinga. „íslenski bátaflotinn er að hryiya. Við gerðum fyrst og fremst út á þorskinn, en nú er búið að skerða hann svo mikið að við höfum eiginlega ekkert nema djúpkantana þar sem er m.a. að finna löngu, keilu og lúðu,“ sagði Guðmundur. „Það bætir svo ekki ástandið að þessir stofnar eru að gefa sig. Þetta er því miklu alvarlegra mál en einhver frændsemi við Færey- inga. Það er rétt að við erum vinir Færeyinga, en það má ekki fórna heilum flota fyrir þá vináttu." ar stundi ekki undirboð við sölu á karfaflökum til Þýskalands. Matthías vill ekki afnema kvótana . „Eg er ekki sammála skoðun LÍtJ um þetta atriði,“ sagði Matthí- as Bjarnason, formaður sjávarút- vegsnefndar Alþingis, um kröfu LÍU. „Ég held að við þurfum á því að halda að hafa vinsamleg sam- skipti við þessar tvær nágranna- þjóðir okkar, Færeyinga og Græn- lendinga. Færeyingar höfðu hér áður fyrr miklu meiri fríðindi í físk- veiðum. Þetta er ekki orðið nema óvera við það sem var. Færeyingar eiga við okkur marg- vísleg samskipti á öðrum sviðum. Ef við lítum á samskiptin í heild þá held ég að þetta sé hlutur sem borgar sig ekki. Mér finnst ekki stórmannlegt að gera einhveijar sérstakar kröfur á þessi tvö ríki og ekki bera íslandi nógu gott vitni.“ Færeyingar fái að veiða loðnu og síld Matthías sagðist hins vegar ekki vera andvígur því að samningar við Færeyinga verði endurskoðað- ur. Hann sagði t.d. koma til greina að veita Færeyingum heimild til að veiða hér síld og loðnu gegn því skilyrði að skip þeirra landi aflan- um á íslandi. Björn Bjarnason, formaður utan- ríkismálanefndar, vildi ekki tjá sig um þetta mál í gær fyrr en hann hefði kynnt sér það betur. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, sagði að sá mikli niðurskurður sem íslenski fiskveiðiflotinn hefði mátt sæti síðustu tvö ár hefði ekki komið fram í fískveiðiheimildum Færeyinga hér við land. „Það er okkar mat að við höfum svo mikla þörf fyrir að nýta okkar skip til að fiska þetta, að við höfum ekki efni á að láta þetta frá okk- ur. Við erum að tala um að úrelda þessi glæsilegu línuveiðiskip vegna þess að þau hafa ekki haft verk- efni,“ sagði Kristján. Lungnakrabbi Tíðnin lækkar NÝJUSTU tölur frá Krabba- meinsskránni benda til þess að tíðni lungnakrabbameins hafi náð hámarki hér á landi. Nýgengi lungnakrabbameins hjá körlum var 35,4 af hveij- um 100.000 a ári 1984-88 en 33,2 árin 1989-93. Hjá kon- um lækkaði nýgengi úr 27,1 í 25,5 miðað við sömu tímabil. Þessar upplýsingar er að fínna í 3.-4. tbl. Heilbrigðis- mála 1994. Þar kemur fram að tíðni lungnakrabbameins jókst bæði hjá konum og körl- um allt frá upphafí krabba- meinsskráningar á miðjum sjötta áratugnum og til loka tímabilsins 1984-88. Reykingar aðalorsök Ár hvert greinast enn um 95 manns, 52 karlar og 43 konur, með lungnakrabba- mein. Einungis 10% til 15% sjúklinganna geta vænst þess að lifa í fímm ár eða lengur, samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskránni. Margar erlendar rannsóknir benda til þess að átta til níu af hveijum tíu lungnakrabbameinum megi rekja til reykinga. Hluta af því sem á vantar er talið að megi rekja til óbeinna reykinga. Talið er að lækkandi tíðni lungnakrabbameins megi rekja til öflugrar baráttu gegn reykingum á undanförnum árum. Reykjavík menningar- borg Evrópu? UNDIRBÚNINGSNEFND skipuð fulltrúum Reykjavíkur- borgar og ríkisins safnar nú upplýsingum sem að gagni geta komið varðandi fyrirhug- aða umsókn til Evrópusam- bandsins um að Reykjavík verði útnefnd Menningarborg Evrópu árið 2000. Umsóknir um útnefningu Menningarborgar Evrópu árið 2000 þarf að hafa borist fyrir lok júni næstkomandi, en ráð- herraráð ESB velur þá eina eða tvær borgir úr þeim til- nefningum sem borist hafa. Niðurfelling 35% bjórgjnlds * Ognar ekki innlendri framleiðslu ÍSLENSKIR bjórframleiðend- ur telja að niðurfelling 35% aukagjalds á innfluttan bjór og hugsanleg 12% verðlækkun í kjölfarið sé ekki ógnun við íslenska framleiðslu, svo fram- arlega sem samkeppnisaðstað- an á markaðnum sé sanngjöm. „Ef allir fá að sitja við sama borð þá getum við ekki annað en verið ánægðir," sagði Bene- dikt Hreinsson, markaðsstjóri Egils Skallagrímssonar hf. Baldvin Valdimarsson, framkvæmdastjóri Víking hf. á Akureyri, var sama sinnis og sagðist jafnvel gera ráð fyrir að markaðshlutdeild ís- lenska bjórsins myndi aukast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.