Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aukagjaldið á innfluttan bjór Búist var við skiln- ingi stofnana EES FJARMALARÁÐUNEYTIÐ taldi í marz á síðasta ári að stofnanir Evrópska efnahagssvæðisins myndu sýna því skilning að auka- gjald væri áfram lagt á innfluttan bjór hér á landi til að vernda inn- lenda framleiðslu. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) nú gert athugasemdir við gjaldið og segir Friðrik Sophusson fjármála- ráðherra að það verði lagt af. Fyrrgreind skoðun ráðuneytisins kemur fram í bréfi, sem sent var sem svar við athugasemdum Verzl- unarráðs íslands til fjármálaráð- herra. Bréfið er dagsett 17. marz og undirritað af Indriða H. Þorláks- syni skrifstofustjóra. Þar eru þau rök færð fyrir gjaldtökunni að fram- leiðsla áfengs öls sé nýiðnaður á Islandi og þess vegna hafi verið talið nauðsynlegt að jafna aðstöðu innlendrar framleiðslu gagnvart erlendri unz hún næði eðlilegri fót- festu. Síðan segir í bréfinu: Aðlögunartími viðtekin regla „Hvað varðar ákvæði EES-samn- ingsins, sem Verzlunarráð vekur athygli á, eru fjármálaráðuneytinu ljósar þær skuldbindingar samn- ingsins m.a. hvað varðar verzlun með bjór. Ráðuneytið vill benda á, að við gerð fríverzlunarsamninga milli landa hefur það verið viðtekin regla að veita aðlögun við afnám innflutningstakmarkana. Er það gert í þeim tilgangi að gefa tíma til að jafna samkeppnisstöðu, sem jafnan skekkist í skjóli hafta eða tollvemdar. Eins og áður er lýst er tilgangur gjaldsins einmitt sá að jafna samkeppnisstöðu sem skekkzt hefur af þessum sökum og veita innlendum iðnaði á þessu sviði eðli- legan aðlögunartíma. Fjármála- ráðuneytið treystir því fyllilega að samningsaðilar okkar innan EES og stofnanir á þess vegum hafi full- an skilning á þessum sjónarmiðum og telji þessar aðgerðir í fullu sam- ræmi við tilgang EES-samningsins, einkum í ljósi þeirrar ákvörðunar íslenzkra stjórnvalda að afnema þessa vemd í áföngum á tiltölulega stuttum tíma.“ Engin ákvæði em í EES-samn- ingnum um aðlögunartíma fyrir bjórframleiðslu, þótt þar sé kveðið á um aðlögun að ýmsum öðrum ákvæðum samningsins. Kennarar í Reykjavík og á Reykjanesi Verkfall hefjist 17. febrúar ef ekki semst FUNDUR trúnaðarmanna Kenn- arasambands íslands og Hins ís- lenska kennarafélags í Reykjavík og Reykjanesi héldu á fimmtudag fund þar sem skorað var á félags- menn félaganna að sýna samstöðu og „fylkja liði að baki forystu félag- anna“. Jafnframt því var skorað á Samninganefnd ríkisins að ganga nú þegar til samninga við kennara. Sérstakra samninga er þörf íályktun fulltrúaráðsfundarins kemur fram það sjónarmið að þörf fyrir sérstaka kennarasamninga sé orðin brýn vegna mikilla breytinga sem orðið hafi á störfum og starfs- umhverfi kennara á seinustu fjórum til sex árum. Vitnað er til kafla um kjarasamninga við kennara í skýrslu Nefndar um mótun mennta- stefnu í því sambandi, þar sem seg- ir að mikilvægt sé að „starfsaðstæð- ur og launakjör kennara taki mið af breyttu hlutverki kennara". í ályktuninni segir m.a.: „Kenn- arafélögin hafa gengið út frá því að alvara lægi að baki hjá mennta- málaráðherra og Nefnd um mótun menntastefnu við framsetningu sjónarmiða og tillagna og raunveru- legar fyrirætlanir um umbætur. Því miður hefur fátt komið fram á þeim fundum sem bendir til þess að hér hafl alvara verið á ferðum." Fulltrúaráð kennarafélaganna segja síðan að verði verkfallsboðun samþykkt í atkvæðagreiðslu félags- manna, hefjist verkfall 17. febrúar nk. ef ekki semst fyrir þann tíma. „Ljóst er að með þessu gefast aðrar 6 vikur í vinnu við samninga kenn- ara við fjármálaráðherra í viðbót við þær 6 vikur sem samningaum- leitanir hafa staðið yfir,“ segir í ályktuninni. U(LL UTSALAN HEFSTÁ MÁNUDAGINN Skólavörðustíg 4A Sími 13069 Utsalcin er hafin Mikil verðlækkun Opið frá kl. 10-18 á löngum laugardegi Laugavegi 4, sími 14473 LAU G ARDAGUR 7. JANÚAR 1995 7 fyrsti vinningur á laugardag!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.