Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 07.01.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1995 13 NEYTENDUR * Utsölutími framundan út janúar og sums staðar langt fram í febrúar Gardínur, skór, straujám og sænffurver á útsölu Útsölur eru hafnar víða og sumar búðir við Laugaveg byija í dag, á löngum laugardegi. Verslanir í Kringlunni lækkaverðið 14. janúar. Guðbjörg R. Guð- mundsdóttir kíkti í búðir og komst að því að afsláttur er svipaður og í fyrra, frá 30% og upp í 70%. Verslanir sem eru hvorki við Laugaveg, í Borgar- kringlunni eða Kringl- unni eru margar hveijar famar af stað með útsölu svo sem tískuverslanimar Tess, Iðunn, Marion og Verðlistinn. En það er ekki bara fatnaður sem seldur er á tilboðsverði í jan- úar, heldur má oft sjá mikla verð- lækkun á til dæmis gluggatjöld- um, antikhúsgögnum, flísum, par- keti, rafmagnstækjum, búsáhöld- um, sængurfatnaði og jóladóti. Útsölur byija 14. janúar í Kringlunni í Kringlunni eiga verslanir að byija með útsölu 14. janúar og verður þá opið alla helgina bæði laugardag og sunnudag. Verslun- areigehdur þar hafa samþykkt að byija seinna en undanfarin ár. Mikið var að gera í Kringlunni í desember, en þangað komu þá um 450.000 viðskiptavinir. Það er 7,6% aukning frá árinu áður. Af og til hafa búðareigendur í Kringlunni skellt skollaeymm við áætlaðri útsöludagsetningu, en í ár er stefnan að hafa ekki frávik frá 14. janúar. Götumarkaður verður síðan í lok útsölu, eða um eða eftir miðjan febrúar. í Borgarkringlunni em útsölur þegar famar af stað en sumir búðareigendur þar ætla að hinkra fram að miðjum mánuði. Útsölur á löngum laugardegi Strax í byijun þessarar viku vom ýmsar verslanir við Lauga- veg byijaðar að lækka vörarnar og margar búðir sigla í kjölfarið í dag eða strax eftir helgi. Hjá barnafataversluninni Stjörnum við Laugaveg var allt fullt útúr dyrum á fimmtudaginn, enda viðskiptavinum boðið upp á 40-70% afslátt. Þar var hægt að fá góðar sumarúlpur úr bómull á innan við 1.700 krónur, boli á innan við 500 krónur, stuttbuxur og jakka við á þúsund krónur og jafnvel ungbarna„leggings“ á 290 krónur. Fastir viðskiptavinir fengu síðan 7% aukaafslátt ef þeir vísuðu fram sérstöku bréfi sem þeir höfðu fengið sent í pósti. Benetton-útsalan hófst síðast- liðinn fimmtudag. Að sögn Ingi- bjargar Reykdal eiganda verslun- arinnar er veittur 20-50% afslátt- ur af öllum vörum verslunarinnar. Kaupa vörur erlendis frá á útsöluna Barnafataverslunin Krakkar í Kringlunni hefur fengið undan- Morgunblaðið/Kristinn þágu með útsölu, því þar stendur yfir bmnasala þessa dagana. Að sögn forsvarsmanna þar á bæ hefur verið mikið að gera, en veitt- ur er 40-50% afsláttur af fatnaði. Sjálf útsalan hefst síðan um miðjan janúar hjá Krökkum eins og hjá öðrum búðum í Kringl- unni. Vömr á útsöluna koma til landsins á næstu dögum, en eig- endur kaupa vömr á afsláttar- verði af framleiðendum erlendis. Útsalan í Hagkaup fylgir að öllum líkindum dagsetningu Kringlunnar, en þar verður eins og undanfarin ár 40-60% afsláttur af fatnaði, skóm og sérvöm. Má gera reyfarakaup Það er semsagt útsölutími framundan út janúar og sums staðar langt fram í febrúar. Sumir lækka ekki verð fyrr en í febrúar, t.a.m. hefur skóverslun Steinars Waage undanfarin ár verið með útsölu þá. Óvíst er á þeim bæ hvemig þessum málum verður háttað í ár. Margir kaupa föt á bömin fyrir næsta haust á þessum vetrarútsöl- um, jafnvel jólakjól fyrir næstu jól, afmælisgjafír fram í tímann og svo framvegis. Þeir sem gefa sér tíma til að skoða og láta ekki freistast til að kaupa annað en það sem þeir þurfa geta eflaust gert reyfara- kaup. Sláturfélagið Hafin sala á sérvöldu nautakjöti AÐ undanförnu hefur staðið yfir kynning á fersku ungnautakjöti sem selt er undir nafninu New Yorkers. Að sögn forsvarsmanna hjá Sláturfélagi Suðurlands hefur verið gert ræktunarátak hjá bænd- um og endurbætur gerðar á slátr- un, vinnslu kjötsins og pakkningu. Ýmsar kröfur era gerðar til bænda með ræktun, t.d. að gripir eiga að vera uxar eða ungkvígur sem em 18-20 mánaða og hafa fallþunga yfir 200 kíló. Þá eiga nautgripimir hvorki að hafa verið meðhöndlaðir með fúkkalyfjum eða hormónagjöf né hafa komist í snertingu við eða étið fóður sem illgresiseyðir eða skordýraeitur hefur verið notað á. Ferskleiki kjötsins skal vera tryggður Kálfar eiga að fá broddmjólk og mjólk má ekki innihalda fúkka- lyf, illgresiseyði eða skordýraeitur. Gripi á að ala á grasi, heyi eða grænfóðri og hafa á húsi allan eldistímann. Endurbætur hafa verið gerðar á slátran og vinnslu lq'öts. Betri aðstæður og ný tækni á að tryggja ferskleika kjötsins í allt að tvöfalt lengri tíma en ýmsar eldri pakkn- ingar. Um er að ræða innsiglaðar loftskiptar pakkningar og bún- aðurinn sem notaður er við pökk- unina er sá eini sinnar tegundar á íslandi. - kjarni málsins! Mestu vinntngslíkurnar í íslensku stórhappdrœtti Tryggðu þér möguleika HAPPÐRÆTTl jyrir líflð sjálft wshsI Verð miða er aðeins 600 kr. Upplýsingar um nœsta umboðsmann í síma 552 2150 og 552 3130 8 MILLtÓNIR ÓSKIPTARÁ EINNMIÐA 12.JANÚAR Eina stórhappdrœttið þar sem hœstu vinningamir ganga örugglega út allt árið. Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskrijiarár er að hejjast. Dregið 12. janúar. M e ir a e n ann ar h v e r mi ð i v innur a ð j af n a ð i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.