Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR7.JANÚAR1995 27
MINNINGAR
að við jafnöldru hennar og vinkonu
Irenu Lilju, dóttur mína. Þær áttu
saman góðar og skemmtilegar
stundir, auðvitað kom fyrir að upp
kom smá misklíð. En eins og barna
er vandi stóð sú misklíð stutt yfir
og allt féll í ljúfa löð.
Oftar en ekki skiptust þær vin-
konur á að koma með uppáhalds-
leikföng sín inn á heimili hvorrar
annarrar og léku sér lengi saman.
Þær voru báðar ákveðnar litlar
manneskjur og heyrði ég oft upp-
gjör þeirra á milli hvor mátti hafa
hvað, í leik þeirra. Oftast rættist
vel úr þeim málum. Það kom reynd-
ar fyrir að önnur hvor kom grát-
andi heim og sannfærð um að hin
væri versta vinkona í öllum heimin-
um. En það leið ekki langur tími,
allt var gleymt og þær urðu aftur,
bestu vinkonur í heiminum.
Ég veit það eitt að Svandís var
besta vinkona dóttur minnar og ég
veit að írenu þótti vænna um
Svandísi en aðra leikfélaga.
Þær Svandís og írena voru sam-
ferða á Leikskólanum Kirkjugerði.
Svo í haust urðu þær samferða í
1. bekk P.R. í Hamarsskóla.
Og þar sem þær áttu heima í.
sama húsi, voru þær samferða oftar
en ekki í sund, leikfimi og í skólann
og fylgdu hvor annarri eftir um að
mæta á réttum tíma. Stundum kom
fyrir að við mæður þeirra hringd-
umst á til að kanna hvort Svandís
hefði komið eða öfugt. Ýmis mynd-
brot standa allt í einu svo Ijóslif-
andi fyrir manni.
Þessi sorgardagur, þessi óvænti
harmur sem helltist yfir þann 28.
desember sl., þegar við fengum þær
fregnir að Svandís litla hefði látist
sviplega, setti okkur öll hljóð. Mitt
í allri gleði jólanna, dró yfir skugga
sorgarinnar.
Dóttir mín var ekki heima en
hafði verið hjá föður sínum. Svo
hún vissi ekki um þá atburði sem
höfðu skeð. En um leið og hún kom
heim sagðist hún ætlá að fara til
Svandísar að leika. Ég hafði ætlað
að geyma þessa sorgarfregn litla
stund en nú varð ekki hjá því kom-
ist. Hún varð hugsi og lengi að
meðtaka orð mín er ég sagði henni
hvað hafði skeð.
Á þessari stundu er ég skrifa
þessar fábrotnu línur úr lífi Svan-
dísar sem við söknum öll verða eft-
ir skilaboð frá Davíð syni mínum
til hennar: Ég sakna þín, litla vin-
kona. Ef ég ætti eina ósk myndi
ég óska að þú værir rneðal okkar.
Að síðustu spurði ég írenu Lilju,
er eitthvað sem þú vilt leyfa
mömmu að skrifa til Svandísar eða
til Sólrúnar og Sigga, því skrifa ég
eftir henni „mér finnst gott að eiga
þessa fjölskyldu. Elsku Svandís
mín, ég sakna þín. Guð á að geyma
þig. Amen."
Kæra Sólrún og Siggi. Það getur
enginn sett sig í fótspor ykkar nema
sá sem hefur misst barn. Sorg ykk-
ar og missir er mikill. Við viljum
votta ykkur dýpstu samúð. Guð
gefi ykkur styrk til að takast á við
söknuðinn og framtíðina.
Vertu sæl, ó vina mín
vertu sæl um sinn.
Englar vaka yfir þér
sem líknsöm drottins hönd.
Sofðu sæl í örmum hans
sem veitir líkn og frið.
Sofðu elsku Svandís mín
mitt hjarta syrgir þig.
(Kolbrún Harpa)
Fjölskyldan Folda-
hrauni 40, I.B.
Kveðja frá foreldrum
Þannig hafa vetrarvöld
váleg heimtað öll sín gjöld.
Hljótt er gengið, harmur sár,
hjörtun nístir, falla tár.
Þú ert til heima fegri flutt
í faðminn Drottins blíða.
Hérvist þín var stutt, svo stutt
og stundin fijót að líða.
Eftir lifir, æ svo tær,'
æskumyndin bjarta,
eins og ferskur aftanblær
innst í mínu hjarta.
Ég krýp hér við þitt lága leg
er Ijóssins geislar dvína.
Blóm og rósir breiði ég
barn á hvflu þína.
Svandís mín um æviár
aldrei þér ég gleymi.
Hvert þitt bros og hvert þitt tár
og hvern þinn dag ég geymi.
í himnasölum sætt og rótt
sofðu barn mitt, góða nótt.
Uns við hittumst ástin mín
englar Drottins gæta þín.
Mamma og pabbi.
Himnafaðir hjartarikur
hallar þér að brjósti sér.
Prá þér aldrei, vinan, víkur,
vakir alltaf yfir þér.
(A.K.)
Við sendum Sólrúnu, Sigga, Silv-
íu Dögg og öðrum ættingjum inni-
legustu samúðarkveðjur. Megi Guð
styrkja þau í sorginni.
Fimleikafélagið Rán.
STEINUNN
STEFÁNSDÓTTIR
inga fyrir Mjólkurbú Flóamanna.
Starfaði Jón eftir það hjá þessum
fyrirtækjum við mjólkurflutninga
til starfsloka. Lengi voru mjólkur-
bílarnir mikilvæg samgöngutæki
um sveitir Suðurlands. Veittu þeir
margvíslega þjónustu, fluttu póst
og ýmsar nauðsynjar að búunum.
Reyndi þá oft á greiðvikni bílstjór-
anna því að ekki var auðvelt að
afmarka skýrt í hvaða útvegunum
þeir ættu að standa. í þessu öllu
reyndist Jón afburða vel, enda var
hann í gerð sinni greiðamaður, sem
ógjarnan neitaði nokkurs manns
bón. Því naut hann líka ávallt vin-
sælda og trausts þeirra sem við
hann áttu að skipta.
Þegar ég undirritaður sótti um
Selfossprestakall árið 1971 var Jón
spurður að því hvern hann ætlaði
nú að kjósa í prestskosningunum.
Þá brosti hann við og svaraði með
sínum ljúfmannlega hætti: „Ég lof-
aði honum Sigurði að kjósa hann
þegar hann var fímm ára og stend
við það." Um það leyti sem ég var
fimm ára var Jón nokkuð tíður
gestur á heimili foreldra minna í
Hraungerði vegna þess að unnusta
hans og síðar eiginkona var við störf
á heimilinu. Þar var hann ávallt
aufúsugestur og við börnin hænd-
umst að honum. Þá hafði hann
haft orð á þessu við mig og mundi
það. Nú segja menn sitthvað við
börn eins og í gamni og án þess
að telja ævilangar skuldbindingar
felast í því. En það lýsir Jóni nokk-
uð, að hann skyldi vitna til um-
mæla sinna við barn fyrir meira en
tveimur áratugum, og líklega var
honum alveg alvara með að hann
ætti að standa við þau orð. Slík var
einlægni hans. Þetta minnir líka á
þá hætti í fari hans, sem ég veit
að svo margir þekkja. Hann var
trygglyndur, hollur félagi, traustur
vinur og drengskaparmaður.
í dagfari sínu var Jón glaðsinna
og þægilegur í allri umgengni. í
störfum sínum og heima fyrir var
hann snyrtimenni og skilamaður í
öllu. Samtaka voru þau hjónin í að
byggja upp heimili sitt eins og t.d.
garðurinn við hús þeirra á Engja-
vegi 9 hefur vitnað svo fagurlega
um gegnum árin. Börnum sínum
var Jón ástríkur faðir og umhyggj-
an fyrir þeim og afkomendunum
breyttist ekkert þó að börnin yxu
úr grasi og lengra yrði á milli hana
og þeirra. Því er hans sárt saknað
af fjölskyldu sinni og öllum þeim
sem eignuðust vináttu hans. Af
virðingu er hann líka kvaddur að
leiðarlokum, þeirri virðingu, er við
berum fyrir þeim mönnum sem trú-
ir eru í því sem lífið færir þeim í
fang og kappkosta að iðka það sem
er dyggð.
Góðum Guði þökkum við líf og
starf þessa gengna samferðamanns
og biðjum hann að hugga þá sem
nú syrgja og senda þeim alla himn-
eska blessun og náð.
Sigurður Sigurðarson.
+ Steinunn Stef-
ánsdóttir fæddist
14. janúar 1908 í
Kálfafellsnoti í
FHótshverfi í Vestur-
Skaftafellssýslu.
Hún lést 26. desem-
ber á dvalarheim-
ilinu Hjailatúni í Vík
í Mýrdal.
Foreldrar hennar
voru Stefán . Þor-
valdsson póstur og
Guðný Jónsdóttir
sem bjuggu í Kálfa-
fellskoti og síðar á
Kálfafelli. Stefán
var sonur Þorvalds Björnssonar
lögregluþjóns í Reykjavík. Börn
þeirra Stefáns og Guðnýjar voru
sex og eru þau öll látin.
Árið 1943 giftist Steinunn
Einari H. Einarssyni frá
Skammadalshóli í Mýrdal. Þar
hófu þau búskap og bjuggu til
ársins 1990 er þau fluttust á
dvalarheúnilið Hjallatún í Vík.
Einar lést 7. október 1992. Þau
voru barnlaus.
í DAG verður föðuráystir mín,
Steinunn Stefánsdóttir frá
Skammadadalshóli, jarðsett frá
Reyniskirkju í Mýrdal. Hún lést eft-
ir stutt veikindi tæplega 87 ára göm-
ul.
Steinunn er fædd og uppalin í
Fljótshverfí. Æskustöðvar hennar
voru henni afar kærar og talaði hún
oft um þær. Hún fluttist til Reykja-
víkur um tíma og vann þar ýmis
störf. Steinunn giftist 1943 Einari
H. Einarssyni frá Skammadalshóli í
Mýrdal. Þar hófu þau búskap á föð-
urleifð Einars og bjuggu þar snotru
litlu búi. Það skyggði þó á að þeim
varð ekki barna auðið, en barngæska
þeirra var mikil og get ég og þeir
ungu vinnumenn sem dvöldu hjá
þeim á sumrin borið vitni um.
Steina studdi vel bónda sinn á
hljóðlátan hátt, jafnt í búskap sem
í áhugamálum hans, semi voru
óvenjulega fjölþættir hæfileikar í
jarðfræði, náttúrufræði og ýmiss
konar listfengi. Stuðningur hennar
var efalaust snar þáttur í velgengni
hans og viðurkenningum þeim sem
honum hlotnaðist viðsvegar á þess-
um sviðum.
Steina og Einar voru samrýnd og
samhent hjón og hjónaband þeirra
einkenndist af ástúð og virðingu
hvort fyrir öðru.
Þegar Steina dvaldi í Reykjavík á
sínum yngri árum vann hún um tíma
á Landspítalanum. Var það góð und-
irstaða fyrir hana, þar sem hún síð-
ar meir hjúkraði af stakri natni
móður sinni og tengdaforeldrum en
þau létust í hárri elli á heimili henn-
ar.
Það var mér sönn ánægja að verða
trúnaðarvinur hennar þegar Einar
lést árið 1992 og kynnast vinnulú-
inni frænku minni betur en ég hafði
áður gert. Steinunn var samvisku-
söm, dugleg og bjartsýn. Hún kunni
að slá á létta strengi og snúa björtu
hliðinni upp á líðandi stundu, skyn-
spm kona. Það hefði legið vel fyrir
henni að setjast á skólabekk og læra,
en eins og hún sagði sjálf, það tíðk-
aðist ekki að konur færu í skóla á
þeim tíma.
Á síðari árum átti Steina við
nokkra vanheilsu að stríða og dró
það nokkuð úr starfsþreki hennar,
þó sérstaklega til ferðalaga eða að
mæta á mannfagnaði, en hún var
mjög félagslynd þrátt fyrir nokkra
einangrun. Ég vil þakka öllum þeim
sem heimsóttu hana eða höfðu ann-
að samneyti við hana, en hún naut
þess virkilega. Einnig vil ég þakka
þá umönnun sem hún fékk hjá
starfsfólkinu á Hjallatúni, en þar er
gott til þess að vita að aldraðir hafi
öruggan samastað í heimabyggð
sinni.
Okkur syskinum, móður okkar og
fjölskyldum er ljúft að minnast allra
góðu samverustundanna með henni
síðustu árin og á Hólnum hér áður
fyrr. Megi þú hvíla í Guðsfriði.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm
stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta
blund.
(V. Briem.)
Stefán Þór Kjart-
ansson.
Steinunn frá
Skammadalshóli er í
dag kvödd hinstu
kveðju. Fáum dögum
fyrir jól birtist henni hvítklædd vera
og lagði, að henni þótti, bréf á nátt-
borðið hjá rúmi hennaf og sagði:
„Það er frá honum föður þínum."
Stefán póstur frá Kálfafelli var að
boða hana í hinstu ferðina. Hún dó
á annan í jolum út frá jólasöngvum
landsins. Ég segi með séra Jóni
Steingrímssyni: „Nú unir hún við
fegri söngva." '
Steinunn átti æsku sína á hinu
forna kirkjusetri, Kálfafelli í Fljóts-
hverfi, í byggð sem ehn líkt og ber
með sér blæ gamallar rótgróinnar
bændamenningar. Af henni fór
Steinunn ekki varhiuta á æskuárum.
Heimilishættir gerðu börn Stefáns
og Guðnýjar á Kálfafelli vel úr garði
og gestaönn og gestrisni fóru saman
hvern dag í heimilishaldi. Unnið var
hörðum höndum fyrir daglegu lífi og
mörg hagleiksverk gerð í innanbæj-
arstörfum. í skapgerð Steinunnar
blönduðust vel saman erfðirnar frá
langafanum sr. Birni Þorvaldssyni í
Holti undir Eyjafjöllum og frá móður
og ömmu úr Oræfum og af Mýrum
í Austur-Skaftafellssýslu, þar sem
saman fóru mannslund, festa og
háttvísi í öllu dagfari og iðjusemi í
önn dagsins.
Steinunn átti langdvalir í Reykja-
vík eftir 1935. Hún vann þar m.a. á
Landspítalanum og þar ætla ég að
hún hafi mætt ástinni í lífi sínu þar
sem var Einar Halldór Einarsson frá
Skammadalshóli í Mýrdal. Þau gift-
ust 1943 og hófu búskap á Skamma-
dalshóli í félagi við foreldra Einars,
Einar Þorsteinsson og Halldóru
Gunnarsdóttur. Þar bjuggu þau sno-
tru búi og fleiru var sinnt en bústörf-
um. Einar Halldór varð með tímanum
landsþekktur fræðimaður i náttúru-
vísindum og var fræðasjór hvað varð-
aði gamla atvinnuhætti og sveitar-
sagnir. Fræðastarfi sínu hefði hann
ekki komið til vegar hefði ekki notið
góðs skilnings og stuðnings eigin-
konunnar. Á hlýlegu heimili þeirra
var öllum fagnað fegins hugar, fróð-
leikur uppi hafður og fagurt var að
litast um úr stofuglugganum þeirra
hátt í hlíð yfir fagurgróinn Mýrdal
og út til hafsins þar sem Dyrhólaey
er líkt og gimsteinn við ströndina.
Stofuna prýddu málverk og tréskurð-
ur húsbóndans. Þarna átti margur
gestur notalega stund. Um gamla
fólkið annaðist Steinunn af mikilli
umhyggju á efstu árum þess. Hall-
dóra Gunnarsdóttir var rúmföst um
mörg ár en alltaf glöð og hress á
að hitta og Einar Þorsteinsson jafnan
viðræðugóður og búinn þess að miðla
fróðleik um horfna tíð. Guðný móðir
Stejnunnar dó hjá henni 1949.
Árið 1989 brugðu þau Einar og
Steinunn búi og fluttust á dvalar-
heimilið Hjallatún í Vík í Mýrdal.
Býli sínu komu þau í góðar hendur,
búnar þess að skrýða Skammadals-
hólinn skógi í samræmi við hugsjón
Einars Halldórs og Einars föður hahs
sem ræktað höfðu af alúð skógarreit-
inn fagra í Deildarárgili. Einar hafði
þá um mörg ár ekki gengið heill til
skógar og heilsa Steinunnar var á
fallandi fæti. Einar andaðist 7. októ-
ber 1992. Hann hafði um mörg ár
verið í stjórn byggðasafnsins í Skóg-
um, áhugasamur um velferð þess.
Samkvæmt ráðstöfun hans og að
vilja þeirra hjóna afhenti Steinunn
safninu handrit hans, málverk og
margar bækur en aðrar til Fjöl-
brautaskólans í Skógum, sem þau
létu sér einnig annt um. Þessi safn-
gjöf er mikilsverð fyrir fræðistörf
sem væntanlega verða unnin í
Skógasafni á komandi árum. Þau
hjón voru barnlaus.
Vinir Steinunnar minnast hennar
í þökk fyrir hugljúf kynni. Þeir hafa- -
að leiðarlokum ríka ástæðu til að
þakka starfsfólki Hjallatúns sem ,
annaðist um Skammadalshjón af
mikilli umhyggju og velvild á síðasta
áfanga ævinnar. Byggðasafnið í
Skógum sendir ættingjum Steinunn-
ar hlýjar kveðjur.
Þórður Tómasson.
í dag fylgjum við fjölskyldan vin-
konu okkar, Steinu, húsfreyju frá
Skammdalshóli, til grafar, en hún
lést á annan dag jóla í Hjallartúni,
heimili aldraðra í Vík í Mýrdal, eftir.
stutta sjúkralegu. Okkur langar til
að minnast hennar örfáum orðum.
Yfir ævidaga, allt frá æsku til
fullorðinsára, kynnist maður mörg-
um. Allir hafa einhver áhrif á mann,
en þeir sem hafa mest áhrif eru þó
ekki alltaf þeir sem eru áberandi eða
hafa hæst og reyna að hafa áhrif á
umhverfi sitt á öllum sviðum. Heldur
eru það hinir sem á sinn hægláta
og heilsteypta hátt hafa góð áhrif á
allt sitt umhverfi, bæði menn og
málleysingja. Slík manneskja var
Steina.
Það eru nú að verða fjörutíu ár
síðan ég kom fyrst til sumardvalar
á Skammdalshól sem snúningsstrák-
ur, en var þó ævinlega kallaður
vinnumaður. Það voru blendnar til-
fmningar hjá tíu ára strák að fara
inn á heimili hjá fólki sem hann
þekkti ekkert. Ekki var búskapurinn
stór eða fjölmennt á bænum. Utan
þeirra hjóna, Steinu og Einars, voru
þar aldraðir foreldrar hans. Það lýsir
vel viðmóti og skaplyndi heimilis-
fólksins hve vel var á móti stráknum
tekið og hversu fljótt honum fannst
hann vera einn af fjölskyldunni. Það
var viðhann rætt og tekið tillit til
hans eins og annarra.
Og aldrei skorti umræðuefnið. Ein- *'
ar bóndi var hafsjór af fróðleik um
þjóðhætti og allt sem viðkom náttúru
landsins. Steina sá hins vegar um
„mjúku málin", allt sem snerti mann-
inn í dagsins önnum, tilfinningar og
drauma. Þær heimspekilegu umræður
náðu hámarki sínu við störfin í fjósinu
f dagslok. En jafnan enduðu umræð-
urnar í glettni og gamansemi, en af
þehn eiginlejkum var Steina alltaf
rík. A þeim stundum var hún oft stríð-
in og gerði grín að því spaugilega í
fari fólks. Þá var oft hlegið hátt. Þau
voru ófá áramótaskaupin í fjósinu á
Skammdalshóli.
Við hjónin heimsóttum Einar og
Steinu á Skammadalshól á hverju
sumri og nú seinni árin í Hjallatún.
Það var alltaf jafn ánægjulegt og
fróðlegt að hitta þau og ræða málin.
Þau breyttust aldrei við að förvitnast.
um hagi okkar allra og áhugi þeirra
var einlægur. Steina og Eva urðu í
gegnum árin miklar vinkonur og
töluðust oft við í síma, sérstaklega
eftir að Eínar féll frá fyrir tveimur
árum. Undanfarna mánuði var um-
ræðuefnið oft litla sonardóttir okkar,
en Steina sá hana fyrir þremur mán-
uðum, þá þriggja mánaða gamla. Það
er einkennilegt til þess að hugsa og
svo barngóð kona sem Steina var
skyldi ekki verða þeirrar hamingju
auðið að eignast barn. Slíkir eru vegir
Drottins.
Þreyta merkir hár og hár
hvítt, ér líður vorið.
Sljóvgar auga tár og tár.
Tæmist æskuþorið.
AHir hijóta sár og sár,
svo að þyngir sporið.
Leggst við baggann ár og ár,
unz menn fá ei borið.
Mörpm þykir vel sé veitt,
vinnist gullið bjarta,
láta í búksorg ævi eytt,
ágirndinni skarta.
En þeir flytja ekki neitt
yfir djúpið svarta.
Þangað fylgir aðeins eftt
ást frá vinarhjarta.
(Örn Arnarson)
Um leið og við minnumst Steinu
í kærri þökk fyrir allt og allt vitjum
við þakka starfsfólkinu í Hjallatúni
og læknishjónunum í Vík fyrir frá-
bæra umönnun hin seinni ár. ,
Eva Maria, Gísli Bene-
diktsson og fjölskylda.