Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR: EVRÓPA Martin Bangemann Ný störf munu skapast í upplýs- ing'aþj óðfélaginu Brussel. Reuter. MARTIN Bangemann, sem fer með iðnaðar- og upplýsingatæknimál í framkvæmdasljóm Evrópusambandsins, segir að í þróun efna- hagslífs ESB-landanna í átt til upplýsingaþjóð- félags muni fleiri ný störf skapast en þau, sem verða úrelt og leggjast af. Bangemann er einn aðalhöfundur áætlun- ar ESB um þróun sam- skiptaneta og upplýs- ingatækni, í líkingu við áætlun Bandaríkja- stjórnar um upplýs- ingahraðbraut. I yfir- heyrslu Evrópuþingsins yfir fram- kvæmdastjórnarmönnum sagðist hann áfram myndu leggja áherzlu á uppbyggingu upplýsingahrað- brauta og á aukið fijálsræði í at- vinnustefnu sambandsins. Aukin skilvirkni og lægri kostnaður Bangemann sagði hins vegar að ef evr- ópskt atvinnulíf tæki sig ekki almennt sam- an í andlitinu, myndi aukin upplýsingavæð- ing ekki breyta því að störf myndu tapast. „Ef við aukum ekki skilvirkni og lækkum kostnað munum við þurfa að fóma störfum til lengri tíma litið,“ sagði hann. Nefndir Evrópu- þingsins halda um þessar mundir yfir- heyrslur yfír öllum meðlimum nýrr- ar framkvæmdastjórnar ESB, sem taka á við embætti 23. janúar. Bangemann, sem er þýzkur, situr í fráfarandi framkvæmdastjórn og mun fara áfram með sömu mál. MARTIN Bange- mann í yfirheyrslu Evrópuþingsins. Fram- kvæmda- stjórnin mun halda í völdin • KAREL van Miert, sem fer með samkeppnismál í fram- kvæmdastjórn Evrópusam- bandsins, sagði í gær að hann myndi standa gegn öllum til- raunum til að veikja völd fram- kvæmdastjórnarinnar á sviði samkeppnismála. Van Miert sagði að búast mætti við slíku á ríkjaráðstefnu ESB 1996. Fram- kvæmdastjórnin hefur mikið vald og sjálfstæði í samkeppnis- málum og skelfir bæði stjórn- völd og stórfyrirtæki. Van Miert vísaði algerlega á bug tillögum um að ráðherraráð ESB fengi vald til þess t.d. að samþykkja ríkisaðstoð til fyrirtækja. • EVRÓPUSAMBANDIÐ hef- ur frestað staðfestingu við- skiptasamnings við Rússa, sem undirritaður var á Korfú síðast- liðið sumar. ESB-ríki hafa látið í ljós áhyggjur vegna hernaðar Rússa í Tsjetsjníu og hefur Hans van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjórn ESB, gagnrýnt „slátrun- ina“ í héraðinu. Evrópuþing- menn hafa þrýst á um að öll aðstoð við Rússa verði stöðvuð. Samningurinn átti að aflétta innflutningskvótum á ýmsum rússneskum vörum og hvetja til fjárfestingar fyrirtækja frá ESB í Rússlandi. • SIR Leon Brittan, sem fer með utanríkisviðskiptamál í framk væmdastj órn ESB, segir að sambandið verði að sporna gegn tilhneigingu til einangr- unarhyggju í Bandaríkjunum, nú þegar repúblikanar hafi tek- ið völdin á þinginu. Kýpur o g Malta fá ekki forgang HANS van den Broek, sem fer með utanríkismál í framkvæmda- stjóm ESB, greindi Evrópuþing- mönnum frá því á fimmtudag að aðildarufnsóknir Kýpur og Möltu myndu ekki fá neina sérmeðferð af hálfu ESB. Þessi ríki gætu ekki orðið aðilar fyrr heldur en ríki Austur-Evrópu. Van den Broek sagði að þó að hagkerfí þessara ríkja væru þró- aðri heldur en Austur-Evrópuríkj- anna gætu aðildarviðræður ekki hafíst fyrr en að lokinni ríkjaráð- stefnu ESB, sem hefst á næsta ári. Richard Holbrooke, aðstoðarut- anríkismálaráðherra Bandaríkj- anna, heimsótti Kýpur á fímmtu- dag og sagðist þá vona að allir íbúar eyjunnar myndu dag einn verða aðilar að Evrópusamband- inu. Sá dagur kæmi þó ekki í bráð. Hann varaði við of mikilli bjartsýni og sagði að það yrði langt og erf- itt ferli áður en Kýpur gæti gengið í ESB og líklega yrði það ekki fyrr en í bytjun næstu aldar. Kýpur hefur verið klofín frá ár- inu 1974 en þá hemámu Tyrkir norðurhluta eyjunnar og lýstu yfir sjálfstæðu ríki þar, sem þó hefur einungis verið viðurkennt af tyrk- neskum stjómvöldum. Enn hafa Tyrkir um 30 þúsund manna lið á Kýpur og tilraunir SÞ til að sam- eina eyjuna á ný hafa reynst ár- angurslausar. Holbroóke átti fundi með stjórn- málamönnum í norðurhlutanum og sögðust þeir ekki styðja ESB-aðild fyrr en að íbúar Kýpur hefðu fund- ið lausn á deilumálum sínum. Grí- skumælandi Kýpurbúar, sem viðurkenndir era af Vesturlöndum sem hin réttu stjómvöld Kýpur, hafa samt sem áður sótt um aðild. Leiðtogar tyrkneskumælandi Kýpurbúa og stjórnvöld í Tyrklandi hafa þó varað við því að ef deilan verði ekki leyst muni hún einungis færast inn í ESB. Van den Broek sagði að fræði- lega séð væri hægt að taka einung- is grískumælandi hluta Kýpur inn í sambandið og mynda þar með ný landamæri ESB og Tyrklands. Það væri þó óæskileg lausn. ESB myndi hins vegar ekki bíða enda- laust eftir því að Tyrkir féllust á að leysa málið. ERLEIMT Verður Bíldt fram- kvæmdastjóri WTO? RÆTT er í alvöru um þann mögu- leika að Carl Bildt, fyrram forsæt- isráðherra Svíþjóðar, taki við stjórn Alþjóðaviðskiptastofnunar- innar (WTO), segir í frétt í Svenska Dagbladet. Þó að WTO hafi tekið til starfa um áramótin hefur enn ekki tekist samkomulag hver eigi að vera framkvæmdastjóri stofnunarinnar og gegnir því Peter Sutherland, fyrrum framkvæmdastjóri GATT, stöðunni til bráðabirgða fyrstu mánuðina. Evrópusambandið býður fram Renato Ruggieri, fyrrum við- skiptaráðherra Ítalíu, en ríki utan Evrópu telja að áhrif ESB á störf WTO yrðu of mikil ef hann yrði fyrir valinu. Bandaríkin, Kanada og ríki Rómönsku Ameríku hafa því sameinast um framboð Carlös Salinas, fyrram forseta Mexíkó, en Asíuríki og Ástralía bjóða fram Kim Chul-su, við- skiptaráðherra Suður- Kóreu. í frétt í Svenska Dagbladet segir að þessi pattstaða gæti leitt til að samstaða næðist um fjórða frambjóðandann og að í höfuðstöðvum WTO í Genf sé nafn Bildt mikið í umræðunni. Bildt hefur góð sam- bönd í Þýskalandi og Bretlandi og þar sem hann er talinn mikill fríverslunarsinni myndu Bandaríkin og Asíuríkin einnig geta stutt hann. Carl Bildt vill í samtali við blað- ið ekki ræða hugsanlegt framboð sitt en neitar því ekki að nafn hans sé í umræðunni. Þegar hann er spurður hvort að það væri ekki stórpól- itískur atburður ef hann léti af forystu í Hægriflokknum svar- ar Bildt: „Jú, en fyrst og fremst væri það stórpólitískur atburð- ur ef Svíi kæmi til greina í starf af þessu tagi, það er það sem skiptir mestu máli í þessu samhengi. ‘ Það þarf ekki endilega að vera C. Bildt.“ Mats Hellström, ut- anríkisviðskiptaráð- herra Svíþjóðar, vill ekki heldur ræða mál- ið og segir að Svíar styðji sameig- inlegan frambjóðanda ESB. Á meðan menn styðji einn frambjóð- anda taki þeir ekki þátt í vanga- veltum um aðra frambjóðendur. CARL Bildt, leiðtogi Hægriflokksins. Reuter Andbandarískur áróður BANDARÍ SKUR hermaður geng- ur um hlið á girðingu umhverfis Yongsan-herstöðina í Seoul í Suð- ur-Kóreu en á því hangir áróður . Snjóhús góðí hemaði London. Reuter. TILRAUNIR sem sænskir hernaðarsérfræðingar hafa gert með stór snjóhús, benda til þess að þau standist stór- skota- og sprengjuárásir auk þess sem þau sjáist ekki á inn- rauðum myndum. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Jane’s Defence Weekly. Per Mohlin, ofursti í sænska hemum segir í samtali við blaðið að snjóhúsin megi nota sem birgðageymslur, höfuð- stöðvar, herspítala ofl. Var nýlega gerð tilraun með snjó- hús af stærðinni 6m x 40m x 6 m með 60 sm til 1,2 m þykka veggi. Er gerðar vora stór- skota- og sprengjuárásir á húsið, skemmdist það lítið, auk þess sem það kom ekki fram á innrauðum myndum, sem teknar vora af svæðinu sem það var á. gegn veru Bandaríkjamanna í landinu. Kim Young-sam, forseti S-Kóreu, skoraði í gær á sijórn- völd í Norður-Kóreu að hefja aft- ur viðræður um bætt samskipti ríkjanna en þeim var hætt þegar Kim Il-sung, leiðtogi N-Kóreu, lést á síðasta ári. Bosníu-Serbar lýsa yfir „stríðsástandi“ SÞ vilja fjölga gæsluliðum um 6.000 Pale, Bonn. Reuter. BOSNÍU-Serbar lýstu því yfir í gær að „stríðsástand" myndi að nýju ríkja frá og með deginum í dag. Um er að ræða viðbragðsstöðu allra herdeilda Serba en henni var lýsti yfir á siðasta ári vegna árása bosn- íska stjórnarhersins. Ferðalög Bos- níu-Serba úr landi eru bönnuð nema með sérstöku leyfí og heimilt að kalla menn í herinn. Fulltúar fimm- veldanna, sem funduðu í gær í Bonn um málefni Bosníu, komust í gær að samkomulagi um frekari skref í friðarumleitunum. Tæp vika er síðan Bosníu-Serbar undirrituðu vopnahléssamkomulag sem Sameinuðu þjóðimar komu á og gilda átti í fjóra mánuði. Mjög hefur dregið úr bardögum frá því að vopnahléið tók gildi nema í Bihac en Serbar og múslimar þar undirrit- uðu ekki samning um vopnahlé. Talið að er í yfirlýsingu Rado- vans Karadzic, leiðtoga Bosníu- Serba, felist að þeir séu reiðubúnir að hlíta vopnahléinu. Serbar vona enn að það muni styrkja tak þeirra á þeim hluta Bosníu sem þeir hafa á valdi sínu. Þeir skipa her sínum engu að síður í viðbragðsstöðu. SÞ vilja fjölga friðargæsluliðum Að sögn heimildarmanns sem sat fund fulltrúa fimmveldanna; Bandaríkjanna, Rússlands, Bret- lands, Þýskalands og Frakklands, kynntu þeir leiðtogum sínum niður- stöðu fundarins í gær. Ekkert fékkst uppgefið um niðurstöðu fundarins. Næsti fundur verður í París á þriðjudag. Sameinuðu þjóðimar óskuðu í gær eftir liðstyrk til friðargæslu í Bosníu. Nú er um 23.000 friðar- gæsluliðar í landinu og hefur verið óskað eftir 6.000 hermönnum til viðbótar. I > > > ) > } ) > > > > > I ) t ) > ) > I )

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.